Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 11 Stétt með stétt U eftir Hrafnkel A. Jónsson Dagana 31. okt. og 1. nóv. nk. fer fram prófkjðr Sjálfstæðisflokks- ins á Austurlandi. Það er von sjálfstæðismanna að þetta prófkjör skili flokknum sterkari en áður, og sigurstranglegum framboðslista. Þegar kjósendur stilla upp í próf- kjörinu þá er nauðsynlegt fyrir þá að hafa í huga að í næstu kosning- um er næsta ólíklegt að flokkurinn fái uppbótarþingmann í kjördæm- inu, þess vegna verðum við að vinna hér þingsæti ætlum við okkur að halda hér tveimur þingmönnum áfram, sem reyndar er sjálfgefið markmið. í þessu sambandi er líka nauðsynlegt að muna að nú fá 6 árgangar að kjósa í fyrsta skipti, það er okkur nauðsyn að þessir kjósendur sjái ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Nýskipan sveitar- stjórnmála Eftir að hafa setið sl. 8 ár í sveit- arstjóm á Eskifirði, þá er mér ljóst að breyting á skipan sveitarstjóm- armála er hinum dreifðu byggðum lífsnauðsyn. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að lögfesta þriðja stjómsýslustigið. Vissulega er það ein þeirra leiða sem til greina koma en, það sem hræðir mig í þeim efn- um er óttinn við að með því sé aðeins verið að stækka báknið, hér- aðsþing verði aðeins valdalaus kjaftasamkoma, ný hæð í valda- pýramídanum sem bæti við einni tröppu í þeirri píslargöngu sem sveitarstjómarmenn þurfa að feta ætli þeir að ná fram málefnum byggðarlaga sinna. Því tel ég að það eigi að flýta sér hægt í breyt- ingum í þessa átt. Ég tel að nú beri að einbeita sér að því að af- SÉRFRÆDIÞEKKING A SVIDI OG MARKVDS.VIÁLA 12 mánaöa skipulagt nám á sviói útflutnings- og markaösmála hefst 4. des- ember 1986. NámiÖ fer fram á ensku en er haldiö með aöstoð Norska út- flutningsskólans og njóta nemendur sömu viðurkenningarog um útskrift frá þeim skóla væri að ræða. Æskilegt er að nemendur tengi námið eins og unnt er daglegum störfum sínum, vinni þeir við sölu- eða markaösstörf. Skólinn getur aðstoðað þá sem stunda önnur störf við að veröa þeim úti um verkefni hjá útflutningsfyrir- tækjum. Að námi loknu geta þeir nemendur er þess óska komist í nokkurra mán- aöa starfsþjálfun á vegum skólans erlendis. ÞAU ERU REYNSLUNNI RÍKARI: Hafsteinn Vilhelms- son: „Námskeióin hafa veitt mér ómetanlega undir- stöðu fyrir störf mln hjá Útflutningsmið- stöð iðnaðarins og siðan Útflutningsráói islands. “ Þröstur Lýðsson: „Það er ekki spurn- ing að námskeiðið hentar öllum þeim sem sinna markaðs- máium, ekki ein- göngu meö útflutn- ing I huga, heldur einnig hér innan- lands." Elln Huld Arnadóttir: „Námskeiðið hefur komió mér að miklu gagni I mínu starfi fyrir Vikurvörur hf. og opnað mér fram- tlðarmöguleika f starfi. Efni námskeióa: Námskeið 1 4.-6. des. 1986 kl. 9.00—17.00 • Hvað er útflutningur • Hvaö er markaðssókn • Munurinn á sölu- starfi og markaðsstarfi • Stefnumótun fyrirtækja • Mótun fyrirtækja • Alþjóðlegar reglur um útflutning • Stofnanir 1 þágu útflutningsaðila • Söfnun markáðsuþplýsinga • Hagnýt verkefni • Heimaverkefni Námskeiö 2 11,—13. mal 198 kl. 9.00—17.00 • Söluráðar (4p) • Val á mörkuöum • Val á vöru • Vöruaðlögun • Vöruþróun • Dreifileiðir • Verðstefna • Stjórnun og áætlanagerð útflutnings • Hagnýt verkefni • Heimaverkefnl Námskeið 3 24.-26. nóv. 1987 • Helstu greiósluskilmálar • Greiósiutyrirkomuiag • Starf á vörusýn- ingum • Vöruflutningar • Útflutningsreglur • Útflutningslán • Sölu- og samningagerð • Hagnýt stýring á útflutningi • Skriflegt próf AÐALLEIÐBEINENDUR: Lasse Tveit framkvæmdastjóri Norsk Kjedeforum og Arvid Sten Kása fram- kvæmdastjóri Útflutningsskóla Noregs. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR í SÍMUM 621063/621066. /y 4*4' StjOrnunarféíag istends UTFLUTNINGS OG MARKADSSKÓLIÍSLANDS Ananaustum 15■ 101 Reykjavík ■& 91 -621063 -Tlx2085 /V „Þegar kjósendur stilla upp í prófkjörinu þá er nauðsynlegt fyrir þá að hafa í huga að í næstu kosningum er næsta ólíklegt að flokkurinn fái uppbótarþingmann í kjördæminu, þess vegna verðum við að vinna hér þingsæti ætl- um við okkur að halda hér tveimur þingmönn- um áfram, sem reyndar er sjálfgefið markmið.“ marka skýrar verkefnaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga, það er óskilj- anlegt að varla skuli vera svo lítið verkefni í gangi hjá sveitarfélagi að ekki sé um einhvers konar kostn- aðarskiptingu að ræða, afleiðingin er stóraukin skriffínnska og sífelld- ar betliferðir sveitarstjómarmanna í hinar ýmsu stofnanir höfuðborgar- innar. Mörg þeirra verkefna sem um er að ræða, svo sem bygging dag- vistarheimila, íþróttavalla, félags- heimiia og jafnvel skóla eru þess Hrafnkell A. Jónsson eðlis að best færi á því að þau væru verkefni sveitarfélagsins og tekjustofnar sveitarfélagsins væru við það miðaðir. Á sama hátt tel ég sjálfsagt að bygging og rekstur heilsugæslumannvirkja sé alfarið á hendi ríkisins. Hér nefni ég aðeins dæmi, en legg á það áherslu að sjálfstæði sveitarfélaga er ekki endilega í því fólgið að bæta við einni fundarsetunni enn hjá sveitar- stjómarmönnum, heldur hlýtur það að felast í auknu raunverulegu sjálfstæði sveitarstjómarmanna til að taka ákvarðanir sem þeir ráða, en ekki einhveijir sem sitja við skrifborð í Reykjavík. Byggðastefna — atvinnustefna Byggðastefna hefur verið munntöm stjómmálamönnum landsbyggðinni undanfarin ár. Á Réttlátur skattur? eftir Þorstein Halldórsson Hvað er réttlátur skattur, spyija ýmsir. Svar mitt tel ég að sé ekki sSðra en annarra, eða að sá skattur megi teljast réttlátur sem fólk greiðir samviskusamlega og telur að sé hóflegur. Það má segja að sá skattur sé óréttlátur er fólk borg- ar ekki vegna þess að það telur sig vera að inna af hendi borgaralega skyldu sína til samfélagsins, heldur vegna þeirrar laganauðungar er liggur að baki innheimtu hans. Við þær aðstæður má ætla að fólk fái ekki samviskubit af því að skorast undan með hinum ýmsu aðferðum, því upphæðimar era þá orðnar það háar að undanskotið fer að borga sig ef ve! tekst til. Þá erum við kannski komin þar að fólk fer að spyija sig þeirrar spumingar hvers vegna það þurfi að borga svo og svo mikinn skatt. Hinn almenni skattgreiðandi fylgist með þróun hinna ýmsu „gæluverk- efna“ stjómmálamanna heima í héraði, s.s. þörungaverksmiðju á Reykhólum, graskögglaverksmiðju á Vallhólma, Kröfluvirkjun, sjó- efnavinnslu, jámblendiverksmiðju á Grandartanga, væntanlega kísil- málmverksmiðju á Reyðarfirði og Steinullarverksmiðju á Sauðárkróki sem fyrirsjáanlega er búin að tapa 100 milljón króna hlutafé sínu o.s.frv. Það er kannski ekki að furða þó fólk telji að ekki beri að greiða fyr- ir að gera að veraleika draumóra fárra manna sem era að valsa með fé þess. Almenningur hlýtur að spyija sig hver hinn siðferðilegi réttur stjómmálamanna sé sem Þorsteinn Halldórsson leyfi þeim að veita ómældu fé í slík vafasöm ævintýri. Ég tel það vafa- lítið að þorri manna sé því sammála að til séu aðrar ijárfestingar sem skili meiri arði en þau dæmi tap- rekstrar en hér hefur verið tæpt á. Svo ekki sé nú talað um það sjón- armið að ríkisvaldið eigi ekki að vera að vasast í slíku, heldur láta einstaklingum og félögum það eft- ir, því þegar öllu er á botninn hvolft þá hlýtur að vera öraggara að treysta slíkum aðilum til að fara betur með fjármuni sína en stjóm- málamönnum í atkvæðaleit, eða hvað? Höfundur er stjómarmaður í Sjálf- stæðisfélaginu Baldri og fyrrv. formaður Týs í Kópavogi og er í kjöri við skoðanakönnun kjördæm- isráðs Reykjaneskjördæmis v. lista til næstu Alþingiskosninga. Fegurðarsamkeppni á Hótel Örk FORKEPPNI að vali ungfrú Suð- urlands verður haldin á laugar- dagskvöldið á Hótel Örk í Hveragerði. Þátttakendur verða um 20 talsins. Sex eða sjö stúlkur verða valdar til að taka þátt í keppninni um ungfrú Suðurland, sem fram fer á Hótel Örk í mars á næsta ári. Sigur- vegarinn tekur þátt í Fegurðarsam- keppni íslands næsta vor. Það er Handknattleiksdeild Hveragerðis sem stendur að þessari keppni, en dagskráin hefst klukkan 8 með þríréttaðri máltíð og hljóm- sveit Magnúsar Kjartansssonar leikur fyrir dansi. Dómnefnd skipa þrír aðilar úr Reylq'avík og tveir úr Hveragerði og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.