Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 ÚTVARP/ SJÓNVARP Pósthólfið Grein 2 Igaerdagsgreininni er ég nefndi Pósthólfið, grein 1, vék ég að hinu margfræga Pósthólfi er hinn góð- kunni útvarpsmaður og söngvari Guðmundur Jónsson stýrði fyrr á árum, en í hólf þetta stungu útvarps- hlustendur ýmsum kvörtunum og ábendingum til útvarpsráðs. Færði ég rök að því að Guðmundur hafi hér verið í hlutverki sálusorgara er ætlað var að friða hlustendur frem- ur en að nokkrum heilvita manni hafi dottið í hug að breytinga væri að vænta á útvarpsdagskránni. En nú er sum sé öldin önnur. Einka- stöðvar teknar að keppa við ríkisút- varp/sjónvarp og því er máski von til þess að bréfið frá 7250-4658, er barst fyrir skömmu í pósthólfið hans Velvakanda, þar sem mælt var fyrir munn þeirra fjölmörgu er hafa nán- ast misst stjórn á heimilisslifinu vegna hins breytta útsendingartíma sjónvarpsfrétta, verði ekki stungið undir stól. í trausti þess að sjón- varpsmenn séu ekki lengur skot- heldir líkt og á dögum Pósthólfsins margumrædda held ég áfram að senda skeytin. Að tapa áttum Ég er sammála Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, um að það var „hálf hallærislegt" hjá yfirstjóm ríkissjónvarpsins að færa fréttimar fram um hálftíma rétt áður en Stöð 2 hóf starfsemi sína, en ég verð að segja að mér finnst áíka „hallæris- legt“ hjá Stöð 2 að færa frétta- tímann fram um 5 mínútur í kjölfar fyrrgreindrar ákvörðunar ríkissjón- varps. En samkeppni er nú einu sinni samkeppni og í ölduróti fjölmiðla- byltingarinnar hljóta menn að tapa áttum svona fyrst um sinn. En svo lægir öldumar og þá verða yfir- stjómendur sjónvarps að gera svo vel að setjast á rökstóla og hlýða á röksemdir þeirra er greiða aftiota- gjöldin og auglýsingamar. Ernokkuðvit...“ Er nokkuð vit í því, ágætu ríkis- sjónvarpsstjórar, að sýna spennu- þætti eða vinsæla framhaldsþætti á borð við Sjúkrahúsið í Svartaskógi klukkan rúmlega átta? Hugsið ykk- ur allt Qölskyldufólkið sem er önnum kafið við að ganga frá eftir kvöld- verðinn eða koma bömunum í ró á þessum tíma. Hvers á þetta fólk að gjalda? Og nú beini ég skeytum til stjómenda Stöðvar 2. Síðastliðinn miðvikudag var á dagskránni klukk- an 18.25 spennumyndin Þorparar og svo hófst hinn vinsæli framhalds- þáttur Dallas tíu mínútur yfir átta. Er nokkuð vit í þessu, strákar? Þið eruð ferskir og fullir af hugmyndum og stelpumar ekki síður en samt hvarflar það ekki að nokkrum manni að þessi skipan mála sé óheppileg fyrir fjölskyldufólk, einkum útivinn- andi hjón að ekki sé talað um þar sem böm eru í heimili. Að mínu mati ætti sú gullna regla að ríkja bæði á rás ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2 að sýna ekki vinsælustu framhaldsþættina og alls ekki spennuþætti fyrr en klukkan 21, en á þeim tíma er flest fjölskyldu- fólk komið í sæmilega ró. Það þýðir lítið að vísa til dæmis til Bandaríkjanna þar sem fijálst sjónvarps hefir þróast i áratugi og alls kyns spennuþættir eru sýndir á öllum tímum sólar- hrings. ísland er ísland og hér er lífsbaráttan hörð. Menn vinna langan vinnudag og vilja njóta vandaðs sjónvarpsefnis á skikk- anlegum tíma. Ég vona að skeytið rati í rétt Pósthólf. Ólafur M. Jóhannesson Ríkísútvarpið: Síðasta vígið ■■■I í kvöld verður á OAOO rás eitt flutt "U leikritið Síðasta vigið, eftir Laurence Moody í Þýðingu Þorsteins Ö. Stephensens. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Mary Brown er ógift ensk skrifstofustúlka, sem býr við þröngan kost. Dag einn berast henni þær óvæntu fréttir að hún hafi Stöð tvö: Bj argvætturinn ■■ Á dagskrá 40 Stöðvar tvö að — loknum fréttum í kvöld er bandaríski spennuþátturinn Bjarg- vætturin. Téður bjargvætt- ur er maður að nafni Robert McCall, en hann er fyrrverandi CIA-maður, sem rekur allsérstætt þjón- ustufyrirtæki í íbúð sinni á Manhattaneyju. í auglýsingu McCalls segir að hann muni aðstoða fólk við að fá leiðréttingu sinna mála fyrir aðeins 100 Bandaríkjadali, sem svarar til um 4000 íslenskum krónum. Eina leiðin til þess að nálgast McCall er að hringja í símanúmerið, sem gefið er upp í auglýsing- unni. McCall er tilbúinn til þess að hjálpa hveijum þeim, er leitað hefur allra annarra leiða til lausnar vanda síns, en án árang- urs. McCall starfar ávallt einn að þeim málum, sem hann tekur að sér og einu tengsl hans við yfirvöld er gamall vinur hans í lögregl- unni. erft lítið hótel á Ítalíu, eft- ir gamla vinkonu föður hennar. Hún gerir sér því lítið fyrir og vippar sér suður á Langbarðaland og hefur þar hótelrekstur. Eft- ir komuna þangað kjmnist hún landa sínum, en hann er ekki allur þar sem hann er séður og um tíma lítur út fyrir að í óefni sé komið fyrir hina saklausu fröken Brown. Leikarar eru: Hanna María Karlsdóttir, Karl Guðmundsson, Ámi Tryggvason, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurður Karls- son, Viðar Eggertsson, Guðmundur Ólafsson, Guð- mundur Pálsson og Kol- brún Ema Pétursdóttir. Pálmi Gestsson, Fríðrik Stefánsson tæknimaður, Árni Tryggvason, Hanna María Karlsdóttir og Hallmar Sigurðsson Ieikstjórí. ÚTVARP v FIMMTUDAGUR 23. október 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þorgrimur Gestsson og Lára Marteins- dóttir. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregn- ir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Guðmund- ur Saemundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Fljúgandi stjarna" eftir Ursulu Wölfel. Kristín Steinsdóttir les þýðingu sína (7). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.36 Lesiöúrforustugreinum dagblaðanna. 9.46 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway 1986. Tólfi þáttur: „Fant- asticks". Árni Blandon kynnir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 14.00 Miðdegissagan: „Undir- búningsárin", sjálfsævisaga séra Friöriks Friðrikssonar. Þorsteinn Hannesson les (13). 14.30 í lagasmiðju Count Basie's. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Landpósturinn. Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Sigurlaug M. Jónas- dóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskáldatími. Leifur Þórarinsson kynnir verk eftir Snorra Sigfús Birgisson. 17.40 Torgið — Menningar- mál. Siðdegisþáttur um samfélagsmál. Meðal efnis er fjölmiðlarabb sem Ólafur Þ. Harðarson flytur kl. 18.00. Umsjón: Óðinn Jóns- son. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.40 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.46 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: „Siðasta vigiö" eftir Lawrence Moody. Þýð- andi: Þorsteinn Ö. Step- hensen. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Hanna Maria Karlsdóttir, Karl Guðmundsson, Árni Tryggvason, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Pálmi Gests- son, Sigurður Karlsson, Viðar Eggertsson, Guð- mundur Olafsson, Guð- mundur Pálsson og Kolbrún Erna Pétursdóttir. 21.30 Einsöngur í útvarpssal. Sigrún Gestsdóttir syngur lög eftir Sigursvein D. Krist- SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 24. október 17.66 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Litlu Prúðuleikararnir. 14. þáttur. Teiknimynda- flokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins- son. 18.25 Horfðu á mig. Lítil saga um heyrnarskertan dreng og samskipti hans við aðra. Þýðandi Baldur Hólmgeirs- son. 18.50 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Spftalallf (M*A*S*H) Fjórði þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiösson. 19.30 Fréttir og veður 20.00 Auglýslngar 20.10 Sá gamli (Der Alte) 20. þáttur. Mánudagur til mæðu. Þýskur sakamála- myndaflokkur. Aðalhlutverk Siegfried Lowitz. Þýðandi Veturliði Guönason. 21.10 Unglingarnir i frumskóg- inum. Umsjón: Sigurður Jónasson. 21.40 Sameinuöu þjóðirnar. Upplýsinga- og umræðu- þáttur f tilefni af degi Sameinuðu þjóöanna. Um- sjónarmaður Guöni Braga- son. 22.20 Á döfinni 22.26 Seinni fréttir 22.30 Moby-Dick. Bresk- bandarisk biómynd frá 1956, gerð eftir samnefndri skáldsögu Herman Melvil- les. Leikstjóri John Huston. Aðalhlutverk. Gregory Peck, Richard Basehart, Friedrich Ledebur, Leo Genn, Orson Welles og James Robertson Justice. Hvalveiðiskipstjóri STÖDTVÖ 17.30 Myndrokk 17.66 Teiknimynd. Gæi smá- spæjari 18.25 Iþróttir 19.25 Fréttir 19.40 Bjargvætturinn (Equaliz- er). Bandariskur framhalds- myndaflokkur. McCall verður hreykinn en um leið sorgmaeddur þegar sonur hans, Scott, fær inn- göngu í þekktan tónlistar- skóla i Paris, þvi þá veröur minni tími sem þeir feðgarn- ir geta eytt saman. Til að bæta úr þvi ákveða þeir að eyða helginni á rólegum stað úti í sveit. En margt fer á annan veg en ætlað er. . . 20.35 Teiknimynd. Vofan Casper. einn leggur ofurkapp á aö finna hvitan risahval, sem gerði hann að örkumla- manni endur fyrir löngu, og stefnir bæði skipi og áhöfn í háska til að koma fram hefndum. Þýðandi Sigurgeir Steingrímsson. 00.20 Dagskrárlok 20.40 Tiskan 21.10 Rauðliðamir (Reds) Mynd þessi gerist á tímum rússnesku byltingarinnar. Sagan er um ástarævintýri Johns Reed (Warren Beatty) og Louise Bryant (Diane Keaton) og hvernig Rússn- eska byltingin lék samband þeirra. John Reed er banda- rískur kommúnisti og blaðamaöur, en Louise rit- höfundur og kvenréttinda- kona. 00.25 Elsku mamma (Mommy Dearest) Bandarísk kvikmynd um ævi leikkonunnar Joan Craw- ford. Gagnvart almenningi var Joan Crawford hin ákveðna, vel klædda leik- kona sem allir dáðust að, en í myndinni kemur fram önnur hliö á henni. Með aðalhlutverk fara Faye Dunaway og Steve Forrest. 02.00 Dagskrárlok. insson, Franz Schubert, Richard Wagner og Gabriel Fauré. Hrefna Eggertsdóttir leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar og Siguröar Þórs Salvarssonar. Guðríður Har- aldsdóttir sér um barnaefni kl. 10.03. 12.00 Létt tónlist 13.00 Hingaö og þangað um dægurheima með Inger önnu Aikman. 15.00 Sólarmegin. Þáttur um soul- og fönktónlist í umsjá Tómasar Gunnars- sonar. (Frá Akureyri.) 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti rásar tvö Gunnlaugur Helgason kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur. 22.20 Edvard Munk. Þorgeir Ólafsson tók saman þátt- inn. 23.00 Túlkun í tónlist. Rögn- valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Kínverskar stelpur og kóngulær frá Mars Annar þáttur af þremur um tónlist breska söngvarans Davids Bowie. Umsjón: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVTK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. Má ég spyrja? Umsjón Finnur Magnús Gunnlaugsson. M.a. er leitað svara við áleitnum spurning- um hlustenda og efnt til markaðar á markaöstorgi svæðisútvarpsins. 06.00—07.00 Tónlist í morg- unsárið. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00-12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og ræðir við hlustendur til há- degis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neytendamál og stýrir flóamarkaði kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 1-7.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavik síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónina tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30—23.00 Spurningaleik- ur. Þorsteinn J. Vilhjálmsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 23.00—24.00 Vökulok. Frétta- menn Bylgjunnar Ijúka dágskránni með frétta- tengdu efni og Ijúfri tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.