Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 fltagóitjÞIafeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Skammær eða við- varandi þjóðhagsbati? Bati hefur sagt til sín í þjóð- arbúskapnum. Landsfram- leiðsla vex þriðja árið í röð. Atvinnuástand er gott. Tekjur heimilanna fara vaxandi. Árs- hraði verðbreytinga er kominn niður undir 10%, en var 130% vorið 1983. Viðskiptahalli út á við fer minnkandi. Stefnt er að viðskiptajöfnuði á næsta ári. Erlendar skuldir lækka nokkuð sem hlutfall af landsframleiðslu. Greiðslubyrði erlendra skulda fer og lækkandi sem hlutfall af út- flutningstekjum. Stöðnun, sem ríkt hafði í íslenzku atvinnulífí um árabil, víkur fyrir framfara- hug í vaxandi frjálsræði í efnahagsbúskap þjóðarinnar. í þjóðhagsáætlun ríkisstjóm- arinnar fyrir árið 1987 eru ástæður efnahagsbatans taldar þiján hagstæð ytri skilyrði, sam- ræmd efnahagsstefna og kjara- sáttmáli ríkisstjómarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Hins- vegar þarf ekki mikið út af að bera til að við glutrum niður þeim mikilsverða árangri, sem nú er í hendi. í fyrsta lagi geta ytri skilyrði breytzt. Sveiflur í sjávarafla em ekki óþekktar. Márkaðsstaða er breytileg, samanber sfldarmark- að okkar í Sovétríkjunum. Ekki síður viðskiptakjör við umheim- inn, sem hafa ríkuleg áhrif á efnahagsþróun og almenn kjör. Verðþróun olíu veldur t.d. miklu um kostnaðarþróun hér heima. Sama máli gegnir um gengis- þróun gjaldeyris, sem viðskipti okkar við umheiminn fara fram í, og vaxtaþróun, er ræður miklu um greiðslubyrði af erlendum skuldum. Við höfum aðra mikilvæga þætti efnahagsframvindunnar betur í hendi. Þar vega þyngst efnahagsstefna ríkisstjómarinn- ar, sem sögð er óbreytt, og hvert framhaldið verður af lg'arasátt- mála stjómarinnar og aðila vinnumarkaðarins. Sjónarmið þjóðhagsspár ríkisstjómarinnar og aðila vinnumarkaðarins eiga ekki alfarið samleið varðandi verðlagsforsendur á komandi ári. Umtalsverður rekstrarhalli ríkissjóðs 1986 og fyrirsjáanleg- ur halli 1987 eiga að langstærst- um hluta rætur að rekja til kjarasáttarinnar, sem fól í sér rýmum á ríkissjóðstekjum, í formi minni skattheimtu, og hækkun ríkissjóðsútgjalda, í hærri launum og niðurgreiðslum nauðsynja. Sýnt er að ríkissjóður getur ekki með sama hætti grip- ið inn í kjarasátt á komandi ári, nema með verulegum skatta- hækkunum, sem rýrðu ráðstöf- unartekjur heimilanna. Ábyrgð komandi kjarasamninga verður því í ríkara mæli hjá samtökum launafólks og atvinnurekenda. Forsvarsmenn ASÍ og VSÍ taka undir það meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum 1987. Þeir hafa hinsvegar efa- semdir um þá forsendu þjóð- hagspár, að ráðstöfunartekjur aukizt ekki nema um 2% á næsta ári. Benda þeir m.a. á að kaup- máttur kauptaxta verði 4% hærri í upphafi árs 1987 en hann verð- ur að meðaltali 1986. Þrátt fyrir aðrar áherzlur, þetta varðandi, hjá stjórnmála- mönnum og talsmönnum aðila vinnumarkaðarins verður að vinna að samstöðu um að treysta þann árangur, sem náðst hefur, m.a. í hjöðnun verðbólgu. Nýta hagstæð ytri skilyðri til að ná niður viðskiptahalla og erlendum skuldum. Beita ströngu aðhaldi í þjóðarútgjöldum. Og síðast en ekki sízt að búa atvinnulífínu þau starfskilyrði, að eldri at- vinnugreinar styrkist og nýjar komizt á legg. Þjóðhagspá komandi árs er byggð á verðlagsmarkmiðum, sem flokkast verða undir bjart- sýni. Frumforsenda þess að komast megi í nánd þessara þörfu markmiða er að þunga- vigtaröflin í þjóðfélaginu, ríkis- valdið og aðilar vinnumarkaðar- ins, leggizt á eitt — í nýrri þjóðarsátt. Hinn valkosturinn er verðbólgan, sem hér réð ríkjum 1971-1983. Erlendar skuldir Skuldahlutfall erlendra lang- tímalána reis hæstl985 er það var 55,1% af landsfram- leiðslu. Þetta hlutfall verður 52,1% 1986 en 49% 1987, sam- kvæmt frumvarpi til lánsfjár- laga. Vextir erlendra lána hafa og lækkað úr 9% 1985 í 8% 1987, að því er segir í greinar- gerð frumvarpsins. Ef hlutur opinbera geirans í frumvarpi að lánsfjárlögum 1987 er skoðaður sérstaklega kemur í ljós, að opinberir aðilar munu í fýrsta skipti á meira en áratug grynnka á erlendum skuldum sínum. Áætlaðar af- borganir eldri lána, umfram ný tekin lán, nema um 400 m.kr. Hér eru stigin stefnumarkandi spor sem vonandi setja mark sitt á þróun skuldastöðu okkar við umheiminn á næstu árum. Donald Regan starf smannastj óri Hvíta hússins: Heimsótti f omar slóðir hér á landi Dvaldi hér sem lautinant í landgönguliði Bandaríkjahers á stríðsárunum DONALD REGAN starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington er talinn í hópi fjögurra valdamestu manna Bandaríkjanna, ásamt þeim Ronald Reagan Bandaríkjaforseta, George Schultz utanrikisráðherra og Caspars Weinberger landvarnarráðherra. Hann var hér í fylgdar- liði Reagans Bandaríkjaforseta, er leiðtogar stórveldanna áttu fund þann 11. og 12. þessa mánaðar. Þó að Regan hafi vart getað um frjálst höfuð strokið, þá fáu daga sem hann dvaldist hér á landi, þá tók hann sér stutt hlé frá undirbúningi að Ieiðtogafundinum föstudag- inn 10. október, og fór í fylgd Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra á fornar slóðir. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Donald Regan að máli í Hvita húsinu, i síðustu viku, og forvitnaðist um fyrri kynni hans af íslandi. Þrátt fyrir miklar annir og afar þétta stundaskrá brást Regan ljúfmannlega við óskum blaðamanns og veitti umbeðið viðtal í glæsilegri skrifstofu sinni í Hvita húsinu. „Ég dvaldist í nokkra mánuði á íslandi fyrir 45 árum. Ég kom til íslands að hausti til árið 1941 og dvaldist þar fram í marsmánuð 1942," segir Regan. Hann var þá í lautinant í loftvamardeild land- gönguliðsins (Marines). - Ég hef haft fregnir af því að þú ásamt Geir Hallgrímssjmi hafir farið upp á Vatnsendahæð föstu- daginn 10. október, sl. í hvað’a erindagerðum voruð þið þar? „Laumaðist á brott, fyr- ir fund með Banda- ríkjaforseta“ „Það er rétt, að í bítið á föstu- dagsmorgninum, áður en við hófum daglegan fund okkar með Banda- ríkjaforseta, þá eiginlega laumaðist ég á brott, til þess að líta fomar slóðir augum. Um haustið 1941, þá komumn við upp loftvamarbyssum og ratsjá, uppi á _ þessari hæð, (Vatnsenda- hæð). Á þessum tíma var sléttan eða hlíðin sem í áttina til Reykjavík- ur, niður af Vatnsendahæð, alveg auð og óbyggð. Það var því afar sérkennilegt fyrir mig, að koma þama aftur liðlega 44 árum síðar, og sjá þessa sömu hlíð þéttbyggða fallegum, nýtískulegum húsum. Mér var sagt að þetta hverfí, eða þessi útborg Reykjavíkur héti Breiðholt." „Það eru auð svæði ennþá, sitt- hvoru megin vegarins, sem liggur niður af Vatnsendahæð, frá út- varpsmöstrunum. Ég hafði, með góðri aðstoð P. X. Kelly hershöfð- ingja, orðið mér úti um kort af þessu svæði frá landgönguher Bandaríkjanna, sem byggðist á korti af sama svæði frá því 1941. Þetta kort hafði ég með mér í leið- angurinn á Vatnsendahæð. Þannig gat ég gert mér grein fyrir því hvemig staðsetningu útbúnaðar okkar, þama uppi hafði verið hátt- að. Geir Hallgrímsson aðstoðaði mig svo við að lesa út úr kortinu, þannig að við gætum fundið ná- kvæma staðsetningu. Við fundum útvarpsmöstrin á kortinu, og síðan vissi ég að Reykjavík hafði verið fyrir framan okkur, þannig að við snémm bökum í útvarpsmöstrin, horfðum til Reykjavíkur, sjávarins og Viðeyjar og reyndum þannig að finna loftvamarbyrgin. Þau höfðu ekki verið efst upp á hæðinni, því þar voru útvarpsmöstrin. Af útlín- um kortsins og hæðarlínum gátum við svo _ nokkum veginn staðsett byrgin. Ég hélt að lengra kæmumst við ekki, hvað nákvæmnina varðar, og þar með héldum við til baka, þangað sem við höfðum skilið bflinn eftir.“ „Fundum loftvarnar- byrgi á Vatnsendahæð“ - En hvað, þú talar eins og sag- an sé ekki öll sögð? Regan hlær við og segir „Það er alveg hárrétt hjá þér. Við litum vel í kringum okkur þegar aftur var komið í bflinn, en síðan ók bflstjór- inn hægt af stað. Þá segir hann skyndilega: „Lítið á!“ Og hvað sjáum við ekki? Jú, við lítum í átt- ina sem bflstjórinn bendir, og þar er gamalt vélbyssustæði - vélbyssu- stæði sem við settum upp fyrir 45 árum! Við gengum auðvitað yfír að stæðinu og skoðuðum það. Þetta var raunverulega eitt af byssustæð- unum sem við reistum, að því er virðist endur fyrir löngu.“ Regan segir að byssustæðið hafí verið endurbætt, frá því sem það var, þegar hann ásamt félögum sínum vann að uppsetningu þess. Donald Regan starfsmannastjóri Hvfta hússins i skrifstofu sinni í Hvita húsinu. „Ánægður að sjá með hvað hætti borgin hef- ur vaxið og dafnað“ - Hvemig fannst þér að heim- sækja ísland á nýjan leik, eftir öll þessi ár? „Ég var í rauninni steini lostinn, en jafnframt mjög ánægður að sjá með hvaða hætti borgin ykkar hef- ur vaxið og dafnað, frá því að ég var í Reykjavík á strðsárunum. Mig minnir að íbúar borgarinnar fyrir 45 árum hafí verið í kringum 40 þúsund og Hótel Borg var glæsileg- asti samkomustaðurinn i Reykjavík. Það eru mikil viðbrigði að sjá allar nýju byggingamar hjá ykkur, nýju hóteliu, að nú ekki sé talað um þá staðrejmd að ykkur hefur tekist að rækta upp gróður í Reykjavík! Ég varð einlæglega glaður þegar ég sá tré og fallegar piöntur í Reykjavík, en það sá ég í fjölmörg- um görðum nú. Meira að segja f hrauninu á Álftanesi, á leiðinni að Bessastöðum, þegar við heimsótt- um forsetann ykkar, þar sáum við fallegan gróður og furutré. Það voru ekki rétt mörg tré í Reykjavík fyrir 45 ámm síðan." „Það var skemmtilegt fyrir okkur þegar við komum í heimsókn til forsetans að Bessastöðum," segir Regan undir lok viðtalsins, „að for- sætisráðherra ykkar, Steingrímur Hermannsson rifjaði það upp, þegar ég greindi honum frá því hvert ég hefði farið um morguninn, að samn- m msmmmm ... ,.. *&&&•%** Morgunblaðið/Einar Falur. „Þetta var raunverulega eitt af vélbyssustæðunum sem við reistum," sagði Donald Regan og kvaðst ósköp vel geta hugsað sér að Reykvíkingar settu niður nokkrar tijáplöntur og blóm í kringum þennan eina minnisvarða sem eftir væri á landinu frá veru bandaríska landgönguliðsins. Eftir að landgönguliðið hafí farið aftur frá íslandi vorið 1942 hafí landher Bandaríkjanna (U.S. Army) tekið við, þar sem landgönguliðið hvarf frá. „Þeir hafa augljóslega endurbætt margt af því sem við unnum þama, þvf byssubjrgin sem við gerðum voru að mestu gerð úr sandpokum, en þetta byrgi var úr múrsteinum, með stejrptu þaki. Ég gæti vel hugsað mér, að þið íslend- ingar settuð niður nokkur blóm og tijáplöntur þama í kring, því ég ímynda mér að þetta sé eina minnis- merkið sem þið hafíð um vem bandaríska landgönguliðsins á ís- landi frá stríðsárunum," segir Regan. ingurinn sem íslendingar gerðu við Roosevelt Bandaríkjaforseta, og varð til þess að landher Banda- ríkjanna yfirtók vamir landsins, var fyrir íslands hönd þá undirritaður af föður Steingríms, Hermanni Jón- assjmi, þáverandi forsætisráð- herra." Viðtal: Agnes Bragadóttír sx AF ERLENDUM VETTVANGI - eftir PETAR RISTÍC Margar fallegar byggingar eru i Belgrad, höfuðborg Júgóslaviu, eins og t.d. þinghúsið, sem sést á þessari mynd. Húseigendur græða ótæpilega á þvi að leigja húsnæði á eftirsóttum stöðum, sérstaklega í miðborg Belgrad. leigja þau útlendingum, sem lög- um samkvæmt mega ekki eiga eignir í Júgóslavíu. G^ra verður ráð fyrir að þessir hústtyggjendur hafí nægt fé handbært og að þeir kunni á kerfið nægilega vel til að verða sér úti um byggingarlejrfí. Með auknu fijálsræði eftir lát Titos hafa fíárfestingar í leigu- húsnæði aukizt að mun, þótt arðbæmstu fjárfestingamar séu í framkvæmdum sem era á mörk- um þess að geta talizt löglegar. Samningar em ekki gerðir gegn- um síma, og leiga er alltaf staðgreidd — í erlendum gjaldeyri og fyrirfram, oft allt upp í fímm ára leigu fyrirfram. En þessi fyrirframgreiðsla get- ur valdið útlendu leigjendunum Húsaleigubrask blómstrar í Júgóslavíu Eigendur leiguhúsnæðis í Belgrad þrífast vel undir stjórn kom- múnista. í miðri óðaverðbólgu, vaxandi atvinnuleysi og efnahags- vanda er stétt nýríkra húseigenda orðin einskonar nútímaaðall. _ í landi þar sem útborguð árslaun verkamanns, eftir að opinber gjöld hafa verið dregin frá, ná varla sem svarar 80 þúsund krón- um er húsaleiga fyrir einbýlishús i dýrari hverfum þessarar höfuðborgar Júgóslavíu víða komin upp í 80 þúsund krónur á viku. etta er til dæmis algeng leiga fyrir hús við Breiðgötu okt- óberbyltingarinnar, því undanfar- ið heftir það viðgengizt að hækka leiguna um 300—400% við end- umýjun leigusamnihga. Þótt flest þeirra húsa, sem svona há leiga er greidd fyrir, hafí fyrir byltinguna verið heimili broddborgara er alls ekki um neitt óhóf að ræða í búnaði þeirra. Til dæmis er ekkert þeirra með sund- laug og fæstir eigendanna hafa viljað móðga jrfírvöld með því að koma upp tennisvöllum á lóðum sínum, þessu forréttindatákni ár- anna fyrir byltinguna. Eins og útlendingar, sem hafa þessi hús á leigu, em fúsir til að votta em þægindin sums staðar í lágmarki. Fastur liður í síðdegis- boðum sendiráðanna er skraf um flagnandi málningu eða múr- húðun, hávaða í vatnslögnum og hriplek þÖk. Eða þá hve erfítt sé að fá viðgerðaþjónustu. Engu að síður heldur leigan áfram að hækka eins og driffíöður fijálsa markaðarins, eftirspumin, leyfir. Áhangendur „trúvillings- ins“ Milovan Djilas, sem sagði skilið við Josip Broz Tito og kom- múnistaflokkinn árið 1954, segja að húseigendumir séu orðnir fé- lagar nýrrar yfirstéttar. En hvað svo sem um þá er sagt eiga þeir óumdeilanlega eitt sameiginleg: auðinn. Þeir em svo sannarlega vel efnaðir. Og margir þessara auðmanna em háttsettir embættismenn kommúnistaflokksins eða tryggir flokksmenn sem starfa fyrir al- þjóðasamtök eins og Sameinuðu þjóðimar sem greiða laun í erlend- um gjaldejri. En í þessum hópi auðmanna em ekki aðeins dyggir flokksmenn og þeirra nánustu. Þar em einnig sumir sem til- heyrðu fyrri auðstéttum eða afkomendur þeirra, sem á einn eða annan hátt gátu haldið eign- um sínum þrátt fyrir algera eignauppskiptingU í kjölfar bylt- ingarinnar. Svo em þeir sem nýkomnir em fram á sjónarsviðið, fyrmm for- stjórar ríkisfyrirtækja sem gátu afíað sér vemlegra aukatekna „undir borðið“, eða farandverka- menn sem snúið hafa heim með fullar hendur fíár til ávöxtunar. Sumir þeirra hafa hleypt nýju blóði í húsasmfðar þar sem þeir ttyggja fíölbýlis- og einbýlishús með það eitt fyrir augum að leigja þau útlendingum. - Kona, sem gegnir embætti hjá júgóslavneska utanríkisráðuneyt- inu, lét nýlega þau orð falla að hún þekkti þó nokkra sem væm að byggja hús í þeim tilgangi að auknum áhyggjum. Vestrænn sendifulltrúi, sem býr þama með fjölskyldu sinni, greiddi 70.000 dollara (rúml. 2,8 milljónir króna) fyrirfram fyrir leigu á húsi til þriggja ára. í leigunni átti raf- magn að vera innifalið. Til þessa hefur hann fjóram sinnum orðið fyrir því að lokað hefur verið fyr- ir rafínagnið þar sem húseigand- inn hafði ekki greitt rafmagns- reikningana. Eina lausnin fyrir sendifulltrúann er að greiða sjálf- ur rafmagnsreikningana auka- lega, en það felur að sjálfsögðu í sér að húsaleigan hækkar að sama skapi. En það em ekki aðeins útlend- ingamir sem tapa. Skattheimtan í Júgóslavíu tapar sennilega mestu því almennt er talið að ein- ungis eitthvað á bilinu einn tíundi til einn fímmti leigunnar fyrir húsnæði, sem er „einungis fyrir útlendinga“, sé gefínn upp til skatts. Og þrátt fyrir allar ræður for- sætisráðherrans, Branko Mikulic, um að farið sé að lögum og fylgt ákvæðum varðandi gjaldeyri og skatta virðist hann ekkert ráða við húsaleigubraskið. Þegar það er að auki á allra vitorði að einn af meðráðhermm Mikulics leigi vestrænum sendifulltrúa hús sem hann á — og krefjist þess að leig- an sé greidd í erlendum gjaldeyri — á forsætisráðherrann ekki hægt um vik. (Petar Ristie akrifaði þessa grein fyrir brezka blaðið The Obeerver.) Biskup situr Hóla eftir 185 ára hlé Hofaóei. Með konungsbréfi 2 1801 var biskupsembættí lagt niður að Hólum í Hjaltadal og hefur nið- urlæging staðarins þá orðið hvað mest, því jafnframt var latínuskólinn aflagður og rúm- lega tveim árum fyrr var prentverk af Norðlendingum tekið, þá tæplega 300 ára gam- alt á Hólastað. Þá var svo komið að rætt var um að bijóta dómkirkjuna niður, stein fyrir stein, en hún var þá um 40 ára gömul, vildu menn reisa nýja kirkju á Kálfsstöðum gegnt Hólum. Kirkju sem væri af hent- ugri stærð fyrir söfnuðinn. Nú, 185 ámm síðar, ræddi undirritaður við Hólabiskup, en sr. Sigurður Guð- mundsson fyrrum sóknarprestur á Grenjaðastað var settur þann 28. september af sr. Hjálmari Jónssyni prófasti, til að vera sóknarprestur í Hólaprestakalli. Sr. Sigurður var þann 27. júní 1982 vígður vígslu- biskup Hólastiftis, þannig að nú er að nýju biskup heima á Hólum. Nú er liðinn rúmur mánuður frá því sr. Sigurður og kona hans Aðalbjörg Halldórsdóttir fluttu heim að Hólum, hefur verið gest- kvæmt þessa daga, því á annað hundrað manns höfðu ritað nöfn sín í gestabók þeirra hjóna. Þó hafði þeim gefíst tími til að koma húsmunum sinum haganlega fyrir í nýmálaðri íbúð biskups, m.a. um 1600 kvæðabókum í bóka- skáp gegnt skrifborði biskups. Svo vel var öllu fyrir komið og hagan- lega að ekki fannst annað en biskup hafí í langan tíma veri að Hólum. Sr. Sigurður hefur verið prestur í Grenjaðarstað í S-Þing. í 42 ár og prófastur Þingeyinga í 25 ár. Að sögn biskups var það ekki átakalaust að fara frá Grenjaðar- stað, en bömin em fullvaxin og flogin hvert í sína áttina og ekki verður því neitað að mikið verkefni og mikilvægt er framundan á Hóla- stað í málefnum kirkju og Hóla- stiftis. Fyrstu prestvígslu á Hólastað ffamkvæmdi biskup laugardaginn 5. október síðastlið- inn, en þá var Svavar A. jónsson vígður til að gegna prestsþjónustu í Ólafsfjarðarprestakalli. Meðal þeirra verkefna sem takast þarf á við nú á komandi missemm er að fylgja því mikilvæga verkefni eftir að gera við Hóladómkirkju, en augljóslega hefur viðhald kirkjunn- ar og búnaðs hennar verið van- rækt Það er þvi kostnaður talsverður fyrirsjáanlegur hvað i þetta viðhald snertir og þarf sam- stillt átak allra þeirra er vilja veg og virðingu Hóla í heiðri halda. Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hefur gert áætlun yfír með hvaða hætti skuli staðið að viðgerðum og gert kostnaðaráætlun um verk- ið. Þá gat biskup þess að svonefnt starfsmannafmmvarp væri nú í höndum ráðherra, en þar em með- al annars ákvæði um biskupssetirr og væri í frumvarpinu skýr ákvæði um verkaskiptingu milli biskupa á Hólum, Skálholti og Reykjavík. Qfeigur. Séra Sigurður Guðmundsson vigslubiskup og kona hans frú Aðalbjörg Halldórsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.