Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 3 Sigríður Hagalín í hlutverki Helen og Guðrún S. Gísladóttir sem leikur EIsu i leiknti Athol Fug- ards „Vegurinn til Mekka“. LR frumsýnir Veginn til Mekka LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir nk. sunnudag ieikrit- ið „Vegurinn til Mekka“ eftir Suður-afríska rithöfundinn Athol Fugard. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Fugard er sýnt hérlendis. Með aðal- hlutverk í sýningu LR fara Sigríður Hagalín, Guðrún S. Gísladóttir og Jón Sigurbjörns- son. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson. Með þessari sýn- ingu er haldið upp á 40 ára leikafmæli Sigriðar. Leikritið gerist í smábæ í Suð- ur-Afríku. Segir þar frá roskinni konu sem um miðjan aldur fór að fást við óhefðbundna listsköp- un. Listaverk hennar þykja ögrun við vanabundna hugsun og siði þorpsbúa. Öðrum þræði fjallar verkið um rétt manneskjunnar til frelsis og sjálfstæðis, spumingar sem hafnar eru yfir tíma og rúm, segir f fréttatilkynningu Leikfé- lagsins. Amf etamínsmyglið: Þriðji maðurinn handtekinn FÍKNIEFNALÖGREGLAN hand- tók síðastliðinn sUnnudag þriðja manninn i tengslum við amfet- amínsmygl, sem tengist ákveðnu fyrirtæki í Reykjavik. Maðurinn er starfsmaður þessa fyrirtækis, eins og hinir tveir, sem áður höfðu verið handteknir vegna málsins. Við húsleit hjá manninum fannst talsvert magn af amfetamini og hefur hann verið úrskurðaður í 18 daga gæsluvarðhald. Eins og greint hefur verið frá í frétt Morgunblaðsins voru tveir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrri viku vegna þessa máls. Annar þeirra, 32 ára gamall eigandi fyrirtækisins, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram í miðjan nóvember, en hinn, 45 ára gamall starfsmaður fyrirtækisins, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram yfir síðustu helgi og var honum sleppt síðastliðinn suniiudag. Ekki fengust upplýsingar um það magn af amfetamíni sem lagt hefur verið hald á vegna þessa máls, en fíkni- efnalögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins. Smygl í Dettifossi TOLLVERÐIR í Reykjavík lögðu hald á smyglvarning um borð í Dettifossi við komu skipsins til landsins aðfaramótt þriðjudags- ins. Hefur einn af yfirmönnum skipsins játað aðild að smyglinu. Dettifoss kom til Reykjavíkur frá Norðurlöndunum og Sovétríkjunum og við leit um borð í skipinu fundu tollverðir 24 kassa af bjór og 24 flösk- ur af vodka, en vamingurinn hafði verið falinn á milli þilja. Við nánari eftirgrenslan kom í Ijós að einn af yfirmönnum skipsins átti vaminginn og hefur hann játað aðild sína að málinu. Fyrri umferð forvals Alþýðu- bandalags á Vestfjörðum: Líklega talið á f östudag AÐ LÍKINDUM verður talið í fyrri umferð forvals Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum, sem fram fór um siðustu helgi, nú á föstudag. Fyrri umferðin var einungis tilnefningarumferð, en i síðari umferðinni sem verður 23. þessa mánaðar verður kosið á milli þeirra manna sem flestar tilnefningar fengu í fyrri um- ferðinni. Magnús Ingólfsson á Vífilsmýri, Önundarfírði, er formaður kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsir.s á Vestfjörðum. Hann sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að seinni umferð forvalsins yrði með þeim hætti, að þeir sex sem fengju flestar tilnefningar í fyrri umferð, auk mögulega þriggja nafna frá uppstillingamefnd, yrðu á atkvæðaseðli, og þeir sem tækju þátt í síðari umferð forvalsins, myndu síðan númera við þrjú nöfn, 1, 2 eða 3. Talningarreglan yrði síðan sú, að sá sem fengi flest at- kvæði í 1. sæti, yrði í 1. sæti, og svo framvegis. Engar líkur eru taldar á að Sva- var Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins muni fara í framboð í Vestfjarðakjördæmi, enda hefur Svavar sjálfur sagt að hann verði í framboði í Reykjavík. Það liggur hins vegar ekki fyrir, fyrr en á föstudag, hversu margar tilnefning- ar formaðurinn fékk í fyrri umferð forvalsins á Vestfjörðum. Magnús sagði að mikil spenna ríkti meðal alþýðubandalagsmanna á Vestíjörðum, vegna forvalsins og væri búist við að mjótt yrði á mun- unum, hjá þeim ijórmenningum, sem helst hafa verið orðaðir við efstu sætin í forvali flokksins. Þeir eru: Kristinn H. Gunnlaugsson í Bolungarvík, Finnbogi Hermanns- son á Isafirði, Sveinbjöm Jónsson á Súgandafirði og Magnús Ingólfs- son, Önundarfirði. Fródleikur og skemmtun fyrirháa semlága! SVEDBERGS Veljirþú Svedbergs baðinnréttingar... ... ertu hagsýnn og nákvæmur og lætur ekki smáatriðin fara fram hjá þér. Þar að auki ertu mikill smekkmaður. Sænsku SVEDBERGS baðinnréttingarnar eru þaulhugsaðar með tilliti til nýtingar- möguleika og samsetningar og eru ekki síður hannaðar fyrir minnstu baðherbergin en hin stóru. Það er hægt að segja svo margt ... en gefðu þér tíma til þess að líta inn til okkar í BYKO því „sjón er sögu ríkari“ og alltaf nóg af bílastæðum. KÓPAVOGI SÍMI 41000 HAFNARFIRÐI SÍMI 54411

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.