Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 19

Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Í9 um málefni, sem endurspeglar hinar gömlu þjóðfélagsaðstæður sveita- samfélagsins — þar sem lítið er skeytt um lýðræðislegan meirihluta eða minnihluta heldur hafa mál innri tilhneigingu til að skipast eft- ir mynstri úreltrar kjördæmaskip- unar, sem þjóðfélagsþróunin hefur óhikað dæmt úr leik. Enda er það engin furða að sterk fyrirstaða sé á Alþingi gegn hreinu þjóðarat- kvæði um bjórinn eða um önnur mál, því að slíkt beint lýðræði myndi ekki bara veikja fulltrúalýðræðið heldur einnig varpa hulunni af hinu úrelda skipulagi, vera bein ögrun við valdastöðu dreifbýlisins og kemst því ekki í gegn. I ljósi þessarar greiningar og þeirra áforma að breyta kjördæma- skipun Alþingis í átt til meira samræmis við hinar breyttu þjóð- félagsaðstæður leyfði ég mér að spá því í títtnefndu viðtali, að bjórbann- inu verði aflétt innan tíðar. Auk þess sem rétt er að benda á það í leiðinni, að yfírgnæfandi meirihluti yngri kjósenda hefur í skoðana- könnunum lýst sig fýlgjandi slíku afnámi á meðan eldri kjósendur hafa sýnt sterka tilhneigingu til andstöðu við slíka hugmynd — and- staðan við bjórinn er því með öðrum orðum að deyja út í bókstaflegum skilningi, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Annars verð ég að viðurkenna, að mér hrýs hugur við hve léttilega Arni afgreiðir vilja kjósenda og hæfni þeirra til að eiga hlutdeild í ákvörðunartöku um málefni, er snerta þá sjálfa. Ég hélt satt að segja, að hugmyndir á borð við þær, er Arni heldur fram í grein sinni, að lýðræðislegur meirihluti verður að færa beint inn í banka, t.d. Landsbankann og stjómendur þess banka eiga að ákveða lánin. Heyrt hefi ég, að þeir sem fram að þessu hafa ijallað um lán úr þessum sjóði séu ekki ánægðir með gang mála í dag og vilji heldur láta ijalla um þessi lánamál á sama hátt og lán til annarra atvinnuvega. Hugsanlega þarf að endurskoða og samræma allt lánakerfi til allra at- vinnuvega landsins. í VI. og síðasta kafla laganna eru almenn ákvæði og enn eru ráð- herra veitt völd til að ákveða allt. Ég vil takmarka þessi völd ráð- herra. Þeir eru misjafnlega hæfír til að ákveða eitt eða annað sem að ferðamálum lýtur. Það hefir margsinnis sýnt sig, að þessir ann- ars ágætu menn vita ekki nógu mikið um þau mál, sem þeim er ætlað að fjalla og ákveða um, og þeir eru ekki nógu glúrnir að leita leiðsagnar og ráða hjá réttum aðil- um. Með þessu er ég ekki að stíga Ný hljómplata Guðjóns Matt- híassonar Kveðja til átthaganna ÚT ER komin harmonikkuhljóm- platan „Kveðja til átthaganna“. Guðjón Matthíasson harmon- ikkuleikari gefur plötuna út og með honum leikur á harmonikku i fjórum laganna Þorleifur Finnsson. Hljómplatan hefur að geyma 14 lög og eru öll þeirra að undanskildu einu eftir Guðjón sjálfan jafnt sem útsetningar. Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið að platan væri sú tólfta sem hann léki inn á. „Ég byrjaði að læra á harmonikku 30 ára gam- all og sótti þá einkatíma í tvo vetur. Fyrri veturinn var ég hjá Gretti Björnssyni og þann síðari hjá Karli Jónatanssyni. Eftir það ágerðist löngun mín til að skrifa eigin lög svo að ég varð þá að fara út í tón- fræðinám einnig. Ég sótti einka- tíma í tónfræði hjá besta vini mínum Guðna S. Guðnasyni, sem er frábær tónlistarmaður, bæði harmonikku- og píanóleikari og á ég honum mik- ið að þakka.“ Guðjón sagði að upptaka plöt- unnar hefði verið gerð fyrir tveimur skuli virtur að vettugi hvenær sem valdhöfum þóknast, ættu alls ekki upp á pallborðið í opinberri umræðu hjá lýðræðislega þenkjandi Islend- ingum. En að sjálfsögðu hefur Ami fullan rétt á að halda fram slíkum hugmyndum, en ég vona hins veg- ar, að hann túlki minnihlutasjónar- mið og að flestir telji frekar þörf á að stuðla að aukinni hlutdeild kjós- enda í ákvörðunartöku, er snerta heill þeirra sjálfra, frekar en að leitast við að draga úr þeim eins og Ami er óbeint að gera í grein sinni. Árni segir ennfremur, að það sé broslegt að halda því fram, að að- gangur að veikara áfengi sé hættulegri verkamönnum en öðmm stéttum. Það má vel vera rétt at- hugað hjá Áma, en ég vil hins vegar benda honum á, að þetta er ekki persónuleg uppfinning mín, heldur er þetta einfaldlega ein af megin- röksemdum andstæðinga bjórs á þingi í gegnum tíðina. A þeim vett- vangi hefur því óspart verið haldið fram, að bjórbannið vemdaði sér- staklega lífsheill verkafólks og að afnám bannsins myndi leiða til nán- ast daglegrar ölvunar þeirrar stéttar í bæði starfi og leik. Ef Ámi efast um réttmæti slíks mál- flutnings verður hann því miður að deila á aðra en mig, en áður vil ég í fullri einlægni benda honum á að kynna sér betur málflutning bjór- andstæðinga á þingi í gegnum árin. Varðandi málflutning talsmanna bjórs á þingi hefur það margoft komið fram, að litið er á bjórinn eins og hverja aðra vöm, sem bæði ríki og einstaklingar geti haft vem- legan hagnað af. Þessi hugmynd um hagnaðarvon af bjórsölu, þarf á einn né neinn eða að vanmeta ferðamálaráðherra alla sem einn. Þessir menn em margir ágætir, en þeim er ætlað að ráðsmennskast um marga og ólíka málaflokka og þeir geta engan veginn gert öllum þáttum jöfn skil. Þessu er nákvæm- lega eins farið um undirmenn þeirra, sem eiga að vera ráðgjafar og upplýsingaaðilar. Þeir vita held- ur ekki allt sem þeir þurfa að vita til að taka mikilvægar ákvarðanir. Með allt þetta í huga hlýtur það að vera mikilvægt, að Ferðamálaráð sé allt öðmvísi myndað og á það sé hlustað með öðmm hætti. Ég geri mér ekki fullkomlega grein fyrir því á þessu stigi hvernig best bæri að haga málum, en samt að gerbreyting frá núverandi háttum er bráð nauðsyn ef við ætlum að gera ferðaþjónustu að framtíðarat- vinnuvegi til heilla fyrir land og lýð. Höfundur hefir unnið að ferða- máiurn ímeir en 40 ár. ámm síðan en vegna þess hversu dýrt væri að gefa út plötu nú, hefði útkoma plötunnar þurft að bíða. Það hefði svo verið fyrir tilstuðlan kunningja síns að platan væri nú orðin að vemleika þar sem hann stæði á bak við sig fjárhagslega. Guðjón sagðist vera fæddur og uppalinn undir Snæfellsjökli þar sem hann væri hæstur, í Törfabúð í Einarslóni í Breiðavíkurhreppi, og hefði hann tileinkað nafn plötunni þeim átthögum sínum og tveggja laga hennar, „Ég sendi þér kveðju“ og '„Kveðja tií átthaganna". Auk þeirra Guðjóns og Þorleifs leika á plötunni: Jón Möller, píanó, Pétur Urbancic, kontrabassi, Vil- hjálmur Guðjónsson, banjó, og Þórir Magnússon, trommur. ekki að þýða, að vissir þingmenn séu á máía hjá einstökum bjórfyrir- tækjum eins og Ámi heldur fram, heldur em margir þeirra einfaldlega að halda fram gmndvallarhug- myndafræði borgaralegra viðhorfa, sem er sú, að markaðurinn eigi að ráða hvaða vömr eigi heima á markaðinum, en ekki hið pólitíska löggjafarvald. Að lokum ræðir Árni þá fullyrð- ingu er fram kemur í viðtalinu, að stöðugur áróður gegn áfengi á Is- landi hafí dregið úr áfengisneyslu Islendinga. Ég minnist þess nú ekki að hafa viðhaft slík orð í viðtalinu sjálfu, þó að þessi fullyrðing geti hugsanlega geymt eitthvert sann- leikskom. En um það er hins vegar erfítt að dæma eins og Árni bendir réttilega á. Ennfremur er ekki staf- krókur um slíkar bollaleggingar í grein minni um þjóðfélagslegan bakgmnn bjórlaganna, sem nú er að birtast á prenti hjá virtu fagtíma- riti „Law and Society Review" hér vestra. Hins vegar ræði ég þar þá staðhæfíngu Árna, sem andstæð- ingar bjórs hafa einatt haldið fram bæði á þingi og annars staðar, að bjórbannið stuðlaði að minni áfeng- isneyslu íslendinga en annarra þjóða. Þessi skoðun bjórandstæð- inga má vel vera rétt. og gæti vissulega breyst í vemleika aukinn- ar heildameyslu áfengis í stað breytts neyslumynsturs við afnám bjórbannsins, þó ávallt sé erfitt að fullyrða með óyggjandi vissu um óorðna hluti. í viðtalinu við Morgunblaðið leyfði ég mér samt sem áður að setja spurningarmerki við það lög- mál, sem andstæðingar áfengis hafa ætíð haldið fram, að heildar- neysla áfengis aukist ávallt í réttu hlutfalli við aukinn aðgengileika að áfengi. Reynslan á Islandi sýnir, að heildameysla á áfengi jókst jafnt og þétt eftir afnám áfengisbannsins 1935 fram á síðasta áratug, þrátt fyrir bæði bjórbann og tiltölulega stöðugt takmarkaðan aðgang að áfengi. Á síðustu ámm hefur hins vegar dregið úr aukningu á heildar- neyslu áfengis og jafnvel dregið úr sjálfri neyslunni eins og nýjustu tölur gefa óyggjandi vísbendingu um, þrátt fyrir að á sama tíma hafi aðgangur að áfengi aukist gífurlega, fyrst með líflegri úthlut- un léttvínsveitingaleyfa til veitinga- húsa í lok síðasta áratugar, og loks með hinum svokölluðu „bjórkrám" nú á allra síðustu ámm. Samkvæmt lögmáli áfengisandstæðinga hefði heildarneyslan því átt að taka kipp í samræmi við áðurnefnda þróun, en sú hefur ekki orðið raunin eins og ég benti á í Morgunblaðsvið- talinu. Ég setti þetta ekki fram til þess að koma upp einhveiju nýju „lögmáli“ um aðgengileika að áfengi og heildameyslu, heldur fyrst og fremst til að benda á, að samspilið milli þessara tveggja þátta er miklu flóknara en áfengis- andstæðingar vilja oft vera láta og að líta ber á miklu fleiri hliðar á þessu vandasama viðfangsefni en að líta eingöngu á aðgang að áfengi og heildarneyslu þess. Höfundur er í doktorsnámi í þjóðfélagsfræðum við Miss- ouri-háskóla í Bandaríkjun- um, jaf nf ramt því að stunda kennslu við sama skóla. Lykillinn að Stöð 2 er einnig lykillinn að frábærum kjörum því kaupirðu myndlykil þá færðu 5% AUKAAFSLÁTT af öllum sjónvarpstækjum. Tvær stöðvar kalla á tvö sjónvarpstæki. Við erum sveigjanlegir í samningum. <ö> Heimilistæki hf SÆTÚNI 8, SÍMI 27500 — HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455 ORKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.