Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Stefnuskrá Verzlunarráðs íslands II: Reynslan af „hagstjórnar- aðgerðum“ ríkisins er slæm Rúmlega þriðjungi þjóð- arframleiðslunnar er nú ráðstafað af hinu opinbera og hefur þetta hlutfall far- ið stöðugt vaxandi á undanförnum áratugum. Reynst hefur afar auðvelt að stofna til opinberra út- gjalda undir því yfirskini að verið sé að veita fólld og fyrirtækjum aðstoð. Á meðan hagstæðar ytri að- stæður héldu uppi hagvexti reyndist einnig tiltölulega auðvelt að afla tekna fyrir gjöldum. Þegar ytri að- stæður svo versnuðu, var enn haldið áfram að auka útgjöldin og fjármagna þau með erlendum lánum í þeirri von að einhvern tíma í framtíðinni myndi úr rætast. Það verður æ erfiðara að hafa yfirsýn yfír ríkisútgjöldin og fjáröflunina. Einna alvarlegust er sú staðreynd, að skuldbind- ingar ríkissjóðs hafa lengi vel verið vanmetnar og fjár til þess sem á skortir aflað með erlend- um lánum og seðlaprentun. Til þess verður að ætlast, að skýrar reglur gildi um hlutverk ríkisins. Með þetta í huga mætti skipta helstu verkefnum ríkisins í fímm þætti: * Vemdarhlutverk. Að gæta innra og ytra öryggis lands og þjóðar, eignarréttar og fijálsra atvinnuhátta. * Tryggingarhlutverk. Að styðja þá sem ekki eru færir um að taka þátt í atvinnustarf- semi og tryggja fólki jafnan aðgang að menntun og heilsu- gæslu. * Nýting sameiginlegra gæða: Að sjá svo um að auðlindir í sameign verði nýttar á hag- kvæman hátt. * Hagstjóm: Að setja skýrar og almennar reglur varðandi fjár- Iagagerð og um starfsemi banka. * Skattheimta: Að afla fjár til nauðsynlegra útgjalda með eins réttlátum, hlutlausum og ein- földum hætti og mögulegt er. Verndarhlutverk Eðlilegt er að ríki annist dóms- mál og sinni löggæslu. Þetta felur m.a. í sér að ríkið vemdi eignarrétt og fijálsa atvinnuhætti, örvi sam- keppni og hindri einokun. A ýmsum sviðum er samkeppni ekki hagkvæm, t.d. að einkaaðilar eigi og reki vegi. Er þá eðlilegt að ríkið komi til. Á hinn bóginn er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að ríkið sjái um alla rekstrarþætti þeg- ar svo stendur á eða annist nauð- synlega mannvirlq'agerð. Sem dæmi má nefna, að einkaaðilar ættu á grundvelli útboða að annast gerð samgöngumannvirkja og viðhald þeirra. Tryggingarhlutverk Fijálsir atvinnuhættir eru megin- forsenda verðmætasköpunar og betri lífskjara þeim til handa sem geta tekið þátt í atvinnustarfsem- inni. Nú er þessi möguleiki ekki alltaf fyrir hendi, t.d. vegna örorku eða atvinnuleysis, og þá er eðlilegt að samfélagið komi til aðstoðar. Æskilegast er þó, að tekjutilfærslur í þessu skyni séu ekki bundnar til- tekinni neyslu eða búsetu, og þess sé jafnframt gætt að þær leiði ekki til misnotkunar ná dragi úr vilja til tekjuöflunar. Auk þess að tryggja lágmarks- lífsafkomu er eðlilegt, að hið opinbera sjái til þess að grunn- menntun og heilbrigðisþjónusta séu öllum til reiðu án tillits til efna- hags. Það þarf ekki að fela í sér opinberan rekstur þessarar þjón- ustu. Ein leið til að tryggja jafnan aðgang að þessum þjónustuþáttum og góða þjónustu fyrir minni kostn- að en ríkið lætur í té er, að hið opinbera afhendi fólki ávísanir á þjónustuna. Fólki væri síðan fijálst að velja á milli stofnana, en slíkt myndi veita rekstri þeirra nauðsyn- legt aðhald. Að því er heilbrigðis- þjónustu snertir, gæti ávísunin hljóðað upp á iðgjald fyrir sjúkra- ttyggingu og tryggingarfélög myndu þá veita sjúkrastofnunum rekstraraðhald. Að frátalinni afkomutryggingu og ávísunum á grunnmenntun og heilsuvemd á hið opinber ekki að hafa afskipti af telcjudreifmgunni. Aðrar tilfærslur, hvort sem þær heita styrkir, niðurgreiðslur eða hagstæð lán, bjóða heim meira mis- rétti og ranglæti en þeim er ætlað að ráða bót á. Nýting sameig- inlegra gæða Hafíð, loftið og afréttarlöndin eru gæði sem taka þarf sameiginlega ákvörðun um, hvemig skuli nýta. Fijáls aðgangur að fískimiðum og afréttarlöndum hefur leitt til ofnýtingar og undirstrikar þörfína á, að sókninni verði stýrt, en það er ekki sama hvemig. Ljóst er, að fyrst verður að ákveða hámarksnýt- ingu á grundvelli rannsókna og síðan að ráðstafa réttinum til að nýta hina takmörkuðu auðlind. Hagkvæmast og réttlátast er að verðleggja nýtingarréttinn þannig, að eftirspum verði jöfn framboði. Hvort sem hið opinbera selur réttinn í eitt skipti fyrir öll eða leigir hann út munu aðeins þeir nýta hana með arði. Svipaða leið mætti fara við ráð- stöfun útvarpsrása. Þannig yrði stuðlað að rekstrarhagkvæmni og góðri þjónustu. Hag'stjórn Það hefur verið viðtekin skoðun, einkum frá því á kreppuárunum á fjórða tug aldarinnar, að eitt af hlutverkum ríkisins sé að jafna hagsveiflur. Á samdráttarskeiðum beri annaðhvort að auka peninga- magn eða auka ríkisútgjöld, nema hvort tveggja sé, en beita aðhalds- aðgerðum á þessum sviðum á þenslutímum. Á síðari ámm hafa margir efast stórlega um gildi þess- ara kenninga og haldið því fram, að þvert ofan í tilgang hagstjómar- aðgerðanna hafí þær ýtt undir hagsveiflur. Islendingar hafa öðmm þjóðum fremur haft mjög slæma reynslu af „hagstjómaraðgerðum“ ríkisins. Um það ber mikil og samfelld verð- bólga vitni. Meðal annars af þeirri ástæðu má færa veigamikil rök fyrir því, að íslenska krónan verði tengd traustum gjaldmiðli eða gjaldmiðlum landa, sem hafa betri tök á að sjá til þess að peninga- magn sé í samræmi við verðmæta- sköpun. Þannig verður jafnframt tryggt að gjaldmiðillinn gegni hlut- verki sínu sem mælikvarði á verðmæti. Gjaldmiðilstengingin myndi gjör- breyta hlutverki Seðlabankans. Það yrði ekki lengur á hans valdi að auka peningamagn í umferð um- fram þau verðmæti sem þjóðarbúið skapar. Eftir sem áður myndi bank- inn þá gegna eftirlitshlutverki gagnvart bankakerfínu til að fyllsta öryggis yrði gætt. Þá er nauðsynlegt að taka upp ný og markvissari vinnubrögð við gerð fjárlaga. Það verður að vera grundvallarmarkmið, að útgjöld fari ekki fram úr skatttekjum og eins og frekast er unnt skal ákveða út- gjöld til einstakra verkefna frá grunni, m.ö.o. fjárveiting til opin- berrar starfsemi á að vera óbundin af fyrri fjárveitingu. I samræmi við tillögur um breytt og þrengra hlutverk ríkisins munu ríkisútgjöld takmarkast við útgjöld til dómsmála, löggæslu, samgöngu- mála, menntunar, heilsugæslu og tryggingu lágmarksafkomu. Þessir útgjaldaliðir þurfa þó stöðugrar endurskoðunar við og eftir því sem frekast er unnt ber að færa verk- efni hins opinbera yfír til atvinnu- lífsins t.d. með útboði verkeftia og með því að selja opinber fyrirtæki einkaaðilum. VIÐ MINNUM A Okkar frábæru barna- og unglingahúsgögn. F|ölbreyttasta úrval sem völ er á. SKKIFBOKB NAKCU STÆRBIR Skrifstofuhúsgögn SkrUborð 90x180 kr. 14.400 VÉLKITUIVARBOKB TÖLVUBOKB SKÁPAEININGAK HIIXUEININGAK Húsgagnaverslun, Revkjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi, s. 54343, SENDUMUMAILT LAND „Þyrill vakir“ Ljóðabók eftir Halldóru B. Björnsson HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur sent frá sér ljóðabókina „Þyrill vakir“ eftir Halldóru Beinteinsdóttur Björnsson frá Grafardal í Borgarfirði. Þetta er sjötta og síðasta bókin i sam- stæðri heildarútgáfu á ljóðum sex systkina frá Grafardal. Áður eru komnar út bækur eftir Pét- ur, Einar, Sigríði, Sveinbjöm og Guðnýju. „Það er trúlega einsdæmi á ís- landi að út komi ljóðabækur eftir sex systkini frá einu og sama sveitaheimilinu," segir í frétt frá útgefanda. „Á þessum afskekkta bæ fram í heiðinni sátu gamlar og grónar menningarerfðir í öndvegi, og þó að í engu væri slegið slöku við búskapinn, urðu ljóð, sögur og sagnir helftin af lífi systkinanna frá frumbemsku. Þetta kveikti svo í eðlislægri hneigð að öll systkinin fengust meira eða minna við skáld- skap er þau eltust nema ein systir. En undirmeðvitundin gat þó ekki sætt sig við þá vanrækslu hennar, því fyrir kom að hún orti vísur í svefni." Höfundur bókarinnar „Þyrill vak- ir“, Halldóra Beinteinsdóttir Bjöms- son, var næstelst af átta bömum Beinteins Einarssonar og Helgu Pétursdóttur frá Grafardal. Hún var f. 19. apríl 1907, d. 2. september Hullditra H- HjórnniHi /n> lírmfnrJhit pyrill vakir 1968. Meðan hún lifði komu út eft- ir hana þijár ljóðabækur: Ljóð (1949), Við sanda (1968), Jarðljóð (1968). Eftir að hún andaðist kom út eftir hana bókin „Jörð í álög- um“, sem hún lauk við að skrifa skömmu áður en hún dó. Bókin „Þyrill vakir“ er 86 bls. prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikningu gerði Bjami Þór Bjarnason, NÝTTSÍMANÚMER , 69-11-0 Auglýsmgar 22480 • Afgreiðsla 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.