Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
Bandaríkjamenn og Sovét-
menn kaupa finnska kafbáta
Hejsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgnnblaðsins.
ÞRÁTT fyrir að Finnum sé sam-
kvæmt friðarsamningum við
bandamenn bannað að eiga kaf-
báta, framleiðir Valmet-skip-
asmíðastöðin í Ábo slíka og
hefur hún fengið kafbátapöntun
bæði frá Bandaríkjunum og Sov-
étríkjunum.
Bandarískt fyrirtæki hefur pant-
að 15 metra skemmtiferðakafbát
sem verður notaður til siglinga með
ferðamenn í Kyrrahafínu. Kaf-
báturinn á að geta tekið 46 farþega
og kafað niður á 100 metra dýpi.
Gert er ráð fyrir að hann verði
rafknúinn og geti siglt neðansjávar
nokkra klukkutíma í einu.
Nú sem stendur er Valmet-
skipasmíðastöðin að smíða smákaf-
bát af öðru tagi handa Sovétmönn-
um. Hann verður helmingi minni
en ameríski kafbáturinn og verður
notaður til eftirlits með olíuborpöll-
Finnskar skipasmíðastöðvar
hafa verið reknar nær hallalausar
undanfarin ár og er það einsdæmi
í V-Evrópu. Finnsku stöðvarnar
hafa sérhæft sig í smíði ýmissa
sérskipa, s.s. rannsóknarskipa,
ERLENT,
ísbrjóta og skemmtiferðaskipa. ar stefnu enda þótt þeir skipti ekki
Smíði kafbátanna er í anda þessar- sköpum fyrir afkomu stöðvanna.
Finnskir prestar
gera uppreisn
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbiaðsins.
AÐ OLLUM líkindum verður í þessari viku tekin ákvörðun um að
leyfa finnskum konum að taka prestvígslu í lútersku þjóðkirkjunni.
Kirkjuþing kom saman á mánudaginn og 3A-meirihIuti þingmanna
segist vera hlynntur að opna prestsembætti konum. Hvorki meirihluta-
menn né minnihlutamenn búast við að kirkjan klofni málsins vegna.
Ihaldssamir prestar hafa þegar
hafið gagnaðgerðir. Þeir hvetja
menn til að eiga ekki samstarf við
prestvígðar konur, og nokkrir hafa
lagt fram hugmynd um að stofna
sérstakan prestaskóla handa þeim
sem „vilja starfa á grundvelli Biblí-
unnar og hinnar kristnu trúar" en
ekki „sveiflum almenfiingsálits".
Samskonar íhaldssamir prestskólar
eru til í Noregi, Svíþjóð og í Dan-
mörku, þar sem konum hefur verið
leyft að taka prestvígslu um nokk-
urra áratuga skeið.
Biskupafundur ákvað fyrir
skömmu að leggja aftur tillögu um
prestvígslu kvenna fyrir kirkjuþing.
Málið hefur komið upp áður en þá
hefur vantað nokkur atkvæði í
3/4-meirihluta á kirkjuþingi sem
þarf til þess að breyta kirkjulögum.
Átta biskupar vilja nú sjá konur í
prestsstörfum. Bara biskup Norð-
ur-Finnlands er á móti. I hans
biskupsdæmi er áhrifamikil íhalds-
söm trúarstefna sem er kennd við
Laestadius, en fylgismenn hennar
hafa átt erfitt með að sætta sig við
frjálslyndi þjóðkirkjunnar.
John Vikström erkibiskup heldur
því fram að finnska þjóðkirkjan
geti ekki veitt andstæðingum kven-
presta þau sérréttindi að neita
samstarfi við konur. í Svíþjóð eru
dæmi um að íhaldssamir biskupar
hafa neitað að vígja konur til prests,
en þess konar ástand vilja menn
ekki í Finnlandi.
í flestum sóknum Finnlands
starfa margir prestar og farið gæti
illa ef sóknarprestur og aðstoðar-
prestar gætu ekki unnið saman.
Hins vegar er ólíklegt að andstæð-
ingar prestvígslu kvenna njóti
mikils fylgis í prestskoningum í
þéttbýli þar sem jafnrétti kynjanna
þykir sjálfsagt meðal sóknarbama.
Vatnsþéttír, loðfóðraðír
KULDASKÓR
Nr. 28-36 kr. 1495,- Nr. 35-41 kr. 1995,- Nr. 40-46 kr. 2495,-
Q
ö
c
ö)
D
TORGIÐ, DOMUS, MIKLIGARÐUR,
KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA,
SAMKAUP KEFLA VÍK,
OG M.H.LYNGDAL AKUREYRI
Mannskæðar óeirðir
Að minnsta kosti 44 menn hafa beðið bana og 300 slasast í óeirðum
og ofbeldisverkum í Karachi, höfuðborg Pakistan síðustu daga. Óeirð-
imar brutust út sl. föstudag er sló í brýnu milli manna af tveimur
þjóðflokkum, Pathan og Muhajir. í átökunum gripu deiluaðilar til
skotvopna og heimasmíðaðra sprengja. Kveikt var í bifreiðum og
húsum og reistir bálkestir á götum úti. Farið hefur verið ránshendi
um búðir og byggingar. Her landsins reyndi árangurslítið að skakka
leikinn um helgina og var mikill liðsauki fluttur til borgarinnar í
gær. Þúsundir lögreglumanna reyndu að hemja ólætin en lítt geng-
ið. Deiluaðilar hafa virt útgöngubann að vettugi.
Nazer vinnur að
hækkun olíuverðs
Abu Dhabi, Nikósíu, AP.
FAHD konungur Saudi-Árabíu fyrirskipaði Hisham Nazer, olíumála-
ráðherra, að knýja starfsbræður sína i Persaflóaríkjunum til fylgis
við þá afstöðu Saudi-Araba að draga beri úr olíuframleiðslu til að
stuðla að verðhækkun.
Leiðtogar Persaflóaríkjanna hófu
fundi í Sameinuðu furstadæmunum
á sunnudag og herma háttsettir
heimildamenn að Nazer eigi fund
með olíuráðherrum ríkjanna í tengsl-
um við þá. Heimildarmenn herma
að brottvikning fyrrum olíumálaráð-
herra Saudi-Arabíu, Ahmed Zaki
Yamani, sé til marks um breytta
stefnu þeirra í olíumálum. Reyni
þeir nú á bak við tjöldin að knýja
OPEC-ríkin til að fallast á samdrátt
framleiðslu og festa verð olíutunn-
unnar í 18 dollurum í stað 14-15
eins og nú er. Fyrsta embættisverk
Nazers var að óska eftir neyðar-
fundi verðlagsráðs OPEC þar sem
kröfur Saudi-Araba um fast olíuverð
verða lagðar á borðið.
Yamani var eldhress og lék á alls
oddi í samtali við AP-fréttastofuna
í gær. Hann sagðist nú íhuga hvað
hann tæki sér fyrir hendur og bjóst
við að ákvörðun lægi fyrir í næstu
viku.
Herzog í Astralíu
Canberra,Ástralfu. AP.
CHAIM Herzog, forseti ísraels kom þriðjudag í opinbera heimsókn
til Astralíu og er það í fyrsta skipti sem israelskur þjóðhöfðingi
sækir Ástralíu heim. Herzog verður viku í landinu og ferðast um.
Strax eftir að Herzog kom til
landsins, hitti hann að máli fimmtíu
fulltrúa gyðingasamtaka, sem eru
búsettir í landinu. Hann mun síðan
zeiga viðræður við Hawke, forsæt-
isráðherra og aðskiljanlega aðra
forystumenn.Israelskir embættis-
menn segja för Herzogs kjörið
tækifæri til að útskýra framvindu
mála í Miðausturlöndum fyrir
áhrifamönnum Ástralíu og án efa
verði aukin viðskipti ofarlega á
baugi.
Herzog mun væntanlega verða
að leysa úr spumingum frétta-
manna um hið margumtalaða hvarf
ísraelska vísindamannsins Mordec-
hai Vanunu. Vísindamaðurinn hafði
sagt fjölmiðlum frá neðanjarðar-
kjamorkustöð, sem ísraelar hefðu
reist í Negeveyðimörkinni. Ástr-
alskur prestur sem er persónulega
kunnugur Vanunu, hefiir beitt sér
ákaft fyrir að fá upplýsingar um
hvarf mannsins.Ýmsir hafa stað-
hæft að Vanunu hafi verið rænt,
fyrir tilstilli leyniþjónustu ísraels,
Mossad, og að hann hafi verið flutt-
ur í fangelsi í ísrael og líkast til
verði sett yfir honum leynileg rétt-
arhöld.