Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 27

Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 27 Grænlenska landsþingið: Lagabreyt- ingvefst fyrir þing- mönnum Frá fréttaritara Morgunblaðsins á Grænl- andi, N J. Bruun. GRÆNLENSKA landsþinginu gengur erfiðlega að koma sam- an nýrri fiskveiðilöggjöf. Ákveðið hefur verið að fresta endurskoðun gildandi löggjafar fram á næsta vor. Almennur vilji er fyrir því að herða reglur um eignaraðild út- lendinga og fjármagnseigenda í togaraflotanum. Talið er æskilegt að skipin séu að öllu leyti í eigu starfandi útgerðarmanna, sem hafa fasta búsetu á Grænlandi. Þannig er stefnt að því að gera fjármagnseigendum, sem hagnast hafa á annars konar rekstri, ókleift að eiga hlut í skipunum. Vitað er að Danir, Norðmenn og Færeying- ar auk Grænlendinga sem ekki hafa lifibrauð sitt af fískveiðum, hafa lagt fram allstóran hluta þess íjármagns sem liggur í togaraflota Grænlendinga. Þegar Grænlenska landsþingið hóf að ræða málið varð mönnum ljóst að ýmsir erfíðleikar eru sam- fara endurskoðun gildandi löggjaf- ar. Því var ákveðið að fresta umræðum fram á næsta vor og munu embættismenn vinna að nýrri löggjöf fram að þeim tíma. Tyrkland: Löregla náði 10 morfín- kílóum Van, Tyrklandi. AP. LÖGREGLA kom höndum yfir tiu kíló af morfini, sem unnt hefði verið að selja fyrir jafn- virði um 28o milljónir íslenzkra króna, að því er segir í frétt AP, þriðjudag. Handteknir voru tveir eiturlyfjakaupmenn í grennd við írönsku landamærin. Fimm aðrir eiturlyfjamangarar komust yfir landamærin til írans. Lögreglan mun um hríð hafa haft gætur á þessu svæði, enda lengi verið talið, að um það færi meginhluti þeirra eiturlyfja, sem er fluttur gegnum Tyrkland. Lögregl- an fékk upplýsingar fyrirfram um að smyglaranna væri að vænta. Til skotbardaga kom, en ekki er vitað, hvort menn urðu sárir í þeirri viður- eign. Chaim Herzog.forseti ísraels Veggirnir hafa sovésk eyru Mynd þessi er af sænska sendiráðinu í Moskvu. Þegar unnið var að endurbótum á byggingunni komu í ljós hlerunartæki og er talið víst að þeim hafi verið komið fyrir þegar húsið var byggt fyrir tæpum 20 árum. Fundist hafa um 30 hlustunartæki af ýmsum gerð- um. Sænska ríkisstjómin hefur komið harðorðum mótmælum á framfæri við ráðamenn i Sovétríkjunum. íhaldsmenn saka BBC um hlutdrægni London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgun- bladsins. MÁLEFNI brezka ríkisútvarpsins, BBC, hafa mjög verið í deiglunni eftir að íhaldsflokkurinn sakaði ríkisfjölmiðilinn um hlutdrægni. Kom þessi ásökun fram í skýrslu, sem flokkurinn lét frá sér fara í síðustu viku. Talsmenn BBC hafa visað fullyrðing- um íhaldsmanna á bug. N.Tebbit Það er engin ný bóla að íhalds- menn væni BBC um pólitíska hlutdrægni í fréttaflutningi og um- fjöllun allri. Fyrir nokkru síðan ákváðu ráðamenn íhaldsflokksins að reyna að sýna fram á svo að ekki yrði um villst að ásakanir af þessu tagi eigi við rök að styðjast. Fóru starfsmenn flokkins í þessu skyni rækilega í saumana á tveimur fréttaþáttum er fjölluðu um árás Bandaríkjamanna á Líbýu síðastlið- ið vor. Niðurstöður könnunarinnar birti íhaldsflokkurinn í skýrslu, sem send var BBC í síðustu viku. Er skemmst frá því að segja að íhalds- menn lesa þar BBC rækilega pist- ilinn og saka ríkisfjölmiðilinn um óþolandi hlutdrægni í fréttaflutningi sínum Líbýumálið. í skýrslunni, sem Norman Tebbit, formaður íhalds- flokksins, fylgdi úr hlaði, segir meðal annars að umfjöllun BBC hafí ýtt undir andúð almennings á aðgerðum Bandaríkjamanna og jafnframt vakið tortryggni í garð bresku ríkisstjómarinnar vegna stuðnings hennar við árásina á Líbýu. Segir í skýrslunni að sú mynd sem gefin hafí verið af að- gerðum Bandaríkjamanna hafí öll verið til þess fallin að baka þeim óvild meðal bresks almennings en vekja jafnframt samúð með málstað Líbýumanna. Talsmenn íhaldsflokksins segja að fréttaflutningur af Líbýumálinu hafí einungis verið tekinn sem dæmi um vafasama umfjöllun BBC, sem ósjaldan geri sig sekt um hlut- drægni er bitni helst á ríkisstjóminni og málstað íhaldsflokksins. Er þess krafist í fyrrgreindri skýrslu að BBC taki sér tak og uppfylli þær ýtmstu kröfur er gera verði til ríkisfjölmið- ils, sem aldrei megi gefa höggstað á sér vegna pólitískrar hlutdrægni. Forsvarsmenn BBC hafa svarað íhaldsflokknum fullum hálsi og sak- að flokkinn um að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning þar á bæ, engu sé líkar en íhaldsmenn rói að því öllum ámm að gera ríkisútvarp- ið að málpípu sinni. Hafa talsmenn BBC vísað algerlega á bug ásökun- um um pólitíska hlutdrægni í frétta- flutningi og segjast ekki í vafa um að unnt verði að hrekja lið fyrir lið allar fullyrðingar íhaldsflokksins í þá átt. Samtök fréttamanna hér í landi hafa einnig látið til sín heyra og fordæmt fyrrgreinda skýrslu íhalds- flokksins og sakað flokkinn um að vega að sjálfstæði BBC, sem ávallt hafí getið sér gott orð fyrir ábyrgan og áreiðanlegan fréttaflutning. í svipaðan streng hafa talsmenn Verkamannaflokksins tekið, hafa þeir sagt að afskipti íhaldsflokksins af málefnum ríkisútvarpsins séu vægast sagt varhugaverð og til þess fallin að grafa undan tjáningarfrelsi hér í landi og lýðræði öllu. fhaldsmenn hafa ekki látið harka- leg viðbrögð ýmissa aðila á sig fá og segjast standa við allar fullyrð- ingar sínar um hlutdrægni í frétta-. flutningi BBC. Segja þeir að slík hlutdrægni hafí til dæmis ósjaldan orðið þess valdandi að steftia og störf ríkisstjómar Margrétar Thatc- her hafí verið afflutt og rangtúlkuð, íhaldsflokknum til tjóns. Ýmsir telja hins vegar að árásir íhaldsflokksins á BBC séu síst til þess fallnar að auk.a hróður flokksins meðal al- mennings. Sýna lauslegar kannanir, sem gerðar hafa verið síðustu daga, að mikill meirihluti almennings telur íhaldsflokkinn hafa hlaupið illilega á sig í máli þessu. BBC nýtur ótví- ræðrar samúðar útvarps- og sjón- varpsnotenda, sem virðast flestir ósammála fullyrðingum íhalds- flokksins um hlutdrægan frétta- flutning hins ríkisrekna fjölmiðils. Ótrolegt Jerry Lee Lewis þekkja allir sem einn af f rumkyöðlum rokksins ásamt Elvis, Little Richard, Chuck Berry og Fats Domino Jerry Lee Lewis „The KLiller// mun skemmta ásamt sjóðheitri hljómsveit sinni f rá Memphis 6., 7., 8. og 9. nóvember IEW1S BCCADHW-' 6.78.9. nóvember MATSEÐILL Humarsúpa Lamba-piparstcik með villikrydduðum svcppum Hcimatilbúinn kaffiís með konfekti Muniö hlna ódýru Broadway/helgarpakka Fluglelða NU ER UM AÐ GERA AÐ TRYGGJA SÉR MIÐA Á ÞENNANN HEIMSVIÐBURÐ MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í SÍMA 77500 - DAGLEGA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.