Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐtÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Stjórnarfrumvarp um opinber innkaup: Utboð gert að meginreglu STJÓRNARFRUMVARP til laga um opinber innkaup kom fram á Alþingi í gær. Tilgangur laganna er að tryggja hagkvæmni í rekstri ríkisins að því er varðar kaup á vörum og þjónustu til rekstrar og framkvæmda. Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um Innkaupastofnun ríkisins frá 1947. Veigamestu 'breytingarnar, sem gert er ráð fyr- ir, eru þær að framvegis á fjármála- ráðherra að skipa 3ja manna stjórn yfir öll opinber innkaup. Þessi stjóm á jafnframt að vera stjóm Inn- kaupastofnunar ríkisins. Tilgangur- inn með þessu er sá að samræma starfsaðferðir um opinber innkaup, hvort sem Innkaupastofnunin ann- ast þau eða innkaupadeildir ein- Önnur breyting sem frumvarpið felur í sér er, að útboð í opinberum innkaupum er gert að meginreglu. Þá er lagt til að forstjóri Innkaupa- stofnunar ríkisins verði skipaður til 4ra ára í senn og stjórnin til tveggja ára. AIÞinCI Öryggi sjómanna ætti að aukast verulega þegar sjálfvirka tilkynningakerfið verður tekið í notkun stakra ríkisstofnana. • • Oryggismál sjómanna: Guðni Ágústs- son tekur sætiáþingi GUÐNI Agústsson, eftirlitsmað- ur frá Brúna- stöðum, tók í gær sæti á AJþingi sem varamaður Jóns Helga- sonar, dóms- og kirkjumála- ráðherra, sem er erlendis. Guðni hefur ekki setið áður á þingi og vann því drengskap- arheit að stjórnarskránni eftir að þingheimur hafði samþykkt kjörbréf hans. Guðni Ágústsson er þriðji varamaður Jóns Helgasonar í Suðurlandskjördæmi. Fyrsti og annar varamaður, Böðvar Bragason og Guðmundur Búa- son, gátu ekki tekið sæti á þingi í fjarveru ráðherra og kom það því í hlut Guðna. Tilraunir með sjálfvirkt til- kynningakerfi á næsta ári Farsímar um borð í 220 skipum Á NÆSTA ári hefjast tilraunir með sjálfvirkt tilkynningakerfi fiskisldpa. Verður það prófað á afmörkuðu svæði með þátttöku um 20skipa og mun Slysavamar- félag Islands hafa framkvæmdir með höndum. Jafnframt er nú unnið að því að tölvuvæða það tilkynningakerfi, sem þegar er fyrir hendi. Þessar upplýsingar komu fram í svari Matthíasar Bjamasonar, sam- gönguráðherra, við fyrirspum frá Arna Johnsen (S.-Sl.) á Alþingi í gær. Ráðherra sagðist búast við því að tilraunir með hið nýja kerfi tækju Frumvarp til umf erðarlaga tvö ár og síðan yrði stefnt að því að það næði til allra fiskiskipa á næstu fjórum ámm. Fyrirspyijandi sagði að hér væri um að ræða byltingu í öryggismál- um sjómanna. Hann vakti athygli á því, að kerfið, sem hannað er af dr. Þorgeiri Pálssyni og samstarfs- mönnum hans á Verkfræðistofnun Háskóla íslands, væri nýjung á heimsmarkaði. Með því væri á augabragði hægt að sjá á skjá hvar skip væru stödd. Ámi Johnsen lét einnig þá skoð- un í ljós, að skylda ætti fiskiskip til að hafa farsíma um borð. Þeir væm mikið öryggistæki og í félags- legu tilliti væm þeir einnig framför frá talstöðvum, þar sem þeir gerðu sjómönnum hægar um vik að hafa samband við fjölskyldur sínar og sinna erindum í landi. Matthías Bjamason upplýsti að þegar væm farsímar um borð í 220 skipum. Hann kvaðst hins vegar ekki sjá ástæðu til að lögbinda þessa notkun að svo stöddu. Aukafjárveiting Þorsteins Pálssonar: Tíu milljónir til fatlaðra ÞORSTEINN Pálsson, fjár- málaráðherra, greindi frá þvi á Alþingi í gær, að stjórnvöld hefðu ákveðið að veita Fram- kvæmdasjóði fatlaðra auka- fjárveitingu að upphæð 10 milljónir króna á næsta ári. Þetta kom fram í svari ráð- herra við fyrirspum frá Helga Seljan (Abl.-Al.) um tekjur ríkis- ins af erfðafjárskatti og ráðstöfun þeirra. Fjármálaráðherra sagði, að erfðafjárskattur hefði á árinu 1985 skilað 66 milljónum króna í tekjur. Af þeirri upphæð rynnu á þessu ári 41 milljón króna í ríkis- sjóð, en mismunurinn 25 milljónir króna, færi í Framkvæmdasjóð fatlaðra. Helgi Seljan vakti athygli á því, að samkvæmt lögum ættu erfðaijárskatturinn að ganga óskiptur til málefna fatlaðra og átaldi að það skyldi ekki gert. Fjármálaráðherra sagði að það væri ekki ný saga á Alþingi að ekki reyndist unnt að standa við ýtrustu ákvæði laga um fjárveit- ingar til ýmissa verkefna. Þingsályktunartillaga: Úttekt gerð á áreiðan- leikaskoðanakannana Stjómarfrumvarp til nýrra umferðarlaga hefur verið lagt fram á Alþingi, allnokkuð breytt frá því frumvarpi, sem Iagt var fram á næstliðnum tveimur þing- um. Ljósatími allan sólarhring- inn Iengist, samkvæmt frumvarpinu, verður frá 1. spet- ember til 30 apríl. Gildistími fuUnaðarskírteinis til aksturs venjulegrar bifreiðar og bifhjóls verður til 70 ára aldurs. Bóta- ábyrgð verði rýmkuð til sam- ræmis við þróun erlendis. Lögboðin vátryggingarfjárhæð verði hækkuð verulega. Nokkur ávæði biða meðferðar Alþingis, svo sem um ökuhraða, aldur til að stjóma dráttarvél, léttu bif- hjóli og vélsleða, ákvæði um skipan Umferðarráðs o.fl. Framvarpið er í sextán köflum sem fjalla um gildissvið, skilgreing- . ar, meginreglur umferðar, umferð- arreglur fyrir gangandi vegfarend- ur, umferðarreglur fyrir ökumenn, ökuhraða, sérreglur fyrir reiðhjól og bifhjóí, ökumenn, ökutæki, ör- yggis- og vemdarútbúnað, flutning og hleðslu, umferðarstjórn og um- ferðarmerki, réttarbætur og vá- tryggingu, viðurlög við umferðar- lagabrotum, umferðarráð og umferðarfræðslu. Fylgiframvarp er um breytingu á þinglýsingarlögum. Þar segir m.a.: „Þegar skjal, er varðar skrá- setta bifreið, er móttekið til þinglýs- ingar, skal þinglýsingardómari senda bifreiðaeftirliti ríkisins til- kynningu um móttöku slíks skjals. Dómsmálaráðuneytið ákveður nán- ari tilhögun þessara tilkynninga og færslu í ökutækjaskrá". Umdæmisskráning ökutækja verður lögð niður, samkvæmt nýju umferðarlagaframvarpi, en Bif- reiðaeftirlit ríkisins annast skrán- ingu ökutækjja í stað lögreglu- stjóra. „Alþingi ályktar að skora á menntamálaráðherra að láta nú þegar gera úttekt á áreiðanleika íslenzkra skoðanakannana". Þannig hefst tillaga til þingsá- lyktunar, sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Halldór Blönd- al og Guðmundur H. Garðarsson, hafa lagt fram á Alþingi. Úttektin skal m.a. ná til eftirfar- andi atriða: * 1) Að hvaða marlíi íslenzkar kannanir standist þær kröfur sem gera þarf til kannana af þessu tagi með hliðsjón af gagnasöfnun, túlk- un og úrvinnslu gagna. Enn fremur verði leitast við, þar sem því verður við komið, að meta raunveralegt forsagnagildi slíkra kannana. Sérs- taklega skal fjalla um skoðana- kannanir um fylgi stjórnmálaflokka og framkvæmd og meðferð þeirra í skólum landsins. * 2) Hvort æskilegt sé að setja einhveijar reglur og þá hveijar um framkvæmd og birtingu skoðana- kannana. í greinargerð segir m.a.: „Umræður um niðurstöður kann- ana hafa oft einkennst af deilum um áreiðanleika þeirra og mark- tækni. Hefur þeirri skoðun jafnvel verið haldið á lofti að svo illa sé að mörgum þessara kannana staðið að ekkert mark sé á þeim takandi". í greinargerð segir ennfremur að megintilgangur tillögunnar sé að lagt „verði kerfísbundið mat á íslenzkar skoðanakannanir með hliðsjón af því hvort þær standist þær fræðilegu kröfur sem gera þarf til skoðanakannana almennt. Annar megintilgangur sé að kanna, hvort æskilegt sé að setja einhveij- ar reglur og þá hvaða um fram- kvæmd og birtingu slíkra kannana. Fjárlögum vísað til ann- arrar umræðu og nefndar FRUMVARP til fjárlaga var afgreitt til annarrar umræðu og fjárveitinganefndar á fundi í Sameinuðu þingi í gær. Á dagskrá Alþingis í gær vara fyrirspumir til ráðherra og mælt var fyrir þremur þingsályktunar- tillögum. Guðmundur Bjarnason (F.-Ne.) mælti fyrir tillögu um nýtingu heimavistarhúsnæðis í þágu aldraðra; Guðrún Agnars- dóttir (Kl.-Rvk.) mælti fyrir tillögu um frystingu kjamorku- vopna, sem flutt er í fjórða sinn á Álþingi. Loks mælti Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) fyrir til- lögu um bann við geimvopnum, sem flutt er í annað sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.