Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 37 Hjúkrunarfræði í Háskóla Akureyrar Opið bréf til Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra eftirHrafn Óla Sigurðsson Undanfarið hafið þér og ýmsir stjómmálamenn keppst við að telja fólki trú um að nauðsynlegt sé að koma upp háskóla á Akur- eyri. Nýjasta fréttin af þessu óskabami yðar birtist í Morgun- blaðinu annan þessa mánaðar, en þar lýsið þér því yfír að kennsla í hjúkrunarfræði hefjist á Akur- eyri næsta haust. í framhaldi af þessari frétt em tvær megin spumingar sem ég vildi gjaman að þér svömðuð til þess að við „nátttröllin“, sem ekki höfum gleypt við hugmyndinni, ættum möguleika á að forða okkur undan örlögunum, eða jafnvel slást í hóp hinna framsýnu stórhuga. 1. Hvaðan á að taka fé til Há- skóla Akureyrar? í sjónvarps- fréttum sama kvöld (annan Íi.m.) kom fram að Háskóli slands fær ekkert fé á fjárlög- um næsta árs til viðhalds eða uppbyggingar. Auk þess virð- ist það vera orðið ríkinu ofviða að reka grunnskóla og einfalda framhaldsskóla úti á landi, því þér standið alblóðugur upp að öxlum við niðurskurðinn, svo vitnað sé til sjónvarpsfréttar- innar. Því spyr ég enn, hvaðan á að taka fé til Háskóla Akur- eyrar? Leysir hann einhvem vanda í menntamálum þjóðar- innar eins og ástandið er í dag? Væri ekki nær að efla gmnn- og framhaldsskóla þannig að böm og unglingar þurfi ekki að yfirgefa heima- byggðir sínar til að fá þá undirstöðumenntun sem allt frekara nám byggir á. I. Hvar ætlið þér að fá hæfa kennara til að kenna hjúkmna- rfræði í Háskóla Akureyrar? Það hefur áður komið fram.að kennaralið Námsbrautar í hjúkmnarfræði við Háskóla íslands er allt of fámennt. Miðað við núverandi nemenda- Hrafn Óli Sigurðsson fjölda þyrfti að sexfalda það. Þar að auki eigum við ekki ennþá nægilega margt fólk sem hefur þá lágmarksmennt- un, MS-próf, sem þarf til að stunda háskólakennslu í hjúkr- unarfræði. Ekki eykst vonin um að komast í framhaldsnám þegar skoðaðar em tillögur að nýjum úthlutunar- reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Nú á aðeins að lána þeim sem geta endurgreitt lánin með verðtryggingu, bankavöxtum og lántökugjaldi á fímmtán ámm. Það liggur í augum uppi að hjúkr- unarfræðingur BS sem hefur 33.000 kr. í byijunarlaun fer varla í framhaldsnám sem reikna má með að kosti að minnsta kosti 1,6 til 2 milljónir króna. Að loknu þessu námi hefði jú fengist MS- próf en mánaðarlaunin hækkuðu aðeins um 2.000 kr., þ.e. ef unnið er hjá hinu opinbera. Þá er eftir að koma þaki yfir íjölskylduna, borga námslánin góðu og fæði og klæði. Er ég enn of svartsýnn Sverrir, eða sjáið þér fram á að þetta tak- ist hjá mér? Með von um skjót og greinar- góð svör. Höfundur er hjúkrunarfræðing- ur,BS. Samtök herstöðvaandstæðinga: Skora á utanríkis- ráðherra að mæta í sjónvarpsumræður LANDSRÁÐSTEFNA samtaka herstöðvaandstæðinga var hald- inn laugardaginn 25. október síðastliðinn. Þar var mótuð stefna samtakanna á næsta starfsári, gefin út stjórnmálaá- lyktun og ályktun þar sem „hörmuð er sú ákvörðun utanrík- isráðherra að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir Norðurlanda taki af alvöru að vinna að myndun kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum á grundvelli al- þjóðalaga", eins og segir í ályktuninni. í ályktuninni segir ennfremur. „Utanríkisráðherra og aðrir ráða- menn hafa einhliða rangtúlkað hugmyndina um hið kjamorku- vopnalausa svæði í fjölmiðlum. Af þeim sökum skora SHA á utanríkis- ráðherra að mæta talsmanni her- stöðvaandstæðinga í sjónvarpi til að ræða þessa hugmynd þannig að bæði sjónarmiðin nái að koma fram“. Á ráðstefnunni flutti Birgir Ámason hagfræðingur á Þjóðhags- stofnun erindi um efnahagsleg áhrif Bandaríkjahers á íslandi. Í erindinu sagði Birgir að hreinar gjaldeyris- tekjur af hemum næmu á bilinu 10% til 15% af hreinum gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar. Samtök her- MEÐEÍNU SÍMTALl er hægt að breyta innheimtu- aðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslukorta reikning mánaðarlega. SIMINN ER 691140 691141 stöðvaandstæðinga vara við „þessum geigvænlegu umsvifum og benda á að nú sé sú óheillavænlega staða komin upp á íslandi að árang- ursríkar friðar og afvopnunarvið- ræður stórveldanna gætu orðið íslendingum verulegt efnahagsáfall og lagt atvinnulíf Suðumesja í rúst“, eins og það er orðað. (Úr fréttatilkynningu.) Landsmálafélagið Vörður Félagsfundur Landsmálafélagið Vörður heldur almennan félagsfund miðviku- daginn 5. nóvember kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dagskrá: 1. Kosning þriggja manna uppstillingarnefndar vegna aðal- fundar. 2. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins fjallar um stjórnmálaviðhorf í þingbyrjun. 3. Önnur störf. Stjóm VarAar. Nú er barnatími í Habitat. Viö eigum góöan lager af stórskemmtilegum barnarúmum úr furu. — Og hér er ekki tjaldaö til einnar nætur: Rúmiö er 194 cm á lengd, 94 cm á breidd og hæöin er 110 cm enda eru undir því ekki færri en 7 hillur, 3 skúffur og skrifborð. Meö í kaupunum fylgir svo Eð springdýna og stigi til þess nin komist snemma í rúmiö. jm einnig á gott úrval fer^svefnsófum, glösum og öörum jleymdum toi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.