Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
41
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri stjömuspekingur. Mig
langar að biðja þig að segja
mér hvað þú getur sagt mér
um persónuleika minn, á
hvaða sviði hæfíleikar mínir
nýtast best, hvers konar per-
sóna hentaði mér best sem
maki o.fl. sem merkilegt gæti
talist. Ég er Naut, fædd þann
9.05. 1965 kl. 18.10 um eftir-
miðdag í Reykjavík. Með
fyrirfram þökk!“
Svar:
Þú hefur Sól og Venus í
Nauti, Tungl og Mars í Meyju,
Merkúr í Hrút, Vog Rísandi
og Krabba á Miðhimni.
DœmigerÖ fyrir
kynslóð
Kort þitt er sérstakt að því
leyti að allar kynslóðaplánet-
umar eru sterkar. Neptúnus
er í mótstöðu við Sól og Úran-
us, Plútó eru í samstöðu við
Tungl og Mars. Það táknar
að þú ert opin fyrir því sem
er að gerast í þinni kynslóð
og verður því á einhvem hátt
dæmigerð fyrir kynslóðina og
þarft að raungera drauma
hennar. Þetta virðist kannski
óljóst en sem dæmi má nefna
að popp- eða kvikmynda-
stjama túlkar oft drauma
heillar kynslóðar. í þínu tilviki
eru kynslóðaplánetumar í
Meyju og Sporðdreka, merkj-
um sem hafa m.a. með vinnu,
þjónustu, sálfræði og rann-
sóknir að gera.
Listir og
líknarmál
Sól í mótstöðu við Neptúnus
er algeng í kortum lista-
manna, t.d. þeirra sem fást
við tónlist og leiklist. Hæfi-
leikar á andlegum sviðum eru
einnig fyrir hendi, svo og
áhugi á líknarmálum og því
að hjálpa öðrum og bæta
heiminn. Neptúnus táknar að
þú hefur áhuga á því dular-
fulla og óræða, að þér nægir
ekki að lifa venjulegu lífi. Þú
þarft að hefja lífið upp yfir
hinn gráa og hversdagslega
vemleika.
SjálfstœÖi
Úranus og Plútó í samstöðu
við Tungl og Mars táknar að
þú þarft að vera sjálfstæð,
bæði tilfinningalega, í dag-
legu lífí og vinnu. Þér leiðist
of mikil vanabinding en þarft
á spennu og fjölbreytileika að
halda.
JarÖbundin
Þrátt fyrir framantalið táknar
Naut og Meyja að þú ert jarð-
bundin og þarft á öryggi að
halda. Þú ert róleg og yfírveg-
uð persóna, ert samviskusöm,
hjálpsöm og greiðvikin. Merk-
úr í Hrút táknar að hugsun
þín er hröð og kraftmikil, Vog
Rísandi að framkoma þín er
ljúf og þægileg og að þú hef-
ur hæfileika til að umgangast
fólk.
Öryggi og
umrceÖa
Best er ef maki þinn getur
veitt þér öryggi og fjárhags-
lega góða afkomu. Þar sem
þú hefur Merkúr í 7. húsi er
nauðsynlegt að þið getið talað
saman og hafið sameiginleg
áhugamál. Þú vilt því líkast
til að hann sé greindur og fjöl-
hæfur.
Félagsmál
Þú hefur flestar plánetur í 7.,
8. og 11. húsi. Það táknar að
félagslegt og sálrænt sam-
starf hentar þér vel. Þú gætir
t.d. unnið fyrir félög og sam-
tök sem hafa listir eða líknar-
mál á sínum snærum.
X-9
56// xímpÁs/<yy
T/£ Í//ACS7T?/...
OC'f/ÆST MT? ’SStÍS3..E* P>£SS/H -&£//? Ygjjj*
OA'á/N EfUJ/ÚÓS/rAe4/?rS&jm
ú TÝÆK.. Y//JA AfpEMlE/PA^^
© 1W4 Klng Featurts Syndlcate. Inc. WorId rlflhts
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
UOSKA
'P bO ÞARPT HEIMILC
FERDINAND
SMAFOLK
A MAN 15 PUT IN
5U5PENPEÚ ANIMATION
ANP P0E5N'T LdAKE UP
UNTILTHE YEAK 24Z9...
3uck Beagle in
the Z5^? Century
Hefur aldrei hvarflað að Þú gætir skrifað um Maður er settur í dauðadá Geimhundurinn á 25. öld.
þér að skrifa vísinda- framtíðina. og vaknar ekki fyrr en
skáldsögu? árið 2429 ...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Alltaf 12 slagir með svíningu
í hjarta,“ sögðu AV einum kór
og gerðu sér góðar vonir um
sveifu til sveitarinnar. Andstæð-
ingar þeirra höfðu látið sér
nægja að spila 3 grönd, þar sem
12 slagir voru upplagðir með
svíningu. Félagar AV á hinu
borðinu voru sagngrimmir, svo
líklegt var að þeir keyrðu í
slemmu.
Suður gefur; allir á hættu.
Vestur Norður ♦ Á743 V 954 ♦ Á65 ♦ Á43 Austur
♦ KDG95 ♦ 1082
VG83 y K10762
♦ DG82 ♦ 1074
♦ 2 ♦ 98
Suður
♦ 6 VÁD ♦ K93 ♦ KDG10765 Mikið rétt; á hinu borðinu
fóru NS í sex lauf:
Vestur Norður Austur Suður
— - - 1 lauf
1 spaði 2 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 spaðar Pass 4 gröncÍ^~
Pass 5 spaðar Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
Hitt var líka rétt, að spilið
skapaði sveiflu, en hún fór í
óvænta átt. Vestur kom út með
spaðakóng og sagnhafí spaða
heim. Tók svo laufkóng, fór inn
á blindan á laufás og trompaði
aftur spaða.
Síðan komu laufín á færi-
bandi. Hugmyndin var að
þrengja að vestri í spaða qbl
hjarta — því sagnhafí gaf ser
að vestur ætti hjartakónginn
fyrir innákomunni.
Eftir að hafa tekið öll trompin
spilaði sagnhafí tígulás og tígli
á kóng blinds. Nú voru aðeins
þijú spil eftir. í borðinu var einn
sjiaði og tvö hjörtu, en heima
AD í hjarta og tígulhundur.
Vestur hélt eftir tveimur spöðum
og einu hjarta. Það var góð vöm,
því ef hann hefði verið á einum
spaða ætlaði sagnhafi að spila
honum þar inn og láta hann
spila upp í hjartagaffalinn. En
nú þóttist sagnhafi viss um að
vestur væri kominn niður á
kónginn blankan í hjarta og spil-
aði því hjarta á ásinn og var
sármóðgaður þegar kóngurinn’
kom ekki í.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á stórmótinu í Tilburg í Hol-
landi, sem nú stendur yfir, kom
þessi staða upp í fyrstu umferð í
skák hinna frægu stórmeistara
Roberts Híibner og Viktors
Korchnoi, sem hafði svart og
átti leik. •*"
Korchnoi hristi nú laglega fléttu
fram úr erminni: 40. — Bxh3!,
41. gxh3 - Dg6+, 42. Kh4. I
þessari stöðu fór skákin í bið, en
Húbner gafst upp án frekari tafl-
mennsku, því kóngur hans er
lentur í mátneti. Lokin hefðu
líklega orðið: 42. — Df5, 43. Dg3
— g5+, 44. fxg5 — Hxh3+!, 45.
Dxh3 — Dxh5 mát.