Morgunblaðið - 05.11.1986, Qupperneq 45
Ómar og Inga voru-óvenju sam-
rýnd. Heimili þeirra óvenju fagurt
.og smekkvísi viðbrugðið. A betri
jgranna varð ekki kosið.
Það er því sárt, ekki síst fyrir
Ibörnin, sem Ómar virtist alltaf hafa
•ómældan tíma til að ræða við og
laða til sín, að sjá nú á bak honum.
Það er hreint ótrúlegt að þessi
stóri, trausti nágranni skuli hafa
slegið blettinn sinn hinsta sinni,
mokað snjónum hinsta sinni, komið
yfir í heimsókn hinsta sinni. Og við
finnum til tómleika, ótrúlegs sökn-
uðar. Mestur er þó harmur Ingu,
dótturinnar og bamabamanna og
Dollýjar, litla hundsins, sem ekki
sá sólina fyrir húsbónda sínum.
En minningin lifír. Minning sem
ekki fellur á, minning um óvenju
vammlausan mann. Slíkum mönn-
um er gott að kynnast, slíkra manna
kært að minnast.
Þess vegna er gott í dag, að
minnast orða Krists og fyrirheita
hans: „Sælir eru hjartahreinir, því
þeir munu Guð sjá,“ og „Sælir eru
syrgjendur, því þeir munu huggaðir
verða.“
Guð gefí Sigurði Ómari eilífan
frið, blessi okkur minningu hans
og huggi og styrki ástvini hans alla.
Guðmundur Einarsson
og fjölskylda,
Alfred Olsen og fjölskylda.
Fregnin um andlát Sigurðar
Ómars Þorkelssonar, samstarfs-
manns okkar hjá Flugmálastjóm,
kom okkur að óvörum og erum við
öll harmi slegin yfir að góður dreng-
ur skuli á brott kallaður svo
skyndilega á miðjun aldri. Það fór
á annan veg að bjartsýni okkar og
hans um að læknisaðgerðin, sem
átti að framkvæma innan skamms,
yrði að veruleika, en vonir stóðu til
um að aðgerðin stöðvaði langvar-
andi veikindi Sigurðar. Eftir stend-
ur björt minning um góðan vin.
Sigurður Þorkelsson fæddist á
Sámsstöðum á Hvítársíðu í Mýra-
sýslu 7.9. 1937 og fluttist ungur
til Reykjavíkur, þar sem hann ólst
upp. Að loknu landsprófi miðskóla
stóð hugur hans þegar til fjarskipta-
tækninnar og lagði hann fyrir sig
nám í Iðnskólanum og lauk námi í
rad/óvirkjun 1953.
Áhugi Sigurðar á flugmálum
vaknaði snemma og var hann virk-
ur þátttakandi í starfsemi Svifflug-
félags íslands um árabil. Með
einstökum hagleik smíðaði hann
eigin loftfar, gírókopta, og átti
margar ánægjustundir í góðum fé-
lagsskap. Eg hef heyrt marga
flugáhugamenn minnast góðra
samverustunda með Sigurði, eða
Ómari eins og hann nefndist í þeirra
vinahópi, á þessum árum. Þar fóru
sem fyrr einkenni Sigurðar, áhugi,
prúðmennska, hugkvæmni og
frumkvæði að koma hugmyndum í
framkvæmd.
Sigurður hóf störf hjá Flugmála-
stjóm 1959, þar sem hann starfaði
alla tíð síðan. Hann var staðgengill
yfirmanns radíódeildar flugmála-
stjómar er hann lést. Á starfsævi
hans varð mikil uppbygging í
tæknivæðingu á sviði fjarskipta og
flugleiðsögu og reyndi þá á úrræði
og traust tæknimanna flugmála-
stjómar. Um og upp úr 1960 varð
bylting í fjarskiptamálum, þegar
margar fjarskiptastöðvar fyrir
flugíjarskipti á metrabylgjusviði
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
Slysavarnafélag íslands
Sími (91) 27000
Viljir þú minnast látins vinar, samstarfsmanns eða ætt-
ingja og votta aðstandendum samúð, bendum við á
minningarspjald SVFI. Minningarspjöld sendum við einnig
til útlanda sé þess óskað; á dönsku, ensku eða þýsku.
voru reistar víða um landið og
tryggðu ömggt samband við flug-
menn um allt land. Ný fjarskipta-
stjómstöð, sem tengdist fjallastöðv-
unum, var byggð í flugtuminum í
Reykjavík. Allur þessi tækjabúnað-
ur var síðan endumýjaður 1983.
Reistar voru ratsjár fyrir aðflug til
nokkurra flugvalla. Blindflugskerfi
á metrabylgjusvæði fyrir ná-
kvæmnisaðflug voru reist víða um
land á sjöunda áratugnum. Ratsjár-
væðing fyrir flugstjórn hófst 1971
með tengingu ratsjárstöðvarinnar á
Miðnesheiði við ratsjárskjái í flug-
stjómarmiðstöðinni. Áfram mætti
lengi telja um verkefni sem nutu
hinna traustu starfskrafta Sigurðar
heitins. Verkefnin vom, eins og að
framan má ráða, flókin og kröfðust
hugkvæmni, nákvæmra vinnu-
bragða og samviskusemi í starfi.
Eg hygg að allir samstarfsmenn
Sigurðar geti vottað, að honum
vom þessir eiginleikar gefnir í
ríkum mæli. Vegna hlédrægni
sinnar og háttvísi barst hann ekki
mikið á um kosti sína, en þegar á
reyndi í flóknum og erfiðum verk-
efnum mátti ætíð finna úrræði til
lausnar hjá Sigurði. Með hlýlegu
viðmóti sínu og persónueikennum
hefur Sigurður án efa að ýmsu leyti
orðið fyrirmynd í starfi fyrir þá
starfsmenn sem hófu störf á radíó-
deild flugmálastjómar nú hin síðari
ár.
Sigurður og eiginkona hans, frú
Inga Eiríksdóttir, reistu sér mynd-
arlegt heimili í húsi sínu á Móaflöt
22 í Gárðabæ, þar undi Sigurður
sér best við ýmis hugðarefni. Hann
var einn af frumkvöðlum þegar
hann reisti sér móttökustöð fyrir
sjónvarpsefni frá gervihnöttum á
lóð þeirra hjóna.
Ég votta eiginkonu Sigurðar, vin-
um og aðstandendum dýpstu samúð
við fráfall hans.
Ætíð er erfitt að sætta sig við
dauðann, en að lokum er það vegur
okkar allra. Við skulum minnast
bjartrar eilífðarinnar, sem við tek-
ur, með ljóðlínum Jakobs Jóhannes-
sonar Smára:
Fagna þú, sál min! Allt er eitt í drottni,
eilift og fagurt, — dauðinn sætur blundar.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni
veit ég, að geymast handan stærri undur -
þótt stórtré vor i bylgjum jarðar brotni,
bíður vor allra um siðir Edens-lundur.
Haukur Hauksson
drengur kvaddi á haustin og eins
dimmir núna í lífi okkar þegar hann
kveður, en hann skilur eftir í hjört-
um okkar minningar, fagrar og
hreinar, öllu gulli betri.
Við biðjum góðan Guð að blessa
og styrkja konu hans og dóttur,
systur og aðra ástvini.
Systkinin frá Sámsstöðum
Nú þegar fögru og björtu sumri
lýkur, lýkur einnig lífi Sigurðar
Ómars Þorkelssonar, en í dimmu
vetrar lýsir ljós sem tendrar minn-
ingar um látinn vin. Frá fyrstu
Samþykkt um
jöfnun húshitun-
arkostnaðar
FUNDUR kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins í Vesturlandskjör-
dæmi, sem haldinn var í
Borgarnesi nýverið, tekur undir
og lýsir stuðningi við samþykkt
43. flokksþings Alþýðuflokksins
um jöfnun húshitunarkostnaðar.
Fundurinn ítrekar að leiðrétta
beri það misrétti, sem íbúar á dýr-
ustu hitaveitusvæðunum búa nú
við, er greiða einhveija hæstu orku-
reikninga, sem dæmi eru um hér á
landi. Fundurinn skorar á þingflokk
Alþýðuflokks að taka þetta mál hið
fyrsta upp á Alþingi og knýja fram
leiðréttingu þannig að íbúar þessara
svæða sitji við sama borð og aðrir
landsmenn að því er orkukostnað
varðar.
(Fréttatilkynning)
kynnum, fyrir tæpum þrjátíu árum,
skapaðist sérstök vinátta sem erfítt
er að verða svo skyndilega án. Það
munaði svo litlu að Sigurði tækist
að komast í aðgerð í sjúkrahúsi, sem
hefði getað bjargað lífí hans, og
hann var bjartsýnn og trúaður á
að það tækist, eins og allt annað
sem Sigurður tókst á við, en enginn
veit sína ævi fyrr en öll er.
Hann byijaði ávallt á verki með
það í huga að Ijúka því og ekki
fyrr en fullkomnu, þetta voru hans
einkenni. Öll vandamál er hægt að
leysa, en með honum voru þau auð-
leysanlegri vegna þess fínleika og
nákvæmni, sem hann ávallt sýndi.
í dag kveðjum við Ómar frænda
okkar hinstu kveðju þessa heims.
En hann var meira en frændi okk-
ar, hann var líka einn besti leik-
bróðir okkar þegar við vorum böm.
Mörg sumur var hann hjá okkur á
Sámsstöðum í Hvítársíðu þar sem
móðir hans, Guðrún Ólafsdóttir,
fæddist og ólst upp.
Ómar var dálítið sérstakur leik-
félagi. Með hugmyndaflugi sínu
gæddi hann líf okkar og leiki ævin-
týrablæ og allt varð skemmtilegra
í návist hans. Hann hjálpaði okkur
til dæmis að spekja og temja alla
hænuungana. Stundum var hann
með unga á öxl sér, lét byggkom
milli varanna og unginn náði því
snöggt og fimlega. Við létum okkur
dreyma um að finna leyniherbergi
í húsinu, dularfullan helli í ein-
hveiju gilinu eða komast út á eyri
langt úti í ánni til að finna kríu-
hreiður og þó að þetta rættist ekki,
var gott og gaman að eiga þessa
drauma
Margir leikir okkar vom könnun-
arferðir úti í náttúmnni í leit að
fjöðrum, fuglshreiðmm, fágætum
steinum eða móhellu til að tálga.
Um fjaðrasöfnunina giltu vissar
reglur sem Ómar setti. Við gátum
mörg fundið sömu Qöðrina í einu
og þess vegna átti sá fjöðrina sem
varð fyrstur til að tileinka sér hana
með sérstöku orði, nokkurs konar
töfraorði, sem var að vísu óskiljan-
legt en dugði vel. Stundum veiddum
við síli og geymdum í baðkarinu,
leituðum uppi baðstaði sem vom
hylur í gili eða lítil tjöm en auðvit-
að dreymdi okkur um að stífla
vatnsfall og byggja sundlaug.
Þannig var Ómar foringi og þátt-
takandi í leikjum okkar og draum-
um. Það dimmdi yfir í sveitinni
þegar þessi ljúfi og skemmtilegi
Þeir sem hittu Sigurð í fyrsta skipti
gleyma ekki mildu borsi hans (jg
hlýju handtaki og fundu síðar hve
vandaður hann var til orðs og æð-
is, enda átti hann gott með a®
eignast góða vini, sem nú sakim
hans. Að leiðarlokum emm við
vinnufélagarnir þakklátir að hafa
notið starfa hans og fengið að
starfa með honum.
Minningin um góðan dreng er
huggun harmi gegn og við biðjum
guð að gefa dánum ró og hinum
líkn sem lifa. Sérstaka samúð vott-
um við Ingu konu hans, dóttur og
ættingjum.
Þórarinn Guðmundsson