Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
fclk í
fréttum
Phlllp
Mlchael.
FRANK ZAPPA
Undanfarin ár hefur verið til-
tölulega hljótt um Frank
Zappa í tónlistarheiminum. Hins
vegar hefur meira borið á honum
á öðrum vettvangi, því Frank er
nú ötull baráttumaður fyrir frelsi í
rokktónlist.
Fyrir nokkrum árum fór að bera
á því að einstök foreldrasamtök
beittu sér fyrir því að rokkplötur
voru bannaðar í vissum verslana-
keðjum. Var það aðallega vegna
plötuumslaga, sem þóttu í djarfleg-
asta lagi. Astandið breyttist þó til
hins verra þegar eiginkonur þing-
manna í Washington stofnuðu
samtök, sem börðust fyrir því að
textar rokklaga yrðu með hrein-
legra orðbragði og fjölluðu ekki um
hvað sem er, s.s. ofbeldi, kynlíf o.s.
frv.
Mæltu samtökin með því að sér-
stök stofnun hlustaði á allár plötur
fyrir útgáfu og gæfi þeim einkunn,
líkt og gert er með kvikmyndir.
Mætti þannig ekki selja bömum
plötur svo merktar og væru jafnvel
sérstök aldurstakmörk, miðað við
hvað á plötunni væri.
Frank hefur eytt um 70.000
Bandaríkjadölum af eigin fé í það
að beijast gegn þessu átaki þing-
mannafrúnna. „Bandaríkin hafa
ekki barist fyrir frelsi og gegn naz-
isma og kommúnisma til þess eins
að einhveijum kerlingum í Wash-
Hræðsla stjörnunnar
Flestir kannast við sjónvarps-
stjömuna Philip Michael
Thomas sem karl í krapinu. En
hvað segir stjaman úr Miami Vice
sjálf?
„Flestir halda að ég sé kaldur
karl árið um kring, vegna þess
að þannig kem ég fyrir í Miami
Vice. En sannleikurinn er annar.
T.a.m. er ég sjúklega hræddur við
ketti og stundum grípur mig áköf
lofthræðsla. Eftir að ég var næst-
um því drukknaður í sundlaug,
þegar ég var fímm ára gamall,
hefur mér alltaf verið illa við vatn,
þó svo að ég stingi mér nú til
sunds ef ég þarf starfsins vegna".
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum er þetta ekki einu hlut-
imir sem hann hræðist. Fyrrver-
andi vinkona hans sagði:
„Hégómleiki Philips er hreint
ótrúlegur. Á hveijum morgni byij-
aði hann á að gá hvort einhver
hár væru á koddanum. Fyndi hann
einhver, var hann sannfærður um
að hann væri að fá skalla og var
ekki mönnum sinnandi langt fram
eftir degi.“
Ekki verður þó séð að hárleysi
muni hijá Philip Michael í bráð,
en hver veit?
Karis ásamt föður sfnum og eiginkonu hans, Jerry Hall. í fanginu ber hún
Elizabeth, dóttur Jerry, en við hlið þeirra stendur Jade, dóttir Micks og Bi-
öncu Jagger.
Gróið um heilt
með Mick og Mörshu
Eg vildi aldrei búa með Mick
Jagger. Það vill bara svo til
að við eigum bam saman", segir
bandaríska leikkonan Marsha Hunt.
Fyrir sextán ámm áttu þau
Marsha og Mick í ástarsambandi,
en þá var að slitna upp úr sambúð
Micks og Marianne Faithful, vegna
eiturlyfjavanda Marianne. Sam-
band Mörshu og Micks stóð ekki
lengi, en afrakstur þess var dóttirin
Karis. Þegar Mick frétti af því brást
hann æfur við, vildi ekkert hafa
Annle Lennox fullfrísk á tónlelkum.
Annie Lennox
hnígur niður
á sviði
Söngkona hljómsveitarinnar Eurythm-
ics, Annie Lennox, fór fyrir nokkru i
mjomleikaför til Norðurlanda. Ekki eru
allar ferðir til fjár, því að Annie varð sér
úti um heiftarlegt lungnakvef í leiðinni.
Það hefur greinilega tekið sér rækilega
bólfestu í Annie, því að á dögunum hné
hún í ómegin á sviði í Frankfurt, frammi
fyrir 10.000 manns.
í fyrstu héldu áhorfendur að þetta væri
liður í magnaðri sviðsframkomu Annie,
en þegar Dave Stewart, góðvinur Annie,
bar hana út af sviðinu varð áhorfendum
ljóst að hér var alvaran á ferðinni.
Stewart vildi hætta tónleikunum, en
eftir súrefnisgjöf og aðra meðhöndlun
krafðist Annie þess að þeim yrði fram
haldið.
Aflýsa þurfti tveimur tónleikum í Ham-
borg og fjórum í Hollandi eftir að henni
elnaði sóttin i Kaupmannahöfn og er óvist
um framhaldið.
með Mörshu að gera og neitaði að
gangast við dótturinni.
Skömmu eftir fæðingu Karis,
varð Bianca, hin nýja vinkona
Micks, einnig þunguð.
„Ég sá brúðkaup þeirra í sjón-
varpinu og það var engin eftirsjá
eða sorg í mínum huga. Ég vonaði
bara að annað bam Micks myndi
minna hann á hið fyrra“.
Marsha hefur nýverið gefíð út
'endurminningar sínar og þar segir
hún frá deilu þeirra Micks um Karis.
Marsha þurfti að standa í níu ára
málaferlum áður en að Mick gekkst
við Karis og greiddi með henni.
Þrátt fyrir það talar Marsha alltaf
vel um Mick.
„Vissulega voru sárindi í fortíð-
indi, en þegar ég hitti Mick í dag
legg ég þær tilfínningar nú á hill-
una. Þegar hann kemur að sækja
Karis getum við rætt um gamla
daga og hlegið saman eins og góð-
ir vinir eiga að gera“, segir Marsha.
Nú þegar Mick hefur gengist við
Karis gerir hann það líka eins og
góðum föður sæmir. Hann hefur
séð til þess að hún fái ætíð bestu
menntun sem völ er á og hann hitt-
ir hana reglulega ef nokkur kostur
er og hefur sent flugvélar eftir
henni yfír Atlantshaf, hafi þess
gerst þörf. Karis er orðin fimmtán
ára gömul og hinn vænsti kvenkost-
ur eins og sjá má af meðfylgjandi
myns.
trtt
974Ö
— Þarna sóröu, ef þú hefðir látið mig fá nóga dag-
peninga hefði óg ekki þurft að láta skrifa neitt.
i