Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 52

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 < > t V ÍÞRÓTTIR UNGLINGA UMSJÓN/Vilmar Pétursson Sigurður Grétar Halldórsson Gestamót Víkings í badminton: Stærsta unglinga mót vetrarins STÆRSTA unglingamót vetrarins í badminton fór fram helgina 25.-26. október síðastliðinn í TBR-húsinu. Þetta var Gestamót Víkings sem nú var haldið í 3. sinn. Keppendur á mótinu voru 80 talsins og alls var leikinn 141 leik- ur á mótinu þannig að mikið voru fjaðraboltarnir búnir að þola áður en endanleg úrslit fengust. Keppt var í einliða-, tvíliða- og tvenndar- leik og voru keppendur víðsvegar að komnir t.d. frá Akranesi, Akur- eyri, Borgarnesi, Selfossi og Englandi. Englendingarnir Richard Harmsworth og Peter Knowles voru sérstakir gestir þessa móts en þeir eru báðir 16 ára og mjög sterkir badmintonspilarar. Úrslit mótsins urðu þessi: ElnliðaMkuR 2. Guðmundur Pálsson (A Tátur: 1. Guölaug Júlíusdóttir TBR 2. Brynja Steinsen TBR Telpur: 1. Sigríöur Geirsdóttir UMSB 2. Sigrún Erlendsdóttir TBR Stúlkur: 1. Ása Pálsdóttir TBR 2. Guörún Gísladóttir ÍA Meyjar: 1. Anna Steinsen TBR 2. Áslaug Jónsdóttir TBR Sveinar: 1. Óli B. Zimsen TBR 2. Gunnar Petersen TBR Drengfr: 1. Skúli Þóröarson TBR 2. Birgir Birgisson UMSB Gestafiokkur: 1. Peter Knowles Englandi 2. Richard Harmsworth Englandi Tvfliðaleikur: Tátur: 1. Guðlaug Júlíusd. og Brynja Steinsen TBR 2. Elísabet Júlíusd. og Steinvör Jónsd. TBR Meyjar: 1. Anna Steinsen og Áslaug Jónsdóttir TBR 2. Katrín Georgsd. og Sigurbjörg Þrastard. ÍA Telpur: 2. Kolbrún Sævarsd. og Sigrún SigurÖard. TBR Stúlkur: 1. Ása Pálsd. TBR og Guðrún Gíslad. ÍA 2. Birna Petersen og Guðbjörg Guölaugsd. TBR Hnokkar: 1. Ásgeir Halldórss. og Jón Halldórss. TBR 2. Njörður Ludvigsson og ívar Gíslason TBR Drengir: 1. Birgir Birgisson og Borgar Axelsson UMSB 2. Viöar Gíslason og Andri Stefánsson Víking Sveinar: 1. Óli B. Zimsen og Gunnar Petersen TBR 2. Sigurjón Þórhallss. og Halldór Viktorss. TBR Gestaflokkur: 1. Peter Knowles og Richard Harmsworth Englandi. 2. Árni Þ. Hallgrfmss. og Snorri Ingvarss. TBR Tvenndarleikur: Hnokkar — tátur: 1. Brynja Steinsen og Skúli Sigurösson TBR 2. Guðmundur Pálss. og Drífa Haröard. ÍA Sveinar — meyjar 1. Anna Steinsen og Óli B. Zimsen TBR 2. Áslaug Jónsdóttir og Gunnar Petersen TBR Gestaflokkur: e Gfsli Helgason Gísli Helgason: Gríðarlega snöggur og með græna VEHTUV/ / J** e Tóma* Garðar8son Vfking vann sinn stærsta sigur á ferlinum þegar hann sigraði f hnokkaflokki. | e Það var hart barist f tvfliðaleik i í gestaflokki en þar sigruðu bresku unglingalandsliðsmennirnir Peter Knowles og Richard Harmsworth þá Snorra lngvarsson og Árna Þór ! Hallgrímsson. Úrslitaleikurinn f tvenndarleik í hnokkar — tátur-flokkn- um var spennandi. Þar sigruðu Skúli Sigurðsson og Brynja Steinsen, sem bæði eru í TBR, Skagakrakkana Guðmund Pálsson og Drffu Harðardóttur. Hnokkar: 1. Tómas Garöarsson Víklng 1. Guðný Óskarsd. KR og Sigrún Erlendsd. TBR 1. Ása Pálsdóttir og Árni Þ. Hallgrímsson TBR 2. Ármann Þorvaldss. og Birna Petersen TBR Meiddi mig nú ekki beint — sagði Friðrik Bjarnason SigurðurGrétar Halldórsson: Teygju- æfingarnar erfiðastar Sigurður Grétar Halldórsson keppti i kumite á innanfélagsmóti Stjörnunnar og taldi hann þá grein karate mun skemmtilegri en kata. Sigurði fannst ekkert erfitt að keppa á mótum en hins vegar væri oft mikið puð á æfingum — „teygjuæfingarnar eru erfiðastar við þurfum að teygja vel og lengi og það getur tekið í. Þjálfarinn er líka harður en það er nú bara betra,“ sagði hann og kappinn veit líklega hvað hann er að tala um því hann hefur æft íþróttina í eitt og hálft ár. MorgunblaðiðA/l P „HVERNIG hefur þér gengið?" spurði blaðamaður Friðrik Bjarnason þegar þeir tóku tal saman á innanfélagsmóti karate- deildar Stjörnunnar. „Vel ég er búinn að keppa f kötu og fékk 4.2 og 4.4 í oinkunn. Ég er ofboðs- lega ánægður með það því ég lendi í 1. sæti f flokki 7-9 ára og fæ verðlaunapening," svaraði Friðrik. En Friðrik átti eftir að gera gott betur þvf hann varð einnig efstur í kumite í sínum flokki og fékk því tvo gullpeninga á þessu móti. „Ég byrjaði að æfa í fyrra. Þegar maður e búinn að æfa í 4 mánuði má maður byrja að keppa í kumite sem er skemmtilegra en kata. Þó að kumite sé bardagi er það ekk- ert mjög hættulegt ég fékk einu sinni högg á hálsinn en meiddi mig nú ekki beint,“ sagði Friðrik og bar sig vel. Friðrik sagðist aldr- ei nota karatekunnáttu sína nema þegar hann væri að æfa eða keppa í íþróttinni, „það gæti verið gott að grípa til karate ef það væri ráð- ist á mig en annars ekki," bætti hann við. Friðrik taldi karate skemmtileg- ustu íþrótt sem hann hefði kynnst „ég fékk auglýsingu frá karate- deildinni og ég og vinur minn fórum á æfingu og ég sé sko ekki eftir því," sagði hann að lokum. Gísli Helgason vakti mikla at- hygli á innanfólagsmóti karate- deildar Stjörnunnar. Þar er á ferðinni gríðarlega snöggur og einbeittur karatemaður sem vann í sínum flokki í kata og kumite örugglega. Gísli er nú heldur eng- inn nýgræðingur f iþróttinni, búinn að æfa hana í 3 ár og er þegar kominn með græna beltið. Áhugi hans á íþróttinni vaknaði vegna þess að bæði pabbi hans og frændi stunduðu hana. En hvað skyldi leikreyndur kar- atemaður hugsa um í frjálsum bardaga. „Ef ég er að keppa við einhvern stærri reyni óg að verjast og koma honum síðan á óvart en ef mótherjinn er svipað stór eða minni en ég reyni ég að sækja meira," var svar Gísla við þessum hugleiðingum blaðamanns. Gísli hyggst keppa á íslands- meistaramótinu í febrúar en í fyrra lenti hann í 3 sæti á því móti og stefnir að sjálfsögðu að því að bæta þann árangur á mótinu í fe- brúar. MorgunblaðiðA/IP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.