Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 55 Magnús ráðinn þjálfari Selfoss MAGNÚS Jónatansson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Selfoss í knattspyrnu til tveggja ára. Gengið var frá samningum um síðustu h elgi. Magnús er ekki ókunnur þjálfun hjá Selfyssingum. Hann þjálfaöi liðið 1985 og kom því þá upp í 2. deild. Einnig tók hann við liðinu á miðju keppnistímabili 1981 með United úr leik Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgun- blaðsins á Englandi. ASTON Villa og Southampton tryggðu sér í gœrkvöldi sœti í 4. umferð Littlewoods bikarkeppn- innar á Englandi. Aston Villa sigraði Derby með tveimur mörkum gegn einu og Southampton sigraði Manchester United með fjórum mörkum gegn einu. Þetta var seinni leikur þess- ara liða, þar sem jafntefli varð í þeim fyrri. Aston Villa og Southampton eigast við í næstu umferð. góðum árangri. Hann þjálfaði lið Víkings síðasta keppnistímabil. „Það er engin launung að við aetlum okkur að ná árangri og stefnum á að leika í 1. deild í síðasta lagi eftir tvö ár. Þess vegna er Magnús ráðinn til tveggja ára,“ sagði Stefán Garðarsson, for- maður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gærkvöldi. Stefán sagði að ekki vaeri útlit fyrir miklar mannabreytingar frá síðasta keppnistímabili. Jón Birgir Kristjánsson, sem lék áður með liðinu en var í Danmörku í sumar, kæmi nú heim og mundi leika með liðinu næsta sumar. Einnig gerðu þeir sér vonir um að Sumarliði Guðbjartsson færi að æfa aftur, en hann hefur átt við meiösli að stríða. „Við vitum ekki annað en að Tómas Pálsson og Jón Gunnar Bergs verði áfram. Allavega hafa þeir ekki skipt um félag og meðan svo er verðum við að vona að þeir leiki með okkur næsta sumar," sagði Stefán. Aðalsteinn í ÍR AÐALSTEINN Aðalsteinsson, sem lék áður með Víking, hefur gengið til liðs við ÍR- inga og leikur með þeim í 2. deildinni i knattspyrnu næsta sumar. Aðalsteinn lék í sumar með norska 2. deildarliðinu Djerv 1919. Hann er nú kominn heim og gekk frá félagaskiptum yfir í ÍR í gær- kvöldi. Aðalsteinn er sterkur miðvallar- leikmaður og á að baki fjölmarga unglingalandleiki. Kvennahandbolti: Nfu marka tap — afleitt í fyrri hálfleik en héldu jöfnu f seinni • Erla Rafnsdóttir stóð sig vel og skoraði 5 mörk. (SLENSKA kvennalandsliðið sem tekur þátt í heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik á Spáni tapaði fýrir Austurriki, 19:28, ígærkvöldi eftir aö staðan í hálfleik hafði verið 5:14. „Islensku stúlkurnar byrjuðu Evrópukeppnin íknattspyrnu: Rangers og Dukla áfram í 3. umferð TVEIR leikir fóru fram í Evrópu- keppni félagsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Glasgow Rangers sigraði Boavista frá Portúgal með einu marki gegn eingu og efsta lið í vestur-þýsku deildarinnar, Bayer Leverkusen, náði aðeins jafntefli 1:1 gegn tékkneska lið- inu, Dukla Prag. Falko Götz kom Leverkusen yfir á 17. mínútu en Tékkarnir jöfnuðu 11 mínútum fyrir leikslok. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafn- tefli, en mark á útivelli tryggði Dukla Prag áfram í 3. umferð. Derek Ferguson skoraði sigur- mark Rangers gegn Boavista á 63. mínútu. Rangers vann fyrri leikinn, sem fram fór í Glasgow, með tveimur mörkum gegn einu og heldur því áfram í 3. umferð. Rangers átti mun meira í leiknum og var það aðeins stórgóð markvarsla portúgalska mark- varðarins sem kom í veg fyrir stærri sigur. mjög illa en náðu sér svo upp í seinni hálfleik og héldu þá jöfnu. Stærsta vandamálið er að þær trúi því sjálfar að þær geti staðið í þessum þjóðum, “ sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari í sam- tali við Morgunblaðið. Erla Rafnsdóttir stóð sig best í íslenska liðinu og skoraði 5 möriB* Guðríður Guðjónsdóttir og Ingunn Bernódusdóttir skoruðu einnig fimm mörk. í sama riðli sigruðu Danir Port- úgal með 33 mörkum gegn 18 og koma Danir til með að berjast um efsta sætið í mótinu ásamt Aust- urríki, Svíþjóð og Spáni. Síðasti leikur ísland í A-riðli er gegn Finn- um í kvöld. Liðiö verður að vinna þann leik til að eiga möguleika á 5. sætinu í keppninni eins og stefnt var að. Jim Barron til Peterborough? Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi. JOHN Wile, framkvæmdastjóri Peterborough, sagði upp starfi sínu hjá félaginu í gærkvöldi. Jim Barron, sem þjálfaði Akur- nesinga á sfðasta keppnistíma- bili, hefur verið orðaður sem arftaki hans hjá liðinu. Steve Perryman, sem lék áður með Tottenham og nú í vetur með Oxford, hefur gerst aðstoð- arframkvæmdarstjóri hjá 3. deildarliðinu Brentford. Fram- kvæmdastjóri liðsins er Frank McLintock, fyrrum leikmaður með Arsenal. Samvinnuferðir-Landsýn auglýsir: FUUHIUIDSNÍMSKBD (FJUtSaUÚTGÁFU 7:559:751 ;3 Passenger ticket & baggagecheck _ritish airways ATH. Rétt er að taka fram að þátttakendur á námskeiðinu verða ekki sjálfkrafa ráðnir til starfa á íerðaskrifstofu eða hjá flugfélagi að því loknu, þó að það auki möguleika viðkomandi áslíkum störfum. Verð kr. 7.800.- (Kennsla og kennslugögn innifalin). Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Simar 91-27077 & 91-28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21 Samvinnuferðir-Landsýn mun dagana 10. til 21. nóv. n.k. gangast fyrir framhaldsnámskeiði í fargjaldaútreikningum og farseðlaútgáfu. Þátttakendur skulu hafa sótt grunnnámskeið á þessu sviöi, hjá fiugfélögum, ferðaskrifstofum eða á öðrum vettvangi. Einnig er námskeiðið opið þeim er áður hafa starfað að svipuðum störfum og vilja auka við, og bæta, þekkingu sínaáþessusviði. Námskeiðið stendur í tvær vikur. Kennt verður frá kl. 18 til 22, fimm kvöld í hvorri viku. Leiðbeinandi verður Jónas Jónasson, sem leiðbeint hefur á svipuöum námskeiðum hjá Flugleiðum í fjölda ára. Athugið að aðeins 16 nemendur verða teknir inn á námskeiðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.