Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 7 Þykkvabæjarkart- öflur lækka um 10% Þykkvabæjarkartöflur hafa lækkað heildsöluverð á öllum nnnnm kartöflum nm 10% og kostar nú til dæmis 700 gramma poki af frönskum kartöflum 72 krónur í heild- sölu en kostaði fyrir verðlækk- unina 78,80 krónur. Ef gert er ráð fyrir 37% smásöluálagn- ingu kostar sami poki um 98 krónur út úr búð. Að sögn Jóns Magnússonar hjá Þykkvabæjarkartöflum er þessi verðlækkun til að styrkja sam- keppnisaðstöðu Þykkvabæjarkart- aflna gagnvart innfluttum unnum kartöflum, og er verð á þessum vörum nú sambærilegt. Lokabindi upp- vaxtarsögn Jakobs - eftir Sigurö A. Magnússon ÚT ER komin hjá Máli og menningu bókin Úr snöru fuglarans eftir Sigurð A. Magnússon. Er hún lokabindið í uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannessonar, en fyrri bindi bókaflokksins eru: Undir kalstjörnu, Möskvar morgundagsins, Jakobsglíman og Skilnings- tréð. í fréttatilkynningu frá Máli og menningu segir: „Jakob hefur nú lokið stúdents- prófí; hann er altekinn frelsiskennd og haldinn hamslausri útþrá: „Mér virtust allir vegir vera færir, en framtíðin var óráðin af því ég vissi ekki gerla hvað gera skyldi við nýfengið frelsi." Hér segir af fyrstu utanlandsför Jakobs, þátttöku hans í kristilegu starfí og innri baráttu vegna freistinga ástarinn- ar. Einkum eru það kynni af fínnskri stúlku sem hafa djúpstæð áhrif á Jakob, og verður sérstæð ástarsaga þeirra rauður þráður bókarinnar. Líkt og í fyrri bókum uppvaxtarsögunnar fléttar höfund- ur saman þroskasögu ungs manns og myndir úr sögu þjóðar; á þess- um árum í kringum 1950 réðst líka framtíð hins unga lýðveldis.“ Úr snöru fuglarans er 394 bls. að stærð og unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Teikn gerði kápu. fltofgtiaftlfifcife Metsölublaó á hverjum degi! ★ Mikið úrval af dún- og vattfóðruðum barnaúlpum og samfestingum. Fallegar og vandaðar vörur á Torgverði, sem engan svíkur. ★ Nú getið þið keypt húsgögnin án útborgunar, því Kreditkort hf. hefur gert samning við stærstu húsgagnaverslun landsins, Húsgagnahöllina hf. Með Eurokredit borgar þú í janúar ’87 fyrstu afborgun af því sem þú kaupir í dag tii 17. desember og í febrúar '87 frá 18. desember. með Eurokredit getur þú jceypt húsgögn án úrborgunar með alit að 8 mánaða afborgunum í gegnum Eurokortið þitt. HUSCÖCIV húsgagnsbhöllín BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - 91 -681199 og 681410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.