Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 17

Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 17 Rauðarárjörðin. — Guðlaugur R. Guðmundsson skráði örnefnin. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands: Skoðunarferð um Rauðarárland Á morgun, laugardag, fer Nátt- úruvemdarfélag Suðvesturlands kynnisferð um gamla Rauðarár- landið í Reykjavík. Fjallað verður um náttúmfar svæðisins fyrr og nú, sögu þess og ömefni, hvemig það hefur byggst upp á síðari ámm og framtíðarskipulag þess. Farið verður frá Grófartorgi kl. 13.30, frá Háskólabíói kl. 14.00, frá Náttúmgripasafninu, Hverfis- götu 116 kl. 14.30 og frá Skjala- safni Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 2, kl. 14.40. Áætlað er að ferðinni ljúki við sömu staði milli kl. 16.00 og 17.00. Fargjald verður 200 kr., frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Allir em vel- komnir. Þetta er kjörin ferð fyrir íbúa svæðisins, þá sem starfa þar og aðra sem kynnast vilja því. Leiðsögumenn verða Sveinn Jak- obsson jarðfræðingur, Helga Bragadóttir arkitekt og sögu- og ömefnafróðir menn. Leiðin Við höfum dálítinn formála að ferðinni um sjálft svæðið. í upp- hafí ferðarinnar kl. 13.30 verður gengið frá Grófartorgi suður Ing- ólfsgötu (Aðalstræti í dag) gegnum Víkurgarð og farið í bílinn við norðurenda Tjamarinn- ar. Þaðan ekið framhjá þeim stað sem Hólavallaskóli stóð og suður á Mela. Okkur verður boðið að líta inn á nýopnaða sýningu á íslenskum fléttum sem áliugahóp- ur um byggingu náttúmfræðihúss stendur að í anddyri Háskólabíós. Þaðan verður ekið að Náttúm- gripasafninu, Hverfísgötu 116 og skoðum við það undir leiðsögn Sveins Jakobssonar jarðfræðings. Ferðin um Rauðarárland hefst svo um kl. 14.40. Farið verður frá Borgarskjalasafninu, Borgartúni 2, en þar rétt hjá stóð býlið Rauð- ará. Ekið verður upp þar sem Rauðaráin rann áður framhjá Skelli, suður í Amarhólsmýri, þaðan yfír á Rauðarárholt að Ámundaborg, síðan niður með Fúlutjamarlæk að Fúlutjöm um Kirkjumýri og Rauðarármýri framhjá Gvendarbmnni, Goshóli og niður í Rauðarárvík. Þaðan farið að Borgarskjalasafninu. Þar verða til sýnis fyrir hópinn gömul og ný Reykjavíkurkort þ.á m. mjög merkilegt kort frá 1899 sem geymt er í Árbæjarsafni og sýnir m.a. vel Rauðarárlandið. Svæðið sjálft • Jörðin Rauðará var landlítið og lengst af var stór hluti hennar mýrardrög, fúafen, blásnir melar eða Klappaholt. Auk heimatúns- ins, sem við bestu skilyrði gaf af sér um 100 hesta, var nægjanleg torfrista, stunga og móskurður. Einnig nokkrar flömnytjar s.s. flömgrös, mumkjami og bjöllur. Heimræði var, en langræði. í dag er svæðið sem Rauðaráijörðin náði yfír nær albyggt, þannig að líklega er hvergi að fínna upp- mnalegt náttúmlegt svæði, eða að þar móti fyrir gömlum mann- vistarminjum. Á röskuð svæði kemur fljótt ákveðin flóra og fána sem smám saman myndar ákveðin vistkerfí er geta haft gildi, t.d. við kennslu. Þessu hefur því mið- ur verið alltof lítill gaumur gefinn hér á landi. Einnig þarf að líta á manngerð svæði s.s. húsagarða sem ákveðin vistkerfí og skipu- leggja fræðslu þar að lútandi öllum til gagns og ánægju. Rauð- arárlandið væri hentugt til þeirra hluta. Útsýni frá svæðinu yfír sundin er fagurt og úr norðri og norðvestri blæs hreinu og tæm úthafslofti. Gott dæmi um gildi varðveislu eldri húsa og um mikil- vægi sagnanna sem þeim fylgja, er Höfði. Minnst verður á fyrir- tæki á svæðinu þar sem öll umgengni er til fyrirmyndar. (Frá NVSV) Prófkjör Alþýðuflokks á Vesturlandi PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins á Vesturlandi verður haldið nk. sunnudag, 23. nóvember. Frambjóðendur em: Eiður Guðnason alþingismaður, Guð- mundur Vésteinsson forstöðumaður Sjúkrasamlags Akraness, Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir kennari á Akranesi, Sveinn Gunnar Hálf- dánarson innheimtustjóri Kaupfé- lags Borgfírðinga í Borgamesi. Þátttökurétt í prófkjörinu hafa allir stuðningsmenn Alþýðuflokksins, 18 ára og eldri, sem búsetu hafa í kjör- á sunnudag dæminu. Kosið er bindandi kosn- ingu um tvö efstu sæti framboðs- lista flokksins við næstu Alþingiskosningar. Kjörstaðir em: félagsheimilið Röst á Akranesi kl. 10.00 til 20.00, Svarfhóll í Borgamesi kl. 10.00 til 20.00, Miðbraut 7 í Búðardal kl. 14.00 til 18.00, Freyjulundur í Stykkishólmi kl. 10.00 til 20.00, Kaffístofa Hraðfrystihúss Gmnda- Qarðar kl. 14.00 til 18.00, Félags- heimfli Ólafsvtkur kl. 10.00 til 19.00 og félagsheimilið Röst á Hellissandi kl. 13!00 til 19.00. WHITE NIGHTS Flugvél á leiö (ra London til Tokyo brotlendir á hertlugvelli i Siberiu og martröð eins lar- þegans, Kolya Rodchenko, helst. Á meðan Kolya (MIKHAIL BARYSHNIKOV) er með- vitundarlaus eftir slysið kemst KGB leyni- þjónustan að þvi áð hann er hinn frægi rúss- neski ballettdansari sem flýði til Vesturlanda átta árurn áður. Kolya, sem er vanmáttugur i þessari gildru, stofnar til vináttu við annan vestræn- an flóttamann, ameriskan blökkumann sem er steppdansari (GREGORY HINES) og á að vera „umsjónarmaður" Kolya, Saman leggja þeir drög að djafri flótta- áætlun. Stórkostleg dansafriði og Óskars- verðlaunatónlist Lionel Richie og Phil Coll- ins eru mjög áhrifamikil i þessari vel gerðu mynd sem sækir efni sitt til forsiðna heims- blaðanna. rn~n ISLENSKUR TEXTI MUkDERERS' ROW REMO CHRISTINE MIDNIGHT EXPRESS VIDEOHOLLIN LÁGMÚLA 7 S. 685333 OPIÐ ALLA DAGA 10-23.30 SJAUMST HRESS EKKERT STRESS BLESS HEILDSÖLUDREIEING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.