Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 23
mi .JMiOVó'y . :: Jf Ji'M Hr -iC" MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 23 Hjálparstöð RKI fyrir börn og unglinga: „Reynslan hefur sýnt að þörfin er fyrir nendi“ - segir Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins REKSTUR Rauðakrosshússins við Tjarnargötu 35 er eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem Rauði kross íslands hefur með höndum. Þar er rekin hjálparstöð fyrir börn og unglinga, sem eiga við fíkni- efnavandamál að stríða. Um þessar mundir er ár liðið frá því rekstur hjálparstöðvarinnar hófst og af þvi tilefni ræddi Morgunblaðið við Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Rauða krossins, um starfsemina. Jón var fyrst spurður um tildrög að bæta þjónustuna og 14. desemb- þess að farið var út í þennan rekst- ur; „Á aðalfundi Rauða krossins í fyrra var samþykkt tillaga sem fól í sér að gerð yrði könnun á því með hvaða hætti Rauði krossinn gæti komið til hjálpar þeim unglingum, sem hafa ánetjast fíkniefnum og aðstandendum þeirra. í kjölfar þessarar samþykktar var svo ákveðið að gera tilraun með rekstur hjálparstöðvar fyrir þessa krakka og sú starfsemi hófst í gamla Sól- heimahúsinu við Tjamagötu í desember í fyrra. Það er athyglisvert varðandi þessa þjónustu okkar, að um 30% þeirra sem þangað hafa leitað hafa ekki leitað annað og það segir okk- ur ákveðna sögu. Langflestir þessara krakka koma af fúsum og fijálsum vilja. Þeir koma að eigin frumkvæði og án þess að nokkur sendi þá. Þetta er með öðrum orðum ekki meðferðarhæli eða stofnun sem fólk er sent á, heldur eins og nafnið segir, hjálparstöð fyrir böm og unglinga í erfiðleikum. Við höf- um fimm manns í fullu starfi þama og forstöðumaðurinn, Ólafur Odds- son, hefur langa reynslu af því að umgangast ungiinga sem lent hafa út af sporinu. Hann þekkir þessa krakka og þau þekkja hann þannig að það ríkir ákveðinn trúnaður þama á milli. Við þetta má svo bæta að við emm sífellt að þreifa fyrir okkur og reyna að finna nýjar leiðir til er næstkomandi hefst nýr þáttur í þessari starfsemi sem felst í því að við munum hafa sérstaka símaþjón- ustu þar sem þjálfaðir sjálfboðaliðar verða til taks frá klukkan 14 til 18 á daginn, sem krakkamir geta þá hringt í og leitað ráða og aðstoðar. Með þessu vonumst við til að geta náð til fleiri. Stöðin verður eftir sem áður opin allan sólarhringinn og menn geta auðvitað hringt þangað hvenær sem er. Á þessu tímabili sem liðið er frá því þeir fyrstu komu þama hafa komið alls 80 unglingar, 120 sinn- um, sem þýðir að sumir hafa komið oftar en einu sinni. Sumir hafa komið til að leita ráða og hafa stoppað stutt, aðrir hafa þurft að vera þama í tvo til þijá sólarhringa eða jafnvel lengur. Skipting á milli kynja er svipuð og meðalaldurinn á strákunum er 17 ár, en á stúlkunum 16 ár. Flestir þessara krakka hafa ánetjast fíkniefnum en eru ekki forfallnir, þannig að það er hægt að bjarga þeim og mörgum þeirra hefur verið bjargað. Önnur ástæða fyrir því að krakkar hafa komið þama er óregla á heimilunum, sem hefur valdið því að bömin hafa hrökklast að heiman. Við vitum líka um nokkur tilfelli þar sem ungar stúlkur hafa komið vegna kjmferð- islegrar áreitni. Reynslan hefur því sýnt og sannað, að það full þörf fyrir starfsemi af þessu tagi og þess vegna höfum við ákveðið að reyna að halda áfram, að minnsta í KVÖLD verður óperan Tosca flutt aftur eftir þriggja vikna hlé. Guðmundur Emilsson tekur við hljómsveitarstjórn af Maurizio Barbacini og Robert W. Becker tekur við hlutverki Scarpia af Malcolm Amold. Elín Ósk Óskarsdóttir syngur hlutverk Toscu í annað sinn, en þær kosti út næsta ár. En það er með þetta eins og flest annað, að það þarf fjármagn til að reka svona starfsemi. Þótt kostnaði hafi verið haldið í algjöru lágmarki verður heildarkostnaður á yfir- standandi ári um 4,7 milljónir króna og þar af hefur Rauði krossinn greitt um 3,5 milljónir þannig að það vantar um 1,2 milljónir til að ná endum saman. Þess vegna höf- um við ákveðið að fara út í merkja- sölu næstkomandi föstudag og laugardag, 28. og 29. nóvember, til að reyna að afla þeirra tekna sem á vantar til að bjarga rekstraraf- komunni á þessu ári. í þessu sambandi er þó skylt að geta þess, að við höfum fengið góða aðstoð frá nokkrum félagasamtökum svo sem Lionessum, Hvítabandskonum, Soroptimistum og Kvennadeild Rauða krossins. Við gerum ráð fyrir að heildar- kostnaðurinn á næsta ári verði um 5 milljónir króna og áætlað er að Rauði krossinn leggi fram að minnsta kosti 25% af þeim kostnaði eða um 1,3 milljónir króna. Síðan gerum við okkur vonir um að ríki og sveitarfélög, svo og aðrar líknar- stofnanir og jafnvel einstaklingar Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Rauða kross fslands. komi til hjálpar og brúi þetta bil. Við höfum nú þegar rætt við form- ann Fíkniefnanefndar ríkisstjómar- innar og fengið ágætar undirtektir svo að við bindum vonir við að ríkið veiti okkur stuðning á næsta ári. Það er þeirra hagur líka“, sagði Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Robert W. Becker f hlutverki Scarpia og Elfn Ósk Óskarsdóttir f hlutverki Toscu. Nýr söngvari og hljóm- sveitarstjóri í Tosca Elísabet F. Erlingsdóttir skiptast á að syngja hlutverkið. Kristján Jó- hannsson kom til landsins á mið- vikudag og syngur sem fyrr hlutverk Cavaradossi. Ellefu sýningar em eftir á Toscu og verða þær á tímabilinu 21. nóv- ember til 14. desember. JÓLASKÓR BARNA I KOMNIR FRA JIP Allir úr skinni, innan sem utan, og leggi. Verð frá kr. 1.390,00. Stærðir frá: 21—33. Einnig drengjaskór úr skinni og lakki. Stærðir frá: 21 —33. Póstsendum. Verslanimar verða opnar laugardag frá 9.30—4. Domus Medica, Egilsgötu 3. Sími: 18519. TOPF ---SKÚRTNN VELTUSUNDI2, 21212 EINKASIMSTOÐ 77/ sölu er 4ra ára EMS 150 einkasímstöð Siemens fyrir meðalstórt fyrirtæki. Bæjarlínu- fjöldi er 18 línur og 90 innan- húslínur, 3 skammvalsminni samtals 900 númer. 2 skipti- borð fylgja. Hægt er að fá stöðina gegn kaupleigusamn ingi eða með greiðsluskilmál- um. Allar upplýsingar gefur Sverrir Jónsson f síma 20580. ® Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri ásamt Kristjáni Jóhannssyni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10— 12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að not- færa sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. nóvember verða til viðtals Páll Gísla- son, formaðurframkvæmdanefndar byggingastofnanna í þágu aldraðra og veitustofnanna Reykjavíkur og Guð- rún Zoega í stjórn skólamálaráðs, fræðsluráðs og veitustofnanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.