Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 24

Morgunblaðið - 21.11.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Óánægja með rannsókn morðsins á Olof Palme: Nefnd skipuð til að rann- saka rannsókn málsins Gonzales fær koss Felipe Gonzales, forsætísráðherra Spánar, býr sig undir að smella kúbanska dansmey kossi í þakklætisskyni fyrir sýningu, sem haldin var honum tíl heiðurs í Tropicana-klúbbnum í Hav- ana þegar hann var í opinberri heimsókn á Kúbu á dögunum. Stokkhólmi, frá fréttaritara Morgunbiaðsins, PALMENEFNDIN, sem sænska stjórnin kom á fót á sínum tíma vegna morðsins á Olof Palme, hefur nú ákveðið að hefja rann- sókn á því rannsóknarstarfi, sem fram hefur farið til lausnar mál- inu. Hefur Hans Holmer lög- reglustjóri mótmælt þessu en þó fallizt á að leyfa nefndinni að fylgjast eftirleiðis með rann- Erik Liden. sókninni sjálfri. Þrír af borgaraflokkunum hafa ennfremur krafizt þess á þingi, að kosin verði þingnefnd, sem sam- hliða Palmenefndinni fái að fylgjast með rannsókn malsins. Talið er þó, að stjóm jafnaðarmanna muni hafna þessari hugmynd og njóti þar stuðnings kommúnista. Alþjóðahvalveiðiráðið: Frydenlund vill úti- loka Sea Shepherd Osló, AP. KNUT Frydenlund, utanríkisráð- herra Noregs, sagðist vilja úti- loka Sea Shepherd frá fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins og önn- ur náttúrurvemdarsamtök, sem brúka skemmdarverk málstað sínum til framdráttar. Fryden- lund sagðist eiga von á því að Sea Shepherd yrði svipt rétti til að eiga áheyrnarfulltrúa á næsta fundi ráðsins. Frydenlund lét svo um mælt er hann svaraði spumingum í Stór- þinginu um hvað norska ríkisstjóm- in hyggst gera til að vemda norska hvalveiðimenn gegn skemmdar- verkum af því tagi, sem unnin vom á hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn og hvalstöðinni í Hvalfirði. Frydenlund sagði Norðmenn, ís- lendinga og aðrar þjóðir nú vera að bera saman ráð sín um mótleik gegn Sea Shepherd vegna skemmd- Afganistan: Babrak Karmal dregur sig í hlé Islamabad, AP. í AFGANSKA útvarpinu var til- kynnt í gær að Babrak Karmal, fyrrum leiðtogi Afganistans, hefði sagt af sér öllum störfum innan stjórnarinnar og í kommún- istaflokknum. Sagði að afganska stjórnmálaráðið hefði Iýst yfir velþóknun sinni á þvi að Karmal settist i helgan stein. í frétt afganska útvarpsins sagði að Karmal hefði lagt fram afsagnar- beiðni að eigin frumkvæði. Karmal var forseti Afganistans og átti sæti í stjómmálaráðinu. Ekki var greint frá því hvers vegna Karmal hefði ákveðið að segja af sér. Karmal var leiðtogi landsins þar til Najibullah tók við af honum fyrr á þessu ári. Benti þá ýmislegt til þess að Sovétmenn væm orðnir óþol- inmóðir vegna þess hversu illa gengi að bijóta andspymu skæmliða á bak aftur. Virðist sem nú hafi tekist að fullu að koma Karmal frá völdum. Lindbergh-mál- ið endurvakið? San Francisco, AP. TAKA á upp aftur hið 50 ára gamla dómsmál varðandi ránið og morðið á syni Lindberg- hjónanna, að þvi er nefnd f San Francisco, er hefur það hlut- verk að kanna slík deilumál telur. Nefndin „The San Francisco Court of Historical Review and Appeals", komst að þessari niður- stöðu á miðvikudag, eftir að hafa hlustað á frú Hauptman, ekkju þess manns er tekinn var af lífí, fyrir bamsmorðið fyrir 50 ámm og lögmann hennar Robert Bryan. Bryan heldur því fram, að í ljós hafi komið nýjar upplýsingar er bendi til þess, að Hauptman hafi ekki framið morðið. George Choppelas, dómari, sagði er niðurstaða nefndarinnar var kynnt, að þetta væri ábend- ing, yfírvöld í New Jersey ríki, þar sem morðinginn var dæmdur, væm þeir aðilar er réðu því hvort málið yrði tekið upp aftur eður ei. arverka á eignum Hvals hf. á dögunum. Samtökin hafa lýst ábyrgð á skemmdarverkunum. Frydenlund sagði sömu þjóðir íhuga aðgerðir til að hindra að skemmdar- verk af þessu tagi verði endurtekin. Hans Holmer viðurkennir það nú opinskátt, að of seint hafí verið gengið til verks við að afgirða morð- staðinn við Sveavægen í miðborg Stokkhólms nóttina milli 28. febrú- ar og 1. marz, þrátt fyrir það að lögreglan vissi innan 15 mínútna frá morðinu, að það var forsætis- ráðherra landsins, sem hafði verið myrtur. Holmer hefur hins vegar látið í ljós mikla gremju yfir því, hve mjög margir stjómmálamenn og fjölmiðl- ar hafa gagnrýnt lögreglurann- sóknina í málinu. Heldur hann því fram, að engir lögfræðingar eða stjómmálamenn geti leyst morðgát- una, ef lögreglan geti það ekki. Sú gagnrýni hefur komið fram á þjóðþinginu, að rannsóknin hafi leitt til þess, að sala fíknefna fari nú hindrunarlaust fram á götum og torgum Stokkhólms. Ástæðan sé sú, að fíkniefnalögreglan hafí mátt sjá á eftir mörgum af dug- mestu mönnum sínum til þess að vinna að rannsókn morðmálsins. DerSpiegel: Réttlætanlegt að fóma fólki fyrir „bróður hval“ - er haft eftir Paul Watson „Dýravemdunarsinnar gerast róttækir. í Reykjavikurhöfn var tveim- ur hvalbátum sökkt tíl botns.“ Þannig hefst grein, sem birtist í vestur-þýska timaritinu Der Spiegel í þessari viku. Þar er réttmæti slíkra aðgerða dregið í efa og Paul Watson líkt við hugmyndafræði- lega andstæðinga sína. Fer hér á eftir útdráttur úr greinni. „Paul Watson hefur áður látið til skarar skríða gegn „dýramorð- ingjunum", eins og hann kallar þá. Watson kveðst vera róttækur. Hann hefur aldrei farið í launkofa með að hann skirrist ekki við að beita ofbeldi til að knýja fram vemdun dýra. Morrisey Johnson. Nestor kanadí- skra selveiðimanna, dregur ekki dul á það að Watson og félagar hans séu „morðingjar að upplagi". Vorið 1983 sat Watson fyrir veiðibátum á skipi sínu „Sea Shepherd 11“ und- an Nýfundnalandi. Þegar bátamir birtust setti Watson á fulla ferð og ætlaði að sigla á þá. Þessi árás var hvorum tveggju lífshættuleg. Um borð í skipunum frá Nýfundnalandi var ekki aðeins eldfím olía, heldur einnig skotfæri og dýnamít til að sprengja göt í ísbreiðuna. Kanadískri víkingasveit tókst að fara um borð í „Sea Shepherd II“, þrátt fyrir að skipið væri vafið raf- mögnuðum gaddavír, og handtaka áhöfnina. Skipstjórinn var ekki handtekinn fyrr en degi síðar við landamæri Kanada að Bandaríkjun- um. Hann hafði komið sér frá borði áður en kanadíska lögreglan kom á vettvang. Tæpara stóð þegar Watson sigldi skipi sínu á spánska hvalveiðiskipið „Sierra" undan ströndum Portúgal árið 1979. Honum var fullljóst að um 39 Afríkubúar vom í áhöfn „Sierra“. Engu að síður sökkti Watson skipinu. Tilviljun réði því að ekki hlaust manntjón af. „Si- erra“ sökk nokkrum mínútum eftir að áhöfnin hafði forðað sér í björg- unarbátana. Þessi aðgerð minnir óþyrmilega á aðferðir hugmyndafræðilegra andstæðinga Watsons. 10. júlí í fyrra sökktu útsendarar frönsku leyniþjónustunnar (DGSE) skipi umhverfísvemdarsamtakanna „Greenpeace" í höfninni í Auckland á Nýjasjálandi. Hollenskur ljós- myndari af portúgölskum uppruna, Femando Pereira, lét lífíð þegar skipið sprakk í loft upp. Þama má þó gera skýran grein- armun. Frakkamir vissu ekki betur en enginn væri um borð í skipinu þegar sprengjan sprakk. Watson lýsti aftur á móti yfir því eftir að „Sierra" var sökkt að það væri til vinnandi að fóma mannslífum til að forða „bróður hval“ frá því að deyja fyrir hendi veiðimanna. Og MUnchen AP. BERNARD W. Rogers, æðsti yfirmaður herafla NATO, sagði í gær, að samningar milli austurs og vesturs um að flytja allar meðaldrægar kjamorkueldflaugar burt frá Evrópu myndu verða „hættu- legir öryggi" álfunnar. þessi voru rökin: „Spumingin er sú hvort hugmyndir þínar um góðan málstað séu einhvers virði ... þú gefst ekki upp á r.iiðri leið.“ Paul Watson kveðst hafa bjargað lífí 200 hvala með því að sökkva bátunum í Reykjavíkurhöfn. Það er fallegur draumur því að hvalver- tíðinni er nýlokið. Og viðgerð bátanna verður löngu lokið þegar vertíð hefst að nýju á næsta ári.“ Rogers sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í svonefndri Hans Seidl-stofnun, sem er rannsókn- arstofnun í Miinchen. Kvaðst Rogers telja, að svokölluð „núll- lausn“ yrði til þess að setja Atlantshafsbandalagið í verri að- stöðu en það hefði verið í á síðasta áratug áður en bandalag- ið ákvað að koma meðaldrægum eldflaugum fyrir í Vestur-Evr- ópu. Núll-lausnin vara- söm fyrir V-Evrópu - segir Rogers, yfirmaður herafla NATO Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, ræddu um það á fundi sínum á íslandi í síðasta mánuði að útrýma meðaldrægum eld- flaugum í Austur- og Vestur- Evrópu og fækka fjölda hvors risaveldisins um sig í Asíu og meginlandi Bandaríkjanna af langdrægum kjamorkueldflaug- um niður í 100. Ekkert samkomu- lag náðist þó um þetta á fundinum. Símamynd/AP. Anne Hauptmann, ekkja Bruno Hauptmann, fyrir réttínum í San Francisco. Að baki henni er mynd af eiginmanni hennar. Rogers sagði í Munchen, að brottflutningur meðaldrægra eld- flauga frá Evrópu myndi hafa í för með sér „töluverða áhættu“ fyrir þjóðir Vestur-Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.