Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 37 Bágborið ástand og stöðnun Iþróttakennaraskóla Islands eftir Hörð Rafnsson Ég hef lengi ætlað að skrifa um málefni íþróttakennaraskóla ís- lands (ÍKÍ) en ekki komið því í verk. En þegar ég þurfti á vitnisburði frá skólanum að halda get ég ekki orða bundist. Hafði ég reynt að ná sam- bandi við Áma Guðmundsson, skólastjóra ÍKÍ, í síma en ekki tek- ist. Talaði ég þá við kunningja minn sem er nemandi í ÍKÍ og býr á heimavist skólans. Hann fór til Áma og bað hann að skrifa vottorð fyrir mig þess efnis að ég hefði stundað nám við skólann veturinn 1984—85. Þetta tekur ekki meira en fimm mínútur, umsögn i tveimur línum, nafnið Ámi Guðmundsson og stimpill skólans. Mér lá á þessu vottorði og af því ég vissi að þessi kunningi minn var á leið í helgarfrí fór ég þessa leið. Þetta var þó á fimmtudegi þannig aðÁmi hafði tvo daga til að ganga frá þessu fyrir mig. En Ámi sagðist ætla að at- huga málið en neitaði að gefa mér þetta vottorð. Af hverju? Jú, af því að ég var ekki við úfykrift mína og hafði ekki þakkað Árna persónu- lega fyrir að fá að vera í skólanum hans. Ég varð því að póstleggja mín gögn án vottorðs frá skólanum. Samkvæmt minni vitneskju er það skylda hvers skólastjóra að gefa vottorð sem þetta. Þetta dæmi lýsir best greiðvikni Áma Guð- mundssonar við nemendur, sem hann svo sannarlega er frægur fyr- ir. (Þess skal þó getið að mér barst vottorð frá skólanum viku eftir að ég þurfti á því að halda.) Hvert stefnir ÍKÍ með svona stjómanda? Það er með ólíkindum hversu einangraður skólinn er orð- inn. Ámi Guðmundsson hefur verið skólastjóri ÍKÍ í 30 ár án þess að taka sér frí (utan sumamámskeiða af og til). Skólastjóri ætti ekki að vera lengur en 6—8 ár við sama skólann. Þá þarf nýjan skólastjóra með ferskar hugmyndir. Skólinn er langt á eftir íslenska skólakerfinu. Engin samræming er á milli ÍKÍ og framhaldsskólanna í landinu. Dæmi: 1984—85 voru nemendur sem komu úr framhalds- skólunum að læra það sama i ÍKÍ og þeir höfðu lært í fjölbraut. Þetta var oft sama efnið og sömu bækum- ar sem kenndar vom. Hér má nefna sálfræði, lífeðlisfræði, heilsufræði og skyndihjálp. En ef talað er um stúdenta af íþróttabrautum, en þeir hafa forgang inn í skólann, höfðu eii- lært nær allt sem er kennt við í. Oft gátu þessir nemendur not- að glósur sinar úr Qölbraut við námið í ÍKÍ, því íþróttakennarar sem kenndu þeim í fjölbraut kenndu námsefni sem þeir höfðu lært í ÍKÍ nokkmm ámm áður og það hefur lítið breyst. Það er hart að fólk sem kemur að Laugarvatni og vill læra eitthvað nýtt í sambandi við íþróttir og kennslu skuli rifja upp (að miklu leyti) námsefni fjölbrautaskólanna. Hér er algjörri stöðnun, engri sam- ræmingu í náminu, lélegri stjómun og litlu aðhaldi um að kenna. Af minni reynslu gætu fjölbrautaskól- anir útskrifað íþróttakennara með mjög litlum breytingum á náminu. Nú eyða nemendur af íþróttabraut- um tveimur ámm að Laugarvatni til þess eins að fá réttindi sem íþróttakennarar. En hvað er kennt og hvemig er kennslunni háttað? Námsskrá fyrir ÍKÍ var ekki til 1984—85 og hefur ekki verið til eftir því sem ég kemst næst. Aðeins lauslegt plan er yfir það námsefni sem kennt verður og hvenær það verður kennt. Kennsluáætlanir em í örfáum fögum en í öðmm em þær ekki til. Þá er farið í það námsefni sem kennarinn kemst yfír og hinu sleppt. Þetta þýðir að námsefnið er oft af skomum skammti. Árið 1984 féll t.d. 1 mánuður úr vegna verkfalls, en það kom ekkert við skólann. Lítil sem engin uppbót kom á það nám sem tapaðist. Ef til væm kennsluáætlanir myndi þetta ekki gerast. En versta vandamálið er hversu fáir kennarar em við skólann. Kennslan miðast við þá kennara sem em á staðnum í hvert skipti. Kennaraskipti em ör því fáir kenn- arar tolla við skólann. Margir hætta eftir aðeins 1 árs starf. Þeir fella sig ekki við það fyrirkomulag sem er á staðnum. Er þar um að kenna einræðislegri og afturhaldssamri stjómun skólastjórans. Þeir kennar- ar sem em svo við skólann kenna allt of mikið og sumar greinar sem þeir ráða ekki við sem skyldi. Dæmi em um kennara sem kenna 25 tíma á viku. Það gengur ekki í skóla á háskólastigi. Kennari sem kennir þetta marga tíma á viku nær ekki að undirbúa sig sem skyldi og þýð- ir það lélegri kennsla. Kennarar em misfærir í íþrótta- greinum og ættu aðeins að kenna þær greinar sem þeir hafa kunnáttu og getu í. 1984—85 kenndi einn kennari körfuknattleik, blak, hand- bolta, fímleika, fíjálsar íþróttir (allar greinar), leikfími, auk bók- legra greina við öll þessi fög, hreyfífræði og hafði umsjón með æfíngakennslu í sumum greinum. Gengur þetta upp? Nei, við ÍKÍ ættu að vera toppkennarar í hverri grein, skólinn þarf að vera vinsæll meðal kennara og það ætti að vera stolt hvers þjálfara og leiðbeinanda að fá að kenna við skólann. ÍKÍ á að vera höfuðvígi íslensks íþrótta- lífs með það að markmiði að útskrifa íþróttakennara með bestu fáanlegu menntun sem völ er á í landinu hveiju sinni. En kennara- Hörður Rafnsson „Ég- vildi að ég gæti verið að skrifa eithvað jákvætt um skólann, en gallarnir kæfa allt já- kvætt sem kemur þaðan.“ skortur kemur í veg fyrir það. Mér þætti gaman að vita hve mörgum kennumm Árni Guðmundsson hafði úr að velja við kennslu nú á nýliðnu hausti. Allir sem fjalla um íþróttamál mál vita að við svo búið gengur þetta ekki. Ámi Guðmundsson stjómar skólanum sem sínum einkaskóla. Ef farið er fram á breyt- ingar er svarið: „Það em engin fordæmi fyrir því í þessum skóla“ og málin em svæfð. Tvö dæmi vil ég nefna öðmm fremur sem em skólanum til skammar. Hið fyrra er að við ÍKÍ er 100% mætingaskylda. í öðmm fram- haldsskólum er miðað við 80% mætingaskyldu. Þar vega og meta nemendur sjálfír hvort þeir séu færir um að mæta í skólann eða ekki. í háskólanum ráða menn að mestu leyti hvort þeir mæta eða ekki. Nemendur þurfa stundum á fríi að halda vegna veikinda eða persónulegra ástæðna. Það er all hart að Ámi Guðmundsson eigi að dæma í hvert skipti hvort menn þurfí frí eða ekki. Hitt er það að aðeins í örfáum fögum fengu nemendur að sjá próf- in sín eftir að einkunn hafði verið gefin. Þetta er fáránlegt og þekkist hvergi nema í ÍKÍ. í öllum fram- haldsskólum geta nemendur skoðað prófin sín að lokinni einkunnagjöf, séð hvaða mistök þeir gerðu og ef kennurum hafa orðið á mistök þá Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Draugaleg brúðkaupsferð — Haunted Honeymoon ~kl/s. Handrit og leikstjórn Gene Wild- er. Aðalhlutverk Wilder, Gilda Radner, Dom DeLuise, Jonathan Pryce, Paul L. Smith. Bresk- bandarísk 1986. Ca 80 min. Gene Wilder rembist eins og ijúp- an við staurinn að skapa sér nafn sem auteur í kvikmyndagerð, líkt og lærimeistari hans, Mel Brooks. En leikstjómartilraunir hans hafa ekki borið nema meðalárangur til þessa, Draugaleg brúðkaupsferð engin undantekning. Wilder, Radner og fleira gott fólk leika vinsælar útvarpsstjömur má kæra prófíð (kennarar geta gert mistök eins og aðrir). Ég veit ekki hvaða leynd þetta var með prófín okkar. Én sumir okkar vildu meina að ekki væri sama hvað maðurinn hét, þegar útkomumar birtust. Ekki ætla ég að fella dóm um það, en þetta er skólanum til háborinnar skammar. Eins það að tíminn sem fór í að fara yfír sum próf var furðulangur, upp í sex vik- ur. Það sem hér hefur verið rakið er eitt af mörgu sem miður er í ÍKÍ. Þetta eru þó engin smámál. Skólastjóri ÍKÍ ætti að vera fremst- ur í flokki í umfjöllun um íþrótta- mál, íþróttakennslu og þá stefnu sem taka á í þessum málum. En ég man ekki eftir að hafa séð neitt á prenti um þessi mál frá Ama Guðmundssyni. ÍKÍ rúllar áfram af gömlum vana við gamla stjóm og stefnu. Ef farið er fram á breyting- ar er svarið: „Það eru engin fordæmi fyrir því í þessum skóla." Skóla sem er stjómað með þessari setningu að leiðarljósi verður ekki breytt og á meðan Ámi Guðmunds- son er skólastjóri ÍKÍ verða ekki breytingar þar. Ég vildi að ég gæti verið að skrifa eitthvað jákvætt um skólann, en gallamir kæfa allt ják- vætt sem kemur þaðan. Ef Ami Guðmundsson vill íþróttakennslu í landinu vel ætti hann að segja af sér embætti skólastjóra sem allra fyrst. Ég efast ekki um að stefnan var rétt fyrstu 10 árin sem Ámi var skólastjóri, en nú er komið nóg. Allt aðhald með skólanum virðist hafa gleymast og yfírvöld mennta- mála í landinu vita sennilega ekki hvemig ástandið er í ÍKÍ að Laugar- vatni. Úr þessu þarf að bæta sem allra fyrst svo íþróttakennslan í landinu beri ekki hnekki af. Skora ég á stjómvöld og menntamálaráð- herra að bæta úr málefnum ÍKÍ og sjá til þess að skólinn verði settur í takt við tímann. Höfundur er íþróttakennari á Akranesi. asmmmUiíi—------ Jólakort Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna JÓLAKORT Bamahjálpar Sam- einuðu þjóðanna (UNICEF) eru komin á markaðinn enn einu sinni. Kortin eru prýdd myndum frægra listamanna frá ýmsum löndum. Á hveiju ári er valið milli u.þ.b. 700 mynda til að finna þær sem fara á kortin hveiju sinni. Auk hefðbundinna jóla- korta er líka nokkur fjöldi almennra kveðjukorta, segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna er 40 ára um þessar mundir og er þess minnst með ýmsum hætti víða um heim. Hápunkturinn verður 11. desember nk. fyrir framan aðal- stöðvar SÞ í New York, en þá mun fyrsta alheimsboðhlaupinu með friðareldinn ljúka. Eldurinn var tendraður þar 16. september sl. og hefur nú þegar farið um Evrópu, Afriku, Asíu og er núna á leið um Eyjaálfu til Suður- og Norður- Ámeríku. Eldurinn kom við hér á íslandi og logaði hann í Hljómskálagarðin- um helgina sem þjóðarleiðtogamir þinguðu hér. Það er Kvenstúdentafélg íslands sem sér um sölu kortanna og hefur þeim verið dreift í helstu bókaversl- anir auk þess sem þau fást á skrifstofu félagsins að Hallveigar- stöðum, Öldugötumegin. Þar fást einnig bréfsefni, púsluspil o.þ.h. Döngnnarlítill draugagangur Skipulag í Kvosinni: A móti niðurrifi gömlu húsanna - segir Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi NÝJA skipulagið í Kvosinni sem verið hefur til um- fjöllunar í skipulagsnefnd, var samþykkt á fundi nefndarinnar með atkvæðum meirihluta sjálfstæðis- manna og fulltrúa Framsóknarflokksins, gegn atkvæði fulltrúa Alþýðubandalagsins, Guðrúnar Agústsdóttur. á kreppuárunum og eru að vinna að geysivinsælu hryllingsleikriti þegar myndin hefst. Þau lifa sig inní lokaþáttinn, sem gerist á draugalegu sveitasetri utan við New York. Þar koma til sögunnar ýmsar ófélegar aukapersónur sem allar vilja koma Wilder garminum fyrir kattamef, enda vænn arfur með i spilinu. í heild er Draugaleg brúð- kaupsferð heldur máttlaus gamanmynd og allt þetta samsafn hæfíleikafólks skilar slælegu dags- verki. Og endirinn nánast uppgjöf, svo ódýr sem hann er. Það leynir sér samt ekki að Wilder er langt frá því að vera útbmnninn sem gamanleikari ef hann fær, eða rétt- ara sagt, gefur sér tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Það sannar atriðið í vínkjallaranum þegar hann á í hinu mesta stímabraki við gang- limi bötlersins! Guðrún sagðist vera á móti skipulagstillögunum því í þeim væri meðal annars gert ráð fyrir að rífa mjög mörg gömul hús sem ekki væri of mikið til af. „Við verðum að sýna aðgát og vega og meta áður en við rífum hús nið- ur,“ sagði Guðrún. í tillögunum er gert ráð fyrir að eitt af elstu húsum í Reykjavík verði rifíð en það er Aðalstræti 16, þar sem ló- skurðarstofa innréttinga Skúla Magnússonar var fyrst til húsa. Þá er einnig gert ráð fyrir að hús við Aðalstræti 7, Hótel Vík og gamla Sjálfstæðishúsið við Hótel lslandsplanið verði látið víkja. „Einnig er ég því afar mótfallin að svæðið frá höfninni að Tjöm- inni, meðfram Lækjargötu, sé afmarkað með þungum umferðar- æðum,“ sagði Guðrún. „Mér finnst það röng stefna að leggja aðal áherslu á að allir geti komist á einkabílum sínum í miðborgina í stað þess að reyna að efla þjón- ustu almenningsvagna og fá fólk til að koma með þeim í miðborgina eins og allstaðar er reynt að gera erlendis." Hún benti á að fyrir- hugað væri að reisa bifreiða- geymsluhús, sem vitanlega væri sjálfsagt en byggingakostnaður fyrir 1000 bifreiða hús er 500 milljónir. Guðrún sagðist hafa glaðst yfir þeirri breytingu sem gerð var á skipulagstillögunni þar sem gert er ráð fyrir að húsin á homi Lækj- argötu og Austurstrætis fengju að njóta sín. „En ég vildi fá að skoða betur þá hugmynd um gler- hýsi sem gnæfír upp fyrir gömlu húsin. Ég hef efasemdir um að það sé góð lausn,“ sagði Guðrún . „Það er vísu svolítill sigur fyrir húsfriðunarfólk að húsin fá að standa. Þess vegna sat ég hjá við atkvæðagreiðsluna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.