Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 Minning: Ágúst Þorvaldsson fyrr- verandi alþingismaður Fæddur 1. ágúst 1907 Dáinn 12. nóvember 1986 Dagur var að kveldi kominn, langur og erfiður starfsdagur að baki, en öllum verkum skilað af sér með miklum sóma. Hvað er þá sælla en að þreyttur og sjúkur líkami fái hvíld? Nú, þegar mágur og vinur, Ágúst Þorvaldsson, bóndi á Brúnastöðum hefur kvatt þetta líf, er þakklætið okkur efst í huga. Þann 12. maí 1942 kvæntist hann Ingveldi Ástgeirsdóttur frá Syðri-Hömrum í Ásahreppi. Þeim varð 16 bama auðið sem öll eru á lífí og hafa goldið foreldrunum gott uppeldi með sérstakri tryggð við bernskuheimilið. í hálfan fimmta áratug höfum við því notið samfylgdar hans og aldrei mætt öðru en hlýju og tryggð í gegnum öll þessi ár. Ekki naut hann skólagöngu frek- ar en margur annar af þessari kynslóð þar sem fátæktin var bql- valdur flestra heimila. En fróðleiksfýsnin var óslökkvandi og af eigin rammleik bætti Ágúst sér þetta upp, með lestri góðra bóka og fræðirita, drakk í sig hvað eina sem þroskað gæti hugann og komið að gagni í lífsbaráttunni, enda fróður um flest sem á góma bar. Ekki er það ætlun- in að fara að telja upp öll þau trúnaðarstörf sem honum voru falin fyrir sveit sína og hérað, en þau sýna best hvaða traust samferðar- mennimir báru til hans. Öll sín störf rækti hann af trú- mennsku, hvort heldur var á vettvangi félagsmála eða fyrir þann reit sem hann unni mest, heimilið og §ölskylduna. Eflaust hafa marg- ir þeir sem heimsóttu Ágúst að sjúkrabeðinu ekki rennt grun f hve helsjúkur hann var, hann kvartaði ekki en fagnaði öllum með sínu glaða viðmóti og sló gjaman á létt- ari strengi þó þjáður væri. Lífssaga Ágústs er öll, síðasta blaðinu flett og bókinni er lokið. Það er gott til þess að vita að syst- ir okkar og frænka, böm þeirra hjóna og Qölskyldan öll getur yljað sér við arinn endurminninganna og gangan framundan verður þeim léttari. Aðeins er eftir að kveðja og þakka Ágústi Þorvaldssyni fyrir einlæga vináttu í gegnum árin, hann mun eiga góða heimkomu. Við óskum honum fararheilla til lands eilífðarinnar. Við geymum minningu um góðan dreng. Systkinin frá Syðri- Hömrum og Margrét Illugadóttir. Sumir samferðamenn verða manni hugum kærari en aðrir, mynd þeirra máist hvorki né fölnar þó maðurinn hverfí af sjónarsviði. Persónan vekur traust og trúnað, viðmótið vermir allt umhverfíð, en svo getur gustað um þá, þegar svo ber undir. Ágúst á Brúnastöðum verður minnisstæður hverjum_ þeim er hafði af honum kynni. Ég sá hann fyrst í ræðustóli á Alþingi, þar sem róleg rökhyggja fór saman við ein- læga sannfæringu, það var ærinn þungi í orðum hans, hljómsterkri raust rökstuddi hann mál sitt án allra orðalenginga og niðurstaðan var ljós og skýr, um hana gat eng- inn velkst í vafa. Seinna fékk ég að kynnast þessu ljúflynda þrek- menni, sem eftirtekt vakti hvar sem hann fór, ég fékk að njóta fágætra frásagnarhæfileika hans, sem ekki sízt nutu sín þegar slegið var á létta strengi og síðast en ekki sízt njóta vináttu hans og varma þeirrar hjartahlýju, sem mótaði manninn meira en flest annað. Frá Alþingi, úr bankaráði og frá ferðalögum geymi ég margar góðar minningar, þar Sem allir hinir góðu eðliskostir Agústs fengu til fulln- ustu að njóta sín. Hann var glögg- skyggn stjómmálamaður og málafylgja hans engin hálfvelgja, hann gjörkynnti sér greinilega mál áður en hann tók afstöðu, fastmót- aðri afstöðu gat enginn haggað og þó kunni hann list sveigjanleikans, þegar það átti við. En hann var í eðli sínu bóndinn, ræktunarmaður- inn, sá sem vildi bylta og bæta og í honum átti ungmennafélagshug- sjónin gamla einlægan liðsmann, sem sýndi trú sína í verkum sínum. Lítilmagninn átti þar öflugan mál- svara, því réð réttlætiskennd hans og rík samúð með því veika og smáa. Með Ágúst er horfinn af sviði stórbrotinn persónuleiki, atgervis- maður, sem öllum þótti vænt um. Sem einn í þeirra hópi kveð ég minn kæra vin með söknuði og þökk fyrir svo margar mætar stund- ir. Aðstandendum hans öllum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Heiðbjört og kær er minning um mætan dreng, mikilla mannkosta, mikilla starfa til mannheilla. Blessuð sé sú minning Ágústs á Brúnastöðum. Helgi Seljan í dag er til jnoldar borinn bænda- höfðinginn Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum. Hann fæddist að Simbakoti í Eyrarbakkahreppi 1. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Þorvaldur Bjömsson verkamaður og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir. Ágúst hefur gert grein fyrir bemskuárum sfnum á Eyrarbakka í samtalsbók þeirri, sem hann og Halldór Krist- jánsson gerðu og út kom fyrir jólin 1984. Þar kemur fram að hann var í fóstri hjá vandalausu fólki frá 12 vikna aldri. Á þeim ámm var fátækt almenn á Eyrarbakka og fór bemskuheim- ili Ágústs ekki varhluta af henni. í frásögninni í bókinni segir Ágúst frá því að hann og fósturbróðir hans reyndu að bjarga sér með því að drekka sjálfrunnið lýsi eða borða söl úr ijörunni og afla sér fæðu með fleiri ráðum. Þó matarvistin væri knöpp þroskaðist Ágúst vel bæði andlega og lfkamiega. Ágúst fór að Brúnastöðum til Ketils Am- oddssonar bónda þar, ellefu ára gamall og átti þar heima alla tíð eftir það. Þar var matarvistin góð og hann varð stór og karlmenni að burðum. Hann kallaði Ketil fóstra sinn. Ágúst hafði enga skólamenntun, utan það sem hann nam í bama- skóla á Eyrarbakka einn vetur og í farskóla Hraungerðishrepps í tvo eða þijá vetur. Hinsvegar las hann afar mikið og var Qölmenntaður maður af sjálfsnámi. Hann var sjómaður í Vestmanna- eyjum í tólf vertíðir, frá 1925 til ársins 1936, og segir ítarlega frá þeim tíma í áðumefndri bók. Ungur fékk hann mikinn áhuga á félagsmálum. Félagsmálastarfíð hóf hann eins og fyöldi margra sveitaunglinga á þeim tíma í ung- mennafélagi sveitarinnar. Hann var formaður ungmennafélagsins Bald- urs í Hraungerðishreppi frá 1932 til 1941. Hann var í hreppsnefnd Hraun- gerðishrepps í 30 ár, frá 1936 til 1966, þar af oddviti í 16 ár. Hann var einn af stofnendum Mjólkurbús Flóamanna og kosinn í stjóm Mjólkurbúsins 1961 og átti þar sæti í rúm 20 ár og var í fulltrú- aráði þess í nær 30 ár. Þá var hann einnig kosinn í stjóm Mjólkursam- sölunnar 1966 og formaður hennar 1970 og var það til síðasta vors að hann lét af formennskunni að eigin ósk. Hann var'i fjölda nefnda heiraa í sveit sihni og sýslu um tugi ára. M.a. var hann nokkur ár formaður Veiðifélags Ámessýslu og förmaður Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða mjög lengi. Hann var í fuiltrúaráði Kaupfélags Ámesinga lengi. Verk- efni hans á sviði félagsmála vom afar mörg og verður þessi upptaln- ing látin nægja, enda munu aðrir gera því betri skil. Ágúst var kosinn fyrsti þingmað- ur Amesinga fyrir Framsóknar- flokkinn 1956 og var síðan 2. þingmaður Sunnlendinga frá kjör- dæmabreytingunni 1959 til 1974 að hann lét af þingmennsku að eig- in ósk. Hann átti á þeim tíma sæti í ýmsum nefndum á vegum alþingis og ríkisins. Ágúst var mikill sam- vinnumaður og helgaði samvinnu- málum og ýmsum félagsmálum mikinn tíma af ævi sinni. Hann hafði þá hugsjón að unnt væri að leysa margar þrautir og vinna stór- virki ef margir einstaklingar legðust á árar sameiginlega. Hann vissi vel hversu mikils virði var að áhöfn á skipi væri samhent og legð- ist á árar af fullum þunga þegar róið væri og skildi manna best að slík samhent tök eiga alls staðar og alltaf við, ef fólk vill af einlægnj leysa sameiginleg vandamál. í slíkum samtökum nýtist afl hvers einstaklings miklu betur en ef hver vinnur sér í sínu homi. Hann var óspar á að boða þessa lífsskoðun sína. Ég sá Ágúst í fyrsta sinn á lands- þingi UMFÍ í Haukadal 1940. Þá var Ágúst fulltrúi UMS Skarphéð- ins á þinginu ásamt stórum hópi annars ungs fólks af Suðurlandi. Hann vakti þá strax athygli mína fyrir snjalla ræðumennsku, fagurt mál og festu í málflutningi. Ágúst var góður hagyrðingur og orti nokkuð af góðum kvæðum en flfkaði þeim frekar lítið. Hann var fjöllesinn eins og áður segir og var vel heima í íslendingasögunum og hafði á hraðbergi tilvitnanir í ís- landssöguna, þegar hann flutti mál sitt. Síðustu þrettán árin áttum við Ágúst samstarf í stjóm Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík. Sá tími hefur verið á margan hátt ánægju- legur og samstarfíð einkar gott. En þar hefur þurft að fjalla um mörg vandasöm og torleyst mál, m.a. í sambandi við undirbúning að nýbyggingu fyrirtækisins að Bitruhálsi 1, sem vígð var fyrir tæpum mánuði. Okkur, samstarfs- mönnum Ágústs, féll afar vel fomsta hans. Hann var ætíð íhug- ull og flanaði ekki að neinu. Rósemi og festa einkenndi alla hans fram- komu og ákvarðanir hans vom allar vel gmndaðar. Hann var mjög skapríkur en sjaldan eða aldrei sást hann skipta skapi. Hann hafði óvenjulega hæfíleika til að stjóma geði sfnu og koma fram af festu og virðuleika. Ég átti þess einnig kost að ferðast með Ágústi erlend- is, m.a. um írland og Finnland. Hann rakti sögulega atburði á án- ingastöðum meira en aðrir kunna skil á. Oft gat hann tengt þá at- burði íslandssögu að íslenskri sagnagerð. Ágúst var mikill unnandi gróandi þjoðlífs, hafði mikla trú á landinu og möguleikum þess. í tækifæris- ræðum sem hann oft flutti undir- búningslaust, vék hann oft að gæðum landsins og þeirri sterku trú, sem hann hafði á ræktun lands og lýðs og framtíð sveitanna. Hann hafði mikinn róm og talaði fallegt mál svo unun var að hlýða á ræður hans. Ágúst hóf búskap á Brúnastöð- um árið 1932. Vorið 1942 kvæntist Ágúst Ing- veldi Ástgeirsdóttur frá Syðri- Hömmm í Holtahreppi. Þau Ágúst og Ingveldur bjuggu alla tíð á Brúnastöðum- Þau eignuðust sext, án böm, tólf syni og fjórar dætur. Mörg þeirra em búsett í sveitum Suðurlands en nokkur á Selfossi. Þau em öll mannkosta fólk. Af sjálfu sér leiðir að dagar Brúna- staðahjóna hafa verið annríkir við að koma á legg þessum stóra bama- hópi, en meira kom til. Á Brúnastöðum varð búnaðar- bylting í tíð þeirra hjóna eins og víðar í landinu. Heyskaparhættir uxu frá hestasláttuvél og orfí og hrífu á reitingsengjum í vélavinnu á ræktuðum völlum. Húsakostur og allir aðrir búskaparhættir breyttust í samræmi við það. Þar er nú eitt myndarlegasta sveitabýli Suður- lands og þó víðar væri leitað. Með Ágústi er fallinn einn virðu- legasti og höfðinglegasti talsmaður landbúnaðar og sveitamenningar af þeim er ég hefí kynnst á ævi minni. Ég veit að hans verður víða saknað. Eg, eins og margir aðrir, vil að leiðarlokum færa honum þakkir fyrir ágæta samfylgd. Ég og kona mín vottum Ingveldi og bömunum öllum samúð okkar. Gunnar Guðbjartsson Ágúst Þorvaldsson, fyrrv. al- þingismaður og bóndi á Brúnastöð- um, andaðist 12. þ.m. í sjúkrahúsi í Reykjavík. Ágúst var fæddur á Eyrarbakka 1. ágúst 1907 og var því á áttug- asta aldursári þegar hann lést. Foreldrar hans voru Þorvaldur Bjömsson, verkamaður og sjómað- ur á Eyrarbakka, og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir. Nokkurra vikna gamall var hann tekinn í fóst- ur á Eyrarbakka og var þar 10 fyrstu æviárin. Hann fluttist þaðan að Brúnastöðum í Hraungerðis- hreppi og átti þar heimili upp frá því. Um ellefíi ára skeið, frá 1925—36, var hann við sjóróðra í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum. Hann tók við búi á Brúnastöðum árið 1932. Ágúst Þorvaldsson átti skamma setu á skólabekk, naut bama- fræðslu flóra vetur á æskuámm. Með bóklestri og við aðra lífsreynslu öðlaðist hann fróðleik og þá mennt- un sem entist honum til giftudijú- grar forustu í félagsmálum á ýmsum sviðum. Ágúst var formaður Ungmenna- félagsins Baldurs I sveit sinni 1932—41, í hreppsnefnd Hraun- gerðishrepps 1936—66 og oddviti hennar frá 1950. Hann var í stjóm Mjólkurbús Flóamanna frá 1961, í stjóm Samsölunnar frá 1966, for- maður stjómarinnar frá 1970. Árið 1976 var hann formaður Jarða- nefndar Ámessýslu og formaður Veiðifélags Ámesinga. Hann var í stjóm Framsóknarfélags Ámes- sýslu 1947—67. Við alþingiskosn- ingamar 1956 var hann kjörinn þingmaður Ámesinga og sat á þingi samfellt til 1974, var þingmaður Suðurlandskjördæmis frá haustinu 1959 og sat á 19 þingum alls. Hann var í bankaráði Búnaðarbanka ís- lands 1977—1980 og í stjóm Stofnlánadeildar landbúnaðarins sama tíma. Ágúst Þorvaldsson var fyrst og fremst bóndi. En hann var einnig mikill félagsmálamaður. Hann vann þó lengstum á búi sínu, stýrði ijöl- mennu rausnarheimili og bætti jörð sína bæði að ræktun og húsakosti. Stéttarbræður hans kusu hann til forustustarfa og hann brást ekkki því sem honum var trúað fyrir. í tæpra tveggjá áratuga setu á Alþingi átti hann lengst af sæti í landbúnaðamefnd og fjárveitinga- nefnd. Landbúnaðarmál vom honum að vonum hugstæð og snnti hann mest þeim málaflokki, auk annarra nytjamála kjördæmisins. Sá sem þetta ritar sat með honum í 7 ár í landbúnaðamefnd og 3 ár í bankaráði Búnaðarbankans og stjóm Stofnlánadeildar landbúnað- arins og hafði ég því af honum náin kynni. Ágúst var tillögugóður, réttsýnn, fastur fyrir en þó laginn að fínna leið til þess að koma áhugamálum sínum fram. Hann var vel máli far- inn, þjálfaður af félagsmálastörfum frá unga aldri, þó var hann stefnu- fastur. Hann var mikill að vallarsýn með höfðinglegt yfírbragð og helj- armenni að burðum. Hann Vakti á sér athygli hvert sem hann fór. Það leyndi sér ekki að þar fór höfðingi í sjón og raun þar sem Ágúst Þor- valdsson var. Ágúst á Brúnastöðum var í for- ustusveit sunnlenskra bænda um langan aldur. Þrátt fyrir litla skóla- göngu sýndi hann það með verkum sínum, að hann var traustsins verð- ur, enda hlóðust á hann margvísleg störf sem ekki verða hér öll upp taiin. Afstaða hans til þjóðmála munu vera áhrif frá störfíim ung- mennafélaganna og samvinnufélag- anna á hans uppvaxtarárum, enda komu úr þessum félagsmálahreyf- ingum margir helstu forustumenn þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Ágúst ólst upp í fátækt, hóf bú- skap á kreppuárunum en sigraðist á öllum erfíðleikum þrátt fyrir stór- an barnahóp. Saga Ingveldar og Ágústs á Brúnastöðum er hetjusaga í þess orðs fyllstu merkingu. Heimil- ið á Brúnastöðum ber þess glöggt vitni. Ágúst lætur eftir sig eiginkonu, Ingveldi Ásgeirsdóttur, og sextán mannvænleg böm, 12 syni og 4 dætur. Ágúst á Brúnastöðum er genginn til feðra sinna. Sveitafólk og allt samvinnufólk í landinu sér þar á eftir einum sinna bestu sona. Við Fjóla sendum Ingveldi og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Stefán Valgeirsson Ágúst Þorvaldsson fæddist í Sim- bakoti á Eyrarbakka 1. ágúst 1907. Hann var sprottinn úr jarðvegi al- þýðunnar, alinn upp við kjör lítil- magnans, en hlaut fóstur hjá góðu og dugmiklu fólki, er tileinkaði sér af fremsta mætti þekkingu rótgró- innar festu í lífsskoðun kynslóð- anna, hvað snerti menningu og reynslu í starfí og menntun. Fóstur- foreldrar Ágústs voru hjónin Ketill Amoddsson og Guðlaug Sæfús- dóttir á Brúnastöðum, bæði af þekktu alþýðufólki. Hann er af einni þekktustu félagsmálaætt á Suður- landi, en hún afkomandi séra Tómasar Guðmundssonar í Vill- ingaholti, hins merka frumkvöðuls í landbúnaðarframförum Flóans. Ævi og lífsviðhorf manna mótast mest af upprunanum og viðhorfun- um er til verða á æskuárunum. En þetta verður enn gleggra og fastara í svipbrigðum atvikanna, þegar við- komandi fær litla eða enga aðra menntun. Svo varð það um vin minn, Ágúst Þorvaldsson. En hann gat af greind og þori ráðist til at- lögu við gleipni atvikanna, og festa og þekking alþýðunnar, æfð og lærð frá blautu bamsbeini, mótuð og treyst af rökrænum skilningi á stöðu alþýðumannsins var honum allt, dugði honum vel í sókninni til betra lífs og framfara sveitafólksins til halds og trausts. Foreldrar Ágústs voru hjónin Þorvaldur verkamaður á Eyrar- bakka Bjömsson og Guðný Jó- hannsdóttir af hinni þekktu Bergsætt. Þorvaldur var af þekktu bændafólki í marga ættliði, skáld- mæltu og greindu, lengra fram er hann af Finnungum, einni mestu gáfuætt á íslandi gegnum söguna, er alið hefur heimsþekkta vísinda- menn, jafnt á íslandi og í öðrum löndum. Forfaðir hans, séra Stefán Hallkelsson í Laugardælum er kom- inn af Haukdælum hinum fomu, og er það öruggasta ættrakningin til þeirra sem þekkt er. Ágúst á Brúnastöðum hóf ungur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.