Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 86

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 86
86 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Málverkauppboð í Kaupmannahöfn: Þrjú íslensk mál- verk eru á uppboðinu ÞRJÚ islensk málverk eftir Jó- hannes Kjarval, Jón Stefánsson og Kristínu Jónsdóttur verða boðin upp i dag hjá uppboðs- fyrirtækinu Arne Bruun Ras- mussen i Kaupmannahöfn. Uppboðið á íslensku málverkun- um verður klukkan 13 í dag. Málverkin eru Þingvallamynd eftir Kjarval, sem metin er á 80-90.000 danskar krónur eða um 430.000 til 480.000 íslenskar krónur, Uppstill- ing með eplum og könnu á borði eftir Jón Stefánsson sem metið er á 50-70.000 danskar krónur eða um 270-370.000 íslenskar krónur, og Goðafoss eftir Kristínu Jóns- dóttur sem metið er á 8-12.000 danskar krónur eða um 42-63.000 íslenskar krónur. Málverkið Uppstilling með eplum og könnu á borði eftir Jón Stef- ánsson sem verður boðið upp i Kaupmannahöfn i dag. •y Kiúnda af bestu gerð og sérstakiega faliegurfrágangur. Ekta siikisatín, undurmjúkt og létt. Náttúruefni sem „andar“. Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis. síður og 1 OB AUGtySINQAÞlONUSTAN / SIA Alþýðubandalagið á Suðurlandi leggur fram lista: Margrét Frímanns- dóttir í efsta sæti MARGRÉT Frimannsdóttir oddmlisviti á Stokkseyri mun skipa efsta sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins á Suðurl- andi fyrir næstu alþingiskosning- ar en framboðslisti flokksins var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins um helgina i framhaldi af forvali sem var 4. og 5. des- ember. Margrét tekur sæti Garðars Sigurðssonar sem verið hefur alþingismaður Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi síðan 1971 en gaf ekki kost á sér í þetta skipti. í forvalinu greiddu 199 flokks- bundnir Alþýðubandalagsmenn atkvæði og voru gild atkvæði 193, en 288 voru á kjörskrá. Úrslit urðu þau að Margrét fékk 157 atkvæði í efsta sætið sem var 81% greiddra atkvæða, en alls fékk Margrét 182 atkvæði. Ragnar Óskarsson kennari og forseti bæjarstjómar Vest- mannaeyja fékk 122 atkvæði í 1.-2. sætið, Unnar Þ. Böðvarsson skóla- stjóri í Reykholti í Biskupstungum fékk 56 atkvæði í 1.-3. sæti, Mar- grét Guðmundsdottir bóndi Vatns- garðshólum í Mýrdal fékk 78 atkvæði í 1.-4. sæti, Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður, Sel- fossi, fékk 55 atkvæði í 1.-5. sæti, og Elín Björg Jónsdóttir skrifstofu- maður, Þorlákshöfn, fékk 73 atkvæði í 1.-6. sæti. Úrslit forvalsins voru látin ráða röð sex efstu manna á framboðs- iista flokksins en sæti 7 til 12 skipa: 7. sæti: Þorsteinn Gunnarsson blaðamaður, Vestmannaeyjum; 8. sæti: Hilmar Gunnarsson verka- maður, Kirkjubæjarklaustri; 9. sæti: Hansína Stefánsdóttir skrif- stofumaður, Selfossi; 10. sæti: Dóra Kristín Halldórsdóttir bóndi, Snjall- steinshöfða; 11. sæti: Amór Karls- son bóndi, Biskupstungum; 12. sæti: Þór Vigfússon skólastjóri, Selfossi. Mjög ánægð með úrslitin og listann - segir Margrét Frímannsdóttir „ÉG er mjög ánægð með úrslitin og listann og tel hann vera sterk- an,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir varaþingmaður og oddviti á Stokkseyri en hún varð í efsta sæti í forvali Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi um framboðs- listann fyrir alþingiskosningar- nar í vor. „Ég á von á því að baráttan verði hörð á Suðurlandi," sagði Margrét. Ég trúi því samt að Alþýðubanda- lagið haldi sínu hér þó það sé erfítt að segja fyrir um það.“ - Telur þú að það hafí skaðað Alþýðubandalagið á Suðurlandi að hafa ekki lengur Vestmannaeying í fyrsta sætinu? „Það hefur ef til vill áhrif í Vest- mannaeyjum þvi Garðar Sigurðsson hafði mikið persónufylgi. En kannski styrkist flokkurinn uppi á landi í staðinn," sagði Margrét Frímannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.