Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 86
86 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Málverkauppboð í Kaupmannahöfn: Þrjú íslensk mál- verk eru á uppboðinu ÞRJÚ islensk málverk eftir Jó- hannes Kjarval, Jón Stefánsson og Kristínu Jónsdóttur verða boðin upp i dag hjá uppboðs- fyrirtækinu Arne Bruun Ras- mussen i Kaupmannahöfn. Uppboðið á íslensku málverkun- um verður klukkan 13 í dag. Málverkin eru Þingvallamynd eftir Kjarval, sem metin er á 80-90.000 danskar krónur eða um 430.000 til 480.000 íslenskar krónur, Uppstill- ing með eplum og könnu á borði eftir Jón Stefánsson sem metið er á 50-70.000 danskar krónur eða um 270-370.000 íslenskar krónur, og Goðafoss eftir Kristínu Jóns- dóttur sem metið er á 8-12.000 danskar krónur eða um 42-63.000 íslenskar krónur. Málverkið Uppstilling með eplum og könnu á borði eftir Jón Stef- ánsson sem verður boðið upp i Kaupmannahöfn i dag. •y Kiúnda af bestu gerð og sérstakiega faliegurfrágangur. Ekta siikisatín, undurmjúkt og létt. Náttúruefni sem „andar“. Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis. síður og 1 OB AUGtySINQAÞlONUSTAN / SIA Alþýðubandalagið á Suðurlandi leggur fram lista: Margrét Frímanns- dóttir í efsta sæti MARGRÉT Frimannsdóttir oddmlisviti á Stokkseyri mun skipa efsta sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins á Suðurl- andi fyrir næstu alþingiskosning- ar en framboðslisti flokksins var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins um helgina i framhaldi af forvali sem var 4. og 5. des- ember. Margrét tekur sæti Garðars Sigurðssonar sem verið hefur alþingismaður Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi síðan 1971 en gaf ekki kost á sér í þetta skipti. í forvalinu greiddu 199 flokks- bundnir Alþýðubandalagsmenn atkvæði og voru gild atkvæði 193, en 288 voru á kjörskrá. Úrslit urðu þau að Margrét fékk 157 atkvæði í efsta sætið sem var 81% greiddra atkvæða, en alls fékk Margrét 182 atkvæði. Ragnar Óskarsson kennari og forseti bæjarstjómar Vest- mannaeyja fékk 122 atkvæði í 1.-2. sætið, Unnar Þ. Böðvarsson skóla- stjóri í Reykholti í Biskupstungum fékk 56 atkvæði í 1.-3. sæti, Mar- grét Guðmundsdottir bóndi Vatns- garðshólum í Mýrdal fékk 78 atkvæði í 1.-4. sæti, Anna Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður, Sel- fossi, fékk 55 atkvæði í 1.-5. sæti, og Elín Björg Jónsdóttir skrifstofu- maður, Þorlákshöfn, fékk 73 atkvæði í 1.-6. sæti. Úrslit forvalsins voru látin ráða röð sex efstu manna á framboðs- iista flokksins en sæti 7 til 12 skipa: 7. sæti: Þorsteinn Gunnarsson blaðamaður, Vestmannaeyjum; 8. sæti: Hilmar Gunnarsson verka- maður, Kirkjubæjarklaustri; 9. sæti: Hansína Stefánsdóttir skrif- stofumaður, Selfossi; 10. sæti: Dóra Kristín Halldórsdóttir bóndi, Snjall- steinshöfða; 11. sæti: Amór Karls- son bóndi, Biskupstungum; 12. sæti: Þór Vigfússon skólastjóri, Selfossi. Mjög ánægð með úrslitin og listann - segir Margrét Frímannsdóttir „ÉG er mjög ánægð með úrslitin og listann og tel hann vera sterk- an,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir varaþingmaður og oddviti á Stokkseyri en hún varð í efsta sæti í forvali Alþýðubandalags- ins á Suðurlandi um framboðs- listann fyrir alþingiskosningar- nar í vor. „Ég á von á því að baráttan verði hörð á Suðurlandi," sagði Margrét. Ég trúi því samt að Alþýðubanda- lagið haldi sínu hér þó það sé erfítt að segja fyrir um það.“ - Telur þú að það hafí skaðað Alþýðubandalagið á Suðurlandi að hafa ekki lengur Vestmannaeying í fyrsta sætinu? „Það hefur ef til vill áhrif í Vest- mannaeyjum þvi Garðar Sigurðsson hafði mikið persónufylgi. En kannski styrkist flokkurinn uppi á landi í staðinn," sagði Margrét Frímannsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.