Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Trunt, trunt ogtó- bak í fjöllunum Hugleiðingar vegna jómfrúrræðu varaþingmanns heilbrigðisráðherra eftir dr. Þorstein Blöndal Eins og fram kom í grein í Morg- unblaðinu 2. desember 1986 (Nátt- tröll í samtímanum) mælti Bessí Jóhannsdóttir nýlega fyrir tillögu til þingsályktunar um afnám einok- unar ríkisins á innflutningi og sölu áfengis og tóbaks (164. tillaga til þingsályktunar). Rökstuðningurinn er kostnaður við birgðahald ríkis- ins, en einnig er vísað til að stefna stjórnarinnar sé að draga úr umsvif- um ríkisins. Vorið 1985 flutti þáverandi flár- málaráðherra frumvarp til laga, sem fólk í sér afnám einkasölu ríkis- ins á tóbaki. Frumvarpið varð aldrei að lögum vegna þess að í meðförum þingsins kom í ljós að hugmyndin var vanhugsuð og hefði aldrei átt að koma fram. Tóbak (og reyndar einnig áfengi) er engin venjuleg vara og um það mega ekki gilda venjulegar við- skiptareglur eins og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur bent á. Ég vil nú rekja helstu röksemdimar fyrir þessu. Innflutningur: Tóbakstegund- um mun fjölga, ef innflutningur verður gerður fijáls. Eftirlit með innflutningi verður erfiðari, ef toll- afgreitt verður um allt land, en eftirlit er nauðsynlegt til að unnt sé að fylgja reglugerð um viðvaran- ir á tóbaki. Erfiðara verður að kveða á um hámark skaðlegra efna í tób- aki. Torveldara verður að hamla gegn innflutningi nýrra tóbaksteg- unda eins og lyktblandaðs neftób- aks og grisjutóbaks. Framleiðsla: Ef einkaréttur ríkisins á framleiðslu tóbaksvara verður afnuminn skapast möguleik- ar á auknum tóbaksiðnaði innan- lands og þar með væru atvinnusjón- armið farin að vinna gegn tóbaksvömum. Dr. Þorsteinn Blöndal Verð og sala: Ekkert er minnst a'verðlagningarstefnuna í þessum tillögum, en verðið hefur afgerandi Commodore FER SIGURFOR UM ALLAN HEIM Yfir 6.000.000 eintaka seldar Heimilistölvan sívinsæla fæst nú í nýjum búningi, og jafn fjölhæf sem fyrr GLÆSILEG JÓLAGJÖF Á GÓÐUVERÐI ÁRMÚLA11 SlMI 681500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVlK: Þór hf„ Armúla 11 Bókabúð Braga við Hlemm HAFNARFJÖRÐUR: Kf. Hafnfirðinga HVOLSVÖLLUR: HÖFN: EGILSSTAÐIR: Kf. Rangæinga Kf.A Kf. Hóraösbúa AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: ISAFJÖRÐUR: KEA - Hljómdeild Kf. Skagfiröinga Kf. Húnvetninga Póllinn KEFLAVlK: Stapatell hf. REYÐARFJÖRÐUR: Kf. Héraðsbúa BORGARNES: Kf. Borgfirðinga VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf. SEYÐISFJÖRÐUR Stálbúðin AKRANES: Bókaskemman „Eftir seinna heims- stríðið myndaðist hér því miður mjög sterk reykingahefð og varla er nokkur fjölskylda í landinu, sem ekki hefur fengið að kenna á af- leiðingum þess. Reykingar eru gegn hagsmunum almenn- ings og ríkisins og það ber að vinna áfram gegn þeim á þeirri braut, sem tóbaks- varnalögin marka.“ áhrif á neysluna eins og athuganir landlæknis hafa sýnt. Frjáls sam- keppni í smásölu og heildsölu leiðir til samkeppni og lægra verðs. Lágt verð leiðir til aukinnar sölu, ekki síst til unglinga, og freistar þeirra, sem ekki reykja. A íslandi eru tób- aksauglýsingar ekki leyfðar, og þarf ekki mikla framsýni til að sjá hvemig frjáls innflutningur á hvaða tóbaki sem er yrði til að ákvæðin um auglýsingar yrðu þverbrotin. Tóbaksvarnir: Með samþykkt tóbaksvamalaga vorið 1984 var mótatkvæðalaust mörkuð sú stefna að „draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsutjóni, sem hún veldur og vemda fólk fyrir áhrifum tóbaks- reyks". Lögin vom rós í hnappagat heilbrigðisráðherra og á síðasta ári féll hundraðshluti fullorðinna reykingamanna um 6% hjá körlum en 3% hjá konum. Svo mikið fall hefur aldrei mælst áður og má tvímælalaust rekja til laganna. í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er eftirfarandi tröllasaga: „Einu sinni vom tveir menn á grasafjalli. Eina nótt lágu þeir báðir í tjaldi saman. Svaf annar, en hinn vakti. Sá þá hinn er vakti, að sá sem svaf skreið út. Hann fór á eftir og fylgdi hon- um, en gat naumast hlaupið, svo að ekki drægi sundur með þeim. Maðurinn stefndi upp til jökla. Hinn sá þá hvar skessa mikil sat þar upp á jökulgnípu einni. Hafði hún það atferli, að hún rétti hendumar fram á víxl og dró þær svo upp að bijóst- inu og var hún með þessu að heilla manninn til sín. Maðurinn hljóp beint í fang henni og hljóp hún þá burt með hann. Ári síðar var fólk úr sveit hans á grasafjalli á sama stað; kom hann þá til þess og var fálátur og ábúðarmikill, svo varla fékkst orð af honum. Fólkið spurði hann, á hvem hann tryði og hann sagði þá trú á guð. Á öðm ári kom hann aftur til sama grasafólks. Var hann þá svo tröllslegur að því stóð ótti af honum. Þó var hann spurð- ur, á hvem hann tryði, en hann svarði því engu. í þetta sinn dvaldi hann skemur hjá fólkinu en fyrr. Á þriðja ári kom hann enn til fólksins; var hann á orðinn hið mesta tröll og illilegur mjög. Ein- hver áræddi þó að spyija hann að, á hvem hann tryði, en hann sagðist trúa á „tmnt, tmnt og tröllin í fjöll- unum“ og hvarf síðan. Eftir þetta sást hann aldrei, enda þorðu menn ekki að vera til grasa á þessum stað nokkur ár á eftir.“ Fyrsta lýsing á tóbaksreykingum á íslandi, sem mér er kunnugt um, er í Reisubók Jóns Indíafara og sýnir það að víst létu Islendingar snemma heillast af tóbakströllinu. Eftir seinna heimsstríðið myndaðist hér því miður mjög sterk reykinga- hefð og varla er nokkur fjölskylda í landinu, sem ekki hefur fengið að kenna á afleiðingum þess. Reyking- ar em gegn hagsmunum almenn- ings og ríkisins og það ber að vinna áfram gegn þeim á þeirri braut, sem tóbaksvamalögin marka.Þannig komast íslendingar smám saman úr tröllahöndum, en þingmenn verða þá að varast að styðja 164. tillögu til þingsályktunar. HOfundur er yfirlæknir á lungna- og berklavarnadeiid Heilsuvemd- arstOðvar Reykjavíkur og fulltrúi Hjarta verndar I tóbaksvaraa- nefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.