Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Trunt, trunt ogtó- bak í fjöllunum Hugleiðingar vegna jómfrúrræðu varaþingmanns heilbrigðisráðherra eftir dr. Þorstein Blöndal Eins og fram kom í grein í Morg- unblaðinu 2. desember 1986 (Nátt- tröll í samtímanum) mælti Bessí Jóhannsdóttir nýlega fyrir tillögu til þingsályktunar um afnám einok- unar ríkisins á innflutningi og sölu áfengis og tóbaks (164. tillaga til þingsályktunar). Rökstuðningurinn er kostnaður við birgðahald ríkis- ins, en einnig er vísað til að stefna stjórnarinnar sé að draga úr umsvif- um ríkisins. Vorið 1985 flutti þáverandi flár- málaráðherra frumvarp til laga, sem fólk í sér afnám einkasölu ríkis- ins á tóbaki. Frumvarpið varð aldrei að lögum vegna þess að í meðförum þingsins kom í ljós að hugmyndin var vanhugsuð og hefði aldrei átt að koma fram. Tóbak (og reyndar einnig áfengi) er engin venjuleg vara og um það mega ekki gilda venjulegar við- skiptareglur eins og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur bent á. Ég vil nú rekja helstu röksemdimar fyrir þessu. Innflutningur: Tóbakstegund- um mun fjölga, ef innflutningur verður gerður fijáls. Eftirlit með innflutningi verður erfiðari, ef toll- afgreitt verður um allt land, en eftirlit er nauðsynlegt til að unnt sé að fylgja reglugerð um viðvaran- ir á tóbaki. Erfiðara verður að kveða á um hámark skaðlegra efna í tób- aki. Torveldara verður að hamla gegn innflutningi nýrra tóbaksteg- unda eins og lyktblandaðs neftób- aks og grisjutóbaks. Framleiðsla: Ef einkaréttur ríkisins á framleiðslu tóbaksvara verður afnuminn skapast möguleik- ar á auknum tóbaksiðnaði innan- lands og þar með væru atvinnusjón- armið farin að vinna gegn tóbaksvömum. Dr. Þorsteinn Blöndal Verð og sala: Ekkert er minnst a'verðlagningarstefnuna í þessum tillögum, en verðið hefur afgerandi Commodore FER SIGURFOR UM ALLAN HEIM Yfir 6.000.000 eintaka seldar Heimilistölvan sívinsæla fæst nú í nýjum búningi, og jafn fjölhæf sem fyrr GLÆSILEG JÓLAGJÖF Á GÓÐUVERÐI ÁRMÚLA11 SlMI 681500 ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVlK: Þór hf„ Armúla 11 Bókabúð Braga við Hlemm HAFNARFJÖRÐUR: Kf. Hafnfirðinga HVOLSVÖLLUR: HÖFN: EGILSSTAÐIR: Kf. Rangæinga Kf.A Kf. Hóraösbúa AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR: BLÖNDUÓS: ISAFJÖRÐUR: KEA - Hljómdeild Kf. Skagfiröinga Kf. Húnvetninga Póllinn KEFLAVlK: Stapatell hf. REYÐARFJÖRÐUR: Kf. Héraðsbúa BORGARNES: Kf. Borgfirðinga VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf. SEYÐISFJÖRÐUR Stálbúðin AKRANES: Bókaskemman „Eftir seinna heims- stríðið myndaðist hér því miður mjög sterk reykingahefð og varla er nokkur fjölskylda í landinu, sem ekki hefur fengið að kenna á af- leiðingum þess. Reykingar eru gegn hagsmunum almenn- ings og ríkisins og það ber að vinna áfram gegn þeim á þeirri braut, sem tóbaks- varnalögin marka.“ áhrif á neysluna eins og athuganir landlæknis hafa sýnt. Frjáls sam- keppni í smásölu og heildsölu leiðir til samkeppni og lægra verðs. Lágt verð leiðir til aukinnar sölu, ekki síst til unglinga, og freistar þeirra, sem ekki reykja. A íslandi eru tób- aksauglýsingar ekki leyfðar, og þarf ekki mikla framsýni til að sjá hvemig frjáls innflutningur á hvaða tóbaki sem er yrði til að ákvæðin um auglýsingar yrðu þverbrotin. Tóbaksvarnir: Með samþykkt tóbaksvamalaga vorið 1984 var mótatkvæðalaust mörkuð sú stefna að „draga úr tóbaksneyslu og þar með því heilsutjóni, sem hún veldur og vemda fólk fyrir áhrifum tóbaks- reyks". Lögin vom rós í hnappagat heilbrigðisráðherra og á síðasta ári féll hundraðshluti fullorðinna reykingamanna um 6% hjá körlum en 3% hjá konum. Svo mikið fall hefur aldrei mælst áður og má tvímælalaust rekja til laganna. í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er eftirfarandi tröllasaga: „Einu sinni vom tveir menn á grasafjalli. Eina nótt lágu þeir báðir í tjaldi saman. Svaf annar, en hinn vakti. Sá þá hinn er vakti, að sá sem svaf skreið út. Hann fór á eftir og fylgdi hon- um, en gat naumast hlaupið, svo að ekki drægi sundur með þeim. Maðurinn stefndi upp til jökla. Hinn sá þá hvar skessa mikil sat þar upp á jökulgnípu einni. Hafði hún það atferli, að hún rétti hendumar fram á víxl og dró þær svo upp að bijóst- inu og var hún með þessu að heilla manninn til sín. Maðurinn hljóp beint í fang henni og hljóp hún þá burt með hann. Ári síðar var fólk úr sveit hans á grasafjalli á sama stað; kom hann þá til þess og var fálátur og ábúðarmikill, svo varla fékkst orð af honum. Fólkið spurði hann, á hvem hann tryði og hann sagði þá trú á guð. Á öðm ári kom hann aftur til sama grasafólks. Var hann þá svo tröllslegur að því stóð ótti af honum. Þó var hann spurð- ur, á hvem hann tryði, en hann svarði því engu. í þetta sinn dvaldi hann skemur hjá fólkinu en fyrr. Á þriðja ári kom hann enn til fólksins; var hann á orðinn hið mesta tröll og illilegur mjög. Ein- hver áræddi þó að spyija hann að, á hvem hann tryði, en hann sagðist trúa á „tmnt, tmnt og tröllin í fjöll- unum“ og hvarf síðan. Eftir þetta sást hann aldrei, enda þorðu menn ekki að vera til grasa á þessum stað nokkur ár á eftir.“ Fyrsta lýsing á tóbaksreykingum á íslandi, sem mér er kunnugt um, er í Reisubók Jóns Indíafara og sýnir það að víst létu Islendingar snemma heillast af tóbakströllinu. Eftir seinna heimsstríðið myndaðist hér því miður mjög sterk reykinga- hefð og varla er nokkur fjölskylda í landinu, sem ekki hefur fengið að kenna á afleiðingum þess. Reyking- ar em gegn hagsmunum almenn- ings og ríkisins og það ber að vinna áfram gegn þeim á þeirri braut, sem tóbaksvamalögin marka.Þannig komast íslendingar smám saman úr tröllahöndum, en þingmenn verða þá að varast að styðja 164. tillögu til þingsályktunar. HOfundur er yfirlæknir á lungna- og berklavarnadeiid Heilsuvemd- arstOðvar Reykjavíkur og fulltrúi Hjarta verndar I tóbaksvaraa- nefnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.