Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 80
.STERKT B3RT. FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 VEItt) í LAUSASÖLU 50 KR. Fjárlög hækka um 448 millj- ónir króna ÖNNUR umræða um fjárlög fyrir árið 1987 fer fram í sameinuðu þingi í dag. Meirihluti fjárveitinga- nefndar hefur þegar sent frá sér 104 breytingartillög- ur, sem samtals feia í sér hækkun fjárlaga um 448 milljónir króna. Búist er við að meirihlutinn komi fram með fleiri breytingartillög- ur fyrir þriðju umræðu, sem verður í næstu viku, og er liklegt að þá verði hækkunin orðin um 600 milljónir króna. í breytingartillögum meirihlut- ans er gert ráð fyrir um 24 millj- ón króna hækkun til byggingar grunnskóla og íbúða fyrir skóla- stjóra; um 23 milljón króna hækkun til byggingar dagvistar- heimila; um 57 milljón króna hækkun til byggingar sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og læknisbú- staða og um 58 milljónir króna í 'hafnarmannvirki og lendingar- bætur. Hafrannsóknarstofnun: Morgunblaðið/Þorkell Sjá frásögn á bls. 41. Blysför á Austurvelli Skammdegisvöku Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins í gær lauk með blysför um Austurvöll. Fullkomin tilraunaeldis- stöð byggð í Grindavík Grindavik. Hafrannsóknarstofnunin hefur sótt um leyfi til bæjar- yfirvalda í Grindavík til að byggja 280 fermetra stálgrind- arhús á athafnasvæði Islandslax undir fullkomna tilraunaeldisstöð. Bílstjórar á Þrótti: Vilja fella samningana Á FUNDI bílstjóra Sendibíla- stöðvarinnar Þróttar í Reykjavík í gærkvöldi var einróma sam- þykkt áskorun á stjórn og trúnaðarmannaráð Landssam- bands vörubifreiðastjóra að fella nýgerða kjarasamninga ASÍ og Að sögn Bjöms Bjömssonar fiskifræðings, sem hefur haft yfír- umsjón á tilraunum á lúðueldi, verður þessi stöð byggð í fram- haldi af lúðueldinu sem hófst í vor, en verður eingöngu á vegum Hafrannsóknarstofnunarinnar. „í stöðinni á að vera fullkomin að- staða fyrir stjómun umhverfís- þátta sjávardýra, m.a. hita og seltusagði Biöm. „Tilraunimar verða gerðar með tilliti til fiskeldis í sjó og einnig til að afla upplýs- inga í fískifræði. Fyrst í stað munum við einbeita okkur að lúð- unni, enda teljum við hana vænleg- asta nýja fískinn í fískeldinu. Sami háttur verður með söfnun smálúðu og verið hefur af smábátum. Þá verða gerðar tilraunir með lax í sjó og könnuð áhrif á ýsu þegar hún smverur í e-eemum trollmöskva. Því er haldið fram að hún missi hreistur og drepist en okkur langar til að kanna hvort þetta reynist rétt. Kannaður verður kjörhiti fyr- ir ýmsar físktegundir og hrygg- leysingja með tilliti til vaxtahraða, en auk þess athugum við ýmsar gerðir af fóðri. Áætlaður kostnaður við uppsetningu stöðvarinnar og búnaðar er um 6 milljónir króna og hugmyndin að hægt verði að taka hana í notkun næsta sumar." í eitt kerið. Af 122 lúðum í því keri hefðu aðeins þijár drepist á tveim mánuðum. Þær braggast vel og sárin undan veiðarfærunum gróa vel. Kr. Ben. Skreiðarmálið: Uppskipun á að hefjast í dag Skreiðarsvikamálið í Nígeríu er nú til lykta leyst. Árni Bjarna- son, starfsmaður íslenzku umboðssölunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skipið væri nú laust og líkiega yrði byijað að skipa skreiðinni upp í dag. Verðmæti skreiðarinnar er talið um 280 milljónir króna. Ámi sagði, að búið væri að semja um sölu á þessum 35.000 skreiðar- pökkum, sem málið snérist um og í gær hefði verið unnið að því að fá opnaðar ábyrgðir í nærum (nígeríska gjaldmiðlinum) og búizt hefði verið við því að það yrði búið fyrir daginn í dag. Uppskipun á skreiðinni ætti því að geta hafizt í dag, föstudag. Hann sagði skilaverð verða svipað og áætlað hefði verið er skipið sigldi utan síðla sumars. Kostnaður vegna tafarinnar kæmi ekki á seljendur, heldur kaupendur í Nígeríu og þá, sem valdið hefðu töfínni á sölu skreiðarinnar. Að lokum sagði Björn að lúðu- eldið, sem byijaði síðastliðið vor, gengi vel eftir að þeir settu sand Fjármálaráðherra: Hættir við sexhundruð milljón króna orkuskatt ÞORSTEINN Pálsson fjár- málaráðherra hefur ákveðið að falla frá orkuskattinum sem gert hafði verið ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1987. Akveðinn skatt átti að leggja á allt innflutt elds- neyti, svonefndan orkuskatt, sem skila myndi rikissjóði sex- hundruð milljónum króna á næsta ári. „Ég hef ákveðið að falla frá þessari skattlagningu, vegna þeirra fyrirheita sem gefín voru í tengslum við kjarasamningana á dögunum," sagði fjármálaráð- herra í samtali við blaðamann Mbl. í gær. Þorsteinn sagði að útilokað hefði verið að afla tekna með þessum hætti eftir að loforð var gefíð um að verðlagshækkanir á opinberri þjónustu og óbeinum sköttum færu ekki fram úr al- mennum verðlagsbreytingum á næsta ári. Þessi orkuskattur yrði því ekki lagður á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.