Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
l.tbl. 75. árg.
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Áramótin í Noregi:
Eldsvoðar og
slys á mönnum
Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló.
NORÐMENN eru einstaklega
kærulausir í meðferð flugelda,
að sögn Jan Erik Thoresen, yfir-
manns norsku brunamálastofn-
unarinnar. Aramótafagnaðurinn
reyndist mörgum æði dýrkeypt-
ur og fjölmargir slösuðust.
í Bergen kviknaði í hári konu
einnar þegar drukkinn nágranni
hennar skaut að henni rakettu.
Konunni tókst að slökkva eldinn af
eigin rammleik en hún brenndist
illa. í Drammen skammt frá Osló
gerðu drukknir unglingar flugelda-
árás á lögreglumann. Ungmennin
skutu flugeldunum að manninum
úr tveggja til þriggja metra íjar-
lægð og brenndist hann illa á hálsi.
í Kristiansand kviknaði í íbúð þegar
íbúamir hugðust komast hjá því að
fara út í kuldann og afréðu að
skjóta flugeldunum upp um skor-
steininn. Flugeldarnir fuðmðu upp
í aminum og íbúðin gjöreyðilagðist.
Sex íjölskyldur misstu heimili sín í
Bæmm skammt frá Osló þegar rak-
ettu var skotið inn um glugga á
fjölbýlishúsi með þeim afleiðingum
að það brann til kaldra kola.
Jan Erik Thoresen segir nauð-
synlegt að herða viðurlög við
gáleysislegri meðferð flugelda. Þær
raddir hafa heyrst að banna beri
sölu þeirra í Noregi en yfirmenn
brunamála telja það óraunhæft því
þá myndi almenningur taka að
framleiða eigin flugelda með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.
Chad:
Stjórnin ræðst gegn
líbýskum hersveitum
Líbýumenn neita aðild að átökunum
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Flugeldar yfir Reykjavík
Mikið var um dýrðir um áramótin og minnast skeið. Ekki sakaði að veður var gott og skyggni
Reykvíkingar þess ekki að hafa séð aðra eins ágætt. Allt fór vel fram um áramótin og var
flugeldasýningu yfir höfuðborginni um langt fátt um slys.
Kína:
Námsmenn halda
áfram mótmælum
Ndjamena, London, Reuter.
STJÓRN Chad lýsti yfir því í
gærkvöldi að hersveitum hennar
hefði tekist að ná á sitt vald
bænum Fada, sem er við vin í
eyðimörkinni i norðausturhluta
landsins.
Moumine Hamidi, upplýsingaráð-
herra Chad, sagði að bærinn væri
nú algerlega á valdi stjómarhers-
ins, en bætti því við að líbýskar
hersveitir hefðu setið þar ásamt
uppreisnarmönnum þijú undanfarin
ár.
Að sögn Hamidi hrekja nú stjóm-
arhermenn hersveitir Líbýumanna
brott. Útvarpið í Chad greindi fyrr
um daginn frá miklum bardögum í
útjaðri bæjarins. í tilkynningu frá
hernum sagði að hermenn stjórnar-
innar væm staðráðnir í að bijóta
FYLKISSTJÓRI Puerto Rico
sagði í gær að ýmislegt benti til
þess að kveikt hefði verið í hót-
eli, sem brann í borginni San
Juan á gamlárskvöld. Björgunar-
menn voru enn að störfum í
rústum hótelsins og að sögn yfir-
valda á eynni hafa jarðneskar
leifar 95 manna fundist þar.
Kennsl hafa verið borin á 27
fórnarlömb eldsvoðans. Að sögn
yfirvalda getur verið að hundrað
menn hafí orðið eldi að bráð í hótel-
miskunnarlaust á bak aftur hemað-
arbrölt Moammars Gadhafy leið-
toga Líbýu.
Átökin við Fada sigla í kjölfar
ormstu um borgina Zouar, nyrst í
Chad. Stjómin sagði á fimmtudag
að herinn hefði fellt tugi Líbýu-
manna í átökum þar á miðvikudag.
Bardagar þessir þykja bera því
vitni að Hissene Habre forseti hafi
nú hafið tangarsókn til að ná aftur
norðurhluta Chad á sitt vald. Líbýu-
menn sölsuðu norðurhlutann undir
sig fyrir þremur ámm.
Líbýumenn lýstu yfir því í gær
að þeir ættu enga aðild að bardög-
unum um Fada. JANA, hin opinbera
fréttastofa Líbýu, sagði að Líbýu-
menn væm „ekki sekir um íhlutun
í þessum landshluta“.
inu Dupont Plaza.
Miguel Domench, yfirmaður
ferðamála á Puerto Rico, sagði í
gær að öryggi hefði verið hert i
öðmm hótelum í borginni San Juan
vegna ásakana opinberra aðilja um
að kveikt hefði verið í Dupont Plaza
í kjölfar deilna starfsmanna við
stjórn hótelsins.
Rafael Hernandez Colon, fylkis-
stjóri á Puerto Rico, sagði í viðtali
við bandarísku sjónvarpsstöðina
NBC að starfsmannadeilur í hótel-
Peking, AP.
UM TVÖ hundruð stúdentar
söfnuðust saman í gær við Pek-
ing-háskóla og veifuðu kröfu-
spjöldum, sem stjórnvöld hafa
inu hefðu verið mjög ákafar:
„Margt benti til þess að draga
myndi til tíðinda í hótelinu, að þar
yrðu sprengingar og eldar. Fólki
var ráðlagt að halda sig fjarri áður
en eldurinn kom upp.“
Embættismenn stéttarfélags hót-
elstarfsmanna vísuðu á bug að
samband væri milli eldsvoðans og
launadeilna. Jafnframt hétu þeir
15.000 dollara launum fyrir
vísbendingar um upptök eldsins.
109 menn, sem björguðust úr
eldinum, vom fluttir í sjúkrahús.
79 hafa fengið að fara en tveir em
taldir í lífshættu.
Sjá fréttir á síðu 28.
bannað. Þar voru endurbóta-
sinnar í stjórninni hvattir til að
lýsa yfir skoðun sinni á mótmæl-
um stúdenta. Stúdentar fóru í
mikla göngu um Peking að kvöldi
nýársdags í trássi við bann, sem
tók gildi um áramót.
„Þögn endurbótasinnanna hefur
valdið miklum vonbrigðum,“ sagði
á einu mótmælaspjaldinu. „Að
minnsta kosti ætti að láta bændur
og verkamenn vita að aðgerðir stúd-
enta nú beinast hvorki gegn flokkn-
um né gegn sósíalisma," stóð á
öðm spjaldi.
Skömmu eftir miðnætti í gær
hundsuðu þúsund stúdentar bann
yfirvalda við fundahöldum og fylktu
liði við minnisvarða um hetjur al-
þýðunnar á Tiananmen-torgi í
miðborg Peking. Stúdentarnir
höfðu þá gengið í fimm klukku-
stundir eftir snævi þöktum götum
höfuðborgarinnar. Gripu stúdentar
til þessara aðgerða til að mótmæla
handtökum stúdenta á fimmtudag.
Ganga stúdentanna hófst seint á
fímmtudag og fóm þeir þá fimm
þúsund saman. Þeir kröfðust þess
að 24 stúdentum yrðu leystir úr
haldi. Yfirvöld samþykktu en ekki
er ljóst hvort öllum var sleppt. Ell-
efu þeirra, sem settir höfðu verið í
gæsluvarðhald, var tekið sem hetj-
um þegar þeir snem aftur á
háskólagarðinn við Peking-háskóla
eftir miðnætti. Tvö til þijú þúsund
manns hylltu þá og bám á öxlum
sér. Gangan hélt engu að síður
áfram og lauk á áðurnefndu torgi,
þar sem stúdentar héldu fyrir í
klukkustund.
Miðbaugs-Guinea:
Átján fórust
í flugslysi
Madrid, Reuter.
SPÖNSK herflugvél, sem var
á leið til Spánar frá Mið-
baugs-Guineu, hrapaði í hafið
undan vesturströnd Afríku í
gær. Átján manns voru um
borð og fórust allir.
Vélin hrapaði skömmu eftir
flugtak í Bata, stærstu borg
þessarar fyrmm nýlendu Spán-
veija. Ellefu spánskir farþegar
og fjórir Guineumenn voru um
borð ásamt þremur mönnum úr
flughernum.
Spánveijarnir höfðu verið við
trúboðsstörf á eynni.
Puerto Rico:
Talið að hundrað manns
hafi farist í hótelbruna
Grunur leikur á íkveikju
San Juan, Puerto Rico, AP, Reuter.