Morgunblaðið - 03.01.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.01.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Margrét Atladóttir með dótturina sem hún fæddi ki. 04.36 á nýárs- dag. Fyrsta barn ársins Fyrsta barnið á nýju ári í eiga eitt barn fyrir, soninn Atla, Reykjavík er stúlkubam, dóttir sem er 20 mánaða. Litla stúlkan hjónanna Margrétar Atladóttur vó 3436 grömm og var 50 cm á og Bjama Ásgeirs Jónssonar. Þau lengd. Stóreignaskattur á fyrirtæki sameiginlegt stef numál stj órnarandstöðuflokkanna: Hugsanlegur grunnur slj órnarviðr æðna - segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins STÓREIGNASKATTUR á félög og fyrirtæki er sameiginiegt stef numál stjórnarandstöðu- flokkanna en í svörum við áramótaspurningum Morgun- blaðsins sögðu formenn þessara flokka að stóreignaskattur væri ijálfsögð tekjuöflunarleið fyrir ríkissjóð. Svavar Gestsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta gæti hugsanlega verið grundvöllur að væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum eft- ir næstu alþingiskosningar. „Nú við fjárlagaumræðuna flutti Alþýðuflokkurinn tillögu um eigna- skattsviðauka upp á 400 miljónir. Þar vöktum við athygli á að skatt- lagning fyrirtækja á Islandi er mjög lág, og einnig vöktum við athygli á því gífurlega góðæri sem nú ríkir og við teljum óumdeilt að fyrirtæk- in njóti á þessu ári. Því eru rök fyrir því að nú þegar ríkissjóður er rekinn með bullandi halla verði allt gert sem hægt er til að draga úr þeim hallarekstri og fyrirtæki axli stærri hlut af skattbyrðinni. En þarna var eingöngu um að ræða hækkun eignaskatts á félög og við ætlum þessari skattheimtu ekki fastan sess í skattkerfmu heldur á hún að vera í eitt ái og styðst við tímabundin rök,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins þegar Morgunblaðið innti hann nánar eftir hugmyndum flokksins um stóreignaskatt. Jón var spurður hvort Alþýðu- flokkurinn hefði horflð frá því að leggja stóreignaskatt á einstakl- inga. „Við höfum ekki lagt fram tillögu aftur um stóreignaskatt á einstaklinga og ástæðan er sú að við teljum allt tekjuöflunarkerfí ríkisins vera komið í rúst. Það þýð- ir að við þurfum að endurskoða skattakerfið í heild, bæði tekju- skatta og neysluskatta og afstaða til stóreignaskatta á einstaklinga bíður raunverulega eftir heildarend- urskoðun á skattakerfínu". „Þegar við erum að tala um stór- eignaskatt erum við ekki að tala um eignir venjulegs fólks heldur miklu stærri umsvif sem þýðir að þetta eru aðallega fyrirtæki sem við höfum í huga," sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins. „Við höfum lagt aðal- áherslu á að breyta reglum um álagningu tekjuskatts svo skattar yrðu lagðir á fyrirtækin í mjög auknum mæli. Nú er lagður skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði og höfum við verið méð tillögur um að tvöfalda hann. Einnig gerum við ráð fyrir að fjármagnstekjur, vext- ir, afföll og þvíumlíkt verði skatt- lagt og bankar og verðbréfasölur verði framtalsskyldar," sagði Svav- ar. Svavar sagði að Alþýðuflokkur- inn hefði meir og meir verið að taka undir hugmyndir Alþýðu- bandalagsins í þessu máli og þegar hann var spurður hvort þama væri hugsanlegur grundvöllur fyrir stjómarmyndunarviðræður að lokn- um kosningum svaraði hann því játandi. „Við höfum stutt þær hugmyndir sem hafa verið inni á þingi um aukinn skatt á stóreignir og komið með tillögur um slíkt þegar hefur verið spuming um það að hreyfa fé til samneyslunnar," sagði Guðrún Agnarsdóttir formaður þingflokks Kvennalistans þegar Morgunblaðið spurði hana í hveiju hugmyndir flokksins um stóreignaskatt væm fólgnar. „Slíkt þarf þó að vera í samhengi við uppstokkun á skatta- kerfínu og það þarf að vera virkt eftirlit með því að þetta fé heimtist en glatist ekki,“ sagði Guðrún Agn- arsdóttir. Forsætisráðherra um hækkun Landsvirkjunar: Þessi ákvörðun veldur vonbrigðum Fyrirtækið kom mikið til móts við tilmæli ríkissljórnar- innar, segir Jóhannes Nordal STJÓRN Landsvirkjunar hefur ákveðið að fara ekki að tilmælum ríkisstjórnarinnar um að hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins verði ekki meiri en 4%. Gjaldskrá stofnunarinnar hækkar um 7,5% frá áramótum, en að mati stjórn- arinnar mun það aðeins valda 4,5% hækkun á smásöluverði raf- magns. Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sagði að þessi ákvörðun ylli sér miklum vonbrigðum. „Ég er hræddur um að þessi hækkun valdi því að hækkanir á opinberri þjónustu fari yfir þau mörk sem við sett- um með bréfi til samningsaðila í kjarasamningunum í desem- ber,“ sagði Steingrímur. „Þetta gæti valdið því að launahækkanir verði meiri 1. marz en gert var ráð fyrir i kjarasamningunum. Þessi ákvörðun er mér undrunar- efni því í stjóm Landsvirkjunar silja nokkrir af aðalráðgjöfum ríkissljórnarinnar á ýmsum svið- um.“ Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, vísaði ummælum forsætisráðherra á bug og sagði að hann teldi fyrirtækið hafa komið eins mikið til móts við tilmæli ríkisstjómarinnar og hægt væri. „Staðreyndin er sú að raun- verð raforku frá Landsvirkjun hefur farið spækkandi á undanfömum árum. Á árinu 1986 lækkaði raun- verðið þannig um 10% sem hafði í för með sér 200 milljóna króna greiðsluhalla fyrir fyrirtækið á því ári. Hækkunin nú er mun minni en sú sem við fómm fram á í upphafí sem veldur því að greiðsluhalli verð- ur umtalsverður á næsta ári, auk þess sem það kemur niður á skulda- stöðu okkar." Jóhannes sagði að hækkunin á gjaldskrá fyrirtækisins héldist í hendur við verðbólguspá samninganna, sem er 7,5% á þessu ári. „Að sjálfsögðu tel ég mjög æski- legt að fyrirtæki greiði niður skuldir sínar, og minnki þannig fjármagns- kostnaðinn. Ég tel hinsvegar að Landsvirkjun hafi mun meira svig- rúm en stjóm hennar vill vera láta og það hefði verið æskilegt að fyrir- tækið hefði tekið meiri tíma í að greiða niður sín lán,“ sagði Steingrímur. „Landsvirkjun virðist aðeins skoða dæmið út frá fyrirtæk- inu sjálfu. Á endanum hefur þessi hækkun áhrif á afkomu allra heim- ila í landinu og undirstöðuatvinnu- vegir þjóðarinnar þurfa að borga brúsann með hærri launum." Jóhannes sagði að Landsvirkjun hefði ekki getað lengt lán sín án þess að taka erlend lán umfram það sem leyft var í lánsfjárlögum. Hann taldi að hækkun á smásöluverði raforku af völdum gjaldskrárhækk- unar fyrirtækisins yrði í fullu samræmi við yfírlýst markmið stjómvalda. Sjá greinargerð Landsvirkj- unar á bls. 35 Skólastjóra- skipti í Lækjarskóla BJÖRN Ólafsson hefur verið settur skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði frá og með 1. jan- úar síðastliðnum, en þá óskaði Þorgeir Ibsen fráfarandi skóla- stjóri eftir lausn frá störfum. Björn hefur verið kennari við Lækjarskóla frá árinu 1959, þar af yfirkennari frá 1968. Björn Ólafsson fæddist 30. nóv- ember 1936 að Ámesi í Trékyllisvík. Hann lauk stúdentsprófí frá M.A. 1958 og kennaraprófí 1959. Það ár hóf hann störf við Lækjarskóla í Hafnarfírði og hefur kennt þar síðan. Bjöm er kvæntur Sigrúnu Pét- ursdóttur ljósmóður og og eiga þau þijú böm. Ekki hefur enn verið skipað í stöðu yfírkennara Lækjarskóla. Bensínhækkun VERÐ á bensínlítra hækkaði um eina krónu um áramótin. Orsök þess er að ríkisstjórnin notfærði sér lagaheimild til hækkunar bensíngjalds. í prósentum talið nemur hækkunin 4%. Bensínlítrinn kostar nú 26 krón- ur. Bensíngjaldið, sem rennur til vegagerðar, nemur nú rúmlega tiu krónum af verði hans. Rafmagnsveita Reykjavíkur og RARIK: Smásöluverð raf orku hækkar um 5,5% RAFMAGNSVEITUR ríkisins hafa ákveðið að hækka smásölu- verð á raforku um 7% en heild- söluverðið um 7,5% frá og með áramótum. Sveinbjörn Óskars- son, forstöðumaður fjármála- sviðs, sagði að þessar ráðstafanir væru nauðsynlegar til að standa undir hækkun á gjaldskrá Lands- virkjunar, og kostnaði vegna launa, efnis og tækja. Rafmagns- veita Reykjavíkur hækkar hinsvegar gjaldskrá sína aðeins um 5,5%. Að sögn Eiríks Briem, fjármálastjóra, er það gert til að vega upp á móti hækkun á raf- orkuverði Landsvirkjunar auk þess kostnaðar sem hlýst af því að rafmagnsveitumar fá greitt fyrir orkuna sex vikum eftir að hún var keypt í heildsölu. Eiríkur sagði að afkoma Raf- magnsveitu Reykjavíkur væri betri en nokkru sinni um þessi áramót. og 7,5% Því héldi „raunverð" raforkunnar áfram að lækka, þar sem gjaldskrá- in hækkaði minna en spá um almennt verðlag á þessu ári eins og á því síðasta. Hann sagði að upphaflega hefði verið ráðgert að hækkunin yrði 8,2% til þess að standa undir fjárfestingu á árinu 1988. Frá því hefði verið fallið og myndi 5,5% hækkun fyllilega standa undir kostnaði á þessu ári. Sveinbjöm sagði að þrátt fyrir gjaldskrárhækkunina teldu Raf- magnsveitur ríkisins sig ekki geta staðið við þær fjárfestingar af rekstrarfé sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. „Við munum reyna að standa við þær fjárfestingar engu að síður. Sennilega verður að taka lán til þess að standa straum af þeim kostnaði, en hvort þau verða tekin erlendis eða innanlands er enn óljóst," sagði Sveinbjöm. Strætómiðar hækka um 12-14% FARGJALD fullorðinna með Strætisvögnum Reykjavíkur hækkar um 12% á morgun, úr 25 krónum í 28 krónur. A sama tíma hækkar fargjald barna úr 7 krónum í 8 krónur, eða um 14%. Eftir hækkunina verða fullorðn- um seld farmiðaspjöld með 7 miðum á 200 krónur. Spjöld með 26 miðum sem kostuðu 500 krónur kosta framvegis 530 krónur. Fyrir sama miðafjölda greiða aldraðir og ör- yrkjar 265 krónur. Farmiðaspjöld með 28 miðum fyrir böm kosta 150 krónur. 1NNLEN-T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.