Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 BARNIÐ OG ÞJÓÐIN Nýársprédikunherra Péturs Sigurgeirs- sonar, biskups íslands, í Dómkirkjunni Texti: Lúkas 2:21 „Þegar átta dagar voru liðnir skyldi umskera hann og var hann látinn heita Jesús eins og engillinn nefndi hann áður en hann var getinn í móð- urlífi.“ Við höfum lifað áramót. Á mið- nætti í nótt kvöddum við gamla árið. Við heyrðum og sáum gömlu klukkuna hér í tuminum slá á mið- nætti og færa okkur með slögum sínum milli áranna í næturkyrrðinni með uppljómaðan himininn af alla vega litum flugeldaljósum. — Tíminn heldur áfram. Nú heilsum við nýju ári á fyrsta degi þess, ný- ársdegi. Á hveijum áramótum upplifum við hrifnæm, viðkvæm augnablik. Við kennum saknaðar og eftirvæntingar í sömu andrá og skilin verða milli áranna. Árin okk- ar koma og kveðja með sínum ógnarhraða — fara Guði á vald. Nýtt ár opnast nú fyrir augum okkar og við höfum aðeins stigið fæti yfir þröskuld þess. Eins og fyrr er framtíð sjónum hulin. Við vitum ekki hvað næsti dagur kann að bera í skauti sínu, jafnvel ekki heldur, hvað bíður okkar við næsta fótmál. Þess urðum við átakanlega vör, áður en jólahelgin gekk í garð og stóð sem hæst. Þá urðu sjómennim- ir á skipunum, sem fómst, fiski- bátnum og flutningaskipunum tveimur, allt í einu kallaðir til sinnar hetjulegu baráttu upp á líf og dauða. Við heimkomuna vom þeir sem björguðust umfaðmaðir ástvin- um sínum. Með innri augum trúar- innar horfum við til hinna, sem ekki áttu afturkvæmt, til þess að sjá þá í ljósi eilífðarvona og upprisu- trúar. Þar em þeir, sem vom burt kallaðir, í örmum Guðs, gengnir til þeirrar jólagleði, sem eigi endar. Við ráðum ekki þær rúnir né gemm okkur grein fyrir þeim skapadómi, hve oft skilur á milli feigs og ófeigs. Þegar sorgir lífsins virðast ætla að sigrast á okkur veik- um mönnunum er trúin send frá Guði, harmþmngin hjörtu fá hugg- unarboðskap, að hér þótt lífið endi upp það rís í Drottins dýrðarhendi. Þetta getur trúin ein sagt við okkur: „Heilög skal heimvon mín hærra minn Guð til þín.“ I ljósi upprisutrúar sendum við hveiju sorgbitnu hjarta á íslenskum heimilum og aðstandendum hinna bresku sjómanna samúðarfyllstu kveðjur héðan úr Dómkirkjunni. Við þessi áramót em orðin ennþá tímabær, sem Hannes Hafstein kvað í upphafi aldarinnar: Islenskir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær séð, hvað feginn sem hann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi. Hlífí þér, ættjörð, Guð í sinni mildi. í hendi Guðs og mildi komu og fóm árin eins og áður. Við sungum, að miskunnsemd Guðs mætti ei gleyma. Hvar og hvemig birtist sú mildi? Það fylgdi áramótasöngnum: „Birtist þó skærast sem Frelsarans mynd." Nýársdagur hét áður átti-dagur jóla og þar skín þessi Frelsarans mynd. Þegar sveinböm Gyðinga urðu átta daga gömul vom þau umskorin að ævafomum sið og frá þeim sið mátti eigi víkja þótt á sabbadsdegi væri, þó að öll önnur verk yrðu þvf að bíða til næsta dags. Umskumarsárið var merki bamsins um að vera tekið í söfnuð Guðs, til að halda sáttmálann allt frá dögum Abrahams. Þessum þjóð- arsið fylgdi nafngjöfín, líkt og skíminni í okkar kristna landi. Jesúnafnið var algengt á Gyðing- alandi. Nafnið er ákveðinnar merkingar, eins og flest nöfn, sem við bemm. Það þýðir: Jahve (sem Gyðingar kalla Guð) — er hjálp- ræði. Nær skilningi okkar er að segja: Drottinn er frelsari. Við sjáum enn í dag, hvemig saman fer merking nafnsins og maðurinn sjálfur. Þetta var hann. Frelsari er hann. Lúkas er sá af höfundum Nýja- testamentisins er gefur bemsku- Pétur Sigurgeirsson biskup myndir af Jesú. Þar er að lokum æskumynd af honum, þegar hann er að alast upp í Nasaret, eins og skrifað stendur: „Og Jesús þroskað- ist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum." (Lúk. 2:52.) Skímin, sagði eg — er á líkan hátt og umskum Gyðinga, merkið — gjöfin um inngönguna í samfélag kristinna, sem ungmennin síðan staðfesta á sínum tíma með ferm- ingunni. Það hafa mörg böm verið skírð að venju á þessum hátíðis- dögum. Um jólin var eg viðstaddur skím við messu í einni af kirkjum borgar- innar. Presturinn hóf athöfnina með fyrirbæn og sagði m.a. þannig í þeirri bæn um blessun Guðs: „Þú hefur nú lagt þetta bam í faðm þjóðarinnar!" Fljótt á litið gæti einhveijum fundist þessu öfugt farið. Er bamið ekki við skímina lagt í faðm Guðs? Vissulega. En líka í faðm þjóðar, sem að örfáum prósentum undan- skildum er kristin kirkja. Við misskiljum alla jafna orðið kirkja. Það er hvorki vegleg bygging, sér- stakt embætti, heldur hinn skírði einstaklingur, ungur eða fullorðinn leikmaðurinn: Lýður Guðs. Lítum aftur á æskumyndina af Jesú. Stóð þar ekki að hann hefði þroskast að visku og vexti og náð bæði hjá Guði og mönnum? Það er brýnt fyrir foreldrum að ala bam sitt upp í kristinni trú og siðgæði. Þetta hlutverk heimilanna er óhugsandi að rækja sem skyldi án samstöðu þjóðarinnar, því að gáttir eru nú opnar fyrir þeim upp- eldisáhrifum er þaðan koma. Þjóðlífið hefur því miður þróast í aðra átt en vera skyldi. Það er vegna þess, að við misskiljum frels- ið. Það er ekki takmark í sjálfu sér heldur tæki til að koma á fót því góða, að geta valið og hafnað í samhljóðan við þau boð og bönn, sem em sannprófuð að gefa lífinu gildi, mannkyni velfamað sinn. Að gefnu tilefni skal hér bent á 6. boðorðið: Þú skalt ekki drýgja hór — sem vinnur að vemdun hjóna- bandsins og varar við lauslæti. Því að það er með þá undursamlegu gjöf Guðs, ástina — líkt og eldinn, að hvort tveggja þarf á sinni af- mörkun að halda til að þjóna lífinu en ekki dauðanum. Þetta var vitað mál áður en hinn mannskæðasti sjúkdómur kom til sögunnar, sem nú heijar á heims- byggðina. Kirkjan og læknavísindin hvetja til að þessum sjúkdómi sé mætt fordómalaust og af virkri umhyggju og nærgætni. En 6. boð- orðið er færasta leiðin til að stemma stigu við þessum sjúkdómi, þó að öllum öðmm ráðum sé beitt til þess að veijast honum. Þess utan er 6. boðorðið höfuð forsenda þeirrar heilbrigðu siðferðilegu dómgreind- ar, sem er undirstaða farsældar hvers heimilis og þjóðfélagsins í heild. í nánum tengslum við sið- ferðisbrotin gegn mannkyninu er áfengisbölið, sem leiðir til neyslu annarra vímugjafa, sem of margir sjáandi sjá þó ekki. Af þessu leiðir, að böm nútímans vel af Guði gerð og efnileg lifa of mikið í hinni hviku stund, ganga of snemma að veisluborði lífsins, áður en þau eiga að neyta ávaxt- anna til þess að geta notið þeirra, áður en þau hafa fundið sæti sitt við það borð og fundið sér sessu- naut, áður en gestgjafinn, þroska- aldurinn, segir: Gjörið svo vel. Undir þessa óreiðu og ótamið nautnalíf kyndir þjóðfélagið með öllum til- tækum aðferðum ef hægt er með þeim að græða peninga, en það vit- um við, að fégimdin er rót alls ills. (1. Tim. 6:10.) Hér dugar ekkert minna en að snúa við og virða þann sið, sem við erum skírð til, það „andans skrúð", sem kristin móðir klæddi son sinn í og sonurinn síðar á ævinni kallaði svo og kvað um: „Sú skyrtan best hefur dugað mér við stormana, helið og hjúpinn." Afturhvarf til endurmats á siðgæði og kristinni trú er meira lífsspurs- mál fyrir íslensku þjóðina á nýju ári, en eftirsókn í tímanleg gæði og stundarhag svo nauðsynlegt sem það er. — Því að frelsi, velferð og hagsæld stendur á þeim gmnni kristinnar trúar og siðgæðis, sem þjóðlífíð byggir allt traust sitt á. Nýársdagur er í auknum mæli helgaður friðarboðskap kirkjunnar um víða veröld. Sjáum þann boð- skap í þeirri heimsmynd, að jarð- arbúar em í raun og vem ein fjölskylda. Tæknin, tölvan og fjöl- miðlar hafa hjálpað okkur til að koma auga á þetta. Öll eigum við sameiginlegt að vera fædd inn í þessa fjölskyldu, fædd í einni og sömu vistarvem, jörðinni. Öll eigum við sameiginlegt að fara út úr gisti- staðnum, sem Tómas Guðmundsson minnir okkur skáldlega á, að jörðin sé. Sameiginlegur fjölskyldustofn kvíslast svo í mikla auðlegð kyn- þátta, tungumála, menningar og sögu. En fjölskyldunni er allri eitt enn sameiginlegt til þroska, að mega njóta friðar. Auðsætt er, að friður getur ekki byggst á hemaðarmætti þjóðanna. FViður byggist ekki aðeins á ijar- lægð hins illa heldur á nærvem hins góða. Það eitt gyrðir fyrir, að hið illa geti orðið friðarspillir. Að stofna til friðar er að uppbyggjast andlega dag eftir dag í sinni eigin hugarvitund samkvæmt þeirri reglu og visku, sem Guð hefur gefíð manninum til að ná meira og full- komnara réttlæti í lifnaðarháttum. Hið innra með manninum er friður- inn annaðhvort rótfestur eða Tónleikar Kammermúsikklúbbsins: „Höfum „sagaðu fráþví við munum eftir okkur“ - spjallað við systurnar Sigrúnu og Sigurlaugu Eðvaldsdætur ANNAÐ KVÖLD verða haldnir þriðju tónleikar Kammermúsik- klúbbsins á þessu starfsári. Tónleikarnir verða haldnir í Bústaða- kirkju og á efnisskrá eru strengjakvartettar eftir Joseph Haydn og Ludwig van Beethoven og kvintett fyrir píanó og strengjahljóð- færi eftir Robert Schumann. „Reyndar leikur vafí á því hvort Joseph Haydn hafi samið strengja- kvartettinn, sumir segja að höf- undurinn sé munkur, Romanus Hoffstetter," sagði Sigrún, er blaðamenn litu inn á eina af loka- æfíngunum í Bústaðakirkju. Og Helga bætir við að sagt sé að nótnablöð munksins hafí fundist innan um verk eftir Haydn og þar með hafí munkurinn komist á spjöld sögunnar, að öðrum kosti hefðu eflaust fáir heyrt tónverk hans. „En þetta er mjög skemmti- legt verk." Flytjendur á tónleikunum eru systumar og fíðluleikaramir Sig- rún og Sigurlaug Eðvaldsdætur sem eru báðar í framhaldsnámi í Bandaríkjunum og staddar hér í jólaleyfi, Edda Erlendsdóttir píanó- leikari sem starfar í Frakklandi, Helga Þórarinsdóttir sem leikur á lágfíðlu og Amþór Jónsson, en hann leikur á knéfiðlu. Þau ætla að byija æfinguna með þvl að spila lokaverkið á efnisskránni, kvintett fyrir píanó og strengjahljóðfæri I Es-dúr, op.44, en lykillinn að píanóinu er týndur og meðan leitað er dauðaleit að honum um alla kirkju tökum við systumar tali. Sigrún er við nám í Curtis Institut of Music í Philadelphiu og Sigur- laug er við nám í Manhattan School of Music I New York. Sigrún er á þriðja ári í skólanum og Sigurlaug á §órða árinu. Þær systur hafa leikið á fíðlu næstum eins lengi og þær muna eftir sér, „höfum „sagað“ frá því að við munum eft- ir okkur" segir Sigrún, en hún byijaði að leika á fiðluna fímm ára að aldri og Sigurlaug var átta ára þegar hún byijaði að æfa sig. „Mamma er fiðlukennari, pabbi skipstjóri, og honum finnst gott að sofa þegar hann er heima og Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur Edda Erlendsdóttir við pianóið, að baki henni standa Sigrún og Sigur- laug Eðvaldsdætur, og til hægri eru Amþór Jónsson og Helga Þórarinsdóttir. við erum allar að æfa okkur.“ Þær systumar segjast vera „fer- lega líkar að sumu leyti" en ólíkar á öðrum sviðum. Þær segjast hafa gert lítið hér í jólafríinu, „höfum borðað, sofið og æft okkur a.m.k. þijá tíma á dag fyrir utan æfíngar fyrir þessa tónleika". Þær segjast hafa lítinn tlma til að heimsækja hvor aðra úti, en noti símann því meira. Hvað tekur svo við hjá þeim eftir að námi lýkur? „Ég hef á til- fínningunni að við verðum búsettar erlendis, a.m.k. í einhvem tfma,“ segir Sigrún og Sigurlaug tekur undir það. Hvað vilja þær segja um efniskrána? „Það er mjög gam- an að spila Beethoven og Schu- mann og svo er Haydn eða munkurinn mjög fyndinn."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.