Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAC-UR 3. JANÚAR 1987
Og það var og*
Athugasemdir vegna greinar dr. Wolfgangs Edelstein
eftirBraga
Jósepsson
Dr. Wolfgang Edelstein, stjóm-
andi Max Planck-rannsóknarstofn-
unar menntamála í V-Berlín
skrifaði grein í Morgunblaðið í
desembermánuði síðastliðnum.
Greinin fjallar um rannsókn, sem
ég gerði í grunnskólum Reykjavíkur
1985 og niðurstöður umræddrar
rannsóknar, sem gefnar voru út á
sl. hausti af Skólaskrifstofu
Reykjavíkur.
Grein dr. Wolfgangs er að mörgu
leyti athyglisverð, ekki síst fyrir þá
sök að hún varpar Ijósi á viss hug-
myndafræðileg átök og andstæður
í íslenskri skólapólitík, sem aldrei
hafa fyllilega komið upp á yfirborð-
ið en eru eigi að síður áhrifamikil
staðreynd. Eg mun ekki að svo
stöddu ræða viðfangsefnið frá þess-
ari hlið. Hins vegar tel ég rétt að
gera nokkrar athugasemdir við
greinina. Fyrst ætla ég þó að víkja
að nokkrum almennum atriðum
varðandi niðurstöðumar og skýrsl-
una.
Ég er reyndar þeirrar skoðunar
að umrædd skýrsla hefði varla feng-
ið þá umfjöllun sem raun varð á
(auk greinar dr. Wolfgangs birtust
greinar eftir Sigþór Magnússon og
Elínu Ólafsdóttur) ef ekki hefði
komið til frétt Morgunblaðsins 21.
nóvember sl. Aðalfréttin á bls. 2
bar yfírskriftina: „Einkaskólar betri
en ríkisskólar að mati foreldra.“ Á
baksíðu mátti einnig lesa fyrirsögn-
ina: „Foreldrar telja einkaskóla
betri en ríkisskóla."
„Einkaskóli" er hið andstyggileg-
asta orð í hugum vissra manna og
gildir þá engu hvort það er notað
í eintölu eða fleirtölu. Þetta kom
mjög skýrt í ljós þegar tvær gal-
vaskar kennslukonur settu á stofn
einkaskóla haustið 1985. Þá upp-
hófst ein hin mesta skólamálaum-
ræða sem um getur í lengri tíma.
Á rúmum tveim mánuðum birtust
70 greinar um Tjamarskóla. Stóra
spumingin var sú, hvort Tjamar-
skóli væri einkaskóli eða hvort
Tjamarskóli væri ekki einkaskóli,
hvort hægt væri að tala um einka-
skóla ef ríkið borgaði brúsann eða
hvort ríkið ætti yfír höfuð að styrkja
skóla, sem reknir væm af einkaaðil-
um.
I rannsókn minni kemur einka-
skóli við sögu og mér er ekki
grunlaust um að það eitt hafí hleypt
illu blóði í þá sem telja einkaskóla
á gmnnskólastigi óæskilega og em
eindregið mótfallnir því að ríkið
styrki slíka skóla.
í rannsókn þeirri sem hér um
ræðir er gerður samanburður á 20
bekkjardeildum af alls 58 sem starf-
ræktar voru í Reykjavík á umræddu
skólaári. I þessum samanburði er
gengið út frá fjórum skilgreindum
tegundum skóla, þ.e. einkaskóla,
opnum skóla, nýjum skóla og
eldri skóla. Þessar tegundir skóla
em skilgreindar og auk þess kemur
skýrt fram hvaða skólar eiga í hlut.
1) Einkaskóli í þessari rannsókn
merkir þá tegund skóla sem svo er
skilgreind í 75. gr. laga um gmnn-
skóla. Þó er sú undantekning gerð
í þessari rannsókn að undanskildir
em þeir skólar sem reknir em af
kirkjudeild eða trúfélagi.
2) Opinn skóii merkir hér þá teg-
und skóla, þar sem lögð er áhersla
á „opið skólastarf". Um „opið skóla-
starf" er vitnað í þrjár heimildir þar
sem greint er frá helstu markmiðum
og sérkennum opins skóla.
3) Nýr skóli er notað um þá hefð-
bundnu skóla sem staðsettir em í
nýrri hverfum borgarinnar, þ.e.
Árbæjar-, Breiðholts- og Selja-
hverfí.
4) Eldri skóli er notað um þá hefð-
bundnu skóla sem staðsettir em í
eldri hverfum borgarinnar.
Eins og áður segir er í þessari
rannsókn gerður samanburður á 20
bekkjardeildum, þ.e. 5. bekkjar:
deildum af hverri tegund skóla. í
nýjum skóla og eldri skóla vom
bekkjardeildimar valdar af handa-
hófi, fyrst þrír skólar fyrir hvora
tegund og síðan 5 bekkjardeildir
einnig fyrir hvora tegund. Að því
er varðaði opinn skóla og einka-
skóla þurfti hins vegar ekki að beita
úrtaksaðferð. I opnum skóla vom
einungis starfræktar 5 bekkjar-
deildir í þrem skólum og í einka-
skóla vom einnig einungis
starfræktar 5 bekkjardeildir, allar
í sama skóla. Hvort umræddar 5
bekkjardeildir em teknar úr einum
skóla eða fleiri skólum skiptir því
ekki máli þar sem ekki er verið að
bera saman einstaka skóla heldur
tegundir skóla. Af þeim sökum er
talað um einkaskóla en ekki ísaks-
skóla og um eldri skóla en ekki þá
þrjá tilteknu skóla sem komu fram
í úrtakinu í eldri hverfum borgar-
innar. Um þetta em það glöggar
upplýsingar í skýrslunni að ekki
ætti að vefjast fyrir mönnum.
En hver em þá rökin fyrir þeirri
flokkun í skólategundir, sem gengið
er út frá í rannsókninni? Hvers
vegna er Isaksskóli ekki alveg eins
flokkaður sem hefðbundinn skóli?
Hvers vegna er ekki alveg eins
mikilvægt að bera saman fjölmenna
skóla og fámenna skóla, eða fjöl-
mennar bekkjardeildir og fámennar
bekkjardeildir?
Fleiri uppsetningar mætti nefna
og allar em þær forvitnilegar.
Því fer hins vegar víðs fjarri að
samanburður umræddra skólateg-
unda sé út í hött. Sérstaða opins
skóla að þvi er varðar ýmsar
kennslufræðilegar áherslur er óum-
deild. Má þar sérstaklega nefna
aukna áherslu á sjálfstæð vinnu-
brögð bama, minni stýringu og það
sem nefnt hefur verið „sveigjanlegt
skólastarf". Þessi einkenni á opnum
skóla era tilgreind í ritum sem birst
hafa um Fossvogsskóla, Vesturbæj-
arskóla og Æfínga- og tilrauna-
skóla Kennaraháskólans og er
vitnað til þeirra í skýrslunni.
Sérstaða einkaskóla, sem í þessu
tilviki er einn skóli, þ.e. ísaksskóli,
er einnig afgerandi. í þeim skóla
er mikil áhersla lögð á lestrar-
kennslu 7 ára bama og aðhald
kennara er þar veralegt og stýring
meiri en vfða annars staðar. Þá er
einnig lögð veraleg áhersla á heima-
nám. Hvort þessi sérstaða einka-
skóla breyttist ef til kæmi annar
einkaskóli eða fleiri verður ekkert
sagt. Slíkur einkaskóli fyrir 7 ára
böm er ekki til ef undan er skilinn
Landakotsskóli, en sá skóli er rek-
inn af kirkjudeild svo sem kunnugt
er og því undanskilinn eins og þeg-
ar hefur komið fram.
Eins og áður segir vom á um-
ræddu skólaári starfræktar 58
bekkjardeildir 7 ára bama í 20
grannskólum. Af þessum 58 bekkj-
ardeildum vom flestar, eða 47,
starfræktar í hefðbundnum skólum
sem svo era nefndir. Ýmislegt bend-
ir til þess að skólastarf sé með
svipuðum hætti í öllum hefðbundnu
skólum. í umræddri rannsókn var
gerð tilraun til að kanna hugsanleg-
an mun á skólastarfi og kennslu-
háttum í skólum sem staðsettir em
í Breiðholti og öðmm úthverfum
borgarinnar og þeim hefðbundnu
skólum sem starfa í eldri hverfum
borgarinnar.
Niðurstöður rannsóknarinnar
benda einnig til þess að hefðbundnu
skólamir (nýr skóli og eldri skóli)
séu í öllum meginatriðum hliðstæð-
ir. En jafnframt því kemur fram
afgerandi sérstaða, annars vegar
opnu skólanna þriggja og hins veg-
ar þess einkaskóla sem könnunin
náði til.
Það skal fúslega viðurkennt að
í skýrslu þeirri sem hér er til um-
Dr. Bragi Jósepsson
*
„Eg kannast reyndar
ekki við þá staðhæf ingu
í umræddri skýrslu að
einkaskólar séu yfir
höfuð betri en ríkis-
skólar. Það má vel vera
að svo sé. Hins vegar
benda niðurstöður
þeirrar rannsóknar
sem hér um ræðir til
þess að foreldrar séu
yfirleitt ánægðari með
þá þjónustu sem veitt
er í einkaskóla heldur
en í hefðbundnu skól-
unum.“
ræðu em ekki settar fram neinar
ákveðnar tilgátur til prófunar.
Reyndar er ekki heldur að finna
neina túlkun á niðurstöðum rann-
sóknarinnar. Niðurstöðumar liggja
hins vegar skýrt fyrir. Þær em,
eins og segir í skýrslunni, fólgnar
í þeim fræðilega mun (empirical
relationships) sem fram kemur í
námi og starfí 7 ára bama og
byggja á mati foreldra á þeirri
kennslu og því skólastarfí sem fram
fer í þeim skóla sem böm þeirra
sækja. Þá er einnig gerð tilraun til
að kanna, meðal kennara og skóla-
stjóra sömu bama, kennslufræði-
legar áherslur og önnur markmið
skóla. Fylgniathugun er síðan gerð
á þessum tveim þáttum, þ.e. mati
foreldra versus mati kennara og er
skilmerkilega greint frá þeirri að-
ferð sem þar er beitt.
Skal ég þá víkja að grein dr.
Wolfgangs. Það sem fyrst vekur
athygli mína er að greinarhöfundur
leiðir hjá sér þau gmndvallarsann-
indi að hér er um að ræða fmm-
könnun. Athugasemdin um giidi
(validity) og áreiðanleika (reliabil-
ity) er út í hött. Áreiðanleiki er
notaður til þess að meta hve ná-
kvæmt mælitækið er (í þessu tilviki
spumingalistinn). Gildi er hins veg-
ar notað til þess að sannreyna hvort
spumingalistinn sé í raun og vem
að mæla það sem um er beðið. Til
þess að hægt sé að finna þetta
tvennt þurfa að vera til staðar fyrri
athuganir um sama efni. Þær liggja
hins vegar ekki fyrir.
í formála skýrslunnar er greint
frá því að umrædd rannsókn sé
hluti af stærra verkefni sem verið
sé að vinna að, um nám og starf í
grannskóla. Með það í huga tel ég
fulla ástæðu til að líta nánar á
ýmis þau atriði sem greinarhöfund-
ur nefnir. Hins vegar fínnst mér
ósæmandi þegar dr. Wolfgang gef-
ur í skyn að vísvitandi sé verið að
fela tilteknar upplýsingar. Þetta á
sérstaklega við um þann hluta
greinarinnar, þar sem fjallað er um
félagslegar breytur.
Greinarhöfundur vekur athygli á
þvi að svör foreldra séu yfirleitt
jákvæð og munur milli skólagerða
sé lítill. Þá vitnar hann í Lee Cron-
back sem bendir á (eins og fjöl-
margir aðrir hafa gert) að ekki sé
allt relevant þótt það sé signific-
ant. Athugasemdir greinarhöfund-
ar í framhaldi af þessum bollalegg-
ingum em reyndar svo almenns
eðlis að þær geta átt við um hvaða
rannsókn sem er.
Greinarhöfundur gagnrýnir það,
að spumingalistinn fylgi ekki í heild
sinni. Það er rétt. Hins vegar em
spumingar, hver um sig, skýrt fram
settar og dæmi em gefín um upp-
setningu þeirra. Því fer reyndar
víðs fjarri að það sé algild venja
að spumingalistar fylgi í heild sinni.
í þessu tilfelli taldi ég það ekki
nauðsynlegt, enda kemur skýrt
fram í texta með hverri töflu og
hverju súluriti hverju foreldrar em
að svara.
Dr. Wolfgang segir að foreldmm
hafí verið „ætlað að gefa afdráttar-
laus svör já eða nei“. Þetta er ekki
rétt. Foreldrar gátu einnig gefíð
svarið ekki viss eða annað svar.
í upphaflegri vinnslu gagna var
gengið út frá þessum fjómm mögu-
leikum svara, þ.e. já — nei — ekki
viss — annað svar. Fram kom, eins
og segir í skýrslunni (bls. 11), „ ...
að foreldrar sem tilgreindu annað
svar fylgdu því ávallt eftir með sér-
stakri athugasemd, sem jafnan var
árétting á neitandi svari“. Þessi
svör hefði því í fljótu bragði mátt
flokka sem neitandi svör. Mér
þótti hins vegar eðlilegra að tala
um, annars vegar játandi svör,
þ.e. þeir sem svömðu spumingun-
um afdráttarlaust játandi og hins
vegar ekki játandi, þ.e. þeir sem
svömðu spumingunum neitandi eða
töldu sig hvorki geta svarað þeim
játandi né heldur neitandi. Þessi
ákvörðun var tekin eftir nákvæma
athugun gagna og samanburð f
úrvinnslu.
Ég get fúslega viðurkennt að
kategorían ekki viss í umræddri
rannsókn er mjög forvitnileg og
þarfnast nánari rannsóknar. Hins
vegar er ljóst að dr. Wolfgang gef-
ur sér rangar forsendur þegar hann
dregur þá ályktun, að ekki sé hægt
að beita varfæmislegum úrvinnslu-
aðferðum vegna þess að foreldmm
hafí f aðalatriðum verið ætlað að
gefa afdráttarlaus svör. Þetta er
alrangt eins og þegar hefur verið
bent á.
Dr. Wolfgang eyðir löngu máli í
að sýna fram á sérstöðu þeirra for-
eldra sem senda böm sín í ísaks-
skóla. Hann bendir m.a. á að 7 ára
böm í ísaksskóla hafa að jafíiaði
verið lengur í forskóla heldur en 7
ára böm í flestum öðmm skólum
Reykjavíkur. Þetta er rétt. Þá bend-
ir hann einnig á, að foreldrar sem
senda böm sfn í Isaksskóla geri það
af fijálsum vilja og án tillits til
þess hvar þeir em búsettir en ekki
„nauðugir viljugir" eins og þeir sem
senda böm sfn í viðkomandi hverfís-
skóla. Þetta er einnig rétt. Ályktun
sú sem greinarhöfundur dregur af
þessum staðreyndum er hins vegar
út í hött. Hann segin „Höfundur
tekur hins vegar ekki tiílit til þess
hve lengi bömin hafa dvalist í skóla
og hve mikil hefð er komin á sam-
starf foreldra við hann. Samt er
líklegt að svör verði eindregnast
jákvæð að öðm jöfnu þar sem skóla-
vist er lengst og kynnin af skólanum
nánust. Að þessu leyti era skólam-
ir ósambærilegir og kastar það
auðvitað löngum skugga á allar
ályktanir." Hvað á dr. Wolfgang
við með því „að ekki sé tekið tillit
til þess hve lengi bömin hafa dval-
ist í skóla ...“ o.s.frv? Hver heldur
dr. Wolfgang að sé tilgangurinn
með því að gera samanburð á við-
horfum foreldra sem senda böm sín
í mismunandi tegundir skóla? Er
ekki tilgangurinn einmitt sá að
kalla fram hugsanlegan mismun?
Þessi mismunur á að sjálfsögðu
sínar skýringar sem dr. Wolfgang
nefnir reyndar, sumar hveijar. En
að halda því fram að skólamir séu
„ósambærilegir“ af þessum sökum,
það stenst ekki.
Greinarhöfundur bendir á, að
neikvæð svör séu tiltölulega fleiri
Vinningar í H.H.Í. 1&\
2.160 á kr. 20.000; 4
Samtals 135.000 vinn\