Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
Leikritið um Kaj
Munk frumsýnt í
Hallgrímskirkju
LEIKRITIÐ um Kaj Munk, eftir
Guðrúnu Ásmundsdóttur, verður
frumsýnt í kapellu Hallgríms-
kirkju, sunnudaginn 4. janúar kl.
16.00. Leikritið fjallar um trúar-
styrk og eldmóð einstaklings sem
fylgir sannfæringu sinni og trú
á gildi sannleikans, þótt sá sann-
leikur sé í andstöðu við sannfær-
ingu fjöldans.
Að sögn Guðrúnar Ásmunds-
dóttur, sem einnig leikstýrir verkinu
er það byggt á ræðum Kaj Munks
og sjálfsævisögu. Guðrún segist
sjálf kjósa að kalla þetta leikgerð,
„því snilldin liggur í hans eigin orð-
um.“
„Meðan Danmörk var hemumið
land, fékk Kaj Munk ekki að
prédika og bækur hans vom ekki
útgefnar. En hann prédikaði nú
samt, það var bara ekki auglýst,"
sagði Guðrún ennfremur. „Leikritið
byrjar reyndar á síðustu ræðunni
sem hann hélt í kirkju sinni á nýárs-
dag, þremur dögum áður en hann
var myrtur. Hann var skotinn af
Þjóðverjum 4. janúar, en það er
okkar frumsýningardagur."
I leikritinu um Kaj Munk em 16
þátttakendur, en hlutverkin em alls
32, stór og smá, og þar með talin
þijú hlutverk Kaj Munks á mismun-
andi aldri. Með hlutverk séra Kaj
Munks fer Amar Jónsson, en bræð-
Úr leikritinu um Kaj Munk i Kapellu Hallgrímskirkju.
ffll! y í
í i! 1 3, '
Andri Clausen í hlutverki Carstens, Ragnheiður Tryggvadóttir í hlut-
verki Lisu Munk og Unnur Ösp Stefánsdóttur í hlutverki Yrsu Munk.
umir Ivar Sverrisson og Daði
Sverrisson, leika Kaj Munk sem
bam. Með hlutverk Lisu Munk, eig-
inkonu Kajs fer Ragnheiður
Tryggvadóttir. Aðrir leikarar fara
með mörg hlutverk.
Aðspurð um leikmynd, sagði
Guðrún að kirkjan sjálf væri leik-
mynd, þau hefðu aðeins látið smíða
palla, til að leika á svo áhorfendur
mættu sjá þau betur. Búningar em
í umsjá Óldu Sigurðardóttur, Láms
Bjömsson hannar lýsingu og fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar er
Þorbjörg Daníelsdóttir.
Þorkell Sigurbjömsson, tónskáid,
hefur samið tónlist fyrir leikritið
og verður hún flutt af Herði Áskels:
syni og Ingu Rós Ingólfsdóttur. í
tilefni af leikritinu kemur ekkja Kaj
Munks, Lise, og sonur þeirra til
íslands og munu verða viðstödd
ffumsýningu.
Jón Hjartarson I hlutverki Péturs Munk og Amar Jónsson í hlut-
verki Kajs Munk.
Séra Ragnar Fjalar Lárusson:
Leiklist á að vera hluti
af kirkjustarfsemi
FRJÁLSIR leikhópar eiga oft
í mesta basli með að fá hús-
næði fyrir sýningar sínar. Því
er von að spurt sé hvort það
sé neyðarúrræði að sýna í
kirkju. Guðrún Ásmunds-
dóttir, höfundur og leikstjóri
„Leikritsins um Kaj Munk,“
svarar því neitandi, verkið
hafi verið skrifað til að flytja
það í kirkju. Þetta sé aðeins
enn ein tegund af leikhúsi,
okkur íslendingum kannski
lítt kunnug. Leikrit Guðrúnar
verður sýnt í kapellu Hali-
grímskirkju og til að spyija
hvort þetta uppátæki væri
ekki á skjön við starfsemi
kirkjunnar, sneri Morgun-
blaðið sér til séra Ragnars
Fjalars Lárussonar, annars
tveggja sóknarpresta Hall-
grímskirkju:
„Það má kannski segja að
þetta sé dálítið framandi fyrir
okkur,“ sagði séra Ragnar Fjal-
ar.“ „Að vísu hafa helgileikir
verið sýndir í kirkjum hér af
og til, en þetta er öðruvísi. Hér
er verið að færa upp heilt leik-
verk og það er gott og athyglis-
vert. Vissulega er leikhús ein
tegund af boðun og þá boðun
orðsins. Það má líka segja að
presturinn standi í sinni vinnu
eins og leikarinn á sviðinu við
að koma orðinu og boðskapnum
til söfnuðar og kórs.
Kaj Munk var mjög snjall
prédikari. Ég var mjög ungur
þegar ég drakk í mig ræður
hans, í þýðingu herra Sigur-
bjöms Einarssonar, fyrrverandi
biskups. Faðir minn var prestur
og ræður Kaj Munks voru til á
heimilinu. Ég man vel þann dag
sem fréttin barst að Munk hefði
verið myrtur. Það sló óhug á
alla og hún hafði svo mikil áhrif
á mig að ég man ennþá hvar
ég var þegar ég frétti þetta.
Vissulega var þetta píslarvætti
og í því varð hann sterkari en
ella.
Mér finnst leikrit Guðrúnar
afskaplega verðugt verkefni og
ég hef trú á að það verði sterk
boðun. Leikhús í kirkju getur
verið gott, því það form hentar
vel til að skila því sem verið er
að boða. Ég væri þess mjög
fysandi, ef þetta gengur vel,
að leikhús í kirkju mætti
blómstra. Um það erum við
sammála í þessari kirlg'u, sér-
staklega þar sem við höfum
kapelluna.
Það hefur verið mikið og
vaxandi starf hér síðustu árin,
og verður æ fjölbreyttara. Við
höfum stóran og góðan kór
starfandi hér undir stjóm Harð-
ar Áskelssonar, hann er
vandaður og góður og laðar
fólk til starfa. Síðan kirkjan var
vígð hefur margt fólk komið
hér til helgisöngs, guðsþjónustu
og tónleika. Hér er líka mikil
starfsemi fyrir aldraða á
tveggja til þriggja vikna fresti
yfír vetrartímann, en á sumrin
er farið með fólkið í ferðalög.
Síðan er hefðbundið starf kven-
félagsins. Þær hafa verið
ótrúlega duglegar við söftiun á
ijármagni til að byggja kirkj-
una.
Við emm líka með mikið
bamastarf héma, svokallaðan
kirlg'uskóla. Bömin taka þátt í
aðalguðsþjónustu vikunnar, kl.
11 á sunnudagsmorgnum, fram
að prédikun. Þá fara þau fram
með leiðbeinendum og fá sína
fræðslu frammi. En það er gott
fyrir bömin að kynnast guðs-
þjónustunni þegar þau eru mjög
ung.
Það sem háir kannski starf-
seminni mest í þessari sókn er
að það er svo mikiu meira af
eldra fólki en yngra. Það hefur
því gengið erfíðlega að end-
umýja í kvenfélaginu. Það er
tiltölulega lítið af yngra fólki í
kirkjustarfínu.
Ef vel tekst til, getur leikhús
laðað fólk að kirkjunni. En það
segir sig sjálft að aðeins er
hægt að flytja sérstök verk í
kirkju. Það þarf ekki endilega
að vera helgileiig'aformið, held-
ur leikrit sem hafa kirkjulegan
boðskap og kirkjan á að stuðla
að þvi að fá leikhús inn í sitt
starf.“