Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1987
Fiskverð hækkar um 8% að meðaltali:
Hækkunin talin greiða
fyrir lausn á yfir-
standandi kjaradeilu
SAMKOMULAG um hækkun lágmarks fiskverðs að meðaltali um
8% náðist í Verðlagsráði sjávarútvegsins á gamlársdag. Aður höfðu
fulltrúar kaupenda, fiskvinnslunnar, náð samkomulagi með odda-
manni um 6% hækkun að meðaltali. Að ósk fulltrúa seljenda, sem
rökstudd var með því, að hærra verð gæti auðveldað lausn kjara-
deilu útvegsmanna og sjómanna, urðu nefndarmenn sammála um
að hækka verðið um 8%. Það þýðir um 200 milljónum krónum meiri
útgjöld fiskkaupenda en ella hefði orðið með hækkun verðsins um
6%. Eftir þetta verður frysting rekin með tapi, söltun með lítils
háttar hagnaði og útgerð með 10 til 11% hagnaði að mati Þjóð-
hagsstofnunar. Hún metur jafnframt að með þessu hafi tekjur
sjómanna hækkað í samræmi við launataxta verkafólks í landi.
útgerðar myndi við þetta batna um
2 til 3% og yrði hún rekin með 10
til 11% hagnaði. Afkoma bátaflot-
ans myndi batna eitthvað meira
vegna hækkunar á stórum þorski
og ufsa umfram meðaltalið. Loks
gat Bolli þess, að með þessari
hækkun mætti segja að tekjur sjó-
manna hefði breytzt frá því í júní
á síðasta ári í samræmi við tekjur
landverkafólks. Þar með væri talin
2% hækkun á laun í landi í marz-
mánuði næstkomandi. Þá væri ekki
tekið tillit til hækkunar lægstu
launa enda væru laun sjómanna
langt yfir lágtekjumarkinu.
Hér fara á eftir viðtöl við nokkra
af forystumönnum í sjávarútvegi:
Samkvæmt ákvörðun yfirnefndar
hækkar fiskverð að meðaltali um
8%. Mest hækkar verð á grálúðu
eða um 27%. Verð á ufsa yfír 75
sentímetra að lengd hækkar um
20% og 10% á minni ufsa, þorskur
hækkar að meðaltali um 7% en
stærsti þorskurinn meira, ýsa
hækkar um 6% og karfi um 5%. í
yfímefnd sátu að þessu sinni Bolli
Þór Bollason, aðstoðarforstjóri
Þjóðhagsstofnunar sem oddamað-
ur, Ami Benediktsson og Friðrik
Pálsson af hálfu kaupenda og
Kristján Ragnarsson og Oskar Vig-
fússon af hálfu seljenda. í bókun
nefndarmanna vegna ákvörðunar
verðsins segir, að á fundi nefndar-
innar þann 30. desember hafí náðst
samkomulag um fískverð milli full-
trúa kaupenda og oddamanns.
Endanlegri afgreiðslu hafí síðan
verið frestað til klukkan 11 á gam-
ársdag. A fundinum, sem þá hófst,
hafí verið ákveðið að sameiginlegri
ósk deiluaðila í kjaradeilu útgerðar-
manna og sjómanna að taka málið
upp að nýju og freista þess að ná
allsherjarsamkomulagi, sem greiddi
fyrir lausn kjaradeilunnar. Slíkt
samkomulag hafí nú náðzt.
Bolli Þór Bollarson, aðstoðarfor-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í
samtali við Morgunbkaðið, að end-
anlegt mat á stöðu mála eftir þetta
samkomulag lægi enn ekki fyrir.
Fyrir þessa breytingu hefði frysting
að mati stofnunarinnar verið rekin
með 1 til 1,5% hagnaði, söltun með
7 til 8% hagnaði og útgerð með 7
til 8% hagnaði. Eftir þetta virtist
staða frystingar versna um 3% og
hún yrði því rekin með um 2% tapi.
Staða söltunar myndi versna meira
vegna verðhækkunar á stærri
þorskinum eða um 4,5%. Hún yrði
því eftir þetta rekin með 2,5 til 3,5%
hagnaði. Vinnslan í heild yrði því
rekin um það bil án hagnaðar. Staða
Guðjón A. Kristjánsson:
Hlýtur að auðvelda útgerð
að ganga til kjarasamninga
„ÞESSI fiskverðshækkun færir
útgerð fyrst og fremst 8% tekju-
aukningu við löndun innan lands
og hlýtur því að auðvelda lausn
Magnús Gunnarsson:
Verkfall sjómanna gæti
valdið óbætanlegn Ijóni
„SÖLTUNIN verður eftir þetta
rekin með smávægilegum hagn-
aði. Með þessari fiskverðs-
ákvörðun var gengið eins langt
og unnt var til að liðka fyrir
kjarasamningum sjómanna og
útgerðarmanna. Við treystum
því, að það verði metið og sam-
komulag náist. Langt sjómanna-
verkfall gæti orðið til óbætanlegt
tjóns,“ sagði Magnús Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sölusam-
bands íslenzkra fiskframleið-
enda.
Magnús sagði, að fiskvinnslan
sýndi með þessari ákvörðun meiri
samstarfsvilja en oft áður. Sam-
þykki um 8% hækkun í stað 6%
gerði útslagið og færi með frysting-
una niður fyrir núilið marg
umrædda og saltfiskverkun yrði
rétt ofan við það. Það væri því
kominn tími til að fískvinnslunni
yrði gefíð tækifæri til að rétta sig
af.
á kjaradeilu sjómanna og útvegs-
manna. Það lá á borðinu sam-
komulag með fulltrúum
kaupenda og oddamanni um 6%
hækkun fiskverðs. Það tókst að
ná 8% hækkun til að liðka fyrir
kjarasamningunum. Við teljum
að með 8% hækkun fiskverðs
hafi sjómenn aðeins fengið upp
í það, sem þeir lögðu fiskvinnsl-
unni til með 1,7% hækkun fisk-
verðs í júní á síðasta ári. Hins
vegar hefði fiskverð þurft að
hækka um allt að 14% til þess
að tekjur okkar hækkuðu hlut-
fallslega jafnmikið og kauptaxt-
ar fiskvinnslufólks,“ sagði
Guðjón A. Kristjánsson, forseti
Kristján Ragnarsson:
Olíuverð hefur
hækkað verulega
Friðrik Pálsson:
Samþykkt til að liðka
fyrir kjarasamningnm
„ÁSTÆÐA þess, að við sam-
þykktum að hækka fiskverð um
8% en ekki 6% eins og við höfðum
reyndar náð samkomulagi um,
var fyrst og fremst sú, að við-
kvæm deila um kaup og kjör
sjómanna stendur yfir. Þar sem
ákvörðun um fiskverð lenti á
sama tíma, blandaðist þetta sam-
an. Eftir að samkomulag um
fiskverð lá fyrir þann 30. des-
ember óskuðu fulltrúar sjó-
manna og útvegsmanna eftir
því, að málið yrði tekið upp að
nýju og við samþykktum það til
að liðka fyrir kjarasamningun-
um,“ sagði Friðrik Pálsson,
forstjóri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna.
„Útgerðarmenn og sjómenn settu
fram ákveðnar óskir um breytingar
á samkomulaginu, sem þýddu að
verð hækkaði úr 6% í 8% og við,
fulltrúar kaupenda, samþykktum
þær með smávægilegum breyting-
um. Þetta gerðum við í trausti þess,
fulltrúar sjómanna og útvegsmanna
hafí ekki farið fram á þessa breyt-
ingu nema þeir ættu von á, að hún
auðveldaði lausn á kjaradeilu
þeirra. Þetta skilur frystinguna eft-
ir í tapi, en það lá fyrir, að næðist
ekki að ákveða fískverð á þessum
tíma, hefði það slæm áhrif á kjara-
deiluna, sem bitnuðu á fiskvinnslu
og fiskverkafólki. Þetta er erfíð
aðstaða, en við erum ákveðnir að
vinna okkur út úr henni. Það er
hins vegar langþráð von, að fryst-
ingin fái að sýna hagnað. Það
vantar mikið fé til uppbyggingar
og tækjakaupa," sagði Friðrik Páls-
son.
„ÞESSI fiskverðsákvörðun stuðl-
ar að lausn kjaradeilu okkar og
sjómanna og er mjög jákvæður
þáttur í þessu máli. Hins vegar
kemur árangurinn í ljós á næstu
dögum. Þá verður að geta þess,
að verð á hverri lest oliu í Rott-
erdam var á gamlársdag 22%
hærra en verð á þeirri olíu, sem
hér er til í birgðum. Við slíkar
aðstæður er samningsstaða út-
gerðar erfið,“ sagði Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ.
Kristján sagði, að undanfama
mánuði hefði verð á olíu verið 115
til 120 dalir á hveija lest. Á að-
fangadag hefði það verið komið upp
í 137 dali og 148 á gamlársdag.
Verð á þeirri olíu, sem til væri í,
birgðum hér, væri hins vegar 121
dalur fyrir hveija lest. Mikil óvissa
ríkti um frekari þróun verðsins og
því væri mjög erfítt fyrir útgerðina
að fara að semja um að láta af
hendi hluti, sem síðar kæmi í ljós
að ekki væri raunhæft. Til þessarar
stöðu yrði að taka tillit í núverandi
samningum.
„Sjómenn hafa með hækkun físk-
verðs fengið launahækkanir eins
og aðrir. Síðasta ár skilaði þeim
meiri tekjum en flest fyrri ár. Þeir
hafa notið góðærisins 1986 engu
síður en útgerðin," sagði Kristján
Ragnarsson.
Farmanna- og fiskimannasam-
bands Islands.
Guðjón sagði, að með hækkun-
inni úr 6% í 8% hefði útgerðin
fengið um 200 milljóna króna tekju-
auka, sem hún hefði alls ekki haft
ástæðu til að sækja með fískverðs-
hækkun vegna góðrar stöðu. Þess
vegna ætti útgerðinni að vera auð-
velt að ganga að hógværum kröfum
sjómanna, sem fælu í sér að kostn-
aðarhlutdeild vegna hás olíuverðs á
sínum tíma, yrði skilað til baka, þar
sem verðið hefði lækkað aftur.
Tækist samkomulag ekki nú í
þriggja daga samningalotu, gæti
það dregið til harðari deilna sjó-
manna og útgerðarmanna en
undanfarin ár.
„Menn eru að lýsa samningsvilja
yfir með því að bíða með aðgerðir
gegn þeim útgerðum, sem við telj-
um hafa framið verkfallsbrot.
Verkfall hófst um allt land um ára-
mót, þrátt fyrir hugmyndir Útvegs-
mannafélags Vestfjarða um
eitthvað annað. Þar hefur nú verið
brotin 30 ára gömul hefð, sem felst
í því, að formaður félagsins hafi
haft fullt umboð til samninga og
yfírlýsinga fyrir hönd félagsins. Svo
virðist ekki lengur samkvæmt hug-
myndum núverandi stjómarmanna
félagsins og þegar svo rík hefð er
brotin, hlýtur að teljast eðlilegt að
tilkynna hana til Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Bylgjunnar,
eigi samningar að geta gengið eðli-
lega fyrir sig,“ sagði Guðjón A.
Kristjánsson.
Óskar Vigfússosn:
Munar um mismuninn
„HÆKKUN fiskverðs um 8% en
ekki 6% er innlegg í það, að bet-
ur gangi að leysa kjaradeilu
útvegsmanna og sjómanna, en
~er þó aðeins lítill hluti dæmisins
alls. Ég vildi heldur standa að
hækkun verðsins um 8% en að
láta 6% hækkun yfir okkur sjó-
menn ganga. Það munar um
mismuninn, þó hann sé ekki mik-
ill,“ sagði Óskar Vigfússon,
Árni Benediktsson:
Langt gengið til að forða verkfalli
„ÞAð er ánægjulegt að sam-
komulag allra aðila um fisk-
verð skuli hafa náðst.
Kaupendur féllust á þessa
hækkun fiskverðs fyrst og
fremst vegna þess, að hún eyk-
ur tekjur sjómanna og i trausti
þess, að hún greiddi fyrir lausn
kjarasamninga sjómanna og
útvegsmanna," sagði Arni
Benediktsson, framkvæmda-
stjóri Félags Sambandsfrysti-
húsa.
Ánii sagði, að eftir þetta yrði
frystingin rekin með tapi og hefði
enga möguleika á því, að ná þessu
til baka. Það hefði verið gengið
anzi langt til að reyna að forða
verkfalli og drætti á því að físk-
vinnsla gæti hafízt sem fyrst eftir
stopp um jól og áramót. Dráttur
á því gæti valdið erfíðleikum á
mörkuðum og því að minna færi
af físki í frystingu en ella. Kaup-
endur treystu því að fískverðs-
hækkunin yrði til góðs í þessari
erfíðu lq'aradeilu, ella yrðu þeir
illa sviknir.
formaður Sjómannasambands ís-
lands.
Óskar sagði, að í endanlegu
ákvörðuninni um fískverð væri ekki
aðeins um hækkun að meðaltali að
ræða, heldur kæmi einnig verð-
hækkun á karfa, sem ekki hefði
verið í samkomulagi kaupenda og
oddamanns og jafnframt meiri
hækkun á ufsa. Þó væri langt frá
því, að þessi hækkun væri sjómönn-
um nægileg; til að laun þeirra
fylgdu þróun kauptaxta verkafólks
í landi vantaði 4 til 6% upp á. Þar
að auki væri nýsamþykkt lágmarks-
verð enn undir því verði, sem víða
væri greitt fyrir fisk með yfirborg-
unum og ylli mjög mismundandi
launum sjómanna eftir landshlutum
til dæmis.
„Nú hefst úrslita samningalotan.
Þrátt fyrir aðgerðir útgerðarmanna
til að komast framhjá verkfalli hefj-
um við nú samninga án kröfu um
að skip, sem fóru út með ólöglegum
hætti, haldi í land áður en viðræður
hefy'ist. Við gerum það að ósk ríkis-
sáttasemjara, en að lokinni þessari
lotu enim við lausir allra mála,“
sagði Óskar Vigfússon.