Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
Úr Böðlinum og skækjunni mynd Hrafns Gunnlaugssonar. Aftökuatriði tekið upp á Gotlandi. Leikar-
arnir fremst á myndinni eru Niklas Ek og Kent Andersson.
Böðullinn og skækjan eftir Hrafn Gunnlaugsson:
Myndin hefur „djöful-
lega fegurð og ofsa“
- segir gagnrýnandi Dagens Nyheter
KVIKMYND Hrafns Gunn-
laugssonar, Böðullinn og
skækjan, var frumsýnd í
sænska sjónvarpinu mánudags-
kvöldið 29. desember síðastlið-
inn. Myndin er byggð á sögu
eftir Ivar Lo-Johansson og á
að gerast árið 1699. Vakti hún
sterk viðbrögð sænskra gagn-
rýnenda.
í Dagens Nyheterer komist þann-
ig að orði, að myndin hafi „djöful-
lega fegurð og ofsa“ og geti
margir leikstjórar öfundað Hrafn
af hæfíleikum hans til að skapa
trúverðugt og yfirþyrmandi and-
rúm. í Svenska Dagbladet segir,
að Böðullinn og skækjan sýni að
kvikmyndin Hrafninn flýgur eftir
Hrafn Gunnlaugsson, sem hlotið
hefur góða dóma í Svíþjóð og
nýtur mikilla vinsælda þar, hafí
ekki heppnast vel fyrir tilviljun,
Hrafn hafi einstaka hæfíleika til
að segja sögu í myndmáli. í sér-
stakri grein um Hrafn í sama blaði
er því slegið föstu að „viðbrögð
gagnrýnenda séu samdóma Iof“
um Böðulinn og skækjuna. í upp-
hafí umsagnar sinnar um mynd-
ina segir Expressen, útbreiddasta
blað Svíðþjóðar: „Vilket starkt og
uþprörande slut pá filmáret."
Stefanía Sunna Hockett,
íslenska stúlkan, sem leikur aðal
kvenhlutverk myndarinnar, hefur
hlotið lof fyrir frammistöðu sína.
Expressen segir, að hún leysi
þessa frumraun af hendi eins og
best verði á kosið. Raunar sé allur
Stefanía Sunna Hockett leikur
aðal kvenhlutverk myndarinn-
ar Böðullinn og skækjan. Hér
sést hún í einum af þeim mörgu
búningum, sem Karl Júlíusson
hannaði fyrir sænska sjón-
varpið.
leikurinn í myndinni undir sterkri
og agaðri leikstjórn.
Margir af virtustu leikurum
Svía leika í myndinni, svo sem
Per Oscarsson, Kent Andersson
og Kim Andersson. Af leikurum
fær þó Niklas Ek, sem leikur aðal-
hlutverkið, böðulinn, bestu
dómana. Dagens Nyheter segir
leik hans einstakt listaverk, með
túlkun sinni nái hann langt út
fyrir það, sem sjáist venjulega í
kvikmyndum.
Gagnrýnendur grípa til sterkra
lýsingarorða í umsögnum sínum.
Sumum finnst myndin á stundum
á ystu nöf. í Aftonbladet segir,
að nærgöngular senur af mann-
legri eymd veiki myndina, á hinn
bóginn sé hraðinn og öryggið í
frásögninni meira en þekkist á
norrænum breiddargráðum, aldrei
sé slakað á spennunni.
Dagens Nyheter segir um
myndvinnsluna sjálfa, að Hrafn
byggi kvikmynd sína upp eins og
tónverk. Myndimar svífí viðstöðu-
laust áfram, en síðan sé allt í einu
klippt öðruvísi en þekkist, og þvert
á allar reglur, þannig að myndirn-
ar standi kyrrar og fái margfalda
þyngd í miðju flæðinu. Expressen
segir, að allt handbragð lýsi ein-
stöku öryggi og miklu valdi á
kvikmyndinni sem tjáningarformi.
Framsetningin sé án allrar mála-
miðlunar, einföld og sterk. í lok
umsagnarinnar í Svenska Dag-
bladet er komist þannig að orði:
„Sagan glóir og tindrar í eigin
töfrum. . .“
Karl Júlíusson gerði búningana
í myndinni og hafa þeir vakið
aðdáun gagnrýnenda og sömu-
leiðis hljóðvinnsla Gunnars Smára
Helgasonar.
Kína:
Uggur út af vaxandi
herútgiöldum Japana
Feking, AP.
KÍNVERSK stjórnvöld létu í gær
í ljós ugg vegna þeirrar ákvörð-
unar Japana að auka framlög til
hermála umfram það hámark,
sem hún hefur miðað við til
þessa. Er gert ráð fyrir, að þau
verði 1,004% af vergri þjóðar-
framleiðslu Japans á árinu 1987,
en til þessa hafa þau ekki farið
fram úr 1%. Á síðasta ári voru
þau 0,993%.
„Af ástæðum, sem allir þekkja,
þá eru Asíulönd afar viðkvæm
gagnvart allri hernaðaruppbygg-
ingu í Japan," sagði í tilkynningu
frá kínverska utanríkisráðuneytinu
í gær. „Það ættu að vera á henni
ákveðin takmörk, sem ekki yrði
farið fram, því að annað veldur
nágrönnum Japana ugg og kvíða.“
Það er sjaldan, sem Kínverjar
gagnrýna viðleitni Nakasones, for-
sætisráðherra Japans og stjórnar
hans, til að efla vamir landsins.
Bæði Kína og Japan líta á Sovétrík-
in sem helztu ógnun við öryggi í
Norðaustur-Asíu.
Innrás Japan í Kína fyrir síðustu
heimsstyijöld er samt eftir sem
áður afar viðkvæmur þáttur í sam-
skiptum landanna og á nýliðnu ári
kom það fyrir, að efnt var til mót-
mælaaðgerða í Peking til að
mótmæla nýrri hernaðarhyggju í
Japan.
29
Suður-Afríka:
Þrír blökkumenn
brenndir til bana
Jóhannesarborg, Reuter.
OFBELDISVERK settu svip sinn
á áramótin í Suður-Afríku og
voru þrír menn brenndir til bana.
Einn maður lést og ellefu slösuð-
ust þegar átök brutust út á
ferðamannastöðum víða um
landið.
Upplýsingaskrifstofa stjómar-
innar sagði hóp „svartra ofstækis-
manna“ hafa ráðist að tveimur
svertingjum í hverfi í Soweto í
fyrradag og brennt þá til bana. Um
það bil 90 svertingjar réðust að
konu einni í hverfí hvítra manna í
Soweto og myrtu hana. Einn maður
til viðbótar fannst brenndur til bana
í Höfðaborg. Síðustu þijú ár hafa
rúmlega 2200 manns verið myrtir
í Suður-Afríku með þeim hætti að
kveikt er í olíufylltum slöngum sem
settar hafa verið utan um háls fóm-
arlambanna. Öfgamenn í röðum
svertingja hafa beitt þessari aðferð
gegn fólki sem þeir telja eiga sam-
vinnu við stjóm hvíta minnihlutans
í landinu.
Hópur ungra blökkumanna ógn-
aði baðstrandargestum nærri
Durban á Nýársdag. Strandverðir
áttu fótum fjör að launa og tókst
að komast undan með því að læsa
sig inni í búningsklefum. Lögreglu-
menn beittu táragasi gegn hópnum
en blökkumennimir grýttu lög-
reglu. Níu menn slösuðust í átökum
þessum. Óþolinmóðir jámbrautar-
farþegar grýttu farkost sinn þegar
töf varð á ferð þeirra nærri Dur-
ban. Hópur blökkumanna flykktist
að ferðamannastað í nágrenninu og
skildu einn mann eftir í blóði sínu.
Mountbatten Anthony Eden
Mountbatten
vildi hætta við
Súez-ævintýrið
London, AP.
MOUNTBATTEN lávarður, fyrr-
um yfirmaður brezka flotans,
lagði hart að Anthony Eden, þá-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands um að hætta við innrásina
í Súez 1956. Kemur þetta fram
í leyndarskjölum, sem birt voru
í fyrsta sinn í gær.
„Ég er svo örvæntingarfullur
yfír því, sem er að gerast, að sam-
vizka mín leyfír mér ekki að fara
öðruvísi að,“ segir í bréfí, sem
Mountbatten skrifaði, er fyrstu
sprengjumar féllu í þessari innrás,
sem að lokum fór út um þúfur.
Eden hins vegar óttaðist það
mjög, að Gamal Abdel Nasser, leið-
togi Egypta, ætti eftir að verða
„eins konar islamskur Mussolini"
og hélt því fast við hin umdeildu
hemaðaraðgerðir og Mountbatten
brást ekki hlýðnisskyldu sinni og
varð kyrr á sínum stað.
Brezka stjórnin lét birta þessi
skjöl á fímmtudag, en þá hafði þeim
verið haldið leyndum í 30 ár eins
og venja er um slík skjöl.
Bretar og Frakkar réðust í leyni-
legri samvinnu við Israel inn á
Súezsvæðið í nóvember 1956, eftir
að Nasser hafði látið þjóðnýta Súez-
skurðinn, en Bretar og Frakkar
höfðu að mestu séð um starfrækslu
hans. Framsókn herliðs þeirra suður
með Súezskurðinum var þó stöðvuð
fyrst og fremst vegna þrýstings frá
Bandaríkjunum og Sovétríkjunum.
Síðan var það dregið til baka og
það jafnvel þó að Egyptar hefðu
ekki náð að veita neina teljandi
^ójtaspymi}., ,
Þessi atburður varð mjög mikill
hnekkir fyrir stefnu Edens og farinn
að líkamsþreki og rúinn trausti
heima fyrir, sagði hann af sér emb-
ætti sem forsætisráðherra Bret-
lands í janúar 1957
Mountbatten var, er þetta gerð-
ist, yfírmaður brezka flotamála-
ráðsins. í framangreindu bréfi til
Edens, sem var ritað, er brezki flot-
inn var þegar lagður af stað á leið
til Suez, lætur Mountbatten í ljós
mikinn ugg yfír hugsanlegu stór-
felldu manntjóni á meðal Egypta.
Hann viðurkennir, að það sé alls
ekki í verkahring sínum að vera
með efasemdir varðandi innrásina
sem pólitíska ákvörðun, en segir í
bréfí sínu:
„Ég skora á þig að fallast á álykt-
un mikils meiri huta Sameinuðu
þjóðanna um að hætta hemaðarað-
gerðum og bið þig um að snúa
innrásarflotanum við, áður en það
er of seint, þar sem ég álít, að land-
ganga hermannanna (5. nóv.) geti
aðeins orðið til þess að valda
ómældum þjáningum og kallað
fram viðbrögð út um allan heim.
Þessu svaraði Eden þannig: „Ég
er sannfærður um, að hefðum við
látið allt skeika að sköpuðu, þá
hefði ástandið versnað enn og Nass-
er orðið eins konar islamskur
Mussolini og vinir okkar í írak,
Jórdaníu, Saudi-Arabíu og jafnvel
íran hefðu misst völdin að undirlagi
Nassers. Áhrif hans hefðu þanizt
út í vestur og Líbýa og öll Norður-
Afríka hefu að lokum lotið valdi
hans.“