Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 36

Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 36
"36______________ Borgarspítalinn: MÓRGUNBLAÐIÐ, LÁUGÁRDÁGUR 3. JANUAR 1987 Meínatæknar munu sinna neyðarþjónustu MEINATÆKNAR á Borgarspítalanum hafa skipulagt neyðar- þjónustu fyrir næstu fimm daga. Ekki er útséð um hvað þá tekur við en auglýst hefur verið eftir meinatæknum til starfa við spítal- ann og verið er að kanna möguleika á að fá erlenda meinatækna til starfa. „Við verðum að gera ráð fyrir að launadeilan dragist á langinn og draga saman seglin í rekstri spítal- ans samkvæmt því,“ sagði Jóhann- es Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítalans. Hann sagði að bráðavaktin sem spítalinn hefði sinnt í gær með Landspítalann sem bakhjarl hefði tekist vel en óvíst væri hvemig til tækist næst. Einn meinatæknir væri á vakt og annar á bakvakt en þeir sinntu einungis bráðatilvikum og reynt er að láta slysadeildina ganga fyrir. Ekki hef- ur þurft að loka sjúkradeildum enn sem komið er og sjúklingar hafa ekki verið sendir heim fyrr en venja er til. Yfirmenn spítalans komu saman á fund í gær og ræddu möguleika á að nýta rannsóknarþjónustu á rannsóknarstofum utan spítalans en sá möguleiki er einungis fyrir hendi þegar um minniháttar rann- sóknir er að ræða. Aðrar ráðstafan- ir sem gripið verður til eru enn á umræðustigi. Morgunblaðið/Þorkell Yfirmenn Borgarspítalans, talið frá vinstri: Margrét Tómasdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, Eggert Jóhannesson yfirlæknir á rann- sóknardeild, Magnús Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri og Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri. Guðrún Dóra Erlendsdóttir meinatæknir sem sinnti neyðar- þjónustu á spitalanum í gær ásamt Ásdísi Magnúsdóttur. Uppsagnir hjá meina- tæknum eru ólöglegar - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞETI'A eru bersýnilega ekki einstaklingsuppsagnir heldur hrein- lega verkfall, sem ekki er heimilt," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri um uppsagnir meinatækna á Borgarspítalanum sem gengu í gildi um áramótin. Hann sagði að meinatæknar hefðu borið upp tiltekinn samningsgrundvöll á fundi sínum og þar hefðu 16 gegn 12 sam- þykkt að fella niður vinnu og þar með ákveðið fyrir hinar 12 að þær ættu að hætta störfum. Nú væri verið að athuga hvort borgin kærði uppsagnirnar og þá hvort kært yrði til félags- eða sakadóms. Þá er verið að kanna möguleikann á að fá til starfa við Borgarspít- alann erlenda meinatækna og sagðist Davíð búast við að það gæti gengið hratt fjrrir sig. Um erfiðleika í starfsemi spitalans sem urðu þegar meinatæknar lögðu niður vinnu sagði Davíð: „Erfiðleikamir eru eins og alltaf þegar fólk misnotar aðstöðu sína og notar stöðu sjúklinga til að knýja fram hærri laun en aðrir.“ I frétt frá skrifstofu borgarstjóra Borgarspítalinn í Reykjavík 31. desember 1986 segir: „Eins og kunnugt er hafa flestir meinatækn- ar á Borgarspítalanum sagt upp störfum sínum og taka uppsagnir þeirra gildi á miðnætti gamlárs- dags. Uppsagnimar ná til 40 einstakl- inga, sem starfa í 25 stöðugildum og er hér um að ræða fjöldaupp- sagnir, sem gerðar eru til þess að knýja fram breytingar á starfskjör- um eins og staðfest hefur verið af fulltrúum meinatæknanna og for- manni Meinatæknafélags íslands. Hér er því um að ræða ólöglegt verkfall þessara starfsmanna, þar sem stefnt er að því að lama stærsta neyðarspítala landsins í því skyni að knýja fram meiri launahækkanir en aðrir landsmenn hafa fengið, en í gildi er kjarasamningur um laun þeirra. Þar sem umræður um launamál þessara starfsmanna í fjölmiðlum hafa á ýmsan hátt verið villandi, þykir rétt að upplýsa um eftirfar- andi atriði: Meinatæknar hafa fengið veru- legar kjarabætur á árinu, þar á meðal hækkun í launaflokkum og hækkun launa í útköllum. En þær kröfur sem ekki varð orðið við í síðustu sérkjarasamningum eru kröfur um áhættuþóknun, sem jafn- gildir 45% af föstum launum meinatæknis í efsta starfsaldurs- þrepi og um 16 daga vetrarfrí á fullum launum. I viðræðum fulltrúa Reykjavíkur- böfgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, sem er stéttar- félag meinatæknanna, voru þeim boðin sömu kjör og um samdist við stéttarfélaga meinatækna, sem starfa hjá ríkinu. Rétt er að fram komi, að meina- tæknar í störfum hjá ríkinu höfðu sagt upp störfum, en féllu frá upp- sögnum eftir að um 2ja lfl. hækkun hafði verið boðin, þ.e. hið sama og stendur til boða af hálfu Reykjavík- urborgar. Miðað við yfirlit um þróun launa meinatækna hjá Reykjavíkurborg yrðu laun þeirra sem hér segir mið- að við það tilboð, sem Reykjavíkur- borg hefur gert þeim. Er þá miðað við vegið meðaltal mánaðarlauna í desember 1986: Föst laun 42.362 kr. Yfirvinna 18.639 kr. da g. Valborg sagði að meinatæknar hefðu boðist til að fresta fram- kvæmdum uppsagna um tvo til þrjá mánuði, gegn því að þeir stæðu jafnfætis meinatæknum á Landspít- alanum. „Þeir hafa fengið tveggja launaflokka hækkun á árinu eins og talað hefur verið um að við fengj- um ef við drægjum uppsagnir okkar til baka en til þess höfum við ekki verið tilbúnar," sagði Valborg. „Þá kom fram hjá borgarstjóra að frest- un framkvæmda þessara uppsagna væri ólögleg. Var þá farið að tala um að uppsagnir okkar gengju í gildi þannig að við réðum okkur til skamms tíma og þá með sömu skil- málum þannig að við stæðum jafnfætis meinatæknum á Lands- spítalanum hvað launakjör snertir. En það strandaði á að við fengum enga tryggingu fyrir því að upp- Annað (álag) 4.617 kr. Samtals 65.618 kr. Meinatæknar gera kröfu um 45% álag á föst laun og myndi það þýða launahækkun sem næmi kr. 20.226 á mánuði miðað við 68 lfl. og hæsta starfsaldursþrep. Yrðu þá föst laun meinatækna kr. 62.588 á mánuði og heildarlaun kr. 85.844 miðað við framangreindar forsendur. Þá gera meinatæknar kröfu um 16 daga viðbótarorlof og hefði það mikinn kostnað í för með sér fyrir Borg- arspítalann að ganga að þeirri kröfu. Vakin er athygli á því, að meina- tæknamir hyggjast hætta störfum á sama aungabliki og ný lög um samningsrétt opinberra starfs- manna ganga í gildi. Þau lög veita opinberum starfsmönnum fullan samningsrétt og var á það lögð megináherzla við undirbúning lög- gjafarinnar bæði af hálfu ríkis og sveitarfélaga og af hálfu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, að til ólöglegra aðgerða myndi ekki koma og að litlir hópar starfsmanna í lyk- sagnarfrestur okkar yrði ekki framlengdur. Þá var svo langt á liðið að síðustu tilboð um ráðningu frá okkur hefði þýtt framlengingu um ijóra mánuði og það fannst okkur of langt." í svari meinatækna við frétt frá skrifstofu borgarstjóra segir: „Meinatæknar sem störfuðu á rann- sóknardeild Borgarspítalans fram til ársbytjunar 1987 vilja taka fram eftirfarandi vegna fréttatilkynning- ar frá skrifstofu borgarstjóra. Talað er um ólöglegt verkfall og vitnað í úrslit atkvæðagreiðslu sem á að hafa farið fram á Borgarspít- ala að morgni gamlársdags. Sú atkvæðagreiðsla sem þar er trúlega vitnað til snérist um allt annað. Ákvörðunin um að falla ekki frá uppsögn tók hver einstaklingur fyr- ir sig. ilaðstöðu myndu ekki misnota hana til þess að ógna lífi manna og heilsu. Þrátt fyrir það að meinatæknar hafi fengið 33% launahækkun frá desember 1985—desember 1986, sem er langt umfram almennar launahækkanir í landinu á sama tíma, kjósa þeir nú að beita ólögleg- um verkfallsaðgerðum til þess að knýja fram meira. Starfsréttindi meinatækna eru bundin ákvæðum í heilbrigðislög- gjöf, sem leggja þeim þá skyldu á herðar að annast neyðarþjónustu Ennfremur má benda á að hafi borgarstjóri talið þessar uppsagnir ólöglegt verkfall er í hæsta máta óeðlilegt að yfirlýsing um það komi fram nú á síðasta degi. Spyrja má hvers vegna hann lét framlengja ráðningarsamning meinatækna um þrjá mánuði án athugasemda hafi hann talið að hér væri um ólöglegt verkfall að ræða. Þar sem borgarstjóri vísar til vegins meðaltals launa þykir okkur hann gefa sér ýmsar forsendur sem ekki eru fyrir hendi. I öllum sínum útreikningum miðar hann við að meinatæknar hjá borginni hafi laun samkvæmt 68. launaflokki en ekki 66. launaflokki, sem er sá flokkur sem þeim hefur verið greitt sam- kvæmt. Hið rétta er að byijunar- laun meinatækna samkvæmt 66. launaflokki eru kr. 31.132,00 miðað við 1. desember 1986 og í efsta þrepi eftir 18 ára starfsaldur eru launin kr. 42.367,00. Geta má þess í sambandi við yfirvinnu að hér er í öllum tilvikum um unninn tíma að ræða og talan hærri en eðlilegt er þar eð deildin hefur verið undir- og verður að ætla að þeir virði það, en framkoma_ þeirra í þessari deilu er einstæð. Á fundi meinatækna, sem haldinn var á Borgarspítalan- um að morgni gamlársdags var fellt með 16 atkvæðum gegn 12 að falla frá uppsögnum. Þar með er fulljóst að um ólögmætt verkfall er að ræða og taka meinatæknar á sig mikla ábyrgð með aðgerðum sfnum. Borgaryfirvöld munu nú kanna, hvort ekki sé nauðsynlegt að leita atbeina dómstóla vegna máls þessa.“ mönnuð og því yfirvinnan lent á færri höndum en ella. Launahækkanir meinatækna á Borgarspítalanum fram yfír al- mennar launahækkanir á árinu eru tveir launaflokkar eða 6%. Krafan um 45% álag var sett fram fyrir rúmlega hálfu ári en þá þáðu meinatæknar laun samkvæmt 64. launaflokki. Þessi krafa var sett fram sem hugsanlegur samn- ingsgrundvöllur. Samningur hlýtur alltaf að vera samkomulag sem við- semjendur ná og farið er bil beggja. Þessar kröfur hafa aldrei verið ræddar. Álagskröfur byggðu meinatæknar á breyttum aðstæðum í starfi sem eru óumdeilanlegar og má vísa í því sambandi til erindis sem Haraldur Briem flutti á fræðslufundi Samtaka um sýkinga- vamir á sjúkrahúsum síðastliðið sumar. Þar sagði hann meðal ann- ars frá könnun sem gerð var á tíðni guiusmits hjá starfsfólki rannsókn- ardeildar Borgarspítalans í kring um áramótin 1985 til 86. Niðurstöð- ur þeirrar könnunar og saman- burður við hliðstæða könnun sem gerð var árið 1979 er uggvekjandi. Sextán daga vetrarfrí er rökstutt með samanburði við aðrar heil- brigðisstéttir." Við erum í einskismanns landi - segir Valborg Þorleifsdóttir meinatæknir „VIÐ erum eiginlega í einskismanns landi eftir að sú liug- mynd kom upp að borgin seldi spítalann. Hvorki borg né ríki telur sig hafa nokkuð með okkur að gera,“ sagði Valborg Þorleifsdóttir meinatæknir eftir að slitnaði upp úr samninga- viðræðum milli meinatækna og borgaryfirvalda á Gamlárs-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.