Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Er helför bændastétt- arinnar að hefjast? eftir Valgeir Sigurðsson Ein af grundvallarkenningum þeirra er stjórnuðu þriðja ríkinu í Þýskalandi á fjórða tug þessarar taldar var lífsrýmiskenningin. Sam- kvæmt henni höfðu hinir kynhreinu aríar rétt til að reka óæðri þjóðir af landi þeirra og taka það sér til ^ nota. Valdhafar þriðja ríkisins eru þó ekki einir um að hafa notað sér lífsrýmiskenninguna sér til fram- dráttar. Síðan ríki þeirra leið undir lok hafa ýmsir gert hana að sinni. Nú síðast hafa forvígismenn land- búnaðarmála hér á landi, með bóndann í sæti landbúnaðarráð- herra í broddi fylkingar, ákveðið að eyða hluta bændastéttarinnar til að auka rými þeirra sem eftir verða. Þó aðfarimar séu mildari enn sem komið er leynir skyldleikinn sér ekki. Hinir óverðugu skulu láta bú sín og óðul svo lífsrými hinna verð- ugu haldist og aukist. Á undanfomum ámm hefur hóp- ur manna barist um á hæl og « hnakka vegna þeirrar umfram- framleiðslu sem verið hefur í svonefndum hefðbundnum búgrein- um. Sá áróður hefur dunið lálaust á þjóðinni að sá varaforði sem hún hefur átt af matvælum væri hennar helsta mein og undirrót nærri því alls sem úrskeiðis hefur farið í íslensku efnahagslífi. í fararbroddi áróðursherferðarinnar fóm lengi málaliðar þeirra afla sem ætla sér gróða af innflutningi landbúnaðar- vara þegar íslenskur landbúnaður hefur verið lagður í rúst, en nú hefur múgsefjunin gengið svo langt að forystumenn bændastéttarinnar em famir að framkvæma vilja þess- ara yfirlýstu íjandmanna sinna. Sú hætta vofir stöðugt yfir ís- lensku þjóðinni, ef til hemaðarátaka kemur, að siglingar til landsins stöðvist um langan tíma, jafnvel svo ámm skipti. Þá getur það ástand skapast í helstu framleiðsluvömm búvöm að engin nothæf matvæli séu fáanleg án þess að til styrjaldar- ástands dragi. Kjarnorkuslysið í Ukraínu á síðasta vori sýndi lítinn forsmekk þess sem getur gerst. Vegna þessarar hættu verða ætíð að vera til vemlegar aukabirgðir » matvæla í landinu og ekki síður er mikilvægt að getan til að framleiða matvæli í landinu sjálfu sé ekki skert. Þetta er einn þáttur almanna- vama og má hann síst af öllu gleymast þegar rætt er um þær. Frá því hættuástand skapast þar til hægt er að senda aukna land- búnaðarframleiðslu á markað tekur allt að tveimur ámm og verður þó að takmarka slátmn gripa á því tímabili svo fjölgun sé framkvæm- anleg. Er því mjög óvíst að hægt sé aö auka framleiðslu undir þeim kringumstæðum. Umframframleiðsla hefðbundinna landbúnaðarafurða er af þeim sökum nauðsynleg svo forða megi hungursneyð í landinu ef fyrrtaldar aðstæður skapast. Sölutregðu landbúnaðarvara má vel skilgreina sem atvinnuleysi í landbúnaði. Fyrir röskum þrjátíu ámm sömdu launþegafélög í landinu um atvinnuleysistryggingar fyrir félagsmenn sína. Þær trygg- ingar em fjármagnaðar þannig að ríkið greiðir helming iðgjalds en sveitarfélög og atvinnurekendur fjórðung þess, hvor aðili. Því miður bám forystumenn bænda í þann tíð eða síðan ekki gæfu til að semja um svipaðar tryggingar fyrir sína stétt og þess vegna er meðal ann- ars komið sem komið er. Þess var áður getið að óbreytt framleiðsla hefðbundinna land- búnaðarvara sé nauðsynleg trygg- ing þess að þjóðin fái lifað í landi sínu á hveiju sem gengur. Það er eðli allra trygginga að af þeim verð- ur að greiða árlegt iðgjald og svo er einnig um matvælatryggingar landsmanna. í þessu tilfelli sem öðmm em það þeir sem njóta eiga trygginganna er verða að borga iðgjaldið, það er landsmenn allir. Þeir sem jafnan em með spamað- arorð á vömm og vilja láta spara við alla nema sjálfa sig munu nú segja að ég vilji velta þessum kostn- aði yfir á ríkissjóð svo sem verið hefur. Auðvitað verður ríkið alltaf að standa á bak við svona trygging- ar en ef vel er að verki staðið ætti að mega ná meginhluta kostnaðar- ins með öðm móti. Á undanförnum ámm hefur oft verið um það rætt að hugsanlegt sé að selja megi íslenskt dilkakjöt sem sérstaka gæðavöm á erlendum markaði og fá fyrir það verð sem bændur þurfa. Svo undarlegt sem það er þá er eins og jafnan hafi verið bmgðið fæti fyrir þær tilraun- ir sem átt hefur að gera til að kanna þetta. Einna lengst komst tilraun sem gerð var til sölu á dilkakjöti vestan- hafs haustið- 1985. En þá gerðist hið undarlega. Landbúnaðarráð- herra setti það skilyrði að væntan- legur innflytjandi vestanhafs tæki ábyrgð á birgðahaldi. Til þess treysti hann sér ekki og þar með var sá draumur búinn. Ég veit ekki betur en fiskur sem fluttur er til Ameríku sé fluttur þangað á ábyrgð Islendinga sjálfra. Það er félaga í þeirra eigu. Því hljóta bændur að spyija: Var til of mikils mælst af bóndanum í Seglbúðum að hann gengist fyrir því að ríkið tæki ábyrgð á þessari tilraun þar til séð væri hvort varan seldist? Það var óneitanlega fróðlegt að heyra þá yfirlýsingu aðstoðarmanns landbúnaðarráðherra í sjónvarpi þann 11. nóvember að markaðsöfl- un fyrir kindakjöt sé ekki í verka- hring þess ráðuneytis. Eftir þessu tilheyra því ráðuneyti aðeins þær aðgerðir sem miða að því að drepa niður íslenskan landbúnað en ekki hinar sem stuðla að eflingu hans. Það er greinilegt að ráðuneytin líta misjöfnum augum á hlutverk sitt við öflum markaðar erlendis. Á liðnu sumri fór sjávarútvegsráð- herra til Bandaríkjanna til að greiða fyrir sölu á hvalkjöti. Ég vil ekki gera lítið úr hlut hvalveiða í þjóðar- búskap íslendinga en þó fullyrði ég að sauðfjárbúskapur er miklu mikil- vægari fyrir þjóðarbúið meðal annars sökum hinnar geysimiklu atvinnu sem hann skapar vítt og breytt um landið. Það var uplýst á Alþingi um dag- inn að aðeins væri varið fimmtán milljónum króna til sölutilrauna landbúnaðarvara af öllum þeim fjármunum sem landbúnaðurinn fær á þessu ári. Þessa fjárhæð þarf að margfalda. Síðan þarf að gefa hinum stöðu kerfiskörlum, jafnt í ráðuneyti og hjá Stéttarsambandi, sem jafnan draga lappir og spyma í þröskulda þegar útflutningsmál dilkakjöts eru á dagskrá, svo ærlegt spark í afturendann að þeir skilji að hinir mjúku stólar sem þeir nú sitja í bíði þeirra ekki lengur nema þeir vinni að útflutningsmálum af fullum heilindum og eins miklum þrótti og þeir fremst megni. Einnig þarf að ráða sölumenn sem hafa vit og vilja og gefa þeim ftjálsar hendur til að verða að sem mestu gagni. En þó landbúnaðarráðuneytið telji sölumál landbúnaðarafurða ekki í sínum verkahring eru menn þar ekki iðjulausir. Að undanfömu hefur hópur manna frá Stéttarsam- bandi bænda og ráðuneytum riðið um héröð og hvatt bændur til að leggjast sjálfviljugir á stéttarlegan höggstokk. Svo sem vænta mátti af þeim sem þar fóm var þeirri hvatningu einkum beint til aldraðs fólks og smábænda því að í þeim er talinn minnstur skaði í þeim herbúðum. Á hæla þessara manna var sauðfjárbændum síðan sent bréf hvers boðskapur var að þeirra af- taka færi fram hægt og kvalafullt. Tilgangurinn hefur væntanlega ver- ið sá að sem flestir kysu fyrri kostinn. Það hefur aldrei þótt stórmann- legt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. En hér vom þeir á ferð sem fannst það viðeigandi enda einkum í fyrirsvari aldrað fólk og smábændur sem ekki er búist við að megi sín mikils gegn samein- uðu ríkisvaldi og Stéttarsambandi. Það er eitt af gmndvallaratriðum allrar stéttarbaráttu að stéttarfélög skuli ekki gera upp á milli félags- manna sinna og halda uppi baráttu fyrir alla umbjóðendur sína jafnt. í þessu hefur Stéttarsamband bænda bmgðist hlutverki sínu. I stað þess að koma fram sem alhliða baráttu- samtök er neyttu allra bragða til baráttu fyrir hagsmunum bænda- stéttarinnar hefur það gerst hand- Valgeir Sigurðsson „Að undanförnu hefur hópur manna frá Stétt- arsambandi bænda og ráðuneytum riðið um héröð og hvatt bændur til að leg-gjast sjálfvilj- ugir á stéttarlegan hög-g-stokk. Svo sem vænta mátti af þeim sem þar fóru var þeirri hvatningu einkum beint til aldraðs fólks og smá- bænda því að í þeim er talinn minnstur skaði í þeim herbúðum.“ langari ríkisvaldsins við skömmtun náðargjafa þess. Nær hefði verið að láta ríkið sjálft sjá um skiptingu síns náðarbrauðs en einbeita sér þess í stað að baráttu við fjand- menn bændastéttarinnar innan ráðuneyta sem utan. Sú barátta hefði mátt vera af hörðustu gerð sem framkvæmanleg er innan ramma laga. Og nú hefur það gerst að Stéttarsambandið hefur tekið upp baráttu fyrir að hluta þeirra stéttar sem að því stendur verði eytt. Hafa menn heyrt getið um þannig stéttarbaráttu fyrr? Á síðastliðnu ári voru stofnuð sérgreinasambönd kúa- og sauð- fjárbænda. Voru þau ætluð til að beijast fyrir hagsmunum bænda vegna lélegrar frammistöðu Stétt- arsambandsins. Því miður hefur sú barátta orðið í molum og sumir sem þar hafa komist til forystu hafa séð þau úrræði ein að kroppa augun úr stéttarbræðrum sínum í fjarlæg- um landshlutum. Sérhyggjan og löngunin til að bjarga eigin skinni hvað sem um aðra verður sýnist vera ríkjandi í hugsanagangi flestra sem til metorða komast. Það hefur lengi verið draumsýn ýmissa manna að leggja harðbýlli sveitir landsins í eyði jafnframt því sem grisjuð væri byggð í góðsveit- um. Til þessa liggja ýmsar hvatir en algengust mun vera löngun til að eignast verðlítið land á hinum eyddu svæðum og ofsjónir yfir þeim fjármunum sem renna til þjónustu við þessar byggðir. Sú þjónusta er þó í mörgum tilfeilum lakari en aðrir fá og í einstaka tilfelli sam- félaginu til skammar. Sú sölukreppa sem nú hefur orð- ið á landbúnaðarvörum er þeim landeyðingarmönnum kærkomin sending sem þeir ætla ekki að láta ganga 'sér úr greipum. Nú sjá þeir hilla undir að sú ósk þeirra rætist að þessum byggðum verði eytt fyr- ir atbeina rangsnúins ríkisvalds og kjörinna fulltrúa þeirrar stéttar er þar býr. Þegar ég leit bréfið frá Fram- leiðsluráði er kynnti framleiðslurétt sauð§árafurða kom í huga mér þessi vísa Páls lögmanns Vídalíns: Kúgaðu fé af kotungi, svo kveini snauður almúgi. Þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á alþingi. Þó meir en hálf þriðja öld sé lið- in síðan þessi vísa var kveðin er lýsing hennar á ranglátum valds- mönnum jafn sönn á vorum dögum sem þá var. Við úthlutun fullvirðis- réttar er ekkert tillit tekið til aðstæðna manna eða getu til að þola skerðingu. Sem dæmi um rétt- læti hins ómennska kerfis má geta þess að hjón með mörg böm og ekki stórt bú, sem búa á jörð þar sem sauðfjárbúskapur er aðalbú- greinin, eru svift nær þriðjungi (31,5%) búmarks. Framleiðsla þeirra viðmiðunarárin var verulega undir búmarki og launin fyrir að minnka framleiðsluna eru á þessa leið. Hér sannast því eins og oftar. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti. Fyrir einum og hálfum til tveim- ur áratugum var mikið rætt um móðuharðindi af mannavöldum einkum af þeim stjómmálaflokki sem nú fer með landbúnaðarmál í ríkisstjóminni. Það er kaldhæðni örlaganna ef bóndinn úr eldsveitinni sem nú stjómar þeim málum verður þess valdandi að þannig hörmungar komi yfir þjóðina í óráðinni framtíð. Ég hef stundum spurt menn á hveiju þjóðin eigi að lifa ef hefð- bundinn landbúnaður lamast og siglingar til landsins stöðvast lang- an tíma. Margir hafa kosið að stinga höfðinu í sandinn að hætti strútsins og neita því að þessi hætta geti verið fyrir hendi. Núverandi ráðamenn þjóðarinnar sýnast í þeirra hópi en vonandi er ekki þjóð- in öll haldin þeirri blindu. Halldór Laxness segir í einni bóka sinna eitthvað á þá leið að í harðæmm falli kýmar fyrst, þá æmar, síðan húsfreyjan, þá bömin og loks húsbóndinn. EVamvindan getur orðið lík hjá bændastéttinni. Fyrst verða smábændur látnir víkja, þá góðbændumir, síðan stórbænd- umir og loks forystumennimir, enda höfuð án líkama lítils virði. Því kann svo að fara að þeir sem nú ætla að bjarga sér fram hjá skerðingunni með því að stikla á hræum kotunganna verði fyrr en varir orðnir stiklur annarra meiri. Mér hefur verið tjáð af manni sem þekkir til mála að hópur stór- bænda sé nær afvelta íjárhagslega sökum offjárfestingar undanfar- inna ára enda rækilega til þess hvattir af ráðunautum landbúnað- arins og stjómmálamönnum á atkvæðaveiðum. Þessir menn láta oft nokkuð á sér bera og komast til metorða. Það má því gera ráð fyrir að einhveijir þeirra hafi tekið þátt í að móta þá stefnu í land- búnaðarmálum sem nú á að fara að framkvæma enda ber hún þess merki. Ráðdeildarsömum og skuld- litlum smábændum og meðalbænd- um er ætlað að blæða svo hinir fyrrtöldu geti áfram velt sér í skuldafeninu. Þessi hluti bænda er einskonar „Hafskip" landbúnaðar- ins og myndu fara sömu leið ef eðlilega væri staðið að málum. Það ætti að vera lágmarkskrafa ef land- búnaður verður að dragast saman að menn fái að beijast fyrir tilveru sinni í bændastétt. Þá sést hveijir eru traustastir. I upphafi þessarar greinar líkti ég verðandi landbúnaðarstefnu við lífsrýmiskenninguna. Líklega varð framkvæmd hennar framar öðru orsök þess að Þjóðveijar töpuðu stríðinu og skal það síst harmað. Meðferð þeirra á Úkraínumönnum og Hvítrússum olli því að þeir sner- ust ekki gegn rússnesku herraþjóð- inni og það skipti sköpum. Það er líklegt að eins gerist hér viðvíkjandi núverandi landbúnaðarstefnu. Ef bændur sjá að þeim er ætluð helför he§a þeir örvæntingarbaráttu og fari svo geta sterkari stofnar brotn- að en nú skreyta öndvegi íslenskra landbúnaðarmala. Þetta ættu þeir stjómmálamenn sem nú leita endur- kjörs í kosningum að athuga. Höfundur er fræðimaður og er búsetturá Þingskálum A Rangárvöllum. Ferðti stundum á hausínn? Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Á mannbroddtim, ísklóm eða negldum skóhlífum ertu „svellkaldur/köld“. Heímsæktu skósmíðínn! ||UMFERÐAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.