Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
41
Að fullnægja frumþörfum
eftirHrafn
Sæmundsson
Til eru þau verkefni, sem fólk
verður ætíð að vinna að einhverju
leyti eitt. Meðal þessara verkefna
er umönnun fatlaðra. Fötluð böm
og aðrir fatlaðir einstaklingar þurfa
ætíð einhveija umönnun fram yfir
ófatlaða og ef fötlunin er mikil get-
ur þetta verkefni oft gengið nærri
orkuforða og þreki foreldra og að-
standenda.
Nútíma velferðarþjóðfélag kem-
ur í meira og minna mæli til móts
við þarfír fatlaðra með því að skapa
ytri skilyrði fyrir umönnun þeirra.
Til merkis um þetta eru fjölmargar
stofnanir, skólar, vinnustaðir, dval-
arstofnanir og ýmiss konar aðstoð
í margvíslegu formi. Þetta er hluti
af því velferðarkerfí sem ríkar þjóð-
ir hafa komið upp ásamt annarri
sameiginlegri þjónustu.
Svo undarlegt, sem það kann að
virðast, á hið ríka velferðarþjóð-
félag Vesturlanda þó vissan þátt í
því að fötlun eykst en minnkar ekki
eins og menn gætu ályktað. Fram-
farir í læknisfræði, betri þjónusta,
aukin tæknivæðing, gífurleg um-
ferð og aðrir fylgifískar almennrar
velmegunar, gera það að verkum
að fötluðum fjölgar raunverulega
og fötlun verður verri og varan-
legri. Einstaklingar fatlast af
ýmsum ástæðum. Mikill fjöldi fatl-
aðra einstaklinga sem þarf mjög
mikla umönnun.
Þrátt fyrir að mikið hefur verið
gert í málefnum fatlaðra dugar það
ekki til. Og þrátt fyrir allt, sem
gert er, lendir umönnun mikið fatl-
aðra einstaklinga ætíð mikið á
foreldrum þeirra og aðstandendum
á einhverju stigi.
Um nokkra þætti þessa máls
verður fjallað hér, m.a. til að reyna
að benda á þá staðreynd að á þessu
sviði verður að gera miklu meira,
ef fatlaðir eiga að hafa grundvallar-
mannréttindi á við aðra og þeir og
aðstandendur þeirra eiga að geta
fullnægt efnahagslegum og félgs-
legum frumþörfum sínum.
í stuttri blaðagrein er ekki unnt
að gera þessu máli nema lítil skil.
Þess vegna verður aðeins drepið á
þijú atriði.
í fyrsta lagi er það staða þess
fatlaða fólks sem býr í heimahúsum
og á fullorðna aðstandendur.
í öðru lagi staða foreldra fatlaðra
unglinga sem eru að komast eða
komnir á kynþroskaaldur.
í þriðja lagi staða foreldra fatl-
aðra bama.
Allir þessir aðilar fá ýmiss konar
þjónustutilboð, bæði frá sveitafé-
lögum, víða, og fyrst og fremst frá
Guðspjall dagsins:
Matt. 2.: Flóttinn
Egyptalands
til
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr.
Þórir Stephensen.
LANDAKOTSSPÍTALI: Guðs-
þjónusta kl. 13.00. Organleikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr.
Hjalti Guðmundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
og fjölskyldusamkoma í safnað-
arheimili Árbæjarsóknar kl. 11
árdegis. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barna- og fjölskylduguðsþjón-
usta í Breiðholtsskóla kl. 11.
Organisti Daníel Jónasson. Sr.
Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Elín Anna Antons-
dóttir og Guðrún Ebba
Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Guðni Þ. Guðmunds-
son. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESKPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 14.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Kl. 20.00 frumsýnir Leikhús í
kirkju leikritið Kaj Munk eftir
Guðrúnu Ásmundsdóttur.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Arngrímur Jónsson. Messa kl.
14. Sr. Tómas Sveinsson.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
14.00. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Orgel- og kórstjórn Reynir
Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Eirný og Solveig Lára tala við
börn og stjórna söng. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Sig-
hvatur Jónasson. Prestur sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir.
KIRKJA óháða safnaðarins:
Barnaskemmtun kl. 15.00 á veg-
um kvenfélagsins. Sr. Þórsteinn
Ragnarsson.
Hádegisverðarfundur presta
verður í safnaðarheimili Bú-
staðakirkju mánudag 5. jan. '87.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla-
delfía: Almenn guðsþjónusta kl.
20. Stig Östlund frá Svíþjóð pré-
dikar og syngur.
DÓMKIRKJA Krists konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. .30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um þá kl. 14.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há-
mpeeo U 11
HJÁLPRÆÐISHERINN: Nýárs-
fagnaður sunnudagaskólans kl.
14. Kl. 20.30: Fyrsta hjálpræðis-
samkoma ársins. Séra Halldór
S. Gröndal talar og brigader Ingi-
björg stjórnar. Mikill söngur.
Mánudag kl. 20.00: Jólafagnað-
ur fyrir hermenn og meðlimi
heimilasambands og hjálpar-
flokks (m. fjölsk.). Séra Frank
M. Halldórsson talar og deildar-
stjórahjónin stjórna. Veitingar
verða bornar fram.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
KAPELLA St. Jósefsspítala,
Hafn.: Hámessa kl. 10. Rúm-
helga daga er lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
ríkinu. Hinsvegar nægir þetta ekki
og einnig koma til ný verkefni sem
alls ekki er fullnægt við núverandi
aðstæður og vikið verður að.
I fyrsta hópnum eru það líklega
fyrst og fremst húsnæðismálin. Þar
brennur þessi spuming mest: Hvar
geta þeir fötluðu einstaklingar dval-
ið, sem alla ævi hafa búið í
heimahúsum, hvar geta þeir búið
þegar foreldrar eða aðstandendur
falla frá eða eru úr leik?
Vistunarmál þessa fólks eru í
mjög mörgum tilvikum óleyst og
þetta verkefni er stærra en svo að
það verði leyst í núverandi kerfí.
Þama ríkir neyðarástand. Þetta
fólk þarf að einhveiju leyti á vemd-
uðu húsnæði að halda.
Margt af þessu fólki stendur og
kemur til með að standa í vaxandi
mæli á götunni í eiginlegustu merk-
ingu. Það er kannski djúpt tekið í
árinni að segja að það sé siðlaust
að koma þessu fólki í „geymslu" á
einhverskonar stofnunum fyrir aðra
þjónustu, en til þeirra ráða hefur
verið gripið. Þessu fólki, sem alla
ævina hefur dvalið á heimili sínu.
Það er raunverulega siðlaust í einu
ríkasta þjóðfélagi heims að búa
þannig að þegnum sínum.
í öðm lagi verður drepið á stöðu
foreldra mikið fatlaðra unglinga
sem em að komast á kynþroskaald-
urinn. Þrátt fyrir að þetta fólk fái
ýmsa þjónustu og aðstoð, þá er það
viðbótarálag, sem þama kemur til,
ekki á dagskrá nema að sáralitlu
leyti í núverandi kerfi. Hér þurfa
að koma ný og margvísleg félagsleg
tilboð sem hæfa þörfum hvers ein-
staklings.
í þriðja lagi em það málefni for-
eldra ungra, mikið fatlaðra bama
Ljóst er að þrátt fyrir margvlslega
aðstoð á þessum vettvangi skortir
víða á betri félagslegar aðstæður
fyrir foreldra ungra, fatlaðra bama.
Ekki er hér síst um að ræða aukið
forvamarstarf af ýmsum toga.
Margt fólk brotnar undan þessu
Hrafn Sæmundsson
„Þrátt fyrir að mikið
hefur verið gert í mál-
efnum fatlaðra dugar
það ekki til. Og þrátt
fyrir allt, sem gert er,
lendir umönnun mikið
fatlaðra einstaklinga
ætíð mikið á foreldrum
þeirra og aðstandend-
um á einhveiju stigi.“
álagi — hjónabönd bresta og ljöl-
skyldulíf losnar úr böndunum.
Hér hefur eingöngu verið vakin
athygli á örfáum atriðum í málefn-
um fatlaðra. Marga aðra þætti
mætti nefna á sama hátt.
Ef menn þekkja til þessara mála
kæmi kannski upp í hugann sú
spuming, hvaða mat á að leggja á
forgangsverkefni. Þetta er þó raun-
verulega annars konar mat. Þetta
er mat á því hver sé siðmenning
einnar ríkustu þjóðar heims, sem
ekki telur sér fært að tryggja öllum
þegnum sínum grundvallarmann-
réttindi. Það er að segja efnahags-
legar og félagslegar frumþarfír.
Höfuadur eratvinn umálafuUtrúi
ÍKópavogi
Álfabrenna á
Fákssvæðinu
HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fák-
ur í Reykjavík gengst fyrir
álfabrennu á félagssvæðinu í
Víðidal í dag, laugadaginn 3. jan-
úar, klukkan 16:30.
Álfakonungur og drottning hans
munu koma með fríðu föruneyti og
verða vel ríðandi. Og í fréttatilkynn-
ingu frá Fáki segir, að einnig muni
annar konungur mæta þarna með
hyski sínu úr neðra auk þess sem
vera megi að jólasveinum og foreld-
rum þeirra bregði fyrir.
Félagsheimili Fáks verður
og þar veitingasala.
opið
Fundur
hjá SÍNE
SAMBAND íslenskra náms-
manna erlendis heldur fund með
Finni Ingólfssyni laugardaginn
3. janúar kl. 15.00 í Félagsstofn-
un stúdenta.
Umræðuefni þessa fundar verður
ný drög að frumvarpi um breyting-
ar á lögum um Lánasjóð íslenskra
námsmanna. Finnur mun skýra af-
stöðu sína og Framsóknarflokksins
til frumvarpsdraganna. Allir sem
áhuga hafa eru velkomnir á fund-
inn.
„Bjössi litli
á Bergi“
Nafn höfundar ljóðsins „Bjössi
litli á Bergi“, sem birtist í Lesbók
bamanna í blaðinu 31. desember,
féll því miður niður. Höfundur er
Jón Magnússon skáld. — Blaðið
biðst velvirðingar á þessum mistök-
Fyrirvari á
uppsögninni
I FRÉTT í Morgunblaðinu var
það haft eftir slökkviliðsmönnum
f Grindavík að þeir hafi orðið að
rýma leiguhúsnæði slökkviliðsins
fyrirvaralaust árið 1984.
Eigandi húsnæðisins hafði sam-
band við blaðið og óskaði eftir því
að þetta yrði leiðrétt. Slökkviliðinu
hefði verið sagt upp með lögboðnum
fyrirvara í lok september 1983.
UJU
TT
BÍÓHÖU
He's survived the most hostile and primitive land known to man.
Now all he’s got to do is make it through a week in New York.
jMyndinmín, Crocodile
Dundee, erbestsótta
grínmyndin í Banda-
ríkjunum érið 1986og er
eina myndin sem náðiþví
að vera 9 vikuri toppsæt-
inu samfleytt".
Hún byrjarí Bíóböllinni
ídag.
Meðnýdrskveðju,
Krókódíh Dundee.
Sjá nánar á
síðu 45.
lunuiiujji]
lU