Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
Coldwaterog fisksalan vestan hafs
Michael Geroux,
aðstoðarfor-
stjóri Parkway:
Gæði
og stöðugt
framboð
skiptir okk-
ur mestu
máli
„FYRIRTÆKIÐ veltir um millj-
arði króna á ári og selur til um
600 viðskiptavina, allt frá sjúkra-
húsum til fínna veitingastaða.
Það er 20 ára gamalt, sjálfstætt
einkafyrirtæki, en er í tengslum
við Nuggett í Californíu. Við
byrjuðum í sölu á kjöti, en höfum
fært okkur meira og meira yfir
í almenna frysta matvöru og
leggjum áherzlu á sem fjöl-
breyttasta þjónustu. Fisksalan
hjá okkur er aðeins um 5% af
heildinni, en nemur þó um 550
lestum á ári, sem við kaupum af
Coldwater. Fisksalan fer stöðugt
vaxandi, mikið af fiskinum fer í
skóla og við reynum okkar bezta
í sölu, kynningar- og gæðamál-
um,“ sagði Michael Geroux,
aðstoðarforsljóri söludeildar
Parkway heildsölunnar í Pitts-
burg.
„Það, sem skiptir okkur mestu
máli við fiskkaupin, eru gæði fisk-
ins, stöðugt framboð og góð
Michael Geroux
þjónusta. Lee Hasselman, umboðs-
maður hér í Pittsburg, hefur staðið
sig frábærlega vel og vörumerkið
Icelandic er þekkt um allt fyrir
gæði. Nú gerir fólk mikið af því
að prufa eitthvað nýtt. Ef það er í
lagi, reynir það aftur, annars ekki.
Þeir, sem leggja áherzlu á gæði
hráefnis og matar, gera það bezt,
en ekki endilega þeir, sem eru með
stærstu skammtana.
Nú hefur verð á nautakjöti lækk-
að vegna offramleiðslu, en verð á
fiski hækkað. McDonalds höfðar til
bamanna og leggur áherzlu á af-
greiðslu um lúgu í bíla. Þessir
möguleikar eru líka fyrir hendi í
fiskinum. Vænlegast er þó til ár-
angurs, að koma gæðafíski inn í
skólana. Ungur nemur, gamall tem-
ur og bömin halda áfram að borða
fisk, þegar þau vaxa úr grasi. Cold-
water er þetta fyllilega ljóst og
hagar sér samkvæmt því. Þar hugsa
menn til framtíðarinnar," sagði
Michael Geroux.
Charlie Waggett
Charlie Waggett,
heildsali í Pittsburg:
Núeruallirdagar
orðnir „fiskdagar"
„ÉG hef keypt fisk frá Cold-
water í tæp 30 ár. Ég er mjög
ánægður með fiskinn frá þeim
og þjónustuna og verð það vænt-
anlega þar til þeir segjast ekki
eiga það til, sem mig vantar.
Stöðugt framboð skiptir mestir
máli, síðan gæði og loks verð.
Veitingahúsin byggja afkomú
sína og auglýsingaherferð á
ákveðnum tegundum af fiski.
Verði hann svo ekki til einn góð-
an veðurdag, er dæmið búið og
viðskiptin úr sögunni," segir
Charlie Waggett, heildsali I Pitts-
burg.
Charlie Waggett rekur tiltölulega
litia heildsölu og byggir viðskiptin
með fískinn mikið á litlum veitinga-
húsum og börum, sem sérhæfa sig
í fisksölu. Hann segist aðallega selja
flök frá Coldwater auk fisks frá
öðmm seljendum, rúmlega 3,5 lest-
ir á mánuði. 7 manns starfa í
heildsölu hans og veltir hún um 82
milljónum króna á ári.
„Fiskát er að aukast verulega
hér. Aður fyrr var fiskur bara borð-
aður á föstudögum, en nú eru allir
dagar orðnir fiskdagar. Það eru
miklir möguleikar í fisksölu hér,
menn verða bara að gæta þess, að
framboð sé stöðugt og gæði séu í
lagi. Fólk er farið að hugsa meira
um heilsufarið og hollustu mata-
ræðis en áður og það kemur fiskselj-
endum til góða, svo fremi sem þeir
standi sig,“ sagði Charlie Waggett.
Sue Deen og Sue Ross
í Chambersburg:
Bestifiskurinn
frá Coldwater
í CHAMBERSBURG hittum við
tvær konur, sem skipa stóran
sessj starfsemi Long John Silv-
er. Onnur þeirra stjórnar veit-
ingastaðnum þar, Sue Deen, en
hin er svæðisstjóri og heitir Sue
Ross. Hjá Long John Silver er
megin áherzlan lögð á gæði f isks-
ins og alúðlegt umhverfi og
framreiðslu. Þær stöllur eru
sammála um, að bezti fiskurinn
komi frá Coldwater og það sé
báðum aðilum mjög mikilvægt
að samskiptin haldist áfram. Þær
lýsa hér á eftir í stuttu máli starf-
semi veitingastaðarins i Cham-
bersburg, en hún er með sama
hætti og á hinum 1.400 stöðun-
um, sem reknir eru á vegum
Long John Silver.
„Það er mjög mismunandi hve
mikið við seljum hér í Chambers-
burg á dag, 350 til 700 skammta,
en það er um 113.400 kíló á ári.
Föstudagar og laugardagar eru
jrfirleitt svokallaðir fiskdagar, en
það fer nokkuð eftir landshlutum
og flölda kaþólskra á hveijum stað.
A þessum stað seljum við aðeins
íslenzkan físk nú, en Long John
Silver kaupir fisk frá fleirum en
íslendingum, en við fáum mest frá
Coldwater. Þaðan kemur bezti fisk-
urinn og hann bragðast yfirleitt
öðruvísi líka. Sumu fólki, um helm-
ingi viðskiptavina okkar, er ljóst
að bezti fiskurinn kemur frá íslandi
og biður sérstaklega um hann. Fólk
skiptir alltaf meira og meira máli
hvað það borðar, sérstaklega hvað
varðar gæði og er tilbúið til að
borga eitthvað meira fyrir gæðin.
Umræðan um að fískát sé heilsu-
samlegt hefur haft mikil áhrif og
margir eru að draga úr neyzlu á
nautakjöti og það hefur aukið
neyzlu á kjúklingum og físki. Við
matbúum fískinn á ýmsa vegu,
djúpsteiktan, steiktan og sums
staðar bakaðan og oftast með
frönskum kartöflum."
Þið eruð hér í nábýli við ham-
borgarastaði, pizzuhús og kjúkl-
ingasölu, hvemig gengur
Bjarti Mohr,
sölumaður
hjá Coldwater:
Samstarf
íslendinga
og Færey-
inga báðum
mikil vægt
INNAN Coldwater eru ýmsar
deildir. Ein þeirra er S-deildin
og henni stjórna þeir Bjarti Mohr
og Pálmi Ingvarsson. Bjarti er
frá Færeyjum og hefur meðal
annars starfað þar hjá Föroya
Fiskasölu. Hann telur samstarf
Fiskasölunnar og Coldwater báð-
um aðilum mjög mikilvægt og
það skili Færeyingum tvimæla-
laust hæsta mögulega verðinu
fyrir fiskinn. Því væri það rétt-
ast að íslendingar og Færeyingar
tækju upp samstarf á öðrum
mikilvægum fiskmörkuðum í
Evrópu. Bjarti var spurður um
starf hans og hvaða skoðun hann
hefði á fyrirkomulagi fisksöl-
unnar í Bandaríkjunum:
„Ég starfaði áður hjá Föroya
Fiskasölu, en lauk viðskiptafræði
frá Verzlunarháskólanum í Kaup-
mannahöfn 1984. Að loknu prófínu
var ég já Fiskasölunni í 7 mánuði,
en það hafði verið talað um að full-
trúi frá henni yrði hjá Coldwater í
ákveðinn tíma til að fá betri skiln-
ing á markaðnum hér og auka
samvinnuna við Coldwater; auka
BJarti Mohr
upplýsingastreymið frá markaðnum
til Fiskasölunnar og fyrstihúsanna
í Færeyjum. Ég kom hingað í jan-
úar 1985 og verð hér í tvö ár. Ég
fæst mest við sölu á skelfiski hér.
Verð á skelfiski, hörpudiski og
rækju, hefur verið mjög sveiflu-
kennt. Sumarið 1985 var reynt að
áætla í hve miklum mæli væri hægt
að selja þessar afurðir undir merki
Icelandic fremur en í samkeppni við
almennar, ódýrari afurðir. I því til-
efni var stofnuð ný deild innan
Coldwater, sem er kölluð S-deildin
(skelfiskdeildin). Hún selur, rækju,
hörpudisk, lax og saltfísk og við
Pálmi Ingvarsson sjáum um hana.
Það er mjög þýðingarmikið, bæði
fyrir Coldwater og Föroyja Fiska-
sölu að hafa hér starfandi mann frá
Færeyjum. Það er mikilvægt fyrir
viðskiptavini Coldwater að hér sé
maður, sem þekkir til til sjávarút-
vegs. Ég hef verið á togara, unnið
í fiski og hjá Fiskasölunni og er auk
þess viðskiptafræðingur. Þessa
vegna veit viðskiptavinurinn hvað
maður er að tala um. Þú getur sagt
honum hvar fískurinn er veiddur
og hvernig farið er með hann í veið-
samkeppnin?
„Við höldum þeim við efnið. Við
leggjum áherzlu á að ná til annars
aldurshóps en hamborgarastaðimir,
aðallega miðaldra og eldra fólks,
en erum einnig að vinna að því að
ná til yngri aldurshópa og bama.
Það skiptir miklu máli upp á framtíð
að fá bömin til að borða fisk og
gæta þess um leið, að það sé góður
fiskur. Við leggjum áherzlu á góðan
físk fyrir bömin og berum hann
fram í sérstökum bátum, meðal
um og vinnslu. Á móti fást betri
upplýsingar heim til Færeyja um
markaðinn í Bandaríkjunum og ér
er þess fullviss að um leið og sam-
vinna Coldwater og Fiskasölunnar
hefur aukizt, hefur ýmsum mis-
skilningi verið útrýmt á þessum
tíma og upplýsingastreymið er orð-
ið miklu betra. Meðal annars komu
28 stjómendur frystihúsa hingað í
fyrra til að skoða fyrirtækið, verk-
smiðjumar og Long John Silvers.
Þegar þeir fóm heim aftur, skildu
þeir markaðinn miklu betur en áð-
ur. Því hefur samvinnan orðið mun
betri, bæði hvað varðar sölu, gæða-
eftirlit og reikningsskil.
Ég er viss um að samvinna Cold-
water og Fiskasölunnar hefur skilað
Færeyingum hæsta mögulga verð-
inu á markaðnum hér. Við fáum
hærra verð en Norðmenn og
Kanadamenn, svo dæmi séu nefnd,
vegna þess að fyrirtæki hvorrar
þjóðar fyrir sig em í samkeppni
sína á milli í stað þess að sameinast
í markaðssókninni. Fiskasölan hef-
ur ekkert einkaleyfí á fiskútflutn-
ingi frá Flæreyjum. En við emm
með félagsskap, sem hefur það
markmið að vinna að hagsmuna-
málum frystihúsanna og þeim er
bezt fyrir komið hjá Fiskasölunni.
Frystihúsin em ekki sérhæfð í sölu
afurða, aðeins í framleiðslu ýmissa
fisktegunda og pakkninga. Þau
geta ekkiselt fiskinn meða sama
árangir og við. Auk þess emm við
með sérstakt gæðaeftirlit, sem
tryggir viðskiptavinunum, að það
sé sama frá hvaða fyrstihúsi fískur-
inn kemur, gæðin séu þau sömu.
Öll frystihús í Færeyjum utan tvö
em innan Fiskasölunnar. Þess tvö
gengu úr henni í fyrra, aðalega
vegna þess, að þau fóm á hausinn
og em rekin fyrir tilstilli hins opin-
bera og hafa ömgglega engan
hagnað haft af úrsögninni.
Við seljum lax frá Færeyjum og
staðan í sölu á ferskum og frystum
laxi er mjög erfið vegna mikils
framboð frá vesturströndinni. Norð-
menn em með 90% af markaðnum
fyrir ferskan lax hér. Þeir hafa
ekki sameinazt í einum sölusamtök-
um, heldur selja hver fyrir sig og
það hefur valdið vemlegri verð-
lækkun. Það verður að leggja
áherzlu á að selja laxinn sem mun-
aðarvöm. Mikill munur er á fram-
leiðslu lax og þorsks og ýsu til
dæmis. íslendingar og Færeyingar