Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
45
annars til að sýna þeim hvaðan
hann kemur og hvemig hann er
veiddur. Böm eru farin að borða
meira af fiski en áður og það er
mikilvægt, því bömin ráða tals-
verðu um það hvert farið er til að
borða úti. Við erum með talsvert
af fjölskyldufólki enda em staðimir
hjá okkur frekar sniðnir með það í
huga að fólk geti verið lengur að
borða og fái betri þjónustu en á
skyndibitastöðunum og leggjum
mikið upp úr gestrisni og gæðum.
Sue Deen og Sue Ross
Allir starfsmenn okkar em sér-
staklega þjálfaðir til að annast góða
og vinsamlega þjónustu og við vinn-
um með langtímasjónarmið í huga.
Að minnsta kosti helmingur við-
skiptavina okkar kemur aftur og
stóran hluta þeirra þekkjum við
með nafni.
Nú er að verða ódýrara að borða
úti en matbúa heima, enda er verði
á mat hér mjög stillt í hóf. Skammt-
urinn kostar frá 120 krónum upp
í 200 krónur. Við seljum fólki líka
mat til að taka með sér, en fleira
og fleira fólk borðar inni, enda held
ég að vinsældir skyndibitastaða séu
minnkandi. Ég held að fólk sé allt-
af að verða meira og meira
umhugað um gæði og um hvað það
borðar. Við skerum flökin sjálf nið-
ur í ákveðnar stærðir, en það hefur
verið talað um að kaupa fískinn
skorinn frá Coldwater. Astæðan til
þess, að svo hefur ekki verið gert,
er aðallega spuming um kostnað.
Einnig skiptir það máli, að stykkin
eins og við skerum þau, em mis-
munandi að lögun þó þyngdin sé
svipuð. Við höldum, að fólk skipti
það miklu máli að fiskurinn sé
handskorinn á hveijum stað fyrir
sig. Fólk vill síður fá öll stykkin
nákvæmlega eins, það telur sig þá
ömggara um gæði. Um leið og við
skemm fiskinn, gætum við þess að
gæðin séu í lagi,“ sögðu Sue Deen
og Sue Ross.
em sérfræðingar í flakaframleiðslu,
það emm við, sem ákveðum verðið
á flökunum. Þegar rætt er um lax,
er málið allt annað. í raun er hægt
að framleiða nánast óendanlega
mikið af laxi. Norðmenn fluttu til
dæmis aðeins 50 lestir af laxi hing-
að 1981, á árinu 1986 munu þeir
selja hér meira en 10.000 tonn.
Magnið er orðið svo mikið, að sé
ekki um að ræða betri lax en þann
norska eða að minnsta kosti jafn-
góðan, er eins gott að gleyma þessu
bara. Það er dýrt að framleiða lax-
inn í Færeyjum og á íslandi. Þess
vegna verðum við að framleiða betri
lax en allir aðrir. Hér þýðir ekki
að fara í verðstríð með laxinn, það
verður að keppast um gæði.
Þegar kemur að því, að íslend-
ingar fara að flytja ferskan lax
hingað og selja, verður að hafa
tvennt í huga; Það verður að koma
laxinum hingað á réttum tíma. Sala
á ferskum laxi byggist upp á miklu
meiri hraða en á frystum físki, þá
er aðeins keypt inn fyrir eina viku
í senn og komi laxinn ekki í upp-
hafí vikunnar, fer salan að öllum
líkindum út um þúfur. Auk þess
verður laxinn að vera pakkaður
eftir kúnstarinnar reglum og gæði
og stærð verður að vera í samræmi
við það, sem markaðurinn vill
hveiju sinni. Þess vegna er skipulag
á útflutingi og sölu nauðsynlegt og
ég er viss um, að það verður betra
fyrir íslendinga að selja í gegn um
eitt eða tvö stór og þekkt fyrir-
tæki, sem hafa getið sér orð fyrir
sölu á mjög góðum físki. Væri
hægt að selja laxinn undir vöru-
merki Coldwater, er ég fullviss um,
að það gæti gefíð hærra verð en
ella. Kaupendur hér vilja örugglega
hafa möguleika á því að snúa sér
til annara en Norðmanna, svo fremi,
sem gæði eru jafnmikil eða meiri.
Sala á rækju hefur aukizt veru-
lega að undanförnu. í maímánuði
jókst salan um 400% í dölum talið
og salan á hörpudiski jókst um 28%
í verðmætum en dróst saman í sama
hlutfalli í magni. Það stafar meðal
annars af því, að markaðurinn hef-
ur verið góður, en þetta hefur einnig
byggst á mikilli vinnu í markaðs-
setningu og sölu. Við höfum aukið
sölu til fyrri kaupenda og einnig
náð viðskiptum við nýja. í söluáætl-
un okkar fyrir síðasta ár áætluðum
við sölu á rækju og gáfum út upp-
skriftir með það í huga að við
værum að selja sérstaka hugmynd
um matreiðslu með útreiknuðum
kostnaði við gerð hvers réttar fyrir
sig. Þannig seldum við ekki aðeins
rækju, heldur hugmyndina og
reiknuðum út fyrir kaupandann hve
mikið hann gæti hagnazt á söl-
unni. Við vorum í raun að selja
möguleika á hagnaði og þessi að-
ferð skilaði verulegum árangri. Við
höfum svipaðar áætlanir við sölu á
hörpudiski, en það hefur ekki geng-
ið enn, mest vegna þess að framleið-
endur á íslandi eru tregir til að
lausfrysta hörpudiskinn, vilja frem-
ur blokkfrysta hann. Það er fremur
erfítt að selja blokk sem verðmæt-
ari framleiðslu og ná hærra verði
en ella. Með lausfrystingu væri
tvímælalaust hægt að ná mjög góðu
verði, þegar til lengri tíma er litið
og ég er viss um, að sömu möguleik-
ar eru í sölu á hörpudiski og í
rækjunni. Það þarf bara að fram-
leiða hann eins og markaðurinn
óskar. Galdurinn í þessu öllu saman
er að kanna markaðinn áður en
framleiðsla hefst. Það gengur ekki
lengur að framleiða og segja öðrum
að selja og vera svo óánægður,
þegar hæsta verðið fæst ekki. Síðan
er ekki nóg að selja bara físk, held-
ur verður að selja uppskriftir og
hugmyndir um framreiðslu t veit-
ingahúsum og mötuneytum. Það
verður að selja upplýsingar og
þekkingu með.
Ég tel íslendingum og Færeying-
um mikinn hagnað af því að vinna
saman í Bandaríkjunum og ég tel,
að samskonar samvinna í Evrópu
gæti skilað svipuðum árangri. Það
hefur enginn annar í heiminum
jafngóðan físk og við. Það er bara
spumingin um að sameinast í kraft-
mikilli samvinnu og ná með því
hæsta mögulega verðinu. Ekki bara
að selja, ekki bara að taka markað-
inn eins og hann er, heldur hafa
áhrif á hann. Það þarf líka að huga
að langtímasjónarmiðum og iná
ekki stökkva á milli markaða eftir
ímynduðum hentugleikum hveiju
sinni og brenna allar brýr að baki
sér á öðmm mikilvægum mörkuð-
um. „Brúarsmíð" getur tekið
langan tíma og verið kostnaðarsöm.
Viðskiptavinir leggja mikið upp úr
því að framboð sé stöðugt, ef ekki,
gefast þeir upp á því að bíða og
fara annað og þá hrynur „brúin",
sagði Bjarti Mohr, sölumaður hjá
Coldwater.
f
Grindavík:
Uppsögn slökkviliðs-
manna staðfest í gær
Grindavík.
BÆJARSTJÓRANUM í
Grindavík, Jóni Gunnari Stefáns-
syni, barst á þriðjudaginn bréf
frá slökkviliðsmönnum í
Grindavík þar sem þeir til-
kynntu, að uppsagnir þeirra
öðluðust gildi 1. janúar 1987.
Næsti fundu bæjarráðs verður
væntanlega haldinn á miðviku-
daginn.
Bréfið er svohljóðandi: „Á fundi
slökkviliðsmanna 21. desember
1986 voru gerðar eftirfarandi álykt-
anir: Slökkviliðsmenn eru hlynntir
tillögu bæjarstjórnar Grindavíkur
að fá húsnæðið við hliðina á fyrrum
slökkvistöð að Skólabraut 8 til
umráða, þar sem öllum slökkviliðs-
bílum yrði komið fyrir á sama stað.
Þetta húsnæði er einkum hugsað
sem bráðabirgðalausn á húsnæðis-
vanda okkar. Slökkviliðsmenn eru
ekki tilbúnir að draga uppsagnir
sínar til baka fyrr en varanleg lausn
á húsnæðisvanda okkar er í aug-
sýn. Uppsagnir slökkviðliðsmanna
öðlast gildi 1. janúar 1987 þar sem
uppsagnarfrestur er samkvæmt
samningi 7 dagar því slökkviliðs-
menn eru í hlutastarfi. Slökkviliðs-
menn eru tilbúnir að hafa
uppsagnarfrestinn þijá mánuði.
Staðsetning slökkvistöðvar í nýja
miðbænum er sjálfsagt að endur-
skoða þar sem hugmynd bæjar-
stjórnar um að reisa hana á lóð
skólans er mjög jákvæð. Fram-
kvæmdaáætlun um byggingu
slökkvistöðvar á tveimur til þremur
árum er lausn sem slökkviliðsmenn
vilja helst sjá. Þriggja mánaða upp-
sagnarfresturinn ætti að vera
nægur tími fyrir bæjarstjóm
Grindavíkur að koma með varan-
lega lausn á húsnæðisvanda
slökkviliðs Grindavíkur hugsi hún
um velferð Grindvíkinga."
Bæjarstjórinn vildi ekki tjá sig
um þetta mál á þessu stigi en sagði
að unnið yrði að lausn þess.
KR. Ben.
Áramótaspilakvöld Varðar
Landsmálafélagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sitt
sunnudaginn 4. janúar nk. í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið
opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar. Kristinn Sigmundsson
söngvari skemmtir. Sjálfstæðismenn Qölmennum.
Landsmálafélagid Vöröur.
He's survived the most hostile and primitive land known to man.
Now all he's got to do is make it through a week in New Vork.
„ Eg setti nýtt aðsóknar- •
metí London þann 18. •
desembersl. \
Mértókstaðslú við I
myndumeinsog:
RockylV, TopGun,A
Viewto a KillogBeverly ■
Hills Cop. Erbægt að \
gera beturl
Crocodile Dundee byrjar •
íBíóböllinniídag/
Með nýdrskveðju,
Krókódíla Dundee.
Sjá nánar á
síðu 59.
mm
SÍMTALI
Eftir þafl verfta_____
áskriftargjöldin skuld-
færð á viðkomandi
greiðslukortareikning
SÍMINN ER PvSP
691140- “■
691141 UL_