Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 46

Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Daggjöld eða fast framlag af fj árlögum eftir Krisljón Kolbeins Nokkrar umræður hafa orðið að undanfömu vegna framtíðar Borg- arspítalans og fjárhagsvanda sjúkrahúsa. Fjallað hefur verið um daggjaldakerfið og því fundið margt til foráttu. Æskilegt er því að nokk- ur atriði komi fram sem skýri muninn á daggjaldakerfinu og því er sjúkrahús fá fast framlag á fjár- lögum. Rekstrargrundvöllur sjúkrahúsa byggist einkum á tveimur þáttum. Annars vegar þeim tekjum, sem sjúkrahúsin hafa og hins vegar gjöldunum. Gjöldin eru háð því hversu mikla þjónustu sjúkrahúsin veita. Þannig skiptir verulegu máli hvort það er einum hjúkrunarfræð- ingnum fleira eða færra á vakt yfír ákveðnum fjölda sjúklinga. Tekj- umar em aftur á móti ákvarðaðar á tvennan hátt: 1) Vegna útseldrar þjónustu og 2) Framlög úr opin- berum sjóðum. Þegar um opinber framlög er að ræða kemur tvennt til greina. Ann- ars vegar ákveðin tiltekin upphæð á fjárlögum eins og gildir um Ríkisspítalana, Landakot, Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri og fávitahæli. Önnur sjúkrahús fá framlag úr ríkissjóði, daggjald fyrir hvem legudag. Er hér um að ræða sjúkrahús bæjar- og sveitarfélaga. Daggjaldanefnd ákveður dag- gjöld sjúkrahúsa. I henni eiga sæti aðilar frá heilbrigðisráðuneytinu, sjúkrahúsunum, sveitarfélögum, Tryggingastofnun og Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Lagaákvæði um daggjaldakerfið er að fmna í 46. gr. almannatrygg- ingalaga. Núverandi reglugerð fyrir daggjaldanefnd sjúkrahúsa er nr. 113/1980. Þar segir m.a.: „Nefndin ákveður daggjöld og gjaldskrár þannig, að samanlagðar tekjur stofnunarinnar standi undir rekstr- arkostnaði á hveijum tíma, miðað við þá þjónustu er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefir ákveðið, að stofnunin veiti innan ramma fjárlaga.“ Ennfremur: „Stofnanir skulu til- kynna daggjaldanefnd, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eigi síðar en 1. maí allar ráðgerðar breytingar í rekstri á næsta alman- aksári, sem áhrif munu hafa á tekjur og gjöld, svo sem fjölgun eða fækkun starfsmanna eða breyting- ar á fjölda sjúkrarúma." Tekið er einnigfram að daggjaldanefnd skuli miða daggjöld við raunverulegan rekstrarkostnað. Starfsreglur daggjaldanefndar eru í stuttu máli þessar: Þegar ákveða skal upphafsdaggjöld árið 1986 í desember árið 1985 liggja rekstrarreikningar ekki fyrir. Byggt er á niðurstöðum rekstrar- reikninga ársins 1984 og þær tölur framreiknaðar til verðlags um ára- mót 1985/1986. Ef halli hefur orðið á rekstri sjúkrahúss skv. rekstrarreikningi er sá halli greiddur með svokölluðu „halladaggjaldi" næsta ár. Það er því hin raunverulega eyðsla skv. bókhaldi hveiju sinni, sem eftirá er endurgreidd úr ríkissjóði, í raun án nokkurrar gagnrýni eða and- stöðu. Daggjald einstakra stofnana er fundið út með því að deila með áætluðum íjölda legudaga í áætlað- an rekstrarkostnað. Áætlaður fjöldi legudaga á næsta ári er, að öðru jöfnu, sá sami og á árinu á undan. Daggjöld stofnana eru því afar mis- munandi og hafa í raun engar aðrar viðmiðanir en sögulegar stærðir eins og segir í skýrslu „sjúkrahúss- kostnaðamefndar". Daggjöldin eru reiknuð út frá mánuði til mánaðar og taka mið af breytingum á vísitölu sjúkrahúss- kostnaðar. Sjúkrahússkostnaður saman- stendur í megindráttum af eftirfar- andi þáttum: 1. Launum lækna. 2. Launum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. 3. Launum annarra innan BSRB. 4. Launum verkafólks. 5. Matvörum. 6. Hreinlætisvörum. 7. Olíu. 8. Rafmagni. 9. Pósti og símá. 10. Viðhaldi og tækjum. 11. Lyfjum og röntgenkostnaði. 12. Hitaveitu. 13. Öðru. Launakostnaðurinn vegur þyngst eða um 70% af heildinni. Hægft er að líta á þennan grunn, sem nokkurs konar kökuuppskrift. I staðinn fyrir 500 gT af hveiti, 50 gr smjörlíki og 100 gr af sykri er um að ræða ákveðið vinnuframlag, matvörur, hreinlætisvörur o.s.frv. Ef vanilludropar hækka í verði hef- ur sú hækkun lítil áhrif á kostnað við bakstur. Á sama hátt hefur hækkun á hitunarkostnaði og gjald- skrá Pósts og síma lítil áhrif á rekstrarkostnað sjúkrahúsa en al- mennar launabreytingar vega þungt. í störfum sínum metur dag- gjaldanefnd hækkun sjúkrahúss- kostnaðar út frá þeim breytingum sem verða á vísitölu sjúkrahúss- kostnaðar. Ef við höldum okkur við köku- uppskriftina jafngildir það því, að kannað er hversu mikið ákveðin uppskrift hefur hækkað í verði frá „Sá vandi sem dag- gjaldasjúkrahúsin eiga nú við að stríða stafar fyrst og fremst af því að þjónustan hefur aukizt án þess að það hafi fengist bætt í hækkuðum daggjöld- um, auk þess hafa sjúkrahúsin orðið af miklum tekjum vegna lokunar deilda án þess að kostnaður hafi minnkað að sama skapi.“ mánuði til mánaðar. Aftur á móti tekur lengri tíma að fá það bætt ef aukið er við uppskriftina og hér erum við komin að kjarna málsins, því að helzti vandi sjúkrahúsanna stafar af því að þjónusta við hvem sjúkling hefur aukist án þess að það hafi fengizt bætt fyrr en löngu seinna í hærri daggjöldum. Einnig getur reynzt erfítt að meta breyt- ingar einstakra liða eins og oft á sér stað í kjarasamningum. Samið er um 12 mín. hér og 20 mín. þar, breytingar á vaktaálagi, eftirvinnu eða næturvinnu, flokkahækkanir fyrir einstaka hópa o.fl. í þessum tilvikum ræður reynslan því hversu þungt slíkar breytingar vega. Er þá stuðzt við yfírlit Ríkisspítalanna yfír vægi einstakra launaliða. Sem dæmi má taka að þóknun fyrir gæzluvaktir er 19% af launum lækna hjá Ríkisspítölunum. Daggjöldin eru mismunandi eftir því hvaða sjúkrastofnun á í hlut. Hjá þeim dýrustu eru þau um tugur þúsunda en rétt um kr. 1.000 hjá þeim ódýrustu. Af þessu sést að miklu máli skiptir að hver sjúkling- ur sé vistaður á þeirri stofnun, sem bezt hæfír heilsufari viðkomandi. Allir hljóta að sjá hversu dýrt er að láta sjúkling t.d. liggja á Borg- arspítalanum á meðan hann er að bíða eftir að fá pláss á dagvistun aldraðra sem er tíu sinnum ódýrari kostur svo tekið sé handahófskennt dæmi. Því miður ku vera dæmi þess að dýru sjúkrahúsin losna ekki við aldraða sjúklinga vegna þess að aðstandendur neita að taka við þeim og bera við að verið sé að bíða eftir plássi á öldrunardeild eða elliheimili. Allir virðast anda léttar þegar sjúklingurinn geispar golunni og deilan leysist. Daggjaldakerfíð er talið hafa sína kosti og galla. Kostimir eru þeir að það skapar visst aðhald en veldur því að telq'ur sjúkrahúsanna lækka fyrir hvem ónotaðan legudag án þess að kostnaðurinn minnki að sama skapi. Hugsum okkur að heildardag- gjald sjúkrahúss sé kr. 10.000. Þetta em þær tekjur sem sjúkra- húsið verður af daglega fyrir hvert rúm sem stendur autt. Á móti kem- ur nokkur lækkun kostnaðar, t.d. matvömr, lyf, hreinlætisvömr, laun hjúkmnarfræðinga ef lokun rúma er rakin til skorts á hjúkmnarfræð- ingum o.fl. Þó má búast við að kostnaður við hvert rúm sé um kr. 7.000 hvort sem nokkur sjúklingur liggur í því eður ei. Þetta jafngildir 2,5 milljóna króna tapi á ári fyrir hvert rúm sem stendur autt vegna skorts á hjúkmnarfræðingum. Sama gildir auðvitað um aðrar stéttir en í þessu tilviki er skortur á hjúkrunarfræðingum flöskuháls- inn í rekstri sjúkrahússins. Sé reiknað með að hver hjúkmnar- fræðingur sjái um 2,5 rúm tapar sjúkrahúsið á ári Iiðlega 6 m.kr. Ekki þarf samkvæmt þessum for- sendum nema 17 ómönnuð stöðu- gildi hjúkmnarfræðinga til að sjúkrahúsið tapi 100 m.kr. Tölu- verðu virðist því óhætt að kosta til að ráða bót á hjúkmnarfræðinga- skortinum. Daggjaldanefnd hefur oft verið legið á hálsi að reikna vit- laust og því borið við að daggjöld hafi ekki fylgt almennu verð- lagi. Þetta er álíka gáfuleg fullyrðing eins og halda því fram að rekstrarkostnað bifreiða skuli miða við smásöluverð á súpu- kjöti. Vísitala sjúkrahússkostnaðar er allt öðmvísi byggð upp en t.d. lánskjaravísitala þar eð launaliður- inn vegur mun meira í þeirri fyrmefndu en í þeirri síðamefndu. Á þeim tíma þegar almennt verðlag hækkaði meira en laun var því eðli- legt að hækkun á vísitölu sjúkra- hússkostnaðar yrði nokkm minni en á hækkun vísitalna framfærslu- kostnaðar eða byggingarkostnaðar. I grein, sem Gunnar Sigurðsson læknir skrifaði í Mbl. fyrir stuttu, var lítillega minnst á það fjármagn sem fer til heilbrigðismála hér á landi með einum eða öðmm hætti. Því miður hefur Gunnar blandað saman þjóðarframleiðslu og skatt- tekjum. Árlega fara geysilegir fjármunir til heilbrigðismála. Lætur nærri að það séu 8 til 9% af þjóðar- framleiðslunni eða liðlega 11 millj- arðar á núgildandi verðlagi. Eitt af lögmálum Parkinsons lýtur að því að því lægri sem upphæðir em þeim mun meiri umfjöllun fá þær vegna þess að mjög háar tölur em ofar mannlegum skilningi í eðli sínu. Hægt er að deila endalaust um það hvort mjólkurlítrinn er of dýr eða ekki, en þgar farið er að tala um útgjöld sem nema milljörð- um til eða frá er eins og verðmæta- skynið sljóvgist. Ef við hugsum okkur áætluð útgjöld til heilbrigðis- mála í krónupeningum þá yrðu það 55.000 tonn af krónum ef þeim væri staflað hverri ofan á aðra og yrði sá stafli tæplega 2.000 km hár. Nú geta lesendur spreytt sig á að reikna út hversu löng sú röð yrði ef þessum 11 milljörðum krónupeninga yrði raðað hlið við hlið. Þess skal getið að ummál jarð- ar er 40.000 km. íslendingar ættu ekki að þurfa að kvarta undan skorti á sjúkra- rúmum m.v. hin Norðurlöndin því hér em fleiri sjúkrarúm á hvem íbúa en annars staðar á Norðurlönd- um að Finnlandi _ undanskildu. Legudagar á hvem íslending hafa verið 4—5 á ári. Að meðaltali liggur hver sjúklingur inni í um 20 daga sem er helmingi lengri tími en t.d. í Bandaríkjunum. Innlagnir á íslenzkum sjúkrahús- um hafa verið um 55.000 undanfar- in ár sem jafngildir því að fjórðungur þjóðarinnar liggi í þijár vikur á sjúkrahúsi á ári. Að jafnaði dvelur því um 1% þjóðarinar á sjúkrahúsum. Niðurstöður Sá vandi, sem daggjaldasjúkra- húsin eiga nú við að stríða, stafar fyrst og fremst af því að þjónustan hefur aukizt án þess að það hafi fengizt bætt í hækkuðum daggjöld- um, auk þess hafa sjúkrahúsin orðið af miklum tekjum vegna lokunar deilda án þess að kostnaður hafí minnkað að sama skapi. Sum sjúkrahúsanna hafa reynt að laða til sín hjúkmnarfræðinga með yfír- borgunum sem er ekki tekið tillit til við útreikning vísitalna sjúkra- hússkostnaðar. Um ellefti hluti vergra þjóðar- framleiðslu fer í heilbrigðiskerfíð. Sú spuming vaknar því hvort ekki þurfí að taka upp gerbreytta stefnu í heilbrigðismálum, leggja meiri áherzlu á forvamarstarf með því að beijast gegn óhollum lífsvenjum, s.s. neyzlu áfengis, tóbaks og ann- arra vímuefna og hreyfíngarleysi. Liggja sjúklingar of lengi á sjúkrahúsum og dvelja þeir á réttum stofnunum? Er starfið á deildunum nægilega markvisst, fer of mikill tími í skrif- fínnsku og annan dauðan tíma? Er yfírstjómin í lagi? Áður er Landakotsspítali var gerður að sjálfseignarstofnun gegndi t.d. príorinnan starfi framkvæmda- stjóra, hjúkrunarforstjóra og innkaupastjóra. Þegar hún hætti, þurfti að ráða nýtt fólk í allar þess- ar stöður og restrarafkoma sjúkra- hússins hríðversnaði úr 7,5 m.kr. ágóða árið 1976 í 700 m.kr. tap árið 1980, sem varð 13,3% af tekj- um. Er e.t.v. þörf á að fá hinar hag- sýnu húsmæður, nunnurnar, til að kenna okkur að reka sjúkrahús? Höfundur er viðskiptafræðingur. U ngmennafélagið íslend- ingur sýnir Týndu teskeiðina Hvannatúm, Andakíl. LEIKDEILD í ungmennafélag- inu íslendingi frumsýndi leikrit Kjartans Ragnarsson Týndu te- skeiðina 13. desember sl. Ungmennafélagið íslendingur átti 75 ára afmæli 13. desember og af því tilefni sýndi leikdeild fé- lagsins leikritið Týndu teskeiðina. Hákon Waage leikari er leikstjóri. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Persónur og leik- endur eru þessir: Júlla frúin á hæðinni: Oddný S. Jónsdóttir, Aggi húsbóndinn á hæðinni: Jómundur Hjörleifsson, Bolli húsbóndi hans: Snorri Hjálmarsson, Ásta kona Hér eru það Ragnheiður, Snorri og Jómundur sem leika í öðrum þætti. hans: Ragnheiður Thorlacius, Begga konan í kjallaranum: Rósa Marinósdóttir, Baldi maður hennar: Bjöm Júlíusson, Rúnar sonurinn í kjallaranum: Jóhannes Steinsson, Jóa dóttirin á hæðinni: Kristín J. Símonardóttir og lögreglumaður Jón Halldórsson. Leikmynd vargerð í hópvinnu og gerist. Ieikurinn á heimili Agga og Júllu. Þetta er 6. verkefni leikdeildar- innar síðan 1976 og hefur Snorri Hjálmarsson bóndi á Syðstu-Foss- um farið með aðalhlutverk í öllum Ieikritunum. Sýning á leikritinu verður einnig laugardaginn 3. janúar. D.J. Morgunblaðið/DJ. Úr fyrsta þætti: Ragnheiður, Oddný, Snorri, Kristín, Jóhannes, Jó- mundur og undir sófanum er Björn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.