Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
Minning:
Sigurður Olvir
Bragason háseti
Fæddur 7. janúar 1965
Dáinn 25. desember 1986
Jólin á heimilum okkar voru dap-
urleg og þrungin óvissu eftir að
okkur var tilkynnt á jóladagsmorg-
un, að flutningaskipið Suðurland
hefði farist langt norður af landi á
jólanótt. Af fyrstu fréttum var helst
að ráða að öll áhöfn skipsins hefði
komist í björgunarbáta, sem væru
fundnir, en engin skip í nánd. Þyrla
af dönsku varðskipi komst á slys-
stað eftir hádegi og bjargaði fímm
mönnum. Sex létust og undir kvöld
var víst að meðal þeirra var Ölvir,
systursonur okkar, rétt rúmlega
tvítugur að aldri.
Hann fæddist á Sauðárkróki 7.
janúar 1965, yngsta barn Sigur-
laugar Sveinsdóttur og Braga Þ.
Sigurðssonar, vélsmiðs. Hin eldri
eru Styrmir, bakari að mennt, bú-
settur á Bakkagerði, Brynja,
sjúkraliði, gift Ómari Imsland, raf-
tæknifræðingi, nú í Óðinsvéum, og
Margrét, kennari á Bakkagerði,
Minning:
Gertrud Friðriks-
son prófastsfrú
Fædd 15. febrúar 1902
Dáin 27. desember 1986
Það var fyrir mörgum árum.
Hádegi. Ég hafði verið boðaður til
fundar ásamt konu minni og org-
anista á heimili prófasts, til þess
að ræða um 100 ára afmæli Háls-
kirkju í Fnjóskadal. Við knúðum
dyra, og undrunarsvipurinn á and-
liti prófastsfrúarinnar sýndi
okkur, að hún hafði ekki vænzt
gesta á þessari stundu. í undrun
sótti hún bónda sinn, sem með
opinn faðm kom á móti okkur og
sagði: „Þið hér, en gaman að hitta
ykkur!" Þar með var ljóst að séra
Friðrik A. Friðriksson hafði
gleymt að gesta var von, og það
líka að tilkynna konu sinni, að
hann hafði boðið þeim í mat. Hún
var nýkomin frá kennslu, en með
undrahraða breytti hún snarlborði
í veizluborð.
Ég veit ekki, en þessi mynd
sækir svo fast að mér, er ég
minnist þessarar sérstæðu konu.
Hversu oft stóð hún ekki í sömu
sporum, að maður hennar, lista-
maðurinn séra Friðrik, eldhuginn,
fékk hugdettu, en gleymdi í önn
dagsins að segja henni frá. En
alltaf, alltaf kunni hún á því tök
að láta sem það er honum hafði
dottið í hug væri vilji þeirra
beggja. Sé talað um konu, sem
stutt hafi mann sinn, vemdað
hann og borið í faðmi, þá kemur
mér ætíð frú Gertrud Éstrid Elise
í hug. Já, hún var dönsk, en ein
þessara kvenna sem ísland má
þakka fyrir að hafa eignazt að
dóttur. Hún var af gamalgróinni
menntaætt í Kaupmannahöfn.
Sem ungur stúdent hélt hún út
hingað til íslands, réðst í kaupa-
vinnu, til þess að kynnast landi
og þjóð betur, og í teignum var
guðfræðingurinn Friðrik Aðal-
steinn Friðriksson. Ástin tengdi
hjörtu þeirra saman, og 4. júní
1925 gengu þau fagnandi útí sum-
ar sameiginlegra daga. Hún fylgdi
honum til Vesturheims, til Quill
Lake- og Vatnasafnaða í Sask-
atchewan í Kanada, hún fylgdi
honum til Baime, Washington, og
hún fylgdi honum, 1933, til
Húsavíkur.
Það var 1955, að við hjónin
komum á ókunnan stað, Háls, en
fyrir vináttu sonar þeirra prófasts-
hjóna fundum við aldrei til þess,
slík var umhyggja og elska for-
eldra hans.
Franskur málsháttur segir:
Hvar er konan? Við fundum það
fljótt, að slíkur fiðlustrengur í
höndum skaparans, sem séra Frið-
rik var, hljómaði svo undur skært
af því að hann átti mikla konu,
Géritrud. í hógværri elsku gerði
hún bónda sinn svo stóran, að aldr-
ei gleymist. Hún birtist ekki aðeins
honum sem elskandi faðmur, held-
ur og okkur, prestum hans, sem
móðir. Það var sama hvenær við
áttum erindi við heimilið, þá
reyndist hún hollvinur, gefandi af
mikilli lífsreynslu og þroska.
Við áttum dýrðardaga á heimili
sonar hennar og tengdadóttur
síðasta sumar norður í Mývatns-
sveit. Við áttum morgna, er hún
ræddi við okkur um lán sitt, lífið
og tilveruna. Hún gekk með okkur
fagnandi í skóga nýrra lunda,
hreifst af vexti, og við fundum,
hve vænt henni þótti að ísland var
að fríkka. Þó var hún ætíð dóttir
Danmerkur, með lotningu talaði
hún um ættmenn sína, og vindla-
reykur hennar bar að vitum okkar
lífsstíl frá annarlegri strönd. Þó
höfum við aldrei hitt jafn íslenzka
konu og hana. Brennandi áhugi
hennar á öllu er til framfara horfði,
verður okkur lengi í minnum,
skátastarf hennar, organistastarf
og kórstjórn; kennsla og leiðsögn
okkur sem ný vorum í starfí. Hún
átti þann sveigjanleik sálar, að hún
gat rætt við okkur um sultugerð,
danska, en líka hin erfiðustu mál
heimsbókmenntanna. Víst sveið
henni doði sá, sem kirkju er sýnd-
ur, gat þá orðið hvöss í orðum,
en hún trúði því, að á ný myndi
fijálslyndi ríkja, það myrkur, sem
einkennt hefir síðustu ár, víkja.
Já, hún hafði ákveðnar skoðanir,
þorði að halda þeim fram við hvern
sem var, og af því var hún stór.
4 böm rétti hún þessari þjoð, böm
sem gera veg okkar bjartari, betri.
Þau þáttaskil sem urðu í lífi
hennar 27. des. sl. eru okkur ekki
sorgin ein heldur og gleði, er hún
heldur til fundar við þann er hún
gaf þjarta sitt í teignum forðum.
Við þökkum henni samfylgdina,
hreinskilnina, vináttuna, já, allt
er hún rétti okkur að gjöf. Guð
blessi hana og þá sem hjarta henn-
ar sló fyrir.
Kristín og Haukur
kona Karls Sveinssonar, útgerðar-
manns.
Ölvir ólst upp í foreldrahúsum á
Sauðárkróki og fór flest sumur með
fjölskyldunni á æskuslóðir föður
síns, austur á Sólbakka í Borgar-
firði eystri; hin síðari ár í sumarbú-
stað foreldra sinna í landi Sólbakka.
Sjórinn átti hug Ölvis allan frá
æsku. Heimili hans við Fornósinn
stendur við sjávargötu og ungur
drengur fór hann að veiða í fjör-
unni og bar heim aflann. Af
kambinum fylgdist hann með sjáv-
arförum og lærði að þekkja báta
og skip, sem áttu leið um höfnina;
síðar settu bækur um siglingar,
skip og sjósókn svip á bókasafn
hans. Þegar að loknu skyldunámi
réðst hann til Eimskips hf. sem
vikapiltur, lengst af á Grundar-
fossi, þar sem hann varð síðar
háseti og hafði fullt traust yfir-
manna sinna.
„Hafið bláa hafið/ hugann dreg-
ur“, kvað Örn Arnarson. Ýmsum
vandamönnum Ölvis þótti ákvörðun
hans óráð, og löttu hann frekar en
hvöttu, en farmennska var honum
engin dægurfluga, heldur ákveðið
markmið. Þegar hann hafði tekið
þessa ákvörðun eftir ítarlegar um-
ræður, studdu foreldrarnir hann
með ráðum og dáð.
Ölvir sigldi í tvö ár, hann fékk
fullnægt útþrá sinni, sá „æsku
sinnar draumalönd“. Hann var
hamingjusamur með hlutskipti sitt,
enda hafði hann sjálfur kosið það.
Starf hans og áhugamál fóru saman
og veittu honum lífsfyllingu svo
einstakt má telja um svo ungan
mann.
Haustið 1984 settist Ölvir í Verk-
menntaskólann á Akureyri og
síðastliðið vor brautskráðist hann
þaðan af vélstjórnarbraut með mjög
góðum vitnisburði. í sumar var
hann vélstjóri á fiskibát frá Dalvík
en í haust innritaðist hann í Vél-
skóla Islands til að ljúka námi sínu,
og reyndist fyrirmyndarnemandi,
eins og hans var von og vísa. í jóla-
51
fríinu sinu réðst hann síðan sem
háseti á Suðurland, eina ferð.
Ölvir var gjörvilegur piltur, há-
vaxinn og grannleitur, skolhærður
og sviphreinn, upplitið glaðlegt,
augun grá og skýrleg. Hann var
einkar ákveðinn í skoðunum, en
hafði sig lítt í frammi. Hann var
léttur í lund og jafnlyndur, brá sára-
sjaldan skapi og var þó síður en svo
geðlítill. Hann var heimakær og
einstaklega þægilegur í allri við-
kynningu, hafði næmt skopskyn,
ræðinn og greiðvikinn. Öll fram-
koma hans mótaðist af kurteisi og
hógværð; hvarvetna var hann au-
fúsugestur.
Sagt er að tíminn græði öll sár,
og þó eru sum högg svo þung að
aldrei grærum heilt. I hugum þeirra
sem Ölvi þekktu best hefur veröldin
brugðið lit. Sárust er sorg þeirra
sem næst honum standa, foreldra
og systkina. I þessu skammdegi
verða þau að sækja í hugskot sitt
minningar um ljúfan pilt. og góðan
dreng til að vísa sér veg.
Við kveðjum Ölvi frænda okkar
með orðum hins vísa höfundar Sól-
arljóða, lokaerindi kvæðisins:
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
en hinum líkn, er lifa.
Herdís Sveinsdóttir,
Sölvi Sveinsson.
fyrir tölvuprentara
o
6 tólW ?to3|*or 00.^[^ðETéa. -
o
tegund>r ^WupopH entaranUm. -
VÓTOO CINFÖtD SK.CT.I
y„,b pá sem N°TA MAHGA®
ów,ssaN«gund*R EYOUBUWA
TE U FYRIR EINN
TQtVUPBENTARANN.
ii