Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
53
Síðbúin kveðja:
Jóhann J.E. Kúld
Fæddur 31. desember 1902
Dáinn 7. október 1986
„Deyr fé, deyja frændur
en orðstír deyr aldregi
hveim sér góðan getur
Jóhann J.E. Kúld, móðurbróðir
minn, er látinn. Hann lést á Borg-
arspítalanum 7. október síðastlið-
inn, 83 ára að aldri. Útför hans var
gerð þann 16. sama mánaðar frá
Fossvogskirkju.
Það er lögmál lífsins að hver sem
fæðist skal eitt sinn deyja, en það
er nú svo að þegar vinir og ættingj-
ar kveðja þennan heim stendur
maður alltaf jafn berskjaldaður,
jafnt þó árin séu orðin mörg og
jafnvel þó vissa sé fyrir því að senn
dragi að leiðarlokum. Jóhann Jón,
svo hét hann fullu nafni, fæddist
að Okrum í Hraunhreppi, Mýra-
sýslu, 31. desember 1902. Foreldrar
hans voru hjónin Eiríkur Kúld,
bóndi á Ökrum og Sigríður Jó-
hannsdóttir. Eiríkur lærði trésmíði
í Reykjavík og húsamálun í Kaup-
mannahöfn. Hann stundaði þessar
iðngreinar í Reykjavík allt til hann
giftist og gerðist bóndi á eignatjörð
sinni, Ökrum. Eiríkur var sonur
Jóns gúllsmiðs og bónda á Ökrum,
Eyjólfssonar bónda og alþingis-
manns Einarssonar í Svefneyjum.
Eyjólfur var gjaman nefndur Svefn-
eyjajarl. Kona Jóns var Elín
Helgadóttir, Helgasonar skipa-
smiðs, bónda og alþingismanns í
Vogi á Mýrum. Móðir Jóhanns var
Sigríður Jóhannsdóttir Jónassonar
bónda í Öxney á Breiðafirði, hafn-
sögumanns þar og konu hans,
Ingveldar Ólafsdóttur. Jóhann í
Öxney var þríkvæntur og var Ing-
veldur önnur kona hans.
Á Ökrum er dýrleg náttúrufeg-
urð, óvenju fallegur íjallahringur.
Þar eru lækir, sker og tangar, tjörn-
in á túninu, hvítur sandur, fjaran
með sínu margbreytilega lífríki,
sem breytist frá degi til dags, frá
flóði til flóðs, hvort sem er í logni
og blíðviðrum vorsins eða, og ekki
síður, ef brimar við ströndina og
aldan færir í land ýmis undur úr
lífríki sínu.
Á Ökmm er dásamlegt fýrir börn
að alast upp. Þama átti Jóhann
Fædd 27. október 1889
Dáin 5. desember 1986
Nú er hún amma mín horfin sjón-
um okkar. Hún var einstök kona
og til hennar mun verða hugsað
með hlýju og þakklæti. Ég var svo
lánsöm að fá að lifa mín bernskuár
með henni en hún og afi dvöldu á
heimili foreldra minna þar til ég var
um fermingu. Hann var svo orð-
heppinn að um var talað og snyrti-
menni hið mesta og allt varð að
vera svo hundrað prósent hjá hon-
um að jaðraði við smámunasemi.
Ég bar ákaflega mikla virðingu
fyrir afa. Amma var alltaf svo hlý
og mild og skapgóð, og var ávallt
tilbúin að gefa af mildi sinni. Það
er ómetanlegt fyrir barn að vera
Grindavík:
bernskuár sín og hann sagði það
sjálfur að þar hefði hann upplifað
þá yndislegustu bernsku sem nokk-
urt barn gæti kosið sér. Þegar
Jóhann var að alast upp var marg-
menni á Ökrum, þar var og er tvíbýli
og hjá foreldrum hans var oft allt
að tuttugu manns í heimili, auk
þess tilheyrði Akraplássi ísleifs-
staðir, Tangi og Nýlenda, sem þá
voru öll í byggð. Akrar er kirkju-
staður svo oft var þar gestkvæmt.
Akrasystkinin voru sex, Elín er elst,
næstur var Jóhann, þriðja er Inga,
þar næstur var Helgi Eyjólfur.
Hann er látinn, fórst á stríðsárunum
með togaranum Jóni Ólafssyni. Svo
kom Óskar Jens, sem hvíti dauðinn
var að aldurtila aðeins sautján ára
gömlum. Yngstur er svo Arinbjörn
Sigurður. Auk þess höfðu þau Akra-
hjón tekið í fóstur litla telpu, Helgu
Ágústu Guðmundsdóttur, bróður-
dóttur húsfreyju. Hún hefði orðið
fyrir þeirri þungbæru raun að missa
báða sína foreldra. Á þessum árum
var farskóli í Hraunhreppi, en oft-
ast var tekinn heimiliskennari fyrir
börnin á Ökrum. Jóhann var strax
mjög bókhneigður og mikill náms-
maður. Tók hann burtfararpróf úr
bamaskóla fyrr en lög gera ráð
fyrir og las undir menntaskóla.
Hann naut leiðsagnar Þorleifs Er-
lendssonar, sem jafnan var kenndur
við Jarðlangsstaði í Borgarfirði. En
margt fer öðru vísi en ætlað er.
Jóhann fór aldrei í menntaskóla né
lagði fyrir sig langskólanám, því
þegar hann var tæpra fjórtán ára
missti hann föður sinn og móður
sína fáum ámm síðar, en hún hafði
flutt suður til Reykjavíkur með sum
börn sín eftir lát manns síns, þá
þegar helsjúk og farin af kröftum.
Eftir lát föður síns vann Jóhann
flest það sem til féll, bæði til sjós
og lands, t.d. vann hann í síld á
Siglufirði, fjórtán ára gamall og 16
ára var hann sumarmaður á prest-
setrinu Staðarhrauni í Hraunhreppi.
Um tvítugt fór Jóhann til Noregs,
stundaði hann sjómennsku þar í
þtjú til íjögur ár. Vann hann bæði
á selveiðiskipum og fiskiskipum.
Einnig var hann meðal annars leið-
beinandi um saltfiskverkun hjá
frændum vomm Norðmönnum.
meðal slíks fólks, sem margt hefur
lært í lífinu og hefur þroska og vilja
til að miðla af reynslu sinni án alls
yfirlætis. Það lýsir ömmu minni vel
það svar sem ég fékk í þau fjöl-
mörgu skipti, sem égtók um hálsinn
á henni og sagði af minni innstu
sannfæringu: „Amma mín, þú ert
best í heirni." Þá sagði hún alltaf:
„Þetta máttu aldrei segja, elsku
barn, auðvitað er mamma alltaf
best.“ Ég fann að andmæli áttu
ekki við, þarna hefur henni fundist
hún vera í því sæti sem hún átti
ekki rétt á. Hún vissi líka hvað var
að vera móðurlaus því hún missti
móður sína sjö ára gömul. Þá var
hún ein átta systkina og heimilinu
var tvístrað eins og svo oft á þeim
tímum ef annað foreldrið féll frá.
Þegar Jóhann kom heim frá Noregi
settist hann á Akureyri og stundaði
sjómennsku. Þar kvæntist hann
fyrri konu sinni, Halldóru Rósu,
foreldrar hennar voru hjónin Guðný
Einarsdóttir og Þorsteinn Kristjáns-
son, búsett á Akureyri. Áður en
Jóhann fór til Noregs hafði hann
lært bókband hjá Arinbimi Svein-
bjömssýni, en þeir Arinbjörn og
Eiríkur faðir Jóhanns voru fóst-
bræður og í Iðnskólanum var hann
í tvo vetur. Á Akureyri hafði hann
fýrst forgöngu um stofnun Sjó-
mannafélags Norðurlands og var
hann fyrsti formaður þess. Árið
1934 missir Jóhann konu sína úr
berklum. Stóð hann þá uppi fjár-
sjúkur af þeirri sömu veiki með
soninn Eirík, sem var þá aðeins 6
ára, en dótturina Sigríði vom þau
hjón búin að missa áður. Jóhann
fór á Kristneshæli og var þar lang-
dvölum næstu ár, en tengdaforeldr-
ar hans, þau Guðný og Þorsteinn,
tóku Eirík. Var hann hjá þeim æ
síðan. Eiríkur hefur lengst af verið
sjómaður. Hann á stóra fjölskyldu,
9 böm. Eftir að Jóhann kom af
hælinu eignaðist hann tvo drengi,
tvíbura, Helga og Arinbjöm, með
Sigrúnu Karlsdóttur. Leiðir þeirra
lágu ekki saman. Helgi ólst upp
með Eiríki bróður sínum hjá þeim
Guðnýju og Þorsteini. Helgi býr í
Reykjavík. Hann er garðyrkjufræð-
ingur og á þrjú börn, tvær dætur
og einn son. Arinbjöm ólst upp hjá
móður þeirra bræðra. Hann var
fylkisráðunautur í Noregi, hann
hafði ílengst þar að námi loknu,
gifst norskri konu, eignast þijú
börn, tvær dætur og einn son. Arin-
Hún fór á bæ með systur sinni sem
hét Guðlaug. Hún var aðeins eldri
og hennar besta vinkona. Guðlaug
dó tveimur árum seinna. Þetta var
mikill missir fyrir ömmu mína og
talaði hún ennþá um þessa atburði
með söknuði undir það síðasta.
björn fórst af slysförum árið 1976.
Þegar Jóhann var á Kristneshæli
hafði hann forgöngu um stofnun
fyrsta félags berklasjúklinga hér á
landi sem þeir stofnuðu sjúklingarn-
ir á Kristnesi. Það varð fyrsti vísir
að félagshreyfingu berklasjúklinga,
SÍBS. Jóhann flutti frá Akureyri
hingað til Reykjavíkur 1941 og bjó
hér síðan. Þegar Jóhann kom af
Kristneshæli var hann dæmdur 70%
öryrki af völdum berklaveikinnar,
en hann lét þó ekki deigan síga,
enda ekki að hans skapi, jafn dug-
legur og kappsamur sem hann var.
Hann tók þeim störfum sem til
féllu. Á stríðsámnum var hann í
siglingum til Bretlands og Ameríku.
Þijú síðustu ár stríðsins var hann
í björgunarliði breska sjóhersins við
Island. Eftir styrjöldina réðst Jó-
hann sem birgðavörður og birgða-
stjóri á Reykjavíkurflugvelli og
gegndi því starfi þar til það var
lagt niður 1949. Árið 1950 hóf Jó-
hann störf við fiskimat og við það
starfaði hann í rúman áratug. Var
hann alltaf eftirsóttur matsmaður.
Hann var fiskleiðbeinandi á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins á árun-
um 1958—60 ogfulltrúi við fiskimat
ríkisins frá árinu 1971—74 en lét
þá að mestu af störfum vegna ald-
urs. Jóhann var einn af stofnendum
Samtaka fiskmatsmanna og átti
sæti í stjóm þess frá upphafi. Hann
var árum saman kennari á nám-
skeiðum um fiskmat. Um skeið var
Jóhann framkvæmdastjóri Frjálsrar
þjóðar og framkvæmdastjóri
Straumness hf. á Selfossi í eitt ár,
en varð að hætta vegna veikinda.
Jóhann hóf ritstörf þegar hann var
á Kristneshæli, gefnar hafa verið
út eftir hann 10 bækur, endurminn-
ingar, skáldsögur og ljóð. Auk þess
hefur hann verið skrifað óteljandi
blaðagreinar um fiskimál og er þar
að finna feikna mikinn fróðleik.
Jóhann skrifaði fyrir Þjóðviljann um
marga áratugi fréttir um sjávarút-
vegsmál, fiskveiðistefnu, meðferð
fiskjar og yfirleitt allt um þann
málaflokk. Auk þess samdi hann
fjölda upplýsinga- og fræðslurita
sem gefin voru út og dreift af fisk-
matinu. Skrif Jóhanns einkenndust
af góðu valdi á íslensku máli og
víðtækri þekkingu og skarpskyggni
á því sem um var fjallað. Þó Jóhann
hafi byijað ritstörf þegar hann var
á Kristnesi, voru ritstörf hans
lengst af unnin að loknum löngum
vinnudegi. Jóhann gerðist ungur
róttækur vinstri maður. Hann barð-
Amma mín ætlaði aldrei að gift-
ast en þegar hún kynntist afa
breyttist það áform hennar. Hún
sagði sjálf: „Hann var vandaður
maður til orðs og æðis." Og hún
vildi að hann yrði faðir bamanna
sinna. Þau hófu búskap í Vest-
mannaeyjum og þar eignuðust þau
sína fyrstu syni. I Vestmannaeyjum
leið henni vel en afi þráði sveitina
sína og var það henni mikil fórn
er hún lét það eftir honum, að flytj-
ast að Hólmi í hlóðareldhús og
allsleysi, en alltaf varð eitthvað til
bjargar aðsteðjandi vandamálum og
oft talaði hún um „blessunina hana
Ámýju sína“ sem var nágranna-
kona hennar og besta vinkona og
virtist alltaf koma þegar ömmu lá
á, í það minnsta talaði hún þannig.
Þarna í Hólmi bjuggu þau allan
sinn búskap og eignuðst alls sex
börn, fimm drengi og eina stúlku,
sem öll em á lífi nema eitt, en það
var faðir minn sem lést af slysförum
þegar ég var unglingur.
Amma mín var mjög trúuð kona
og oft settist hún á rúmstokkinn
hjá okkur á kvöldin og fór með
kvöldbænirnar með okkur. Það var
gott fyrir litla barnssál að róast
fyrir svefninn við þýðan róm og
bænir, sem fluttar vom af látleysi.
Mér finnst ég rík að hafa átt hana
fyrir ömmu og kynnst henni og
hennar góða innræti. Hún var alltaf
gefandinn og hennar mesta gleði
var að gleðja aðra og gera öðmm
gott. Það streymdu svo mikil hlýja
og góðvild frá henni að það var
eins og maður fylltist friði af návist
hennar. Það var mannbætandi að
kynnast henni og mörg gullkorn
lagði hún á minn iífsveg.
Um sextugt gekkst hún undir
ist fyrir hagsmunum sjómanna og
þeirra sem minna máttu sín í þjóð-
félaginu. Jóhann gekk heill til hvers
þess verks er hann vann, gerði
ávallt það sem hann vissi sannast
og réttast, enda stoltur maður, sem
ekki mátti vamm sitt vita. Sum ár
eru betri en önnur ár, árið 1941
var hamingjuár í lífi Jóhanns. Það
ár giftist hann seinni konu sinni,
Geirþrúði Jóhönnu Ásgeirsdóttur,
hjúkmnarkonu frá Amgerðareyri
við ísafjarðardjúp. Foreldrar henn-
ar voru Aðalbjörg Jónsdóttir og
Ásgeir Guðmundsson sem þar
bjuggu. Þessi góða kona hefur stað-
ið við hlið hans æ síðan og háð
með honum lífsbaráttuna, staðið við
hlið hans í blíðu og stríðu. Á hjóna-
band þeirra hefur aldrei fallið
skuggi, þau bám gagnkvæma ást
og virðingu hvort fyrir öðm.
I einni af bókum sínum segir
Jóhann svo: Ævi minnar ertu björk/
ung í fögm skrúði/ allt væri lífið
eyðimörk/ ef ætti ég ekki Þrúði.
Þessi vísa segir meira en mörg
orð um hug hans til konu sinnar.
Þau hjón urðu fyrir þeirri ólýsan-
legu sorg er einkabam þeirra, lítil
telpa, dó aðeins fárra daga gömul.
Á heimili þeirra Geirþrúðar og
Jóhanns var mjög gott að koma.
Húsbændumir sérlega gestrisnir og
góðir heim að sækja, enda oft gest-
kvæmt. Ég kom oft á heimili þeirra,
bæði á Ránargötu 11 og eins í hús-
ið þeirra sem þau byggðu sér að
Litlagerði 5 og dvaldi oft um lengri
eða skemmri tíma hjá þeim. Alltaf
mætti mér sami kærleikurinn og -
hjartahlýjan hjá þeim báðum. Jó-
hann og Geirþrúður vom fönguleg
hjón sem vöktu verðskuldaða at-
hygli vegna höfðinglegrar fram-
komu. Hann með sitt silfraða hár
og hvíta skegg, hár og herðabreið-
ur, háleitur, svipurinn fastur og
bakið teinrétt. Hún þessi glæsilega,
elskulega kona með sitt fallega
bros. Jóhann var sérstakur dreng-
skaparmaður, sem skilað hefur
miklu ævistarfi. Áberandi fannst
mér í fari hans hógværð hins *
lífsreynda manns, góðlátleg glettni
og hve sáttur hann var við tilvemna
þótt vafalaust hafi blásið meira um
lífsfley hans en flestra annarra.
Nú að leiðarlokukm vil ég þakka
frænda mínum fyrir allt er hann
var mér og mínum. Eiginkonu hans, •
sonum og íjölskyldum þeirra svo
og öðmm vandamönnum bið ég
guðs blessunar.
Sesselja Daviðsdóttir
aðgerð á mjöðmum sem mistókst
og gekk hún síðan við tvær hækjur
lengi vel og síðar við hækjur og
staf. Þetta háði henni mjög mikið
og olli henni miklum þjáningum en
breytti ekki skapgerð hennar og
aldrei örlaði á biturð. Hún saumaði
mikið og margan íslenskan búning
gerði hún en mest saumaði hún á
litla drengi og gerði það þar til hún
var níræð. Hún dvaldi hjá dóttur
sinni á Húsavík í um átján ár eftir
að afi lést og þar leið henni vel.
Hún fluttist að Vífilsstöðum fyrir
um fjórum ámm og þar andaðist
hún þann 5. desember sl.
Ég er þakklát öllum þeim sem
stuðluðu að vellíðan hennar og
glöddu hana á einhvern hátt, og
að lokum fer ég með kvöldbæn, sem
hún flutti svo oft við rúmið mitt
þegar ég var barn:
Vertu yfir og allt um kring
í eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs engiar saman í hring,
sænginni yfir minni.
Erla R. Guðmundsdóttir
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Neyðarrakettum stolið úr bát
Grindavík.
BROTIST var inn í Þorstein GK
16 í Grindavíkurhöfn fyrir ára-
mótin og stolið rakettum og
neyðarblysum.
Að sögn skipstjórans, Gunnars
Gunnlaugssonar, var farið inn á
millidekki og hengilás sprengdur
upp. Síðan var brotin upp hurð í
skipstjórnarklefa og er hún ónýt.
Gengið var beint að staðnum þar
sem rakettumar og blysin em
geymd og var greinilegt að þeir sem
þarna vom að verki vissu um
geymslustaðinn, og eins að þeir
vom einungis á höttunum eftir ra-
kettum því vídótæki sem var í
klefanum var látið ósnert.
Gunnar sagði að sem betur fer
hefðu innbrot í báta farið fækk-
andi, en þetta væri mjög alvarlegt
þegar slíkum hlutum væri stolið og
ætti að ná þeim sem þama væm
að verki skilyrðislaust og merkja
þá, eins og Gunnar komst að orði.
Kr. Ben.
Ragnhtidur Runólfs-
dóttír - Kveðjuorð