Morgunblaðið - 18.01.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 18.01.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 29 SPARISKfRIEINUM RÍKISSJÓÐS Jk/Il íkissjóður hefur nú aftur sölu spariskírteina,en þau eru ein besta fjárfesting sem landsmönnum hef- ur staðið til boða um áratuga skeið. Hefðbundin spariskírteini með tvenns kon- ar binditíma og 6,5% ársvöxtum. Hefðbundin spariskírteini bera 6,5% ársvexti umfram verðbólgu, vexti sem þér eru tryggðir til tveggja eða fjögurra ára, allt eftir því hvaða bindi- tími hentar þér. Að binditíma liðnum getur þú inn- leyst bréfin og þá er ríkissjóði einnig heimilt að segja þeim upp. Segi hvorugur aðilinn skírteinun- um upp bera þau þessa góðu vexti til loka lánstím- ans, sem getur lengst orðið fjórtán ár. Söfnunarskírteini með góða ávöxtun í 6 ár. Ríkissjóður býður einnig nýtt spariskírteini, Söfnunarskírteini, með sex ára lánstíma og 6,5% ársvöxtum umfram verðbólgu. Söfnunarskírteinið safnar árlega verðbótum, vöxtum og vaxtavöxtum sem þú færð greidda að lánstíma loknum. Með Söfnunarskírteini tryggir þú þér góða raunávöxtun í sex ár. Slíkt vaxtaloforð býður engínn annar. Kostir spariskírteinanna eru ótvíræðir. Öryggi spariskírteina rikissjóðs er ótvírætt. Þú finnur ekki traustari fjárfestingu því að baki ríkis- sjóði stendur öll þjóðin. Þá hamla kaupin á spari- skírteinum gegn erlendum lántökum, því þau eru innlent lánsfé sem nýtist okkur öllum. Sala spariskírteina rfkissjóðs stendur nú yfir í Seðlabanka íslands og á öðrum hefðbundnum sölu- stöðum. RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.