Morgunblaðið - 18.01.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 18.01.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 Tuttugu og níu börn fá gjöf frá Spari- sjóði Bolungarvíkur Bolungarvík. TVÖ undanfarin ár hefur Sparisjóður Bolung- arvíkur í lok árs fært öllum börnum sem hlotið hafa skírn á árinu, sparisjóðsbók á nafni barnsins ásamt peningainnistæðu. Nú stuttu fyrir árslok fengu því þau tuttugu og níu börn sem skírð voru á síðasta ári að gjöf frá spari- sjóðnum 2800 króna innistæðu á verðtryggðum sparisjóðsreikning, sem gætt verður að fylgi bestu kjörum hveiju sinni. Skírnargjöf þessari fylgdi sparibaukur til hvers og eins. Með þessu vill sparisjóðurinn bjóða þessa þegna velkomna í samfélagið um leið og hvatt er til peninga- spamaðar. - Gunnar Myndin sýnir barnahópinn ásamt foreldrum. Húsavík: Af atvinnuleysis- skrá á skólabekk Húsavík. FISKVINNSLUFÓLK hjá F sk- - iðjusamlagi Húsavíkur heí'ur undanfarið verið á námskeiðum og hefur fastráðið fólk verið tek- ið af atvinnuleysisskrá og sett á skólabekk. Samkvæmt febrúarsamningun- um hækkar fastráðið fólk í launum eftir að hafa verið á slíku 40 klukkustunda námskeiði í bóklegum og verklegum fræðum. Námskeiðin eru skipulögð og undirbúin af nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði til þess. Enginn fiskur hefur borist á land svo tíminn verið hentuguf-^ til námskeiðshaldsins. Fréttaritari. -íwrra- GARÐURINN AÐAISTRCTI9 S12234

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.