Morgunblaðið - 18.01.1987, Side 60

Morgunblaðið - 18.01.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1987 ÞIMGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Helsinki-sáttmálinn: „Mannréttindi eiga sér engin landamæri“ sagði utanríkisráðherra íslands „Með undirritun Helsinki-sáttmálans fyrir ellefu árum hétu þátttökuríkin 35 að sameinast um ýmsar aðgerðir til að auka traust og draga úr spennu milli austurs og vesturs. Það var viður- kennt að virðing fyrir mannréttindum væri nauðsynleg forsenda varanlegs friðar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit hafa sum ríkjanna haldið áfram að bijóta grundvallarmannréttindi, m.a. gagnvart þeim sam hafa leitast við að fylgjast með því hvort ákvæði sátt- málans séu haldin í heimalöndum þeirra." Framanritað er upphaf greinar- gerðar með tillögu til þingsálykt- unar, sem 18 þingmenn Sjálfstæð- isflokks flytja í sameinuðu þingi um mannréttindamál í tengslum við ráðstefnu um öryggi og sam- vinnu í Evrópu, sem fram er haldið í Vín. Mannleg tengsl í Helsinki-sáttmálanum, sem hér að framan er vitnað til, lýsa viðkomandi ríki sig staðráðin í að tryggja almenn og einstaklings- bundin réttindi - mannréttindi -. Skuldbindandi yfirlýsing Hels- inki-sáttmálans er í fjórum meginköflum: 1) Um mannleg tengsl, 2) Upplýsingaskyldu þjóða í milli (til að efla skilning og traust), 3) Samvinnu og skipti á sviði menningarmála og 4) Sam- vinnu á sviði mennta og vísinda. Kaflinn um mannleg tengsl fjallar m.a. um ferðafrelsi („auð- velda víðtækari ferðalög þegna sinna af persónulegum ástæðum eða vegna starfs...“), „endursam- einingu fjölskyldna", hjúskap milli ríkisborgara ólíkra landa, tengsl og samskipti ungs fólks o.sv.fv. í kaflanum um miðlun upplýs- inga leggja þátttökuríkin áherzlu á „mikilvægt og áhrifamikið hlut- verk blaða, hljóðvarps, sjónvarps, kvikmynda, fréttastofnana og blaðamanna sem starfa á þessum sviðum". Ríkin settu sér það markmið „að auðvelda fijálsari og víðtækari dreifíngu hvers kon- ar upplýsinga, að hvetja til samvinnu á sviði upplýsinga og upplýsingaskipta við önnur lönd og bæta aðstæður þær sem blaða- menn frá einu þátttökuríki njóta til að stunda störf sín í friði“. Óf ögnr mynd í ræðu sinni við setningu Vínar- fundarins 6. nóvember sl. sagði Matthías Á. Matthiesen, utanrík- isráðherra: „Með Helsinki-samkomulaginu var viðurkennt að forsendur friðar og afvopnunar væru fleiri en af- vopnun ein sér. Vitaskuld hefur afvopnun lykilhlutverki að gegna í öllum ráðstöfunum til að draga úr spennu og auka öryggi, en það verður ekki síður að taka tillit til pólitískra viðhorfa. Það verður að uppræta tortryggni sem er jarð- vegur vígbúnaðarins. Snemma kom í ljós að ríkin leggja mismun- andi áherzlu á einstök atriði samþykktarinnar. Slíkt er þó ekki í samræmi við upphafleg áform þar sem jafnvægi átti að vera milli einstakra þátta. Sum ríki virðast leggja meira upp úr örygg- ismálum en láta mannúðarmál sitja á hakanum... Við skulum líta ögn nánar á Teikningin sýnir hernaðaraðstöðu Sovétríkjanna á Kolaskaga, svo að segja í túnfæti Noregs og Finnlands. Þetta stærsta vopnabúr heims er það sem að Norðurlöndum snýr. „Gulageyjaklasinn", fangelsakeðjan, er það sem inn á við snýr og varðar almennu mannréttindi, sem mörgum þykja aðþrengd í Sovétríkjunum. stöðu mannréttindamála í sumum ríkjanna. Andófsmenn þurfa að þola harðræði í þrælkunarbúðum eða geðsjúkrahúsum sem notuð eru í þágu pólitískra markmiða. Í hvert skipti sem slíkum aðgerðum er mótmælt er skírskotað til „full- réttis". Þá eru það talin innanrík- ismál þegar einstaklingar vilja flytja úr landi en fá það ekki. í augum íslendinga eru þetta dæmi um mannréttindabrot og mann- réttindi eiga sér engin landamæri. Orð fá aldrei brúað það hyldýpi, þar megna verkin ein að skapa traust... Þetta er ófögur mynd og ekki bætir úr skák að allir RÖSE- fundir um mannréttindamál hafa runnið út í sandinn. Á síðasta ári lauk sérfræðingafundi í Ottawa án niðurstöðu, menningarþingi í Búdapest lyktaði án samkomulags og sömu sögu er að segja frá fundinum í Bern, sem haldinn var í vor um mannleg tengsl og sam- einingu fjölskyldna. í þessum efnum kristallast munurinn á opn- um samfélögum Vesturlanda og lokuðum samfélögum A-Evrópu“. Veruleikinn og samtíminn Virðing fyrir mannréttindum og fullveldi þjóða er höfuðfor- senda þess markmiðs, sem mannkyn dreymir um og er friður með frelsi. Hver er virðing vald- hafa í Sovétríkjum fyrir fullveldi þjóða og einstaklingsbundnum mannréttindum? Spyrja má hvort hernaður Sov- étríkjanna í Afganistan, þar sem hundruð þúsunda hafa týnt lífí rl 3 j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.