Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 Grindavík: Börn skutu neyðar- flugeldunum á loft Grindavík. NEYÐARFLUGELDUR sást á lofti yfir Grindavík á fimmtudags- kvöldið, eins og komið hefur fram. Ljóst er að börn hafa verið að leik, hvort sem þau gerðu sér grein fyrir alvöru málsins eða ekki. Stautur flugeldsins fannst festur á grindverk við leikskólann og seinna um kvöldið fannst svo annar stautur í ruslakassa við einn sölu- tuminn í bænum. Finnandinn gerði sér ekki alveg strax grein fyrir því hvað var á ferðinni. Gunnar Tómasson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjöms, sagði að hér væri um mjög alvar- legt mál að ræða og yrðu foreldrar að gera gangskör að því að útskýra fyrir börnum sínum þýðingu þess að ekki sé verið að leika sér með slíka hluti. Best væri að koma neyð- arflugeldum til lögreglunnar ef foreldrar yrðu varir við að böm þeirra væru með þá. Kr. Ben. Morgunblaðið/Kr. Ben. Björgunarsveitarmenn ræða saman í stjórnstöð sinni á fimmtudagskvöldið eftir að það kom í ljós neyð- arflugeldurinn hafði verið gabb. Gunnar Tómasson formaður björgunarsveitarinnar heldur á stautnum sem neyðarflugeldinum var skotið úr. Stautar neyðarflugeldanna tveggja eru nú i vörslu lögreglunnar í Grindavík. Vorannamámskeið við Varmalandsskóla í STRÍÐSLOK voru ellefu hússtjórnarskólar í landinu. Nú eru aðeins þrír eftir, á ísafirði, Hallormsstað og í Reykjavík. Með skóiunum á Laugum og Laugarvatni iagði menntamála- ráðherra í fyrravor niður hússtjómarskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Til að fræðast aðeins nánar um þessar breyting- ar var leitað til skólastjórans í Varmalandsskóla, Steinunnar Ingimundardóttur. Um 1980 byrjaði að fækka í skólanum. Fram að þeim tíma hafði verið fullt í Varmalandi, allt frá því að vera rétt rúmlega 40 nemendur, sem skólinn tekur með góðu móti og allt að 47. í fyrra voru 18 nemendur í Varmalandsskóla. Var gert ráð fyrir tveimur önnum, þar sem nemendur gátu valið hússtjóm eða handíð, en skólinn var ekki eingöngu heilsvetrarskóli eins og áður. Þrír kennarar voru við skól- ann og var þeim öllum sagt upp og Steinunn sagðist vera ráðin til fyrsta september á þessu ári. Hvað þá tekur við er allt óljóst, en Steinunn sagði, að hún vissi ekki, hvað gera ætti við húsnæði skólans, en það lægi undir skemmdum. Nú á vorönn er ætlunin að fara af stað með saumanámskeið og vefnaðamámskeið í Varma- landsskóla. Er það ætlað fyrir fólk úr sveitunum í kring. Stein- unn sagði það vera erfitt að halda uppi námskeiðum, því annað hvort komast konur ekki að heim- an eða þá hinar, sem það gætu, em komnar í vinnu fljótlega eftir að fer að hægjast um á heimilun- um, og hafa ekki tíma til þess að koma á námskeið. Bamaskólinn á Varmalandi hefur haft aðstöðu þrjá daga vik- Hússtjórnarskólinn á Varmalandi. Morgunblaðið/Pétur „Hollur er heimafenginn baggi". Þótt auðvelt sé að fá flatkökur keyptar í kaupfélaginu, þá þykir þeim Steinunni skólastjóra (t.h.) og Herdfsi fyrrverandi kennara mun betra að baka sjálfar, enda eru heimagerðar flatkökur betri á bragðið og gerlegt að spara einnig með heimabakstrinum. unnar í skólanum með kennslu í heimilisfræðum. Hefur slíkt verið allt frá árinu 1966. Nú í vetur bættist við handíð. Nemendur úr Bændaskólanum á Hvanneyri sóttu námskeið í Varmalandsskóla í ferðaþjón- ustu. Þar fengu þeir einnig kennslu í hússtjóm. Pétur Þorsteinsson ÞO GBtlR WUIT BETRIKADP! Verð MAZDA bíla hefur hlutfallslega aldrei verið lægra en núna. Verðlauna- bíllinn MAZDA 626 1.6L 5 dyra Hatchback LX kostar nú aðeins 472 þúsund krónur. Örfáir bílar til afgreiðslu úr síðustu sendingu, sem er nýkomin til landsins. Tryggið ykkur því bíl strax. Opið laugardaga frá kl. 1 - 5. mazoa BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23, SÍMI 68-12-99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.