Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
43
tvípeð á c-línunni. Núorðið er þessi
leikmáti fáséður.
5. — c5 6. a3 — Bxc3 7. Bxc3 —
Rbc6 8. Rf3 — cxd4 9. Rxd4
Tilraun Ljubojevic til að endur-
bæta taflmennsku hvíts í skákinni
Savon-Hort frá 1968. Þar var stað-
an í jafnvægi eftir 9. Bxd4 — Rf5
10. c3 - Bd7 11. Be2 - Hc8 12.
0-0 — 0-0. í nýjustu fræðum um
franska vöm er þó varað við 9.
Rxd4, því þótt hvítur fái biskupa-
parið verður hann á eftir í liðsskip-
an. (Sjá t.d. Moles og Wicker:
French Winawér, Modem and Aux-
iliary lines, Batsford 1979)
9. — Rxe5! 10. Rxe6 — Bxe6 11.
Bxe5 - 0-0 12. Bd3 - Rc6 13.
Bc3!7 - d4 14. Bd2 - Re5! 15.
Bxh7+?
í stað þessa fífldjarfa peðsráns
hefði Ljubojevic átt að viðurkenna
að svartur hefur fyllilega jafnað
taflið og leika 15. 0- 0.
15. - Kxh7 16. Dh5+ - Kg8 17.
Dxe5 - He8!
Svo einfalt var það. Hvftur getur
á hvorugan veginn hrókað án þess
að tapa skiptamun svo kóngur hans
lendir á vergangi.
18. Dg3 - Bc4+ 19. Kdl - Hc8
20. b3 - Be2+ 21. Kcl - d3 22.
c3 - Bh5 23. Ha2 - He2 24. Kbl
- Hc6 25. f3 - Bg6
Hér hefðu margir látið freistast
af 25. - Hg6 26. Dh3 - Hgxg2
27. Dxh5 - Hxd2 28. Hxd2 -
Hxd2, en þá á hvítur einhveija
möguleika á að halda taflinu eftir
29. Hel - He2 30. Hdl. Kúbumað-
urinn sleppir hins vegar ekki því
kverkataki sem hann hefur náð á
hinum fræga andstæðingi sínum.
Nú er hótunin 26. — Hxc3
26. Hdl - b5 27. a4 - b4 28. c4
- a5 29. h4 - Hce6 30. Dh3?
Nauðsynlegt var 30. Kal, til að
koma hvíta kóngnum burt af
skálínu svarta biskupsins á g6. Nú
lýkur svartur skákinni með flug-
eldasýningu:
30. - Hel! 31. Hcl - Dd4 32.
Dh2 - Dc3! 33. Db8+ - He8 34.
Hxel - Hxb8 35. Bxc3 - d2+
36. Kal — bxc3 og hvítur gafst
upp.
Morgunbl aðið/spb
Félag aldraðra á Akureyri hefur tvívegis komið á gamanleikinn
Síldin kemur og síldin fer.
Leikfélag Húsavíkur
sýnir í Hafnarfirði
Húsavík.
LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur
sýnt 26 sinnum gamanleikinn
Síldin kemur og síldin fer eftir
systurnar Kristínu og Iðunni
Steinsdætur, við sérstaklega
góða aðsókn og viðtökur.
Akureyringar hafa mikið sótt
þessa sýningu og skemmt sér vel.
Fjölmennir starfshópar hafa verið
hér hvem laugardag og eiga að
mestu pantaða sýningu 7. febrúar.
Félag aldraðra á Akureyri hefur
komið tvívegis með fullsetnar rútur.
Áformað er að gefa sunnlending-
um tækifæri á að sjá gamanleikinn
og hefur Leikfélagið ákveðið sýn-
ingar í Bæjarbíói Hafnarfjarðar
föstudaginn 13. og laugardaginn
14. febrúar nk.
Uppselt er á næstu tvær sýning-
ar Leikfélagsins hér á Húsavík.
Fréttaritari.
Knattspyrnu-
deild Þróttar
með bingó
KNATTSPYRNUDEILD Þróttar
hefur tekið við rekstri bingós í
Glæsibæ.
í frétt knattspymudeildar Þrótt-
ar segir að bingóið í Glæsibæ verði
rekið með sama sniði og verið hef-
ur. Fyrsta bingóið undir stjóm
knattspymudeildarinnar verður
þriðjudaginn 3. febrúar kl. 19.30.
Aðalvinningur kvöldsins er að
verðmæti 120 þúsund krónur og
rennur allur ágóði af bingóinu til
uppbyggingar íþrótta- og æskulýðs-
starfs í Þróttarhverfinu.
KIENZLE
ALVÖRU
ÚR MEÐ
VÍSUM
Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímaniega því s.l.
sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm
býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða
til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð.
Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara
í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar-
innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurrnn á suðurströnd Spánar,
það mælcist 306 sólardagar á ári.
Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs-
ingunni. Við iánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust.
IjEjJ FERDA.. CttUcae j
liæil MIÐSTOÐIN Tcaud 1
AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3
SUMARAÆTLUN 1987
■' ; ■-V ■■■
•Oiiagmr*.
m mmmm
APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 lOl J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 1 JÚLÍ 4 JÚLÍ 28
ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27