Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
55
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni:
Ursutasætin réðust
á síðustu spilunum
Jaqcui Mitchell og Amalya Kearsc taka við sigurlaununm á heims-
meistaramótinu í Miami síðastliðið haust, en með þeim á myndinni
eru Richard Goldberg fyrrverandi gjaldkeri Alþjóða bridssam-
bandsins og Jaime Ortiz-Patino fyrrverandi forseti. Kearse er
alrikisdómari í New York, fyrsta konan sem gegnir því embætti.
ÞAÐ RÉÐIST á síðustu spilum
undankeppni Reykjavíkurmóts-
ins í sveitakeppni hvaða sex
sveitir ynnu sér rétt til að
keppa í úrsiitunum, sem verða
spiluð um næstu helgi. Fyrir
síðustu umferðina var aðeins
ein sveit örugg í úrslitin, sveit
Polaris, en 8 aðrar sveitir áttu
möguleika á hinum sætunum
fimm.
Polaris vann sinn síðasta leik
og var í efsta sætinu með 408
stig. Sveit Atlantik átti auðveld-
asta leikinn í síðustu umferðinni
og vann örugglega 25-0. Þar með
var sveitin komin í annað sætið
með 367 stig. Sveit Samvinnu-
ferða tapaði sínum leik naumlega
í síðustu umferðinni en endaði
með 360 stig. Sveit Jóns Hjaltson-
ar tapaði sínum leik einnig, 14-16,
og endaði með 355 stig, og sveit
Sigtryggs Sigurðssonar vann sinn
síðasta leik 22-8 og var þá jöfn
sveit Jóns með 355 stig. Sveitir
Ólafs Lárussonar og Páls Valdem-
arssonar áttu innbyrðisleik og
vann Ólafur 25-3 og endaði með
253 stig.
Sveitir Aðalsteins Jörgensen og
Delta áttust einnig við í innbyrðis-
leik og fyrir þann leik var Aðal-
steinn með 347 stig og Delta með
341 stig. Þessar sveitir gátu því
önnurhvor eða báðar komist inn
í úrslitin, eftir því hvernig leikur-
inn færi. Þessum leik lauk síðast
af mikilvægu leikjunum og þv{
biðu margir spenntir eftir útreikn-
ingnum en honum lauk með sigri
Aðalsteins, 17-13. Þar með var
Aðalsteinn kominn með 264 stig
og í 3. sæti, en Delta endaði með
354 stig, einu stigi neðan við Jón
og Sigtrygg, sem voru í 5-6. sæti.
Úrslitin verða um næstu helgi
og þá spila sveitimar sex einfalda
umferð, 16 spila leiki, en inn-
byrðisleikurinn í undankeppninni
gildir sem fyrri hálfleikur í 32
spila leik. Sveit Polaris stendur
langbest að vígi fyrir úrslitin. Hún
hefur 30 impa forskot á sveit
Atlantik, 12 impa forskot á sveit
Aðalsteins, 20 impa forskot á sveit
Samvinnuferða, 19 impa forskot
á sveit Sigtryggs en skuldar sveit
Jóns 8 impa.
Sveit Atlantik er 58 impa yfir
á móti sveit Aðalsteins, skuldar
Samvinnuferðum 37 impa, er 26
impa yfir gegn Jóni og 2 impum
yfir gegn Sigtryggi. Aðalsteinn
skuldar Samvinnuferðum 15
impa, en er yfir á móti Jóni Hjalta-
syni, 25, og 9 impum yfir gegn
Sigtryggi. Samvinnuferðir eru 21
impa yfir gegn Jóni en skulda
Sigtryggi 15 impa, og Jón Hjalta-
son er síðan 5 impum yfir gegn
Sigtryggi.
Fjöldi gesta á
bridshátíð
Stöðugt berast fréttir af spilur-
um sem ætla að keppa á brids-
hátíð, sem hefst eftir tæpan
hálfan mánuð. Georgio Bella-
donna hefur ákveðið að koma með
sveit með sér og vonast er til að
hann taki að minnsta kosti einn
eða tvo félaga sína úr Bláu sveit-
inni með sér. Þá hefur sænska
sveitin sem varð í 3. sæti á heims-
meistaramótinu í Miami síðastlið-
ið haust tilkynnt þátttöku sína,
búist er við talsvert stórum hópi
spilara frá Noregi, Færeyjum og
Grænlandi. Þá hefur sérstaklega
verið boðið sveitum frá Dan-
mörku, Bandaríkjunum og síðan
alþjóðlegri sveit undir stjórn Zia
Mahmood eins og komið hefur
fram í blaðinu áður.
Keppendur á bridshátíð verða
kynntir betur í Morgunblaðinu
áður en langt um líður.
Ný bridsdrottning
Bandaríska konan Jacqui Mit-
chell getur nú gert tilkall til
nafnbótarinnar besti kvenbrids-
spilari í heimi, en hún er náði
efsta sætinu a stigalista Alþjóða
bridssambandsins þegar hún vann
Heimsmeistaramótið í tvímenn-
ingi kvenna í Miami í haust ásamt
Amalya Kearse.
Fram að þeim tíma hafði Dor-
othy Hayden Truscott trónað á
toppnum, en hún náði efsta sæt-
inu af þeirri litríku. Rixi Markus
árið 1978.
Jacqui Mitchell er komin á sex-
tugsaldur en er samt í góðu
líkamlegu formi og fyrir skömmu
skellti hún sér í hálfmaraþonhlaup
og lauk því með heiðri og sóma.
Hún er gift Victor Mitchell, sem
þótti vera hér á árum áður einn
besti spiiari heimsins.
Á ferli sínum hefur Jacqui unn-
ið öll helstu bridsmót sem keppt
er í í kvennaflokki, þar á meðal
heimsmeistaramót kvenna í
sveitakeppni, kvennaflokk Ól-
ympíubridsmótsins, og nú síðast
heimsmeistaramót kvenna í
tvímenning.
Sömu sveitir í
úrslitum Dana
Þótt aðeins Qórar sveitir komist
árlega í úrsitakeppni Danmerkur-
mótsins í sveitakeppni er sjald-
gæft að þar verði mikil skipti á
spilurum milli ára. Deildakeppni
Danmerkurmótsins lauk fyrir viku
en 12 sveitir keppa í 1., 2., og
3. deild. Tvær sveitir færast upp
eða niður milli deiida, en fjórar
efstu sveitimar í fyrstu deild
keppa til úrslita um Danmerkur-
meistaratitilinn.
I ár vann Team Sperry 1. deild-
ina en í þeirri sveit spila Villy
Dam, Arne Mohr, Hans Werge
og Lars og Knut Blakset. Hæfíleg
blanda af eldri og yngri spilurum.
í öðru sæti varð Team Utrecht,
Steen Möller, Denis Koch, Stig
Werdelin og Jens Auken, alit
nafnkunnir spilarar og Islandsvin-
ir. I þriðja sæti varð sveit Georg
Norris sem í spila Judy Norris,
Peter Schaltz og Knud Aage Bo-
esgaard, og í 4. sæti varð sveit
danska bridsnestorsins Axel
Voigt, en með honum spila Jo-
hannes Hulgaard og Steen Schou,
sem von er á hingað á bridshátíð
eftir tvær vikur, Erik Brok og
Jörgen Anker Pabst.
Flestir þessir spilarar hafa ver-
ið fastagestir í úrslitakeppninni
um danska meistaratitilinn í ijölda
ára, að minnsta kosti man ég
ekki eftir neinum dönskum stór-
spilara sem vantar í þennan hóp.
Urslitakeppnin fer fram um mán-
aðamótin febrúar-mars en núver-
andi meistarar eru Utrechtmenn.
Nýjar danskar kven-
stjörnur
Danska kvennaparið Bettina
Kalkerup og Charlotte Palmlund
vakti mikla athygli á heimsmeist-
aramótinu í Miami síðastliðið
haust, en þá náðu þessar rúmlega
tvítugu stúlkur öðru sæti í heims-
meistaramóti kvenna í tvímenn-
ing.
Þær sýndu það fyrir skömmu
að það sæti var engin tilviljun
þegar þær unnu Danmerkurmótið
í kvennaflokki i tvímenning. Allt
mótið voru þær í fyrsta eða öðru
sæti ásamt öðru pari, og fyrir
síðustu umferðina voru þær í öðru
sæti. Með góðri skor í síðustu
setunni, um leið og efsta parið
fékk mínus, tryggðu Bettina og
' Charlotte sér Danmerkurmeist-
aratitilinn.
íslenskir bridsáhugamenn
kannast vel við Bettinu sem kom-
ið hefur hingað oftar en einu sinni
á bridshátíð, og ef að líkum lætur
munu þær stöllur keppa hér á
Norðurlandamóti yngri spilara í
sumar.
Niður
með hita-
kostnaðinn
OFNHITASTILLAR
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA
j^pglýsinga-
síminn er 2 24 80
# Djúpsteikingapottur, verð frá kr. 7.100. -
# Hraðsuðukanna, verð frá kr. 2.480. -
# Samlokubrauðrist, verð frá kr. 3.100. -
# Hraðsuðuketill, verð frá kr. 2.285. -
=KENWOOD
VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN
Sýnishorn af vörum
frá KENWOOD
Laugavegi 170-172 Simi 695550