Morgunblaðið - 03.02.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 03.02.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 55 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni: Ursutasætin réðust á síðustu spilunum Jaqcui Mitchell og Amalya Kearsc taka við sigurlaununm á heims- meistaramótinu í Miami síðastliðið haust, en með þeim á myndinni eru Richard Goldberg fyrrverandi gjaldkeri Alþjóða bridssam- bandsins og Jaime Ortiz-Patino fyrrverandi forseti. Kearse er alrikisdómari í New York, fyrsta konan sem gegnir því embætti. ÞAÐ RÉÐIST á síðustu spilum undankeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni hvaða sex sveitir ynnu sér rétt til að keppa í úrsiitunum, sem verða spiluð um næstu helgi. Fyrir síðustu umferðina var aðeins ein sveit örugg í úrslitin, sveit Polaris, en 8 aðrar sveitir áttu möguleika á hinum sætunum fimm. Polaris vann sinn síðasta leik og var í efsta sætinu með 408 stig. Sveit Atlantik átti auðveld- asta leikinn í síðustu umferðinni og vann örugglega 25-0. Þar með var sveitin komin í annað sætið með 367 stig. Sveit Samvinnu- ferða tapaði sínum leik naumlega í síðustu umferðinni en endaði með 360 stig. Sveit Jóns Hjaltson- ar tapaði sínum leik einnig, 14-16, og endaði með 355 stig, og sveit Sigtryggs Sigurðssonar vann sinn síðasta leik 22-8 og var þá jöfn sveit Jóns með 355 stig. Sveitir Ólafs Lárussonar og Páls Valdem- arssonar áttu innbyrðisleik og vann Ólafur 25-3 og endaði með 253 stig. Sveitir Aðalsteins Jörgensen og Delta áttust einnig við í innbyrðis- leik og fyrir þann leik var Aðal- steinn með 347 stig og Delta með 341 stig. Þessar sveitir gátu því önnurhvor eða báðar komist inn í úrslitin, eftir því hvernig leikur- inn færi. Þessum leik lauk síðast af mikilvægu leikjunum og þv{ biðu margir spenntir eftir útreikn- ingnum en honum lauk með sigri Aðalsteins, 17-13. Þar með var Aðalsteinn kominn með 264 stig og í 3. sæti, en Delta endaði með 354 stig, einu stigi neðan við Jón og Sigtrygg, sem voru í 5-6. sæti. Úrslitin verða um næstu helgi og þá spila sveitimar sex einfalda umferð, 16 spila leiki, en inn- byrðisleikurinn í undankeppninni gildir sem fyrri hálfleikur í 32 spila leik. Sveit Polaris stendur langbest að vígi fyrir úrslitin. Hún hefur 30 impa forskot á sveit Atlantik, 12 impa forskot á sveit Aðalsteins, 20 impa forskot á sveit Samvinnuferða, 19 impa forskot á sveit Sigtryggs en skuldar sveit Jóns 8 impa. Sveit Atlantik er 58 impa yfir á móti sveit Aðalsteins, skuldar Samvinnuferðum 37 impa, er 26 impa yfir gegn Jóni og 2 impum yfir gegn Sigtryggi. Aðalsteinn skuldar Samvinnuferðum 15 impa, en er yfir á móti Jóni Hjalta- syni, 25, og 9 impum yfir gegn Sigtryggi. Samvinnuferðir eru 21 impa yfir gegn Jóni en skulda Sigtryggi 15 impa, og Jón Hjalta- son er síðan 5 impum yfir gegn Sigtryggi. Fjöldi gesta á bridshátíð Stöðugt berast fréttir af spilur- um sem ætla að keppa á brids- hátíð, sem hefst eftir tæpan hálfan mánuð. Georgio Bella- donna hefur ákveðið að koma með sveit með sér og vonast er til að hann taki að minnsta kosti einn eða tvo félaga sína úr Bláu sveit- inni með sér. Þá hefur sænska sveitin sem varð í 3. sæti á heims- meistaramótinu í Miami síðastlið- ið haust tilkynnt þátttöku sína, búist er við talsvert stórum hópi spilara frá Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Þá hefur sérstaklega verið boðið sveitum frá Dan- mörku, Bandaríkjunum og síðan alþjóðlegri sveit undir stjórn Zia Mahmood eins og komið hefur fram í blaðinu áður. Keppendur á bridshátíð verða kynntir betur í Morgunblaðinu áður en langt um líður. Ný bridsdrottning Bandaríska konan Jacqui Mit- chell getur nú gert tilkall til nafnbótarinnar besti kvenbrids- spilari í heimi, en hún er náði efsta sætinu a stigalista Alþjóða bridssambandsins þegar hún vann Heimsmeistaramótið í tvímenn- ingi kvenna í Miami í haust ásamt Amalya Kearse. Fram að þeim tíma hafði Dor- othy Hayden Truscott trónað á toppnum, en hún náði efsta sæt- inu af þeirri litríku. Rixi Markus árið 1978. Jacqui Mitchell er komin á sex- tugsaldur en er samt í góðu líkamlegu formi og fyrir skömmu skellti hún sér í hálfmaraþonhlaup og lauk því með heiðri og sóma. Hún er gift Victor Mitchell, sem þótti vera hér á árum áður einn besti spiiari heimsins. Á ferli sínum hefur Jacqui unn- ið öll helstu bridsmót sem keppt er í í kvennaflokki, þar á meðal heimsmeistaramót kvenna í sveitakeppni, kvennaflokk Ól- ympíubridsmótsins, og nú síðast heimsmeistaramót kvenna í tvímenning. Sömu sveitir í úrslitum Dana Þótt aðeins Qórar sveitir komist árlega í úrsitakeppni Danmerkur- mótsins í sveitakeppni er sjald- gæft að þar verði mikil skipti á spilurum milli ára. Deildakeppni Danmerkurmótsins lauk fyrir viku en 12 sveitir keppa í 1., 2., og 3. deild. Tvær sveitir færast upp eða niður milli deiida, en fjórar efstu sveitimar í fyrstu deild keppa til úrslita um Danmerkur- meistaratitilinn. I ár vann Team Sperry 1. deild- ina en í þeirri sveit spila Villy Dam, Arne Mohr, Hans Werge og Lars og Knut Blakset. Hæfíleg blanda af eldri og yngri spilurum. í öðru sæti varð Team Utrecht, Steen Möller, Denis Koch, Stig Werdelin og Jens Auken, alit nafnkunnir spilarar og Islandsvin- ir. I þriðja sæti varð sveit Georg Norris sem í spila Judy Norris, Peter Schaltz og Knud Aage Bo- esgaard, og í 4. sæti varð sveit danska bridsnestorsins Axel Voigt, en með honum spila Jo- hannes Hulgaard og Steen Schou, sem von er á hingað á bridshátíð eftir tvær vikur, Erik Brok og Jörgen Anker Pabst. Flestir þessir spilarar hafa ver- ið fastagestir í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í ijölda ára, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinum dönskum stór- spilara sem vantar í þennan hóp. Urslitakeppnin fer fram um mán- aðamótin febrúar-mars en núver- andi meistarar eru Utrechtmenn. Nýjar danskar kven- stjörnur Danska kvennaparið Bettina Kalkerup og Charlotte Palmlund vakti mikla athygli á heimsmeist- aramótinu í Miami síðastliðið haust, en þá náðu þessar rúmlega tvítugu stúlkur öðru sæti í heims- meistaramóti kvenna í tvímenn- ing. Þær sýndu það fyrir skömmu að það sæti var engin tilviljun þegar þær unnu Danmerkurmótið í kvennaflokki i tvímenning. Allt mótið voru þær í fyrsta eða öðru sæti ásamt öðru pari, og fyrir síðustu umferðina voru þær í öðru sæti. Með góðri skor í síðustu setunni, um leið og efsta parið fékk mínus, tryggðu Bettina og ' Charlotte sér Danmerkurmeist- aratitilinn. íslenskir bridsáhugamenn kannast vel við Bettinu sem kom- ið hefur hingað oftar en einu sinni á bridshátíð, og ef að líkum lætur munu þær stöllur keppa hér á Norðurlandamóti yngri spilara í sumar. Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-ÞUÓNUSTA j^pglýsinga- síminn er 2 24 80 # Djúpsteikingapottur, verð frá kr. 7.100. - # Hraðsuðukanna, verð frá kr. 2.480. - # Samlokubrauðrist, verð frá kr. 3.100. - # Hraðsuðuketill, verð frá kr. 2.285. - =KENWOOD VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN Sýnishorn af vörum frá KENWOOD Laugavegi 170-172 Simi 695550
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.