Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CHARLES ALDINGER smíði kjarnorku- knúinna flugmóðurskipa Bandaríkin: Deilt um Heyra þau brátt sögnnni til? EMBÆTTISMENN í bandaríska varnarmálaráðuneytinu og stjórnmálamenn greinir á um hvort ráðast eigi í smíði tveggja kjamorkuknúinna flugmóðurskipa. Ýmsir sérfræðingar og áhrifamiklir menn á Bandaríkjaþingi telja að smíði þeirra muni reynast dýr mistök. Vamarmálaráðuneytið hefur lagt beiðni um fjárveitingu fyrir þingið en áætlað er að fullbúin kosti skipin sjö miUjarða Bandaríkjadala (um 280 milljarða ísl. kr.). Caspar Weinberger vamar- málaráðherra telur brýnt að endurnýja flugmóðurskipaflota Bandaríkjamanna og vísar á bug fullyrðingum um að nútíma vopnabúnaður hafi gert þau úrelt. Bandaríkjamenn eiga nú 15 flug- móðurskip. Ef þingið veitir samþykki sitt er áætlað að smíði skipanna taki sjö ár. Þau munu verða sömu gerðar og Nimitz, sem er stærsta herskip sem smíðað hefur verið. Bandaríkjafloti ræður yfir fjórum slíkum skipum og tvö munu bætast við árið 1990 og 1991. Skipin eru ógnarstór, 317 metra löng og 94.000 tonn. Áhöfnin er 5.800 menn og 90 flugvélar eru um borð. Þessi ferlíki sigla um heimshöfin án þess að þurfa nokkum tíma að halda til hafnar til að taka elds- neyti. Eitt kjamorkuknúið flugmóð- urskip er í flota Sovétmanna og talið var að hefðu eldflaugar inn- anborðs, og sáu ráðamenn eystra sér þann kost vænstan að kalla skipin heim. En margir eru á öndverðum meiði og fullyrða að nútíma vopnabúnaður, einkum flugskeyti, hafi gert það að verkum að flug- móðurskip heyri sögunni til. Þeir hinir sömu segja að fráleitt sé að líta til síðari heimsstyijaldarinnar þegar flugvélar frá flugmóður- skipum Bandaríkjaflota gjöreyddu flota Japana. Aukinheldur telja þeir að smíði skipanna svari ein- faldlega ekki kostnaði, einkum og sér í lagi þegar litið er til hins gífurlega fjárlagahalla Banda- ríkjanna. Á norðurslóðum Þá líta andstæðingar Wein- bergers vamarmálaráðherra svo á að Falklandseyjastríðið árið 1982 hafi leitt í ljós hve vamar- gætu hugsanlega sökkt með einu flugskeyti. I umræðum um málið hafa embættismenn í vamarmálaráðu- neytinu oftlega bent á að banda- rísku skipin séu vel varin þar sem stjóma megi vömum gegn flug- vélum og flugskeytum með aðstoð tölvubúnaðar. „í raun kostar hvert skip ekki 3,5 milljarða dala heldur 15 milljarða þegar við bætist kostnaður vegna flugvéla og vemdarskipa. Vissulega geta skipin skipt sköpum í hugsanleg- um átökum í einhverju ríkja þriðja heimsins. Spumingin er hvort smíði þeirra svarar kostnaði og hvort þau verða brátt úrelt,“ sagði John Pike í viðtali nú nýlega. Reynsla Kissingers og Gaddafis Weinberger ávarpaði vamar- málanefnd öldungadeildarinnar nýlega og lýsti þeirri skoðun sinni að skipanna væri þörf til að end- umýja flugmóðurskipaflotann. Benti hann á að árið 1990 munu nokkur flugmóðurskipanna verða orðin 50 ára gömul. Robert Sims, fyrrum flotaforingi og einn helsti talsmaður vamarmálaráðuneytis- ins, er sama sinnis. Hann segir flugmóðurskipin hafa sannað gildi sitt er Bandaríkjastjóm ákvað að : :■ ; Bandaríska flugmóðurskipið Enterprise, sem er kjarnorkuknúið, var í eina tíð voldugasta herskip heims. Nú er deilt um hvort tími bryndrekanna sé liðinn. var því hleypt af stokkunum í desember 1985. Fyrir áttu Sovét- menn §ögur olíuknúin flugmóður- skip, sem smíðuð vom á síðasta áratug. Mikilvæg ákvörðun Vegna þess hve hart hefur ver- ið deilt um fjárveitingar til smíði kjamorkuflauga og geimvamar- áætlunar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta hefur minna borið á ágreiningi um smíði flug- móðurskipanna. Sérfræðingar um vamarmál telja þó margir hveijir að í herfræðilegu tilliti kunni þetta að reynast mikilvægasta ákvörð- un stjómarinnar næstu tíu árin. Þeir sem fylgjandi em smíði flugmóðurskipanna segja að þau hafí margsannað gildi sitt. Máli sínu til stuðnings nefna þeir loft- árásir Bandaríkjamanna á Líbýu í fyrra og Kúbudeiluna árið 1962. Þá stöðvuðu bandarísk flugmóð- urskip sovésk flutningaskip, sem laus flugmóðurskipin em gagn- vart flugskeytaárásum. Arg- entínumenn sökktu breska tundurspillinum Sheffíeld með flugskeyti og Bretar neyddust til að halda flugmóðurskipum sínum utan helsta átakasvæðisins. Loks hafa þeir sem andvígir em sagt að ekki megi jafna saman árásum Bandaríkjamanna á Líbýu og hugsanlegum átökum við Sovét- menn á Norður-Atlantshafí. Segja þeir að Sovétmenn myndu tefla fram gífurlegum fjölda kafbáta og flugvéla auk þess sem þeir ráða yfír mjög öflugum flugskeyt- um og því kynni að reynast áhættusamt að beita svo dýmm hergögnum í fremstu víglínu. John Pike, sem starfar á vegum samtaka bandarískra vísinda- manna og fylgist grannt með útgjöldum stjómvalda til hermála, segir það vafasama ákvörðun að veita svo gífurlegum fjármunum til smíði skipa, sem Sovétmenn ráðast á Líbýu þegar hermdar- verkastarfsemi Gaddafís Líbýu- leiðtoga þótti fullsönnuð. „Flugmóðurskipin vom send til Líbýu til að vara Gaddafi við. Hann lét sér ekki segjast og því varð að grípa til róttækari að- ferða," sagði Sims í viðtali við greinarhöfund. Hann bætti við að Henry Kissinger, utanríkisráð- herra í stjóm Richards Nixon, hefði verið fullur efasemda um gildi flugmóðurskipa þegar hann tók við völdum. Hins vegar hefði Kissinger ávallt spurt hvort ekki mætti beita flugmóðurskipunum þegar óvissuástand skapaðist. „Þegar um framkvæmd stefnu stjómarinnar er að ræða em flug- móðurskipin áhrifamikil tæki og skiptir þá engu hvort þeim er beitt í hemaðarlegum tilgangi eða til að varðveita friðinn," sagði Robert Sims að lokum. Höfundur er fréttaritari Reut- er-fréttastofunnar. Tryggvi Sigtryggs- son — Kveðjuorð Fæddur 20. nóvember 1894 Dáinn 1. desember 1986 Brotið er blað birta dvín reikar árroði rís ekki sól. Verður svo veröld í vinaraugum þá harmþrungin horfa að hinsta beði. (Jenna Jensdóttir) Sorgin er sá nístandi tónn hrein- leika og raunsæis sem leitar inn í sálarlífíð og býr sér til nótu í næmi tilfínninganna — þar sem hann sker sig úr, lágvær en óvæginn. Þannig berst sorgin til okkar er 92 ára maður í fjarlægu héraði deyr. Þetta er hvorki skrýtið né óraunverulegt fyrir þeim er þekktu Tryggva Sigtryggsson vel eða áttu hann að vini gegnum tíðina. Þessi greindi, hógværi maður, lifandi gleðigjafí vinum sínum til þess dags er þeir sáu hann síðast, átti hárbeitta, rökræna hugsun í Qölþættri þekkingu á lífínu en al- mennt gerist. Ósjálfrátt leiddi hann hug sam- ferðamanna sinna að því hve tilver- an er harðari, sannleikurinn torfundnari og framkvæmd þess háleita, góða, erfíðari en svo, að ekki þurfi að hafa augu sín skyggn og anda sinn sívökulan til að rata þann veg er beinir efni og anda til þroska og farsældar á þessu hóteli okkar jörðinni. Það er óþarfi að leiða sérstök rök að því sem ég hefi hér sagt um Tryggva Sigtryggsson. Margþætt ævistarf hans ber hæst í ást hans á móður náttúru og umönnun hans fyrir öllum þeim sterka — og veika gróðri hennar er við í raun byggjum líf okkar á. I skógarreitnum hans á Lauga- bóli, þar sem margættuð tré og jurtir skarta sínu fegursta í nærfær- inni umhirðu hans, eru einnig hin fíngerðustu blóm sem mannleg og hugkvæmni óf í listaverk. Allt á sinn endi, einnig að kær- kominn gestur úr fjarlægu héraði lýsi upp hjá vinum sínum með nær- veru sinni er leiddi ævinlega til þess að bomir vom að vömm þeir bikarar er fylltir vom andans auði bestu bókmennta er þjóðin á að fomu og nýju. Samofíð þessu var sú einstæða hlýja og skilningur er hún Ingunn dóttir hans og fjöl- skylda hennar sýndu sál hans og urðu stærri ljós á vegi hans en þá gmnar sem ekki þekktu til. Sérstök umhyggja Unnar dótt- urdóttur hans síðustu stundirnar hans og langan tíma áður vom í fullu samræmi við þá nærgætni og ástúð alla. Hin mikilhæfa kona Tryggva, Unnur, býr nú við þau örlög að heimurinn og umhverfi hafa ekki snert anda hennar til sorgar eða gleði um nokkurt árabil. Bamalán þeirra er mikið. Unnur átti þátt í því. Okkar kveðja til látins vinar skal tilfærð hér með orðum franska heimspekingsins Emest Rean. Þau orð kenndi Tryggvi okkur að íhuga. „Að lifa, það er að tileinka sér margt fagurt, það er að vera föm- nautur stjamanna, það er að dást að, það er að vona, það er að elska." Þetta var hans líf. Jenna Jensdóttir t Eiginkona mín, GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR, er látin. Stefán Reykjalfn. t Konan mín og dóttir, HRÖNN HUGRÚN HARALDSDÓTTIR, smurbrauðsdama, Sörlaskjóli 9, Reykjavfk, lést laugardaginn 31. janúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Marinó Þ. Jónsson, Sigrún Jónsdóttir. t Móðir okkar, JÓHANNA EGILSDÓTTIR frá Hvammi, Hvftársföu, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði, 30. janúar. Guðlaugur Torfason, Svanlaug Torfadóttlr, Magnús Ágúst Torfason. t Móðir okkar, MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR frá Austurey f Laugardal, lést að kvöldi 30. janúar í sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Böm og tengdabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.