Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 35 intí terfi eigi að undirbúa böm undir fyrsta bekk skyldunámsins. Þeir segja, að Kennaraháskóli íslands útskrifi fjölda kennara með fijóar og nútí- malegar hugmjmdir um kennsluað- ferðir og framfarasinnuð viðhorf til menntunar. Sumir skólar hafí tekið upp þessar aðferðir eða gert tilraun- ir með þær með góðum árangri, en almennt séu nútímahugmyndir seint að vinna sér sess og í mörgum skólum sé kennslan gamaldags og ekki hugmyndarík. í þessu sambandi víkja höfund- amir sérstaklega að gerð námsefnis í samfélagsfræði, sem þeir telja að hafí almennt verið frjótt og fram- farasinnað. Þar hafí ekki aðeins verið boðið upp á annars konar námsefni, heldur hafí um leið verið boðið upp á nýjar kennsluaðferðir. Þeir segjast ekki ætla að ræða þá gagnrýni sem samfélagsfræðin hef- ur sætt, en benda á að þetta námsefni hafi gert nýjar og kannski auknar kröfur til kennara og krefj- ist nýrra vinnubragða á öllum kennslustigum gmnnskólans. í það hafí verið varið mikilli orku og tíma, en hætta sé á því að það detti upp fyrir án þess að það hafí fengið nægilegan reynslutíma. I umQöllun um tækjabúnað í skólum staidra höfundar skýrslunn- ar við það, að skólamenn geri sér ekki skýra grein fyrir því, hvemig nota eigi tækin í samhengi við nám- ið. Þeir benda á, að ekki sé mikið um myndbandstæki og tölvur í skól- um, en þessi tæki séu á hinn bóginn algeng á heimilum fólks. Þeir segj- ast aðeins hafa séð tölvu í notkun í einum skóla og þar hafí leikjafor- rit verið í gangi. í öðmm skóla hafí skólastjórinn bent á nokkrar nýjar tölvur og sagt: „Nú verðum við að gera upp við okkur til hvers á að nota þær.“ Lítíl tengsl framhalds- skólanna í þriðja kafla skýrslunnar er fjall- að um framhaldsskólann. Á það er bent, að hann hafí ekki jafn vel skilgreinda stefnu og gmnnskólinn. Framhaldsskólinn hafí þanist gífur-, lega út á síðustu áratugum og til dæmis um það er nefnt, að í lok síðari heimsstyijaldar hafí nemend- ur verið 1.500 en nú séu þeir um 15.000 að tölu. Fjölgunin á þessum vettvangi sé fímmtán sinnum meiri en fjölgun þjóðarinnar á sama tíma. Höfundar telja að almenn sam- staða sé um að framhaldsskólar skuli vera með íjölbrautasniði og verður því starsýnt á, að samt skuli reknir hefðbundnir menntaskólar, tækiskólar og starfsgreinaskólar. Þeir nefna, að lítil eða engin tengsl virðist vera á milli einstakra skóla og telja að það geti verið hindmn á vegi umbóta í námi og kennslu. í fjórða kaflanum er fjallað um menntun kennara og starf. Athygli er vakin á því, að menntun kennara er ekki öll á sama skólastigi (ekki alls staðar krafíst stúdentsprófs) og spurt, hvort ekki sé ástæða til að breyta þessu, svo öll kennara- menntun sé á háskólastigi. Tekið er undir hugmyndir um að lengja nám við Kennaraháskólann um eitt ár og jafnframt bent á að meiri samvinna þurfi að vera á milli skól- ans og náms í uppeldis- og kennslu- fræði við Háskóla íslands. Þá er vikið að bágum launakjör- um kennara, sem birtist í því að 50-70% kennaranema komi annað- hvort aldrei til kennslustarfa eða hætti þeim snemma og hverfí til annarra starfa. Sagt er, að of marg- ir kennarar vinni aðeins hlutastarf, sem leiði til þess að þeir veiji ekki allri orku sinni og athygli í starfíð. Þessar aðstæður hafí í för með sér, að mikil vinna sem lögð sé í kenn- aramenntun og nýjar kennsluað- ferðir fari forgörðum. Aðalvandinn í þessu efni séu hin lágu laun kenn- ara, sem dregist hafi aftur úr öðrum stéttum miðað við fyrri ár. Kennar- ar neyðist til að vinna mikla yfír- vinnu og það komi niður á gæðum kennslunnar. Höfundar velta fyrir sér ástæðum þess að kjör kennara eru með þessum hætti og telja hugs- anlegt að ein ástæðan sé vanmat á kennarastarfínu. Það sé ef til vill rótgróið viðhorf að kennsla krefjist ekki sérmenntunar. í því sambandi er vitnað í grein eft'ir blaðamann á Morgunblaðinu, þar sem því sé haldið fram að árangur kennara í starfi fari ekki eftir því hvort þeir hafí notið faglegrar menntunar. Þama sé haldið fram skoðun, sem eigi víðtækan hljómgrunn, að vits- munaþroski fólks og menningar- þróun fari ekki eftir gæðum skóla eða sé jafnvel óháð því, hvort skól- ar séu til. Þessu viðhorf er andmælt og talið til skaða að það verði ofan á. 0 50% Hl-nema hætta á fyrsta ári Höfundar skýrslunnar vekja at- hygli á gífurlegri fjölgun háskóla- stúdenta á undanfömum árura, sem þeir segja að skapi Háskóla íslands margvísleg úrlausnarefni. Þeir segja, að skólann skorti gífurlega margt, þ.á m. aukið kennslurými, fleiri rannsóknarstofur, bækur og bókageymslur og fleiri stúdenta- garða. Fulltrúum OECD verður sérstak- lega starsýnt á, að 50% nemenda við HI hætta námi þegar á fyrsta ári og aðeins 25% innritaðra nem- enda ljúki námi. Hér sé um sóun að ræða, sem efast beri um að ástæða sé til fyrir Háskólann að umbera. Þá segir, að tengslin á milli fram- haldsskóla og Háskólans séu ekki góð. Kvartað sé yfir því í Háskólan- um að undirbúningur nemenda sé ekki nægilega góður. Á móti sé kvartað yfír því í framhaldsskólum að námskröfur Háskólans séu ekki nægilega skýrar. Hér sé því tæki- færi til að marka stefnu og koma á nýju skipulagi í samstarfi þessara skólastiga. Höfundar skýrslunnar staldra einnig við það, að aðeins 215 há- skólakennarar eru í föstu starfi við skólann, en um 400 séu stunda- kennarar. Þetta hljóti að hafa áhrif á gæði menntunar við skólann, þótt ekki sé unnt að leiða það skilmerki- lega í ljós, þar sem Háskólinn virðist ekki hafa neitt skipulag á því að meta hæfni kennaranna í starfí. í framhaldi af þessari ábendingu koma höfundar skýrslunnar fram með hugmyndir um, hvemig koma megi slíku hæfnismati á og tengja það launum kennara. Námslánakerfíð telja OECD- menn til fyrirmjmdar, en vilja að jafnhliða því sé tekið upp náms- styrkjakerfi. Að óbrejrttu verki það fremur letjandi en hvetjandi á við- leitni stúdenta til námsárangurs. Um rannsóknir við Háskóla ís- lands segir, að þær séu jrfirleitt á lágu stigi, þar sem kennarar geti ekki sinnt þeim meðfram hinni miklu vinnu sinni. r Nauðsyn valddreifing- ar í sjötta kafla skýrslunnar er fjall- að um yfirstjóm menntamála, áætlanagerð og íjárveitingar til skóla. Höfundar segja að miðstýr- ing í menntamáium sé mikil og hvetja til aukinnar valddreifíngar. í því sambandi nefna þeir lands- byggðina og benda á að það geti tafíð fyrir framförum að þurfa að vísa öllum ákvörðunum um fram- kvæmdir til menntamálaráðunejdis- r ins í Reykjavík. Þá segja höfundar að augljóslega þurfí að auka fjárveitingar til menntamála. Hækka þurfi laun kennara, þar sem aukavinna þeirra hafí óæskileg áhrif á starf þeirra og rannsóknir. Auka þurfí íjárveit- ingar til rannsókna, skólabygginga, Námsgagnastofnunar og bókasafns Háskólans. Menntakerfíð í heild megi bæta verulega ef ijárfestingar í því séu auknar. Skipulagsbrejd- ingar á menntakerfinu geti einnig bætt það og minnst er á í því sam- bandi lengri skóladag, lengri skólaár, styttri undirbúningstíma fyrir háskólanám, íjölmennari bekki sums staðar, skólanám hefjist við 6 ára aldur en ekki 7 ára og há- skólanám verði aukið um eitt ár, svo nokkuð sé nefnt. Alltaf rúm fyrir fram- farir í sjöunda kafla skýrslunnar er að fínna spumingar höfunda skýrsl- unnar til jrfírmanna íslenskra menntamála og þar á eftir koma ýtarleg svör við þeim, sem gefín voru á fundi í París í júní í fyrra, svo_ sem áður var nefnt. Á fundinum í París sagði dr. Joaquin Arango m.a.: „Okkur er ljóst að sé á heildina litið hafa ís- lendingar náð mjög góðum árangri í menntamálum. ... Að okkar áliti og miðað við okkar reynslu er íslensa þjóðfélagið menntað þjóð- félag og í meira jafnvægi og heildstæðara en flest önnur og þjóð- in líklega meðal þeirra hamingjusö- mustu. Allir geta þó verið einhuga um, að alltaf er rúm fyrir fram- farir. Ef aðeins ein af athugasemd- um okkar reynist gagnlkeg, fínnst okkur við hafa borgað hluta af skulda okkar við ísland." Fræðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra: Þingmenn fresti tíllögu um rannsóknamefnd I Ingvar Gíslason og Guðmundur Bjarnason með áform um rannsókn á vegum Hæstaréttar STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins, hefur ákveðið að fresta flutningi tillögu um, að Alþingi skipi rannsóknar- nefnd til að kanna deilu menntamálaráðherra og fræðsluyfirvalda í Norðurlandskjördæmi eystra. Þingmaðurinn hafði boðað slíkan til- löguflutning í viðtali við Þjóðviljann á laugardaginn. í samtali við Morgunblaðið kvaðst hann hafa tekið ákvörðun um þetta eftir, að honum barst bréf frá fræðsluráði kjördæmisins, þar sem þingmenn eru beðnir að fresta tillöguflutningi um rannsóknarnefnd meðan menntamálaráðherra er að íhuga beiðni ráðsins um að skipun nefnd- ar af þessu tagi. Steingrímur kvaðst ekki hafa fengið bréf fræðsluráðsins í hendur fyrr en síðdegis í gær. Hann sagði, að það hefði komið honum á óvart, því þótt það væri dagsett síðastlið- inn föstudag hefðu þingmenn ekkert veður haft af því fyrr en í gær. Hann sagðist hafa haft samband Þráinn Þórisson, formann fræðs- luráðsins, og í framhaldi af því hefði hann ákveðið, að verða við málaleit- an fræðsluráðsins í bili. „En það er ekki hægt að þæfa málið endaiaust svona,“ sagði þing- maðurinn. Hann sagðist ætla að kanna það um miðja þessa viku, hvort viðbrögð menntamálaráðherra við tilmælum fræðsluráðsins væru þess eðlis að ráðið vildi halda þreif- ingum áfram. Ef svo væri ekki, kæmi tillaga hans fram. Bréf fræðsluráðs Norðurlands- umdæmis eystra er dagsett 30. janúar s.l. og undirritað af Þráni Þórissjmi. Það er stílað á alþingis- menn kjördæmisins. Orðrétt segir: „Fræðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra hefur i dag, eftir að hafa átt fund með menntamálaráðherra, óskað eftir skipun nefndar til að rannsaka störf fræðslustjóra, fræðsluskrifstofu og samskipti við menntamálaráðunejrtið, þó einkum fjármálaleg samskipti. Þar sem eðli- legt þykir að gefa ráðherra tóm til að svara erindi þessu, er þess farið á leit við þingmenn kjördæmisins að fresta umbeðnum tillöguflutningi að svo stöddu." Að sögn Steingríms J. Sigfússon- ar hafði náðst samstaða um það meðal stjómarandstæðinga á Al- þingi að styðja tillögu hans um rannsóknamefhdina. Hann kvaðst einnig hafa leitað eftir stuðningi framsóknarmanna og kvað ástæð- una fyrir því, að tillaga hans kom ekki fram á þingi í gær hafa verið þá, að Ingvar Gíslason, þingmaður • Framsóknarflokksins, hefði haft samband við sig og beðið um frest, þar sem hann væri með tillögu í smíðum, er samstaða kjmni að geta náðst um. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa þeir Ingvar Gíslason og Guðmundur Bjamason samið frumvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir því, að Alþingi feli Hæsta- rétti að skipa þriggja manna rannsóknamefrid til að kanna fræðslustjóradeiluna. Talið er, að stjómarandstæðingar hefðu getað fallist á þessa tillögu, en hún kom hins vegar ekki til umfjöllunar á þingflokksfundi framsóknarmanna í gær, þar sem fyrmefnt bréf fræðs- luráðsins barst áður en fundurinn hófst. í samtali við Morgunblaðið sagði Ingvar Gíslason, að hann teldi rétt að verða við tilmælum ráðsins og fresta tillöguflutningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.